Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1978, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1978, Síða 7
Svo er bættum samgöngum, listahátíðum og einstökum áhuga- mönnum fyrir aö þakka, aö viö þekkjum nú oröiö ýmsa heims- fræga tónlistarmenn ekki aöeins af afspurn ellegar hljómplötum. Á þessu ári hafa til dæmis úrvals- menn eins og Emil Gilels og Rostropovits látið sjá sig og heyra og enn er von á hvalreka: Söng- konan Anna Moffo er væntanleg frá Bandaríkjunum og mun hún efna til tvennra tónleika í tilefni af tvítugsafmæli Fulbright-stofnunar- innar á íslandi. En hver er Anna Moffo? Fyrir áhugafólki um sönglist þarf naumast að kynna hana, en til upplýsingar til handa þeim, sem minna þekkja til í músíkheiminum, má nefna aö hún er talin hvorki meira né minna en ein allra fjölhæfasta söngkona heimsins um þessar mundir. I því felst, aö hún er jafnvíg í óperum og á einsöngs- sviöi, í útvarpi, í sjónvarpi, á hljómplötum og í kvikmyndum. Óperur hefur Anna Moffó sungiö viö Metropolitan-óperuna í New York, í San Francisco, Chicago, La Scala, Vínarborg, Budapest, í Stokkhólmi, Berlín og Múnchen. Sem konsertsöngvari hefur hún komiö fram um öll Bandaríkin og Evrópu. Hún haföi sinn eigin sjónvarpsþátt í ítalska sjónvarpinu, sem fylgzt var meö í allri sunnan- veröri Evrópu í 35 vikur á ári og hún hefur komiö fram í bandarísku sjónvarpi. Fyrir hljóðritun sína hjá RCA á „Söngvum frá Auvergne" undir stjórn Leopolds Stokowskis, hlaut hún heiðursverðlaunin „Grand Prix du Disque", og fyrir „Kvenhetjur" Verdis hlaut hún „Orfée d’Or". Hjá Stereo Review hlaut „Hans og Greta" verðlaun sem „Plata ársins" og Record World valdi hana einnig sem „Óperu ársins". Anna Moffo hefur auk þess komiö fram í meira en tylft kvikmynda. Til dæmis má þar nefna óperurnar „La Traviata” og „Lucia di Lammermoor", sem kvikmyndaöar voru í Evrópu, en sýndar víöa um veröld og meðal annars í íslenzka sjónvarpinu. í viðurkenningarskyni hefur ítalska stjórnin sæmt Önnu Moffo heiðurs- oröu ítalska lýöveldisins sem er æösta heiöursmerki þar (landi. Anna Moffo er fædd í Phila- delphia í Bandaríkjunum, en for- eldrar hennar eru ítalskir. Hún hlaut snemma á listamannsferli sínum Fulbright-styrk til söngnáms á ítalíu. Fyrir utan sönghæfileikann vakti hún snemma athygli fyrir framúrskarandi fegurö og gerir raunar enn. Hér á landi ætti hún að vera kunn fyrir söng sinn af hljómplötum, sem til dæmis hafa heyrst í útvarpinu og fyrir hlutverk sitt í óperunni „La Traviata" eftir Verdi, sem sýnt var í sjónvarpinu ekki alls fyrir löngu. Anna Moffo mun vera liðlega fertug aö aldri og hún er gift David Sarnoff yngra, sem stjórnar Radio Corporation of America. Þau búa í New York. Þeir sem gerst þekkja til söng- mála eru sammála um, að koma Önnu Moffo til íslands sé verulegur tónlistarviðburður og er gert ráö fyrir aö efna til tvennra frekar en einna tónleika svo að sem flestum gefist tækifæri til aö sjá og heyra þessa glæsilegu söngkonu. Hún hefur ekki fyrr komið til íslands og aö sögn Frank Ponzis, formanns Fulbright-nefndar og Guölaugs Þorvaldssonar háskólarektors, gerir söngkonan sér sérstaka ferö til íslands vegna þessa. Tón- leikarnir verða haldnir í Háskóla- ein fjölhæfasta söngkona heimsins syngur í fyrsta skipti á Islandi \ hlutverki Mimi í La Boheme. Anna Moffo í hlutverki sínu í Tosca. í Madame Butterfly. bíói fimmtudaginn 26. október kl. 20.30 og sunnudaginn 29. október kl. 14.30. Þaö skal tekið fram, að miöasala veröur einungis á skrif- stofu Happdrættis Háskóla íslands í Tjarnargötu 4. W I I í hlutverki Violettu í La Traviata.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.