Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1978, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1978, Blaðsíða 8
Hulda Valtýs- dóttir rœðir við Alfreð Elías- son forstjóra og konu hans Kristjönu Millu Thorsteinsson, sem stundar nám í viðskipta- fræðum við há- skólann ásamt dóttur þeirra ■ - : . ■■ : ‘ S i m í 1 f* ' r-' :< ■■ * i } t ■ % jj t- 1 jjj 1 4 J [ ; 1 1 L * ■ H 1 . vinum og þeirri beiðni var vel tekið. En þá birtust önnur Ijón á veginum, því útilokaö virtist að fá leyfi til að fljúga vélinni frá Winnipeg til New York vegna hernaðar- ástandsins í Bandaríkjunum. Ekkert bensín var aö fá þar. Þegar til kom þurftum við að lenda sex sinnum á þessari leiö og endirinn varö sá að við urðum að kaupa bílabensín á svörtum markaði til aö komast alla leið til New York. Við félagarnir gerðum svo ráðstafanir til að flugvélinni ýrði pakkað í kassa — hún var ekki stærri en svo að ekki þótti tiltækilegt að fljúga henni til íslands. — Að því loknu fórum við heim með Dettifoss í skipalest og vorum þrjár vikur á leiöinni með viðkomu í Skotlandi. Flugvélin kom svo síöar. Við fórum til forráöamanna Flugfélags Islands fljótlega eftir heimkomuna og buðum félaginu vélina til kaups, því skömmu áður hafði Flugfélag íslands misst sína sjóvél á Hornafirði. En samkomulag náðist ekki og því var ekki um annað aö ræða en stofna flugfélag um vélina. Flugfélagiö Loftleiðir var síðan stofnað 10. mars 1944 og þá tekur viö löng saga." » „Eru þér minnisstæð einhver merk tímamót í sögu félagsins frá þessum árum?" Fyrst mætti nefna, að árið 1946 festu Loftleiðir kaup á Skymaster-flugvél. Vélin hafði verið í eigu bandaríska flughersins og því þurfti aö innrétta hana til og flugmennirnir í skipalest... Það er ekki víst að íslendingar geri sér almennt Ijóst hve flugþjónusta er mikil- vægur þáttur í samgöngu- og atvinnumál- um þjóöarinnar. Mönnum finnst ekki nema eðlilegt aö við stöndum þar framarlega í flokki — þetta hafi allt komið af sjálfu sér. En í upphafi flugs hér á landi komu fyrst og fremst við sögu ungir framtakssamir hugsjónamenn og ef til vill var það svo meðal fleiri þjóöa. Þessir menn sýndu þrautseigju og æðruleysi í störfum sínum að flugmálum og þeim er það ekki síst að þakka, hvernig staöa okkar í þessum efnum er í dag. Þar mætti til nefna margt mætra manna en varla gerlegt í stuttri blaöagrein. Einn þeirra er Alfreð Elíasson, forstjóri Flugleiöa og Lesbók leit inn hjá þeim hjónum Alfreð og konu hans Kristjönu Millu í þeim tilgangi að fá Alfreð til að rifja upp örlítið frá fyrstu afskiptum hans af flugmálum. En á því heimili er þaö ekki bóndinn einn, sem hefur sýnt einurð og festu. Húsmóðirin er ein þeirra kvenna sem á síðari árum hafa tekið upp þráðinn á menntabrautinni, þótt hlé hafi orðið á um skeið. Hún er nú langt komin í námi við viðskiptadeild Háskólans og nú hillir undir lokapróf hjá henni í viðskiptafræðum. Við setjumst í stofu og Alfreð er beðinn aö segja svolítið frá sjálfum sér og upphaflegum afskiptum af flugi. „Ég er fæddur í Reykjavík 1920, gekk í Landakotsskólann en fór í Verzlunarskól- ann 1934. Útskrifaðist þaðan 1938. Þá fékk ég vinnu í Kassagerð Reykjavíkur við bifreiðaakstur og fleira. Síðustu skólaárin og þar til 1940 geröi ég út 2 leigubíla á Bifreiðastöð íslands sem þá var leigubíla- stöð. Þegar ég haföi lokiö námskeiði og svokölluöu „meira-prófi“ sem heimilaði bifreiðaakstur í atvinnuskyni og bifreiða- kennslu, fór ég sjálfur að aka leigubíl, sem ég hafði keypt svo til nýjan. Þá iðju stundaöi ég þar til í árslok 1941, en þá hafði ég ákveöið aö snúa mér að flugi. Ég get ekki sagt að mig hafi gripið nein óstöðvandi þrá til að svifa um loftin blá. Ég haföi aldrei upp í flugvél eða svifflugu komiö, þegar ég fór utan til flugnáms. Ég hlýt að hafa skynjað aö flugsamgöngur ættu ótakmarkaöa framtíðarmöguleika. Flugið átti hins vegar bétur viö mig en annaö sem kostur var á. „Og hvert var haldiö?“ Ég fór til Winnipeg í Kanada og lauk flugnámi í flugskóla Konráös (Konna) Jóhannessonar í ársbyrjun 1943. Konni var kunnur Vestur-íslendingur, m.a. vegna þess að hann haföi veriö í frægu „hockey“-liði sem sigraði einu sinni á Olympíu-leikum. Kanadíski flugherinn rak á þessum tíma flugskóla í Winnipeg í Manitoba og fleiri fylkjum. Sá skóli var starfræktur af flughernum í tengslum við sérstakt hlutafélag. Prófdómarar voru t.d. úr flughernum en flugkennarar voru borgaralegir. Mikil ekla var á flugmönnum svo þarna þuðust stórkostleg tækifæri til starfa. Nokkrir íslendingar sem höföu komið til Kanada til flugnáms á undan mér voru orðnir fullgildir kennarar. Ég sótti um starf og stóðst prófið. í kjölfarið fylgdi flugþjálfun á fullum launum. í lok nóvember 1942 var ég útskrifaður af flughernum sem flugstjóri á tveggja hreyfla flugvélum og um mitt árið 1943 fékkst undanþága hjá flugráöi Kanada, aö ég fengi að þreyta atvinnuflugmannspróf en þaö hafði ekki fengist áður vegna styrjaldarástandsins. Það reyndist leikur einn og aðeins formlegt því ég hafði þegar starfaö sem flugstjóri og var með 700 klukkustunda flugreynslu aö baki. Um haustiö 1943 áleit ég að markmiði mínu væri náö varðandi flugreynslu. Þá stóöu til boða góö tækifæri fyrir flugmenn vestra. T.d. skorti flugmenn til að ferja stórar sprengjuvélar frá Bandaríkjunum til Englands. Þetta voru stríðstímar. Ef ég man rétt voru greiddir þúsund dalir á vél. Sá galli var þó á, að engin trygging fékkst fyrir flugferð til baka. Ég var búinn að fara í skipalest einu sinni yfir Atlantshafið og ætlaöi ekki að gera það aö atvinnu minni. En þegar hér var komið sögu voru fleiri íslenzkir flugstjórar í sömu aöstööu og ég, m.a. þeir Kristinn Olsen og SigurðurÓlafs- son sem einnig höfðu verið við flugnám í Kanada. Um atvinnu við flug á íslandi var tæplega að ræða. Flugrekstur Flugfélags íslands h/f var háöur samþykki hernaðar- yfirvalda og aðeins tvær flugvélar í gangi, 7—8 farþega tveggja hreyfla Beachcraft og fjögurra farþega sjóvél. Jóhannes Snorrason var kominn heim frá námi og var ráðinn til Flugfélags íslands. Að vísu virtust óyfirstíganlegir öröug- leikar á því að kaupa flugvél til atvinnuör- yggis en sú hugmynd þróaðist æ meir, þegar á leið. Að lokum var ákveöiö að við þrír, Kristinn, Sigurður*og ég keyptum fjögurra farþega Stinson-flugvél. Ef ég man rétt kostaöi hún 11 þúsund dali. Ekki hafði afraksturinn hjá flughernum verið svo góður að þessi upphæð lægi á lausu. Þá var gripiö til þess ráðs aö senda skeyti heim og biðja um aðstoð hjá foreldrum og farþegaflugs. En svo fór, að aðilarnir, sem tóku að sér verkið, uröu gjaldþrota, svo að vinna við vélina féll niður um tíma. 7. júní 1947 var verkinu lokiö og vélin tilbúin til heimferðar. Ég haföi ráðiö amerískan flugstjóra, kaptein Moore, til að fljúga vélinni heim og fara nokkrar byrjunarferð- ir. Hann þjálfaði mig líka til flugstjóra- starfa á þessarri vél, sem var „Hekla“ og varö ég fyrsti íslenzki flugmaöurinn meö flugstjóraréttindi á Skymaster. Þetta voru tímamót. 12. júní 1947 lögðum viö af stað með „Heklu“ frá New York til Winnipeg og tókum þar hóp Vestur-íslendinga. Frá Winnipeg flugum við 14. júní með viðkomu í Gander til Reykjavíkur. 17. júní fórum við svo á þessarri vél til Kaup- mannahafnar og það var fyrsta flug íslenzkrar flugvélar á þeirri leið. Þá hófust fastar flugsamgöngur á milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar. Næsta ár keyptum við aðra Skymaster-vél og hófum þá áætlunarflug á milli íslands og Banda- ríkjanna." „Og hvernig gekk reksturinn?" Við vorum í allskonar „útstáelsi" til að fá næg verkefni fyrir þessa stóru vél fyrstu árin. Vorum töluvert í því um tíma fyrst eftir stríöið að flytja innflytjendur frá ítalíu og Frakklandi til Venesúela í Suð- ur-Ameríku. Þá voru aðrir tímar. Ég fór t.d. með vélina til Parísar eða Róm og gekk á milli feröaskrifstofa og sagöi: „Ég er að fara til Venesúela — hefur þú farþega þangað?“ Þannig var nú bókað þá. Við fórum margar slíkar ferðir. Við flugum frá París eða Róm til íslands, héðan um New York, — Miami, — Porto Rico og til Caracas í Venesúela. Tókum svo banana-farm í Porto Rico og komum með hingaö heim. Hér hafði lengi verið skortur á slíkum varningi. „Manstu eftir nokkru sérstöku atviki úr þessum ferðum?“ Þetta fólk sem var að flytja til Venezúela var ekki vant flugferðum og margir voru hræddir um líf sitt á leiöinni — en þetta gekk allt vel. Einu sinni þegar við lentum í Caracas, vildi svo til aö þar haföi herinn gert uppreisn. Farþegarnir fengu að fara leiðar sinnar en áhöfnin var tekin föst. Eiginlega var það rommflösku í okkar fórum að þakka aö við fengum fljótlega að fara eftir töluvert þóf við varðmennina, sem voru settir yfir okkur. Þeir voru þá líka orönir sannfærðir um að við værum frá Norðurpólnum og gætum því ekki haft nein áhrif á uppreisnina. í einni slíkri ferð var ég með mikið fé meöferöis, eins og venjulega. Peningarnir áttu aö fara til greiöslu á bensíni og í annan kostnað. Þetta voru 15 þúsund dalir sem ég geymdi í skókassa. Við lentum í Gander og fórum inn í flugstöðina til að fá okkur að borða — ég með skókassann og stakk honum undir stólinn á meöan. En ég var bæði þreyttur og syfjaöur dg var kominn út á flugbrautar- enda aftur, þegar ég mundi eftir kassan- um og brá viö skjótt. Þá var komið fullt af fólki í kring um kassann og mændi á innihaldiö. Alfreð í flugmannssætinu á yngri árum sínum. Nú parf aö klippa runnana og Kristjana gengur að því meö dugnaði eins og öðru. Hún stundar nám í viðskiptafræðum við Há- skólann ásamt með húsmóöur- störfum. Fram aö áramótum 1951—52 ráku Loftleiðir áætlunarflug bæði innan lands og utan en þá ákveð íslenzka ríkisstjórnin skiptingu á milli Flugfélags íslands og Loftleiða á sérleyfisleiöum innanlands. Vð Loftleiðamenn töldum þessa skiptingu mjög rangláta og að því er okkur virtist eingöngu gerða til að bola félaginu alveg frá innanlandsflugi. Við tókum því það ráð að selja innanlandsvélarnar og einbeittum okkur að millilandaflugi. Árið 1952 geröum við samning við norska flugfélagiö Braathen S.A.F.E. sem annaðist flug til Austur-Asíulanda, og sá samningur var hagkvæmur fyrir báða aöila. Við leigðum Braathen okkar vél tvisvar í viku frá Noregi til Hongkong og keyptum viðhald á vélinni hjá þeim í Stafangri. Við fengum svo aftur leigöa vél frá þeim einu sinni í viku til New York. Þessi samvinna stóð í 10 ár og gafst vel. Lengra var ekki fariö út í sögu Loftleiða enda aldref ætlunin að rekja hana, heldur aðeins rifja smávegis upp frá fyrstu árunum. Þó var vissulega freistandi að biðja Alfreð að segja frá ferö sem hann fór ásamt 11 vöskum mönnum upp á Vatnajökul voriö 1951 til að bjarga skíðavél af DC-3 gerð. Sú vél hafði verið send þangað til aö bjarga áhöfn flugvélar- innar „Geysis“, sem þar haföi brotlent. Sú saga verður að bíða seinni tíma, en Alfreð var spurður hvort hann haföi aldrei á löngum flugmannsferli komist í hann krappan. Um flugmannsferil minn er sam betur fer mest gott að segja. Ég hef sloppið við stórslys og aldrei orðið til að meiða nokkra manneskju. En maður lenti svo sem oft í vandræöum við lendingar áður fyrr. Ég man eftir því að einu sinni vorum við Kristinn Olsen í síldarleitarflugi árum áður fyrir norðan og lentum á Miklavatni við Siglufjörö. Þar var blæjalogn en allt í einu kom sterkur hvirfilvindur á okkur. Við reyndum að koma vélinni að landi, en henni hvolfdi þá og við máttum hanga á bátunum þar til hjálp barst. „Er öryggið meira núna?“ Þaö er ekkert sambærilegt. Vélarnar eru svo miklu betur búnar hvað öryggi varðar. Þetta er líka allt orðið meira og minna sjálfvirkt á þessum stóru vélum og svo er líka flogið hærra — upp yfir öll veður. íslenzkir flugmenn eru mjög góðir og hafa getið sér gott orð. Ég held að fáir flugmenn taki störf sín af jafn mikilli alvöru og þeir íslenzku. Próf, sem þeir þurfa að gangast undir hér, eru samkvæmt reglum bandarísku flugmálastjórnarinnar, sem eru þær ströngustu í heimi. Þeir eru líka í stöðugri þjálfun öryggis vegna, því oft fljúga þeir mánuðúm saman án þess að nokkuö óeðlilegt komi fyrir. Þess vegna er nauðsyn á þjálfun í því sem sjaldan kemur fyrir. „Hvað um tengsl flugmanns og fiugvél- ar?“ Ég held að varla sé hægt að tala um tengsl eins og sögð eru vera milli manns og hests. Hins vegar getur verið betra að fljúga einni vél en annarri. Sjá nœstu l síðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.