Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1978, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1978, Blaðsíða 13
H4RBST.JÓRIM BIRTIST Úrdráttur úr bók eftir Henry Kyemba, fyrrum heilbrigðisráðherra Uganda, sem flýði ógnarstjó' Amins. Kyemba var gerkunnugur Amin, valdabaráttu hans og stjómarháttum og segir umbúðalaust frá því í bókinni Hér er þriðji hluti þessarar samantektar, sem Sveinn Asgeirsson hefur gert. BLÓBVGLDI Þegar eftir byltinguna í janúar 1971 var Amin fagnaö sem hetju af almenningi. j nokkrar vikur tóku hátíöahöld nær allan hans tíma. Hann var ekki sú manngerð að geta setið lengi við skrifborð, og honum var mikil skemmtun í bví að vera stöðugt á ferðinni í bíl eða Dyrlu. Hvert sem hann fór, fylgdi honum ráðuneytið og háttsettir embættismenn. Hann vildi láta á okkur bera. Dögum saman var varla nokkur hinna helztu stjórnenda eftir í Kampala til að sinna störfum sínum. Ferðir hans um landið fóru eftir sérstöku kerfi. Fólk heyröi í útvarpinu, að Amin ráðgerði að heimsækja vissan staö á tilteknum tíma. Um nóttina var Aftökur fóru bæði fram á almannafæri og annarsstaöar, par sem minna bar á. Hér horfir fjöldi manns á alsaklausan 16 ára pilt, bundinn upp við staur og skotinn. Hann hafði pað til saka unniö að flýja og hlaupa í felur par sem hersveitir Amins komu. smíðaður pallur undir Amin og fylgdarlið hans, og um morguninn tók fólk að safnast saman til að bíða eftir ávarpi Amins. Síðan birtist hann meö pyrlu, hélt ræðu, horfði á dans, veitti gjöfum móttöku (einu sinni voru honum gefin níu uxahöfuð), fór í veizlu og stökk svo aftur upp í pyrluna og hvarf á braut veifandi — ásamt allri ríkisstjórninni. Starf okkar var að sitja á pallinum, meðan hann talaði, halda honum félags- skap og fylgja honum síðan á næsta áfangastað. Stjórninni breytt í hálfgildings herforingjastjórn Amin var innilega fagnað, því að hann hafði bylt óvinsælu stjómkerfi. Og vel að merkja þá hafði hann leyst úr haldi fanga Obotes. Meðal þeirra var fyrrum forsætis- ráðherra og leiötogi Lýöræöisflokksins, Benedicto Kiwanuka, sem seinna var geröur að dómsmálaráöherra (og enn síðar myrtur), og margir ættingjar Kabakas heitins, sem höfðu veriö í fangelsi síðan 1966. Hann sá einnig svo um, að jarðneskar leifar Kabakas yrðu fluttar aftur heim frá London til greftrunar á ný og hélt því reyndar fram í því sambandi, að hann hefði bjargað lífi Kabakas meö því að leyfa honum að flýja. í fyrstu voru embættismennirnir ánægðir meö Amin. Hann útnefndi aðeins fáa ráðherra úr eigin hópi og lagði áherzlu á að fá hæfa menn til starfa. Leitaði hann álits annarra í þeim efnum og meðal annars míns. Ég var fyrsti einkaritari Amins, ritari ráðuneytisins og fastur fulltrúi á skrifstofu forsetans. Þetta voru reyndar þrjú störf, sem síðar var skipt niöur á þrjá menn. Á fyrsta ríkisstjórnarfundinum breytti hann stjórninni, serh að mestu var skipuð borgurum, í hálfgildings herforingjastjórn. Hann lét alla sverja sér eið sem herforingjar og fékk þeim einkennis- búninga. Enginn þeirra hækkaði síðar í tign sem herforingi, en allir urðu nú að lúta heraga. En um þessar mundir áttuðu menn sig ekki fyllilega á því, hve hér var um alvarlegt mál að ræða. „Fyrirmynd að háttprýði og göfugmennsku“ Á þessum fyrsta fundi, þar sem hann mætti í einkennisbúningi hershöfðingja, fór hann mörgum orðum um traust sitt á hinni nýju ríkisstjórn og sagði, að hann vildi, að þeir stjórnuöu landinu eins vel og unnt væri. Hann væri ekki stjórnmála- maöur, og það væri hlutverk hinna sérfróðu ráðgjafa sinna að sjá um, að hjólin snerust lipurlega. Hann tilkynnti að hver ráðherra myndi fá til umráða svartan Mercedes Benz, og þeir yrðu merktir „ríkisstjórn hersins". Við umræðurnar, sem á eftir fóru, sat Amin þögull og hlustaöi á tillögur ráðherranna. Þegar einhver hafði lokið máli sínu, spurði hann, hvort einhver heföi einhverju við þetta að bæta. Hann var í rauninni fyrirmynd að háttprýði og göfugmennsku. Við fórum allir sælir af fundinum, sannfærðir bæði um góða eðliskosti hans og næman smekk. En þegar næstu daga kom ýmislegt í Ijós, sem benti til þess, að ekki væri allt sem sýndist. Við furðuðum okkur á því, að Amin minntist aldrei á hernaðarleg málefni nema þá mjög óljóst. Okkur gramdist, þegar hann lýsti því yfir í útvarpi, að herforingjastjórnin myndi vera við völd í fimm ár. Þegar við mótmæltum þessu, dró hann í land og breytti fullyrðingu sinni. En hann hafði heitið stjórnmálafrelsi. Hann virtist ætla að veröa bezti náungi, og viö vorum reiðubúnir aö fyrirgefa honum smávegis fljótfærni. En vonbrigðin uröu snögg. í byrjun undirbjó ríkisstjórnin og ég ræður Amins að mestu leyti. En enska hans var léleg. Honum var mikil þraut að lesa upp ræðurnar og áheyrendum sár leiðindi á að hlýða. Það var greinilegt, að hann var að lesa orö, sem hann haföi ekki skrifaö, og hann var gagnrýndur í erlendum blööum. Hann var miklu öruggari, þegar hann talaði blaöalaust, og eftir nokkurn tíma sannfærðist hann um það, að hann gæti haft meiri áhrif á áheyrendur þannig. „Skrifaðu flugvöll“ Hvert sem hann fór á fagnaðarferðum sínum eftir þetta, lofaði hann fólki paradís. Ef hann frétti, að sjúkrahús vantaði á einhvern stað, þá lofaði hann einu slíku. „Heilbrigðismálaráöherrann er hérna, „gat hann sagt og snúið sér að aumingja manninum. „Þú byggir það.“ Eða: „Hérna er samgöngumálaráðherrann — hann ætlar að leggja veg héðan og þangaö eða byggja brú yfir þetta og hitt." Þetta voru dýrlegir dagar hjá honum. Hann hafði gaman af að glettast við venjulegt fólk. Og einnig af að lofa eða ávíta ráðherra sína fyrir framan mann- fjölda. Að sjálfsögðu komu þessar yfirlýsingar allar ráöherrunum í opna skjöldu, og þær birtust jafnt í ræðum sem í útvarpi. Þeir tóku því að hafa meö sér minnisbækur, og jafnskjótt og hann hóf ræðu sína, fóru þeir að hripa niður það, sem þeim var ætlað að gera. Mér var ætlað að samræma fyrirmælin og koma þeim til ráðuneyt- anna. Þetta gekk vel í byrjun, en brátt varð ógerningur að henda reiður á öllum skipununum. Við urðum að lesa dagblöðin og hlusta á fréttir í útvarpinu til að vita, hvaða ákvarðanir hann heföi tekið. Frá janúar 1971 til júlí var samband okkar Amins mjög náiö. Hann þekkti fjölskyldu mína vel, og við höfðum unniö saman í mörg ár. Hann var vanur að gera boö fyrir mig inn í svefnherbergi sitt, jafnvel þótt hann væri í rúminu, til að sitja hjá sér og spjalla saman. Hann gat talað mikiö um vinkonur sínar. (Hann lifði og lifir enn óvenjulegu kynlífi.) Ég ferðaðist oft með honum og var í stöðugu sambandi við hann. En þrátt fyrir hið nána samband við Amin var mér ókunnugt um þá hryllilegu atburði, sem voru að gerast í herskálun- um, atburði, sem voru fyrirboði enn hræðilegri hluta. Þó að byltingin sjálf hafi ekki veriö mjög blóðug, byrjuöu morðin þó þegar í stað. „Óvinir hans á þessu stigi voru aðallega Acholir og Langir. Obote Framhald á bls. 15 „Svo maður lifi lengur og betur“ stendur á einhverri auglýsingu, sem fest hefur verið á tré, en par fyrir neðan er búið aö binda Tom Masaba liðsforingja úr her Uganda og er veriö að búa hann undir aftöku. Álitið var, að Masaba væri ekki nægilega tryggur Amin. MEKK Stórglæsileg skápasamstæða með höfðingjasvip HÚSGflGnfiVERSLUn KRISTJflnS SIGGEIRSSOnflR HF. LAUGAVEG113 REYKJAVIK

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.