Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1978, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1978, Blaðsíða 7
. I RAUN OG VERU Þœttir eftir Margaret Haikola Oft kveöur þaö viö í eyrum okkar, aö orð Biblíunnar henti ekki okkar tímum, þar sem þau séu rituö fyrir menn, sem liföu á allt annarri öld en við. Viö finnum þó viö nánari athugun, aö vandamálin þá voru hin sömu og nú, þó aö aörar ytri orsakir lægju þeim til grundvallar. Páll ritaöi Efesusmönnum: „Megi Guö upplýsa sálarsjón yöar, svo aö þér skiljiö, hver sú von er, sem hann hefur kallao yöur til." Kristni söfnuöurinn í Efesus hlaut aö reyna mikla erfiöleika, og Páll var hræddur um, aö hann mundi glata voninni. Páll vildi benda á, aö kristnir menn ættu von, sem gæti borið þá yfir bylgjur þeirra. Einnig nú á dögum veröa stööugt á vegi okkar menn, sem stríöa við margs konar örðugleika. Daglega mætir þú einhverjum manni, Þorir sér, skaltu minna á, aö til er eitthvaö aö baki yfirstandandi örðugleikum, sem ber aö horfa fram til. Þú skalt líka benda á, aö upp af öröugleikunum getur einmitt sprottiö eitthvað nýtt. Þú skalt ennfremur vitna um, að öröugleikarnir geta aukið vöxt manns- ins, að sjálfsafneitun getur haft vinning í för með sér og að þjáningin getur fært mennina nær hver öörum. Frammi fyrir staöreynd dauöans átt þú aö gera rækilega grein fyrir því, að von kristins manns er fólgin í trú, sem á heima handan takmarka rökrænnar hugsunar. Áreiðanlega hefur þú reynt, hversu erfitt það er aö telja manni, sem er í nauöum, trú um, hvernig einmitt hann getur öölazt von. Verkefni þitt er ekki alltaf í því fólgiö aö láta þaö t Ijós í orðum sem svar við spurningu. Þú getur líka gert það í athöfn, með lífernismáta þínum. Þú veizt aldrei, hvenær annar maður dregur lærdóm af lífi þínu. Þetta felur í sér, að þér er fengin mikil ábyrgð, og þér kann að finnast hún þung. En þaö felur líka í sér, að þú hefur ótrúlega möguleika til aö hjálpa, og þaö veitir styrk. Sumir menn líta fyrst og fremst á vandamál lífsins sem vandamál ein- staklingsins. Aörir líta á þau sem vandamál mannkynsins alls. Þú stendur Ef þú vilt skýra, hvaö kristin trú felur í sem þú hefur getu til að hjálpa, jafnvel þó að hann biöji þig ekki um hjálp. Sjaldnast fær þú losað hann við öröugleikana, en þú getur veitt honum styrk til aö standast þá. Maöur, sem missir vonina, er mjög óhamingjusamur. Hann þreifar á því, aö öröugleikarnir eru honum ofurefli. Þaö sem úrslitum ræður er einmitt ekki hin mikla, heldur hlutfallslega stærö þeirra, þegar miöaö er viö orku mannsins til aö bera þá. Ef samferöamaður þinn fær nýjan kroft, öölast hann um leiö nýja von. Það er sá kraftur, sem þú skalt reyna að miðla honum. Þú hjálpar ekki ráöþrota manni meö því aö segja einungis, aö hann skuli ekki missa vonina, heldur horfa fram mót bjartari framtíð. Þú verður líka aö sýna, að þú stendur undir orðum þínum. Það er þá, er þú skalt sannfæra einhvern annan, sem á reynir, hvort þú ert sjálfur viss í þinni sök. Á sama hátt færðu reynslu af því, hvort þú þorir aö treysta á kenningu Krists og vilt breiöa hana út. því frammi tyrir spurningunni um, hvort kristin von heldur, einnig þegar um heimsvandamál er aö ræöa. Þorir þú aö vona, aö þau verði leyst á kristnum grundvelli? Viö þurfum á svari þínu viö spurning- unni aö halda — viö þörfnumst svara margra til þess aö hjálpast að viö að finna lausnir. Tilraun mín til svars hljóðar svo: Til þess aö greiöa úr kreppu mannkynsins veröum viö aö stilla saman alla jákvæða krafta. Einn af þeim er einmitt kristin von. Kristin lífsskoðun verður að vera fyrir hendi við allar ákvaröanir, sem teknar kunna aö veröa, ekki aðeins hvað snertir ein- staklinginn, heldur um leiö á sviöi samfélags og stjórnmála. Sérhvert okkar hefur því miklu hlutverki að gegna, ef við með öllu lífi okkar viljum sýna, aö kristin von sé haldgóð. Bölsýnismaðurinn segir: ekkert gott nema Það hafi eitthvað íllt í för með sér. Bjartsýnismaðurinn segir: ekkert illt nema Það hafi eitthvað gott í för með sér. ¦ ¦ NUPSKOTLU Ég heyri þungan ægis andardrátt þar undir núpnum rauöa um sumarnátt og minnist þess aö Halla fæddist hér og heiöarbýliö veröur nálægt mér. Krían vaknar fyrst af kríublund og kann sér ekki læti rétt um stund. Vestanáttin ýfir Ijósan flöt. Undarleg er skeglan, hvít og löt. Sem opnist flóögátt brýst fram bjargsins raust viö birtu dags með ný stef endalaust. Samt geymir þögnin lag, sem lítiö var, því líka verpti haftyröillinn þar. Viö yztu rönd um sólhvörf oft má sjá hvar súlur elds upp stíga af hafsins gljá. Trausti karlinn tigna rósemd ber. Tjörnesiö er framlágt uppi hér. Hér lifa ennþá landsins fornu rögn, í Ijóöi þeirra er stefiö hávær þögn. Sigurour bóndi býr á þessum staö og býsna margir fuglar vita þaö. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.