Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1978, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1978, Blaðsíða 4
Rasnheiður Steinþórsdóttir og Harald G. Haraldsson í hlul verkum Rósu og Natans Ketils- sonar í leikriti Birgis Sigurös- sonar. Jön Ölafsson fyrrum framkvœmdasfjóri Andvöku skrifar um sögu Sköld-Rösu annarsvegar og hinsvegar fúlkunina ö henni í leikrifi Birgis Sigurössonar og telur að sú mynd, sem leikhúsgestir fö þar af Rösu, sé all verulega brengluð. Mér var það kvöl að sitja undir leiksýningu þessari eina kvöldstund í Iðnó. Saga Skáld-Rósu er sérstæðasta íslenska ástarævintýri og jafnframt harmleikur frá byggð íslands. Aðilar þessa ástarævintýr- is voru Páll Þórðarson Melsted, 19 ára stúdent og einkaritari Stefáns Þórarins- sonar, amtmanns á Möðruvöllum, er saga þessi hefst árið 1810 og fátæk sveita- stúlka Rósa Guðmundsdóttir, er ólst uþþ hjá foreldrum sínum í Fornhaga, nálægt Möðruvöllum og var hún þá 15 ára. Tómas skáld Guðmundsson hefur skrifað um þetta efni með næmum skáldlegum skilningi og jafnframt raunsæi eftir tiltækum heimildum í „Konur og Krafta- skáld, Reykjavík 1964“. Samtíma lýsing á Páli Melsted er þannfg „afbragðs efnileg- ur, fríöur sýnum og manna gjörfilegastur, bráögáfaður, hygginn og gætinn, manna stilltastur, fámáll og nokkuö dulur í skapi.“ Lýsing á Rósu er þannig: „Hún var einkar fríð sýnum, svipurinn fyrirmannlegur og þó góðlegur, vel máli farin, gáfurnar skarpar og fjölhæfar, skáldmælt var hún svo vel, að hún orti jafnhratt og hún talaöi og þótti þó kveða (þ.e. yrkja) betur en flestir hagyrðingar um þær mundir. Því var hún kölluð Skáld-Rósa. Lundin var létt og glaðvær, var henni einkar vel lagið að gleðja hvern, sem hryggur var. Færði hún og jafnan hvert mál til betri vegar. Var hún elskuð og virt af öllum, er við hana kynntust og kölluð höfðingskonuefni.“ Það tókust brátt einlægar ástir með þessum ungu manneskjum eins og lýst er „ í samtíma heimildum. Þaö ber vott um álit og hugarfar almennings til þessarar sveitastúlku að sveitungarnir töldu jafn- ræði á milli þeirra og ekki virtist nokkurrar öfundar hafa gætt í garð stúlkunnar, en þaö vildi einmitt svo oft koma fyrir undir slíkum kringumstæðum. Það var ekki skólagengni maðurinn, einkaritari amt- mannsins á Möðruvöllum og síðar emb- ættismaður, sem gerði þetta ævintýri að því sem það varð í sögu og minningu þjóðarinnar, það var hin fátæka sveita- stúlka Rósa, sem varðaði þessa sögu geislandi perlum Ijóðlistar sem er svo einkennilega rík af líkingum og nákvæm- um áhrifalýsingum líðandi stundar og atvika, að skáldiö hefur hlotið að hafa óviðjafnanlega hæfileika til að skynja í einni svipan ástand og aðstæður og lýsa þeim í frábærri Ijóðlist. Fyrsti þáttur þessa ástarævintýris gerist á árunum 1810—1813. — Þá njóta elskendurnir aö mestu óslitið sinnar ungu ástar í friði og unaöi íslenskrar sveitar og einkennist það af vísu Rósu: Augað mitt og augað þitt, Ó þá fögru steina, Mitt er þitt og þitt er mitt þú veist hvað ég meina. Já, augaö er spegill sálarinnar, segir gamall málsháttur. Að vísu varð nokkur truflun á ástarsambandi þeirra á nefndu tímabili, sem stafaði af því að dóttir amtmannsins, sem virðist hafa veriö vergjörn í besta lagi, náði tökum á Páli og varð hún barnshafandi af hans völdum og fæddi honum son árið 1912, en þá hafði borið skugga á ástarævintýri Rósu ojg Páls, en þrátt fyrir þetta tók hann samband sitt upp aftur við hana, þar til hann fór utan til náms viö Háskólann í Kaupmannahöfn haustið 1913 með til- styrk amtmanns og áður en hann fór orti Rósa til hans þessa vísu: „Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull bér steinar tali og allt hvað er aldrei skal ég gleyma þér.“ og varö það úr að hún giftist Ólafi nokkru síðar, en þá var þrek hennar og lífslöngun þrotin og hún vildi eigi lifa lengur og ásetti sér aö svelta sig í hel. Skifti það dögum að hún neytti einskis matar né drykkjar, hversu sem við var leitað að fá hana til þess. Lítt svaf hún þann tíma. Þó kom þar að hún sofnaöi. Þá dreymdi hana að Jesús Kristur stóð hjá henni og leit á hana Svo alvarlegum og angurblíðum augum, að engin orð máttu því lýsa. Hugsaöi hún í drauminum, að þetta væri sama augnatil- litið og hann hefði litið til Péturs eftir afneitunina. Vaknaði hún við þetta. Leit hún svo á að með þessu væri sér bent á að hverfa frá því óráði að myrða sjálfa sig og barn sitt. Það væri skylda sín aö bera sína byrði. Tók hún nú að nærast og hresstist smám saman. Og brátt eftir það fékk hún tilefni til að þakka guði það að hún lifði. Faðir hennar tók sótt og andaðist. Þóttist hún sæl að geta hjúkrað honum í banalegu hans, sbr. fyrrnefnda bók Brynjólfs Jónssonar. Þau Rósa og Ólafur fluttu síöan aö Snæringstööum í Vatnsdal og hófu þar búskap. Rósa kvað eftirfarandi vísu til Páls áður en þau skildu: Trega ég þig manna mest, mædd af táraflóöi, Ó, að við hefðum aldrey sjest, elsku vinurinn góði. Ég hef einungis drepið hér á ýmis aöalatriði í þessu sérstæða ástarævintýri um Skáld-Rósu til þes aö geta leitt Ff.F.STTI KENNA FÆ ÉG Á” Nú liðu tvö löng ár, meðan Páll stundaði nám í lögfræði við Háskólann og er ekki vitaö hvort hann hefur haft samband við ástmey sína allan þann tíma. — Hann kom heim að loknu námi snemma sumars 1815 og hafði þá veitingu fyrir sýslu- mannsembætti í Suður-Múlasýslu með aðsetri að Ketilsstöðum á Völlum. Einhvern tíma á þessum tveimur árum er taliö að hún hafi ort þessa vísu: Verði sjórinn vellandi Víða foldin taiandi hellubjörgin hrynjandi hugsa ég til þín stynjandi. Þó að Páll teldi sig til heimilis að Mööruvöllum, er hann kom heim, þá setur hann strax við heimkomuna saman stórbú á Ketilsstöðum og í staö þess að kvænast barnsmóður sinni amtmannsdótturinni, ræður hann Rósu til að veita búinu forstöðu. Hafði ættgöfgi og auður mátt lúta í lægra haldi fyrir gáfum, æskufegurö og yndisþokka? Svo var spurt og það leit út fyrir að aö svo væri. Þó að Rósa héldi fullri og fölskvalausri ást til Páls, voru skapanornir að verki, sem spunnu sinn örlagaveg. — Páll var um þessar mundir langdvölum að heiman og með sínum næmu tilfinningum mun Rósa hafa merkt breytingu á framkomu hans og viömóti og draumar fara aö sækja á hana, síðla hausts 1815, sem henni finnst boða illt. í einni af ferðum sínum, sem áður getur, hafði Páll Melsted, sýslumaður, haustið 1915 (2. nóvember) gifst barnsmóður sinni Önnu Sigríði, amtmannsdótturinni, en ekki látið Rósu neitt af því vita og vissi hún því ekkert um þetta fyrr en nærfellt einu ári síðar sumarið 1816, er Páll kom heim úr ferðalagi seint að nóttu með konu sína og þar sem allir voru í fasta svefni gengu þau í svefnhús sýslumanns og leggjast til svefns. — Rósa hafði það verk með höndum að færa sýslumanni kaffi í rúmið á morgnana og næsta morgun var hún snemma á fótum, sá að sýslumaöur var kominn og útbjó kaffi handa honum að venju og gekk með það inn og sér þá konuna liggja hjá honum í rúminu og var hún sofandi, en Páll vakandi, horfði í augu Rósu og segir: „Einhvern tíma var þér nú ætlað að sofa þarna“. — Rósa setti bakkann virðulega frá sér og gekk út. Þetta var reiöarslag fyrir Rósu, en hún reyndi að láta ekki á neinu bera, er aörir sáu til og taldi sér í örvæntingu sinni trú um að Páll hefði orðið að gera þetta vegna sambands síns viö amtmanninn og vegna framtíðarinnar og vildi hún með engu móti sýna það með framkomu sinni að hún hefði orðið fyrir svikum og vonbrigðum og reyndi að finna honum allt til málsbóta, sem unnt var, og ber þetta vott um göfugmennsku hennar. Hins vegar var hún gjörsamlega yfirbuguð af harmi og orti þá þessa vísu: Augað snart er tárum tært tryggö í partast mola mitt er hjartað sárum sært svik er hart að þola. Þannig endaöi þetta fagra og róman- tíska ástarævintýri sviplega í sárum harmleik, eftir að hafa staðiö í 6 ár. í framhaldi af þessu geröist þaö, að Rósa varð barnshafandi, en Ólafur Ásmunds- son, smiður, haföi þráfaldlega beðið hennar, en ávallt fengið afsvar, og hefur Brynjólfur frá Minna-Núpi lýst þessu rækilega í bók sinni um Natan Ketilsson og Skáld-Rósu. — Hún gekk þá á fund húsbónda síns og tjáði honum hvernig komið væri, því hún bar enn fullt traust til hans, en hann sagði bara ofur rólega, „Þetta tel ég engin vandræði. Gifstu Ólafi smið sem fyrst.“ Hún fann að sú samúð, sem hún haföi vonast eftir hjá sínum fyrra kærasta, var ekki til og féll henni það svo þungt að það svifti hana öllu þreki og vilja hugann að nokkrum atriöum og ennfrem- ur til þess aö geta gert nokkurn samanburð á því og fyrrnefndu leikriti. Ég vil þá í fyrsta lagi benda á, að lýsing sú, sem sveitungar og samtímamenn Rósu gerðu og getið er um hér að framan er frábær, óvenjulegar gáfur, óvenjulegir mannkostir, gæði og göfuglyndi. Ég get ekki annað séð, en hún hafi verið lýsinu þessari trú allt fram í andlátið. — Mér finnst það furðulegt, hve menntuð hún virðist hafa verið og hafa þó ekki notið neinnar skólagöngu. Til þess að öðlast skilning á þessari sögu, er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir samtíð hennar. Hvaða möguleika höfðu efnalausar sveitastúlkur á þeirri tíö, til að koma sér áfram í lífinu? í rauninni ekki aðra en annaö hvort að giftast eöa verða vinnukonur. Skáldskapur og listir voru ekki vænleg til að lifa af. Embættis- menn og aðrir ráðamenn litu yfirleitt niður á fátæklinga og lögöu þeim frekar tálmanir í veginn heldur en að létta undir með þeim. Má um þetta minna á meðferð yfirvalda á samtímamönnum Rósu t.d. Hjálmari Jónssyni, skáldi í Bólu og Sigurði Breiðfjörð. Rósa hlýtur að hafa verið gædd óvenjulega miklum persónutöfrum, samfara sínum fjölþættu gáfum og góðvild. Öðruvísi verður það ekki skýrt, hve lengi ástarævintýri Páls og Rósu entist og hve innilegt það var. Það vekur furðu, hvernig Páll sleit þessu ástarævintýri. Honum hlaut að vera það Ijóst að hann hegöaði sér sviksam- lega og harkalega. — Ekki virðist framkoma hans sprottin af mannvonsku. Sá möguleiki er til að hann hafi fundið til svo mikils ósjálfstæðis gagnvart Rósu að hann hafi ekki haft hugrekki til að tala um þetta við hana. Þaö var hægast fyrir hann að láta raunveruleikann sjálfan birtast henni án allra skýringa, en lítilmannlegt var það í öllu falli, eöa hafði hann, ef til vill þá þegar tileinkað sér þá fyrirlitningu á „almúganum", sem var svo rík hjá þeirrar tíöar embættismönnum að þessu „almúgafólki“ mætti bjóða allt? Ég tel margt benda til þess að Páll hafi verið faðir barns þess, sem Rósa gekk með, þegar hún giftist Ólafi smið. Hún gengur full trúnaðartrausts á fund Páls og ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.