Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1978, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1978, Blaðsíða 6
Þá vil ég nefna eitt af mörgu, sem þetta Ijóðabréf hefur að geyma og það er að Rósa bregður sér í líki Gunnhildar drottningar (kóngamóður) er Gunnhildur kvaddi ástvin sinn Hrút, er hann fór heim til íslands og að síðustu kemur fram sú góðvild til alls og allra, sem einkenndi þessa konu að hún biður þess aö drottinn megi skapa í Natan ótta Guðs og dýra dyggð, svo þig lifa sjái menn samsvarandi gáfum þér — og loks: Mundu pessa mína bón mörg Þó hinna gleymist pér okkar fegrar yfirsjón ekki par pó hötumst vjer. Með atriöunum hér aö framan hef ég viljað sýna fram á það, að Rósa hafi veriö Ólafi manni sínum einlæg þar til Natan vakti hana af þyrnirósusvefni hennar og í framhaldi af því að hún var á sama háft trú Natan eftir að ástir tókust með þeim. — Ég hef ekki getað fundið neitt sem bendir í aðra átt, en ástæðan til þess að ég hef sérstaklega lagt áherslu á þetta atriði er skáldskapur leikritshöfundar í lokum 7. atriðis í III. kafla. — Þarna í lok þessa leikrits lætur höfundur Skáld-Rósu leggjast svo lágt, að bjóöa skuggalegum og illilegum vinnumanni í djöfuls nafni að koma og hafa samfarir við sig. — Hvað er þetta eiginlega? Ærumeiðandi álygar á minningu ákveðinnar konu, in casu Skáld-Rósu, undir yfirskyni skáldskapar? eða hvað? Höfundur leikrits getur skapaö manneskjur aö vild í leikrit sitt, ef þær manneskjur eru frumsmíð hans (tilbúning- ur). Þessu er ekki á sama veg farið um manneskjur, sem hafa verið til eða eru til. — Ég fullyrði að engin stoð sé fyrir þessum tiltektum höfundar. — Atburður- inn er svo gerólíkur innræti, skapgerð og hugarfari Skáld-Rósu aö ég tel aö slíkt hafi í raun ekki gerst. Ég hef í öllu falli ekki getað fundið neitt sem stutt gæti þetta ógeðslega atriði. Ég geri ráð fyrir að þetta sé afleiðing eða angi af þeirri fýsna og losta gandreið sem gengið hefur yfir hluta af Vest- ur-Evrópu og innflutt hefur verið hingað til lands. Rithöfundar, kennarar og aörir, sem hafa ánetjast þessum ósköpum, hafa lagt áherslu á það að sýna kynhvatir og allt sem að þeim lýtur í sem allra grófustu Ijósi og klúrustu sýnum. Svona losta-sefj- un hefur orðið gróðalind fyrir marga. — Allt þetta er öruggur vottur um andlega og líkamlega hrörnun og væri vel, ef létti. Skáld-Rósa lifði lengur en leikritið nær og sýnir sá kafli ævi hennar mikla erfiðleika sem oft höfðu nær yfirbugað hana, má þar til nefna þessa vísu: Flestu kenna fæ ég á, fæst bó nenni telja, verstu brenna nauðir ná, næstum spennir helja. Og vísu þá er hún orti á bátsferð yfir Breiðafjörð er hún fór heim eftir að hafa hjálpað sængurkonu og brast á óveöur og spurði einn sjómannanna hvort hún væri ekki hrædd, en þá svaraði hún: Ég að öllum háska hlæ heims á leiðum pröngvu Mér er sama nú hvort næ nokkru landi eða öngvu. Þetta sýnir hve lífsþreytt hún var orðin. Hvenær sem síðasta vísa hennar til Páls Melsted kann raunverulega að vera ort, þá má með nokkru skáldaleyfi láta hana gerast á fjallvegi norður í landi í síðustu ferð hennar, en vísan gefur ákveðna bendingu um það að hún er ort við slíkar aöstæður, og er þá eðlilegur endir harmleiks Skáld-Rósu, en það er þessi alkunna vísa: Man ég okkar fyrri fund forn þó ástin réni nú er eins og hundur hund hitti á tófugreni. Um þennan fund Páls og Rósu, hefur Tómas Guðmundsson, skáld skrifaö snilldarlega í Konur og kraftaskáld Rvík 1972 bls. 65—69 og þótt freistandi væri aö taka það hér með, læt ég nægja að hvetja fólk til að lesa þessa ágætu lýsincfu'. Hvað Natan Ketilsson snertir í harm- sögu Skáld-Rósu, þá virðist höfundur leikritsins gera hann að gleiðgosa. í blaðaviðtali í dagblaðinu Vísi 8. janúar segir hann að: Natan Ketilsson var hinn harðsoöni, kaldhæðni töffari síns tíma og síðar: „Ég hata töffara og harðsoönar sálir. Hjartað í töffurum og kaldlyndingum er eins og útblásinn hrútspungur. Það slær ekki, þaö bara dinglar.“ — Já svona skoðun og sannfæring höfundar á einni aðalpersónu leiksins hlýtur að setja svipmót sitt á þá persónu. Til sönnunar þessu færir hann vísu, sem sumir telja eftir Natan aðrir eftir Níels Skálda: Hrekkja spara má ei mergð manneskjan skal vera Hver annarar hrís og sverð hún er bara til þess gerð. Höfundi virðist ekki sýnt um aö leita sannana fyrir skoðanamyndunum sínum. Þegar aðstæður eru kannaðar kemur í Ijós að nokkrir menn voru orðaöir við stuld á bæ sem Strjúgur nefnist. — Þeir óttuðust Blöndal sýslumann og höfðu fund meö sér til ráðagerðar um það hversu við skyldi bregðast. — Þá var Natan á lækningaferð á nálægum bæ. — Þeir ginntu Natan til að koma til fundar við sig undir fölsku yfirskyni og leituðu ráða hans hversu þeir skyldu með málið fara og kom þar að þeir samþykktu að drepa sýslumann, skjóta hann sofandi á tiltekn- um staö, en Natan mælti í móti, en þá hótuðu þeir að drepa hann, svo hann varð aö leika með í þeirra ráðagerö, en þegar er hann mátti, leysti hann þessi vandamál á svo hugvitsaman hátt að hann bjargaði sýslumanni, án þess að koma upp um ódæðismennina, en það heföi sennilega kostað þá lífið, eöa ævilanga þrælkun og skömmu á eftir kom hann upp um þjófnað, sem margir voru orðaðir við, en einn sekur og naut yfirvaldið þar ráðsnilldar Natans og einmitt með þetta hvortveggja í huga haföi hann yfir tilvitnaða vísu, sem lýsir því ástandi, sem þarna var fyrir hendi. — Önnur vísa varð þá til í sambandi viö þetta og er hún svona: bótt ég annars vildi var vera um sannleiks þankafar veginn bánna betrunar bölvaðar manna-skammirnar. Vísan sem höfundur vísar til sýnir ekkert um lífsviðhorf Natans sjálfs og innræti. Samkvæmt sögurannsókn Brynj- ólfs frá Minna-Núpi er alveg ótrúlegt, hve marga Natan læknaði á undraverðan hátt meö læknislist sinni og fjölda marga fátæklinga, sem hann tók enga borgun fyrir. Ég hygg að útblásinn dinglandi hrúts- pungur í hjartastað (dæmigerður „töffari") muni frekar finnast í ýmsum öðrum en Natani, ef grannt væri skoðað og væri það verðugt verkefni fyrir hæfan sálfræð- ing að rannsaka þær upplýsingar, sem finnast sannastar um þennan fjölhæfa gáfumann, sem var einna litríkastur maður á íslandi á sinni tíð. Ég læt hér staðar numið að ræða um þetta leikrit, en lýk máli mínu að því leyti með því að leggja áherslu á það, að ég tel illa farið að leiða nafngreindar manneskj- ur — lífs eða liðnar — fram í sviðsljós og gera þeim upp orð og athafnir sem oftast gerbreyta þessum manneskjum — ýmist til góðs eða ills — undir yfirskyni skáldskapar — sem oft fer útfyrir þau mörk sem hæfa minningu þeirra sem um er fjallað. — Hér tel ég eins og áður var vikið að leikritið Skáld-Rósa — gera eina mikla flatneskju úr ástríðufullum æskuást- um og fögru ævintýri á margan hátt og jafnframt gera að hálfgerðu skrípi eftirfar- andi harmsögu hennar. Ég tel að allt þetta ævintýri um Skáld-Rósu að Natan meötöldum gæti verið eitt stórbrotið efni fyrir hæft dramatískt skáld og sér í lagi fyrir stórbrotna kvikmynd, þar sem nyti sín glæsileiki sögutietjanna auk náttúru- fegurðar landsins, en til þess þyrfti óvenjulega snjalla og mikilhæfa leikara. Hugleiðingar þessar uröu til í maímán- uði síðastlfönum, en sökum veikinda minna og fjarveru hafa þær ekki náð lengra. Reykjavík 19. september 1978. Jón Ólafsson. séra Jakob Jónsson VORLJÓÐ BIRT AÐ HAUSTI Börnin í þorpinu brugöu á leik um lautir og haga, og leituöu vorsins. Maríuerluhreiður á milli steina í vegg. Klettafrú á bjargsillu blasti við suðri. — og börnin héldu fund, sem boðað var til af blíðu sólar og fundarstjórinn var fuglinn, sem söng, en atkvæði greiddi andvari gleðinnar. Við samþykktum að láta blómið lifa í logni bergsins og ungana vaxa inni í grjótgarðinum undir vængsins hiýju sæng. Og enn bíða vorsins börn þeirra barna, sem kættust við klettafrú og sumar, sem yljaði ungum í hreiðurkró. En stríðsmenn og stórhöfðingjar, með vísindamenn í vösum, halda sínar samkomur með sigurhrós í svip. „Við deyðum blómið, drepum ungana, en steinninn skýlir líkunum. Því dauöanum eyðum við ekki.“ Fundarstjórinn er ágirndin, en atkvæði greiðir andi óttans. En — hvar verða þá börn, sem bregða á leik og leita vorsins? Og hvar verður voriö? hetta litla ljóð er til orðið aðfararnótt sumardagsins fyrsta. Síðan hefir það lejíið á skrifborði mínu. án þess ég tæki nokkura ákvörðun um að birta það á prenti. Að sumu leyti er það byggt á minningu um leiksystkini mín á Djúpavogi. En þegar ég hafði séð sfðasta loikrit Jiikuls sonar míns. fékk ég hug á að birta kvæðið. Auðvitað er ekki um heint samband að ræða milli ljóðsins og leikritsins. því að efni þess var mér að öllu leyti ókunnugt fyrr en ég sá það á sviði. — Jak. J.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.