Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1978, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1978, Blaðsíða 3
Geir V. Vilhjálmsson Myndmál Einars Jónssonar Stíltegundir og tízka í heimi myndlist- arinnar hafa valdiö því að eigi hafa allir náð að meta Einar Jónsson að verðleik- um sem myndlistarmann, Þó svo að verk hans prýði Austurvöll, Lækjartorg, Arnarhól og fleiri meginstaði höfuðborg- arinnar. Ef til vill kann öfund „abstrakt“-listamanna sem ekki höfðu vald á þeirri myndrænu fullkomnun í tjáningu sem Einar Jónsson réöi yfir aö valda nokkru hér um, ef til vill einföld andúð listamanna tæknialdar á síðbún- um fulltrúa sígildra myndlistarforma. En hvað sem öllum hverfulum deildum um myndlistarstefnur viðvíkur býður list Einars Jónssonar öllum sem áhuga hafa á táknmáli mannsandans ríkan heim sem verðugur er nánari athugunar. Sem heimspekingur myndmáls á Einar Jónsson sennilega engan sinn líka og án skilnings á táknrænu innihaldi verka hans verður lífsverk hans eigi í einn stað er andlitið stærri útfærzla á þeirri hugmynd sem fram kemur í myndinni Kjarninn og minnir ásamt þeirri mynd á þá grundvallar trú Einars að undir yfirborði mannlífsins búi dýpri og fegurri veruleiki. Á hinn bóginn er myndhöggvarinn framan við andlitið sýndur svo smár í hlutfalli við verk hans að sú hugsun læðist að, að hér sé ef til vill óbeint verið að benda á tilvist pess stóra skapandi anda sem tjáði sig í gegnum þennan mikla myndlistarmann. Á þessum grundvelli mætti ímynda sér að listamaðurinn hafi með mynd þessari og staðsetningu hennar í hjarta vinnu- stofu sinnar og á forsíðu aðalbókar sínnar viljað benda á innblástur þann sem að baki listsköpunar hans stendur. Og e.t.v. líka á það, sem fram kemur einnig í einni síðustu mynd hans Draumur og dagsverk, að honum eins og svo mörgum öörum, hafi eigi enzt Kjarninn, 1939. metið að verðleikum. Verk hans snerta daglegt líferni, tilfinningaþverstæður, fegurð mannlífsins og menningarsögu- leg viðfangsefni. Lítum nú á myndmál nokkurra verka hans. Mynd Einars Jónssonar, Hvíld, sem staðsett er á sjálfum mótunarpalli listamannsins vekur ýmsar spurningar. Myndin er stór, gnæfir yfir áhorfandann og sýnir andlit hálffrelsað úr viöjum stuðlabergs, meðan myndhöggvarinn sjálfur lútir höfði yfir hamar sinn fyrir neðan. Verkið er gjört á árunum 1915—35, á hápunkti sköpunar hans og langur tími hefur farið í gjörö þess. Einnig er athyglisvert að einmitt þessi mynd prýðir forsíðu mestu listaverkabókar listamannsins, sem sýnir að hann hefur ætlað henni sess fram yfir aðrar. aldur og orka til þess að birta allt það sem innra bjó og hann vildi sýnt hafa, því sé hálft andlitið enn bergi hulið. Hver þekkir ekki úr sínu lífi þá togstreitu sem ríkir milli óska, langana og markmiða annars vegar og veruleik- ans og getunnar hins vegar sem myndin Draumur og dagsverk, 1953 ein síöasta mynd hans, lýsir? Hér er sígilt mannlegt vandamál meistaralega sýnt. Hver þekkir ekki úr sínu lífi í einhverri mynd þá baráttu sem æskufjör og sköpunarkraftur stöðugt herja við vana og fordóma fortíðar, en þetta sýnir Einar á táknrænan hátt í mynd sinni í tröllahöndum 1916—1923. Þó listamað- urinn færi verk sitt hér í forníslenzkan búning er viðfangsefnið sálfræðilega séð sígilt, barátta vaxtar- og sköpunar- kraftar mannsins við tregðuna í sínu eigin eðli og í umhverfinu. (framhald). Draumur og dagsverk, 1953.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.