Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1978, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1978, Blaðsíða 2
ÁRNI OLA níræöur Ekki er venjan aö birta afmælis- greinar í Lesbók, en á níræöisafmæli Arna Óla, sem ber uppá daginn í dag, þykir sjálfsagt aö gera undan- tekningu frá þeirri reglu. Svo ná- tengdur er Árni ÓJa Lesbókinni og blaöiö honum. Síöan Morgunblaöiö hóf göngu sína 1913, hefur Árni lagt því liö sitt; hann er aldursforseti íslenzkra blaöamanna og heiðursfélagi í Blaöamannafélagi íslands. Árni kem- ur þegar viö sögu í fyrsta tölublaði Lesbókar 1925, en um langt árabil var hann ritstjóri Lesbókar og auglýsingastjóri Morgunblaösins um 8 ára skeiö. Eftir aö formi Lesbókar var breytt í ársbyrjun 1962, lét Árni af ritstjórn, en hefur þó skrifaö aö staöaldri í blaðiö síöan og mun væntanlega birtast eftir hann ný grein í næsta jólablaöi. Árni Óla er Þingeyingur; fæddur á Víkingavatni í Kelduhverfi 2. desem- ber 1888. Hann ólst upp í foreldra- húsum, en settist í Verzlunarskóla íslands, lauk þaöan prófi 1910 og stundaöi verzlunarstörf þar til hann réöist til Morgunblaðsins. „Þar var alltaf sama glaöa viömótið og viljinn til að leysa vandann“, sagöi Valtýr Stefánsson í afmælisgrein um Árna sjötugan. Og í afmæliskveðju frá Morgunblaöinu á áttræðisafmæli Árna, segir svo: „Auk blaöamennskunnar hefur Árni Óla verið afkastamikill rithöf- undur. Flestar bækur hans hafa verið tengdar landinu og þjóöinni, ritaöar af næmum skilningi þess manns, sem vel hefur fylgzt með. Þá hefur hann lagt mikla rækt viö aö foröa frá gleymsku margvíslegum fróöleik um liöinn tíma og á þaö jafnt viö um mannvirki og fólkið, sem lagði grundvöllinn að því þjóðfélagi, sem viö nú búum í og lifnaðarhætti þess. Nægir þar aö benda á Reykjavíkurbækur hans, sem veröa komandi kynslóöum dýrmætur sjóö- ur. Hefur Reykjavíkurborg veitt honum sérstaka viöurkenningu fyrir þær bækur. Árni Óla hefur unniö heill aö hverju því verkefni, sem hann hefur tekiö sér fyrir hendur. Auk starfa hans viö Morgunblaöið og Lesbók og fræöi- starfa, hefur hann reynzt Góðtempl- arareglunni drjúgur liösmaöur. Átti hann sæti í framkvæmdanefnd Stórstúku íslands í allmörg ár og er nú heiðursfélagi hennar“. Og ennfremur segir í cfreininni: „Morgunblaöiö á honum miklar þakkir aö gjalda — og ekki síöur þeir, sem meö honum hafa unnið. Hann hefur veriö okkur öllum hollvinur. Á vináttu hans hefur engan skugga boriö — og viö erum stolt af því, hve annt hann lætur sér enn um hag okkar og blaösins.“ Enginn einn maöur hefur komiö meira viö sögu Lesbókar en Árni Óla og hefur hann skrifaö um sundurleit- ustu efni: Dulræn fræöi, vísindaleg efni, hugleiöingar og kenningar um írskt landnám fyrir daga hinna norsku landsnámsmanna. í Lesbók hafa nokkrum sinnum birzt Ijóö eftir Árna, en langsamlega kunnastur er hann fyrir ýmisskonar fræöi- mennsku. Snemma fór hann aö skrifa greinar í Lesbók úr sögu Reykjavíkur; hann þekkir feril, eig- endur og íbúa húsa viö heilar götur í gamla bænum og minni hans er óbrigðult. Mættu margir öfunda hann af því, sem áratugum eru yngri. Þaö er stórkostleg gæfa aö búa viö óskert andlegt atgerfi á níræðis- afmæli sínu; aö vera veitandi fremur en þiggjandi. Draumurinn um farsæl efri ár er einmitt þannig, en rætist aðeins hjá fáum. Viö upphaf tíunda áratugarins er Árni Óla sístarfandi og framlag hans til Lesbókar er ævinlega vel þegiö, enda fram reitt í Ijósi mikillar reynslu og af mannviti. Morgunblaðið og Lesbók þakka Árna fyrir ánægjuríkt samstarf á þessum merku tímamótum og færa honum árnaöaróskir. Batdur Steingrímsson SKÁLD-RÓSA Staðreyndir og þjóðsaga í 40. tbl. Lesbókar Morgunblaðsins, 22. október s.l., er grein eftir góökunningja minn Jón Ólafsson lögfræöing og fyrrum framkvæmdastjóra, um leikrit Birgis Sigurðssonar, Skáld-Rósu, meö hliösjón af æviferli skáldkonunnar. Dóm hans um leikritiö ætla ég ekki aö ræöa, enda hef ég ekki séð þaö, þótt skömm sé frá að segja. Hins vegar tel ég rétt að gera örlitlar athugasemdir viö túlkun hans á sögu Skáld-Rósu, en þar hygg ég, að hann ofmeti vafasamar heimildir. Þótt þáttur Tómasar skálds Guð- mundssonar um Skáld-Rósu í Konur og kraftaskáld sé forkunnar vel ritaöur, þá er hann því miður hæpin sagnfræði. Svipuðu máli gegnir um sögu Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu eftir Brynjólf Jónsson frá Minna-Núpi. Þar virðist þjóösagan stund- um bera staðreyndir ofurliði. Til stuönings því aö svo sé, má benda á ritdóm Jóhanns Kristjánssonar í Óðni 1912, VIII. árg., 9. tbl., bls. 66—67, en þar eru margar missagnir sögunnar leiðréttar. En hugum nú nánar að heimildum. Páll Þórðarson Melsted fæddist 31. mars 1791 að Völlum í Svarfaðardal. Hann útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1809 og varð síðan skrifari Stefáns amtmanns Þórarinssonar á Möðruvöllum. Hinn 13. nóvember 1812 fæddi Anna Sigríður, dóttir Stefáns amtmanns, Páli son. Var sá sveinn hinni mæti Páll Melsted sagnfræðingur. Hafði Anna Sigríður áður átt dóttur með Friðrik verslunarmanni Möller á Akureyri. Mun amtmaöur hafa verið þess fýsandi, þegar hér var komið málum, aö þau Páll og Anna Sigríður gengju í hjónaband. Þó skyldi hann fyrst fara utan til laganáms með tilstyrk amtmanns. Fór Páll utan 1813 og lauk lögfræðiprófi (examen juris) frá Kaupmannahafnarháskóla vorið 1815. Kom hann út samsumars og hafði þá fengið veitingu fyrir Suður-Múlasýslu með aðsetri aö Ketilsstööum á Völlum. Setti hann þar brátt bú saman. Hinn 2. nóvember 1815 kvænist Páll barnsmóður sinni, Önnu Sigríði Stefánsdóttur. Mun hún hafa orðiö eftir á Mööruvöllum, enda er Ragnheiöur dóttir þeirra fædd þar 13. júlí 1816. Hins vegar má ætla, að Páll hafi fariö austur til sýslu sinnar. Haustiö 1816 hefur Anna Sigríöur fluttst til bónda síns að Ketilsstöðum, því að hún er ekki skráð meðal heimilis- Möoruvelhr í Hörgárdal, þar sem fundum Rósu og Páls Melsted bar fyrst saman. Tcikningin er gerð árið 1835. manna á Möðruvöllum í fólkstali Mööru- vallaklausturssóknar 1. sunnudag í að- ventu 1816. Rósa Guömundsdóttir eöa Skáld-Rósa fæddist að Ásgeröarstöðum í Hörgárdal, 23. desember 1795. Var Guðmundur faöir hennar, þá bóndi þar, en fluttist 1802 aö Fornhaga í sömu sveit og bjó þar til 1816, aö hann brá búi. Konu sína, Guðrúnu Guðmundsdóttur, missti Guð- mundur 11. febrúar 1808. Rósa var heima í föðurgarði til 1814 að hún fór að Möðruvöllum sem vinnukona. Árið eftir var hún heima í Fornhaga. Hlaut henni því að vera kunnugt um samband Páls og Önnu Sigríðar svo og um brúökaup þeirra 2. nóvember 1815. Árið 1816 er Rósa vinnukona á Svalbarði í Þistilfirði. Þar bjó þá séra Þorlákur Hallgrímsson eyfirskrar ættar (f. 7. september 1775, d. 14. nóvember 1862) sonur Hallgríms Einarssonar á Ósi í Hörgárdal. Það er því fyrst vorið 1817, sem Rósa kemur að Ketilsstöðum, en ekki 1816 eins og sagt er í íslenskum æviskrám (IV. bindi, bls. 176)*) Sama vor komu þeir Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.