Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1978, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1978, Blaðsíða 6
...Innan veggja sovézku geðveikrahælanna Yesenin-Volpin, „en viö þurftum ekki aö vinna. Þaö voru engar barsmíðar og lyf voru ekki notuö í refsingarskyni eins og nú.“ „Andleg endurskoöun“ á 6 mánaöa fresti Þá eins og nú, biöu heilbrigðir menn á geösjúkrahúsum í ofvæni þess dags, er nefnd sérfræðinga kæmi til að endur- skoöa andlegt ástand þeirra. Samkvæmt lögum, þarf slík endurskoöun aö fara fram á 6 mánaöa fresti! Áriö 1970, þegar Fainberg og Borisov tókst að lauma áskorun sinni út af sjúkrahúsinu, var þessi sérfræðinganefnd svo önnum kafin, að hún þurfti að rannsaka 15—20 manns á hverjum klukkutíma, þannig aö þaö var undir hælinn lagt, hver hlaut náö fyrir augum hennar. Ef hún mælti meö náöun, varð aö taka málið upp aö nýju fyrir rétti og rétturinn hafnaði stundum niöurstöð- um hennar. En á árunum eftir heims- styrjöldina síöari, var ekki slík örtröö á geðsjúkrahúsunum og í maí 1950 komst nefnd geðlækna aö þeirri niðurstööu, aö Yesenin-Volpin þyrfti ekki lengur á sjúkrahúsvist aö halda, enda þótt hann væri enn „hættulegur þjóöfélaginu." Margir aörir, sem sátu inni á geðveikra- hælum fyrir svipaöar sakir og Yesenin- Volpin, voru látnir lausir um þetta leyti, en slíkum „sjúklingum" haföi skyndilega fjölgað frá 12 upp í 300. Gerræðið innan kerfisins kemur glöggt fram í því, hvernig útskrift þeirra var háttað. Menn, sem báru heiti, er byrjuðu á A voru skyndilega útskrifaðir, þvínæst menn, sem hétu nöfnum, er byrjuðu á B. V er þriöji stafurinn í rússneska stafrófinu, svo að Yesenin-Volpin var í hópi þeirra næstu, er látnir voru lausir. G er fjóröi stafurinr., og þeir sem voru svo heppnir að hafa hann fyrstan í nafni sínu, voru einnig látnir lausir, en síöan ekki söguna meir. „Hamingjunni sé lof, að ég var ekki skráður Yesenin, annars hefði ég þurft að dúsa þarna lengi enn.“ eftir að nefndin haföi kveðiö upp sinn dóm, þurfti hann aö bíöa í nokkra mánuöi, þar til hann gat um frjálst höfuö strokiö, en þaö var í október 1950. Lagður inn fimm sinnum Fangavistin varö einungis til þess aö hann varð enn gagnrýnni á lög landsins, og vitaskuld bakaöi hann sér þar meö óvild K.G.B. Þegar ríkisstjórnin efndi til heimsmóts æskunnar í Moskvu áriö 1957, var hann tekinn úr umferö og lokaður inni áT3annushkin geösjúkrahúsinu í Moskvu, þar sem hann varö aö dveljast um mánaöartíma, svo að hann gæti ekki blandað geöi við hina erlendu gesti. Árið 1960 var hann enn á ný dæmdur til vistar á geösjúkrahúsinu í Leningraö. Þar var hann um eins árs skeið og honum gefiö inn reserpin, en þaö eru töflur, sem lækkuöu í honum blóðþrýstinginn, sem var þegar of lágur. Ennfremur orsökuðu þær óþægilegan kuldaskjálfta. Eftir að Ijóöasafn hans, Vorlauf, kom út á Vesturlöndum áriö 1962, var ráöizt harkalega aö honum í Pravda og Izvestia og hann kallaður eitursveppur. Geðlækn- ar og aöstoðarmenn sóttu hann heim og fluttu meö leynd á Gannushin sjúkrahúsið á nýjan leik. í þetta sinn var honum gefið aminazin en eftir 3 mánuöi var honum sleppt. Árið 1968 fékk hann boð frá háskólanum í Buffalo um að sitja ráðstefnu um stærðfræði. Hann skrifaði beiðni um vegabréfsáritun til Bandaríkj- anna og sendi í ábyrgðarpósti. Ég fékk tilkynningu frá pósthúsinu 11. febrúar, en geölæknarnir komu þremur dögum síðar.“ Hann sagöi viö læknana á Kashchenko sjúkrahúsinu, aö þeir væru skottulæknar, og réttast væri að lögsækja þá. Hann ræddi einnig við aöra pólitíska fanga, gerði þeim greln fyrir réttindum þeirra og hvatti þá til þess aö ákæra geðlæknana. Fyrir bragðið var hann fluttur á annað sjúkrahús og látinn í klefa meö gersam- lega vitstola mönnum. Ljósrit af „Hinni nýju stétt“ var glæpur Þaö var Vladimir Bukovsky, sem opnaöi augu manna fyrir því, hvernig Rússar lokuöu heilbrigt fólk inni á geðveikrahæl- um. Hann hefur bæöi dvalizt í vinnubúð- um og á geðveikrahælum og er orðin hálfgerö þjóðsagnapersóna í sögu mann- réttindahreyfingarinnar í Sovétríkjunum. Árið 1971 tókst honum að senda til Vesturlanda opinbera sjúkdómsgreiningu 6 andófsmanna, sem dæmdir höföu verið til vistar á geðveikrahælum. Kynni Bukovsky af geðsjúkrahúsunum hófust árið 1963, er hann var dæmdur til vistar á „sérstakt“ geðsjúkrahús í Lenin- grad fyrir að hafa dreift andsovézkum -áróðri, — þ.e. aö hafa tekið tvö Ijósrit af bók Milovan Djilas, „Hin nýja stétt." Sjúkdómsgreiningin var gerö í Serbsky stofnuninni og niöurstaöan var sú, að Bukovsky þjáöist af „einföldu geðrofi". Hann var haföur í eftirlitsklefa eins og Plyushch. Þar var og þjóðernissinni frá Úkraínu, sem haföi dvalizt á sjúkrahúsinu um 17 ára skeið. Hann hrópaöi allan liölangan daginn um frelsun Úkraínu og var barinn daglega, bundinn eöa sleginn í magann. Annar stofufélagi var brjál- æðingur, sem myrt haföi börn sín og skorið af sér eyrun. Hann sat og brosti frá morgni til kvölds. Brennisteinsinnspýting eða „vafningar“. Eftir mánaðardvöl í þessum félagsskap var Bukovsky færöur á aðra deild, sem talin var bezta deildin á spítalanum, „því að þar voru huröirnar ólæstar, þannig að maður gat gengið um, og á laugardags- kvöldum fengum við aö horfa á sjónvarp." Um 1000 sjúklingar dvöldust á spítalan- um og þar af voru 150—180 pólitískir fangar. bar ríkti sami agi og í fangelsi. Menn fengu klukkustundar líkamsæfingar á degi hverjum, einu sinni í mánuöi máttu þeir taka á móti heimsóknum, máttu skrifa ættingjum einu sinni í mánuði og taka á móti pakka aö heiman. Ef sjúklingar höguöu sér ilia eöa sýndu læknum ókurteisi, fengu þeir brenni- steinsinnspýtingu eöa aminazínsprautu, eða þeir voru „vaföir upp“. Bukovsky þurfti ekki aö neyta tauga- lyfja, né heldur var hann beittur líkamleg- um pyntingum. Hann telur að ástæöan hafi veriö sú, aö á þessum tíma hafi deilur ríkt milli Moskvuskólans í geölækningum og Leningraöskólans. Helzti forvígismaður Moskvu skólans var dr. Andrei Snezhnev- sky, sem fyrr segir frá, en forvígismenn Leningraöskólans voru andvígir túlkun hans á geðrofi. Af þessum sökum voru læknarnir í Leningrað ófúsir til að viöurkenna sjúkdómsgreininguna, sem framkvæmd hafði verið á Bukovsky í Moskvu, og eftir 15 mánuöi var hann látinn laus. Saltvatní dælt í fjölda manns En í desember 1965 var hann handtek- inn að nýju fyrir aö hafa gengizt fyrir aögeröum til baráttu fyrir mannréttindum. Eru þessar aögeröir þær fyrstu sem um er vitað í Sovétríkjunum frá árinu 1927. Bukovsky var enn á ný dæmdur geðveikur og á næstu 8 mánuðum dvaldist hann á ýmiss konar geðsjúkrahúsum, þar aö meðal geösjúkrahúsi nr. 5 í Moskvu. Þar varð hann vitni aö refsiaðgerðum, sem hann haföi ekki séö áöur. Saltvatni var dælt inn í læri sjúklinganna, þar til þaö bólgnaði upp. „Þetta er mjög kvalafullt. Sjúklingurinn getur varla hreyft sig. Ég sá þetta gert við fjölda manns." Þegar Bukovsky hafði dvalizt á geð- deildum í 8 mánuði, fékk Georgy Morozov framkvæmdastjóri Serbsky stofnunarinn- ar nokkra fulltrúa frá samtökum Amnesty International í heimsókn. Var honum tjáö, aö yröi Bukovsky ekki sleppt, myndi mál hans veröa tekið fyrir viö dómstól Bertrand Russel. Þá var honum sleppt umsvifalaust. Vladimir Bukovsky hefur orðið margs vís eftir samtals tveggja ára vist á geðsjúkrahúsum, þriggja ára dvöl í vinnubúðum á árunum 1967—1970 og loks 6 ára dvöl samtals í vinnubúðunum í Perm og Vladimir fangelsinu á árabilinu 1970—1976. í desember 1976 fékk hann hins vegar aö fara til Vesturlanda í skiptum fyrir kommúnistaleiötogann Luis Corvalán frá Chile. Ég ræddi nýlega viö hann bæöi í París og New York. Honum var þá mjög tíðrætt um, hvernig á því stæði að læknar, sem bundnir væru Hippókratesareiönum og samtök þeirra og stofnanir á Vesturlönd- um, viöurkenndu enn starfsaðferðir geðlækna í Sovétríkjunum. Hann sagði, að ef til vill hefðu menn á borð við Snezhnevsky trúað í einlægni á kenninguna um „einfalt geðrof" fyrir um það bil áratug, áður en almennt var farið að hegna andófsmönnum með því að dæma þá til vistar á geðveikrahæli. Síöan væri hins vegar mikið vatn runniö til sjávar og nú ættu flestir andófsmenn yfir höföi sér aö veröa fluttir á geöveikrahæli, um leið og þeir væru handteknir. Andófsmenn í fangelsum og í vinnubúöum eru í æ ríkara mæli fluttir á geöveikrahæli áður en dómar þeirra renna út. Það er innanríkisráöuneytiö, sem fer meö yfir- stjórn þessara geöveikrahæla, og þau eru rekin meö fangelsisaga (fimm þeirra eru jafnvel til húsa þar sem áöur voru fangelsi). Serbsky stofnunin í réttargeö- læknisfræöi er orðin eins konar fram- kvæmdaaðili fyrir K.G.B., og nöfn lækna eins og Snezhnevsky, Morozov og Lunts (hann er nýlátinn) hafa nú í hugum andófsmanna og margra Vesturlandabúa öölazt sömu merkingu og ómannúö og svik við þann málsstað, sem menn þykjast berjast fyrir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.