Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1978, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1978, Blaðsíða 9
OREGI Þeir skógræktar- og áhugamenn, sem höföu valið sér Vestfold sem hugöarefni, reyndust vera 45, frá öllum Noröurlöndun- um fimm. Flestir frá Svíþjóö en ég var eini íslendingurinn. Nefndina sem undirbjó leiöangurinn skipuðu fjórir menn, og formaður var G.A. Treschow titlaöur „brukseier" í boöspésa, sem útleggst, verksmiöjueigandi. Nefndarmenn voru merktir meö mislitum rósum svo hægara væri aö átta sig á hver væri hver. Formaður meö hvíta rós, sérfræðingarnir meö grænum en skógtæknifræðingurinn merktur meö rauöri rós. Allur var leiöangurinn frábærlega vel undirbúinn og allt gert til þess aö hann gæti oröið þátttakendum að sem mestu gagni. Náttstaö höföum viö í Sandefjord, eitt sinn mesta hvalveiöibæ heims, og geröum þaöan út í þá tvo daga sem leiðangurinn stóö yfir. Fariö var víösvegar um Vestfoldfylki eftir fyrirfram ákveðinni ráöagerö. Staönæmst var á átta stööum þessa tvo daga og á hverjum staö tekiö fyrir eitthvert sérefni varöandi skógrækt og skóghirðu. Byrjað á stuttu inngangser- indi og síöan fyrirspurnir og umræður. Á eftir var þaö svo skoðað sem til umræöu var á hverjum stað. Tvær voru þó undantekningar á, aö allir þessir áninga- staöir væru bundnir skógrækt. Á einum staö þar sem vel sá yfir skýröi jaröfræö- ingur fyrir mönnum hvernig Vestfoldfylki heföi oröiö til fyrir örófi alda. Á öörum staö, í þjóðgarðinum viö Borre flutti fornleifafræöingur erindi og svaraöi fyrirspurnum. Þar í garöinum eru kon- ungagrafir frá víkingaöld og þar taldir heygöir fyrstu Ynglingakonungarnir. Bjöllum smalað til slátrunar Af öörum umræðuefnum veröa hér þrjú nefnd þar sem þau höföuöu meira til hins ófaglæröa íslendings, en þarna var áheyrandi, en önnur sem meira voru sérhæfö viö skógrækt viö svipuð skilyröi og eru í Vestfold. Á einum staö var í sambandi viö aðal umræöuefnið, minnst á tjón á skógum af völdum skordýra. Minnugur skógar- maðksins íslenska lagöi íslendingurinn viö hlustir. Ekkert var á maðkinn minnst enda enginn skaðvaldur í barrtrjám, en þeim mun meira á annaö skordýr sem miklu tjóni veldur í greniskógum. Þetta er bjöllutegund, kölluð þarna „Granbark- bille“ grenibarkarbjalla gæti hún heitið á íslensku. Bjalla þessi finnst hvarvetna sem greniskógar vaxa sjálfsánir. Fjöldi bjall- anna er mismikill frá ári til árs og um leið tjóniö sem af þeim hlýst. Fer þaö eftir tímgunarmöguleikum bjallnanna, sem Ein af gömlu fríðlýstu skógarfurun- um, sem Þarna ríktu áður en land- nemarnir frá Suður-Noregi komu um miöja 18. öld. Sigurður Blöndal á 69. breiddargráðu í norðri aftur fer eftir heilbrigði skóganna og hvernig er um þá hirt. Þegar þiönar á vorin fljúga bjöllur þessar 'upp og í maí—júní verpa þær eggjum sínum undir börkinn á höggnum trjám er liggja í skóginum og trjárusli og eins undir börkinn á sjúkum trjám, þótt standandi séu og þess vegna þarf aö hiröa skógana vel og ekki láta þaö dragast aö flytja höggin tré burt úr þeim í tæka tíö. Bjöllum þessum virðist vera vit gefiö, meira en nokkurn grunar. í heilbrigðum skógi þar sem fátt er um veikluö tré, ráöast þær á nokkur tré í tugþúsundavís og veikla þau svo aö þau verða æskilegir æzlunarstaöir. Taliö er aö áriö 1977 hafi barkarbjailan í Vestfoldfylki einu saman eyöilagt skóg fyrir um 9 milljónir norskra króna, í Noregi öllum fyrir um 50 millj. Frammi fyrir þessum vágesti stóöu skógareigendur ráöþrota, en fyrir nokkr- um árum komu efnavísindin þeim til hjálpar. „Þefnæmir" efnafræöingar komust aö því aö bjöllur þessar gefa frá sér lyktarefni og meö því beina þeir öörum bjöllum aö því tré sem valiö hefur veriö fyrir væntanlegt varp þeirra. Þetta lyktarefni hefur efnafræöingunum tekist aö fram- leiöa og meö því aö smyrja því á tré sem lögö eru víðsvegar í skóginum og Norðmenn kalla „fangsttrær" veiöitré geta þeir í bókstaflegri merkingu smalað bjöllunum saman til slátrunar. Hófleg tala þessara veiöitrjáa er 1—2 tré fyrir hver 10, sem bjöllurnar höfðu ráðist á áriö áður. Okkur var sýnt svona tré og fékk ég meðferðis flís af berki þess sem hér er birt mynd af. Þótt ólíklegt sé aö bjöllur þessar berist til íslands og sagan af þeim hér sögö til að sýna aö ekki er þaö alls kostar rétt hiö fornkveöna aö vitið veröi ekki lagt í askana, þá er ekki aö vita nema aö efnafræöingum okkar takist aö útbúa tælivökva til aö blekkja birkifiðrildin í íslensku skógunum. Elgsdýr og gróðureydingalyf Rétt til gamans má skjóta hér inn verölaunagetraun sem slegiö var upp einmitt þarna skammt frá þar sem okkur voru sýnd veiðitrén. Getraunin var í því fólgin aö geta sér til um hæö vöxtulegs grenitrés sem varö á vegi okkar. Var þaö Svíi sem næst komst hinu rétta, munaði aöeins 5 cm. Hæö trésins var 45,55 metrar en Svíinn gat upp á 45,50 m og fékk tveggjalítra koníaksflösku í verölaun. Þaö er frekar af þessu tré þaö að segja aö talið er aö þaö sé hæsta tré Noregs og er 150 ára gamalt með 9,5 teningsmetra af nýtanlegum viöi. Á öörum staö var sagt frá skemmdum á skógi sem elgsdýr væru völd aö og hvernig væri farið aö, til að halda fjölda þeirra í skefjum. Hér höföu Svíar og Finnar ýmislegt til mála aö leggja, einkum þó Finnarnir sem töldu elgi réttdræpa hvar sem til þeirra næöist. Nokkra furöu vakti þaö þegar íslendingurinn blandaði sér í þessar umræöur með því aö segja frá skemmdum sem hreindýr yllu á íslenskum skógum. Ekki vissi hann hvort furðan á andlitunum stafaöi af því aö heyra aö hreindýr væru á íslandi eða að þar væru skógar sem hreindýr gætu skemmt. Á enn öörum áfangastað sögöu heima- menn og sýndu í verki hvernig notað væri gróðureyðingalyf sem fariö var aö nota 1973 og tæki öllum slíkum lyfjum fram, enda þaö eina sem nú væri leyft. í verslunum gengur lyf þetta undir nafninu „Roundup” en nefnt Glyfosat meöal fagmanna sem mun vera skamm- stöfun á kemiskri samsetningu þess. Gróöureyðingarlyf þetta hefur 360 gr. af efni þessu í hverjum lítra og er því úðaö eöa þaö boriö á þann gróður sem á aö tortíma. Jurtirnar taka til sín efnið gegnum blöðin og þaðan berst þaö um alla jurtina allt niöur í ystu rótarsprotta og styttir henni aldur. Vegna þess að Framhald á bls. 11 Eins og fyrirsögnin á þessum pistli hljóöar, var heitið á því viðfangsefni, sem kynnt var í kynnisferð nr. 2 á XIV. þingi norrænna skógræktarmanna í ofanverðum júní s.l. Sú ferð var farin um miðhluta Troms-fylkis í Norður Noregi. Ég hafði aðeins einu sinni áöur komið til Troms. Það var að haustlagi fyrir 5 árum og veöur þá miðlungi gott. Svo hugfanginn varð ég samt af þessum norðlægu byggðum, að ég hét því að nota fyrsta tækifæri, sem gæfist til að heimsækja þær, er sólargangur væri hæstur. Þetta tækifæri bauðst nú á skógræktarþinginu. Ég sá ekki eftir að hafa gripið þaö. Veðrið lék við okkur með sólskiní og blíðu og 25—30 stiga hita allan tímann. Víðfræg gestrisni fólksins í þessum jaðarbyggðum gerði förina enn minnisstæðari en ella og sú gróska jarðargróðurs, sem prýöir þetta land lengst í norðri, gerir mann orðlaus- an. Troms er næstnyrst af fylkjum Noregs. Stærö þess er 26 þús km2, eöa mjög nærri fjóröungi af stærö íslands. Syöstu mörk þess eru á 68° 22‘ norölægrar breiddar, sem er 210 km norðan viö heimskauts- baug, en noröurmörkin eru á 70° 20‘ noröl. br. Þar á milli eru 206 km. En vegalengd milli vestasta punkts og hins austasta er um 320 km í loftlínu. Fylkiö er gífurlega vogskoriö og samanlögð lengd strandlínu þess er 1905 km. Eyjarnar, sem mynda skerjagarðinn vestan viö megin- landið, ná yfir fjórðung af flatarmáli fylkisins. Hin stærsta þeirra, Senja, er næststærsta eyja við Noregsstrendur. Golfstraumurinn sér þessum hluta Noregs fyrir miklu hagstæðara veöurfari, en hnattstaöa gefur tilefni til. Veöur er miklu kyrrara en á íslandi. En meöalhiti sumars viö ströndina er ekki miklu hærri en á sunnanveröu íslandi. Hins vegar geta komið miklu hlýrri dagar en hér, eins og viö urðum sannarlega aönjótandi þessa júnídaga. Vaxtarskilyrði eru þannig mun betri en nokkurs staöar á íslandi. Troms-fylki er vaxið víölendum laufskógi. Þgr af þekur nýtanlegur laufskógur um 2.500 km2, eöa um tíunda hluta fylkisins. Tegundirnar eru björk, selja, blæösp og heggur, auk margra víðitegunda. Skógarfura er eina barrtréð, sem þarna vex vilt, og er nýtanlegur barrskógur á um 600 km2. Rauögreni vex ekki villt noröan Saltfjallsins, sem heimskautsbaugur ligg- ur yfir, en hefir veriö gróðursett í verulegum mæli þar fyrir noröan. Er rauðgreniskógur meötalinn í hinum 600 km2. Landnám og skógar- högg í Málselvdal Skógarfuran vex aöallega í dölunum á sléttum flötum, sem í fyrndinni voru vatnsbotn. Stærsti dalurinn heitir Máselvdalur og nær þvert í gegnum fylkið nálægt miöju þess frá noröri til suðurs. Þessi dalur er oft nefndur hjarta fylkisins. Þarna var ónumið land fram á 18. öld, er fólk úr Austurdal í Suöur-Noregi hóf þar landnám. Þá var dalurinn vaxinn stór- vöxnum furuskógi. Hann var smátt og smátt höggvinn, en nýr skógur óx upp, svo aö núna er dalurinn vaxinn samfelld- um fögrum furuskógi hið neðra. Örlitlar leifar hafa varðveitst af hinni upphaflegu skógarfuru. Við heimsóttum einn staö, þar sem nokkur tré úr þeim skógi eru friölýst. Eru þau allt aö 23 m á hæð. Framhald á bls. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.