Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1978, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1978, Blaðsíða 7
viö aldur, og spyr hana, hvers hún leiti. Sigríöur segir henni allt af létta. Konan býöur henni, aö hún skulí biöja son sinn aö taka aö sér máliö, en kona bessi var Elísabet, kona Björns Jónssonar, ritstjóra ísafoldar, og móöir Sveins Björnssonar, síöar for- seta. Þannig geröist Það, að Sveinn Björnsson flutti máliö fyrir Brattholtsfeögin. Sigríður dáði athygli konunnar og var mjög Þakklát fyrir Þá hjálp, er hún bauö henni. Málið var nú komið í hendur yfirréttar, en ótrúlega dróst Það á langinn. í mörg ár stóð í Þessu málastappi, og hafði Sigríður mjög mikiö fyrir. Fórnaði hún bæði fé og tíma málinu til framdráttar, en Það kom fyrir ekki. Oft fór hún til Reykjavíkur eingöngu Þessara erinda, ýmist gangandi eða á hestum. Þá voru ekki bílar komnir til ferðaflýtis. Er hún var í ferð meö fööur sínum, varð hún stundum eftir, Þegar lestin lagði á austurleið, ef vera kynni, að hún gæti haft áhrif á, aö eitthvaö gengi í málinu. En loks, er dómur féll, var hann samkvæmur héraðsdómi. Málið var Þannig tapað. Ekki alllöngu seinna var hætt aö greiða leiguna eða hún kom ekki meö skilum. Var pá tækifærið gripíð og leigusamningnum aflýst. Aldrei fóru fram athuganir á fossinum eða staðháttum þar, sem bent gætu til, að Þar ætti aö koma upp iðjuveri. Pabbi fer f ferðalag Ég vaknaði sæll og glaður um morguninn. Var í skínandi skapi, og veðurspáin í morgunútvarpinu lofaði góðu sunnudagsveðri daginn eftir. Eftir að hafa svitnað dágóöa stund yfir sláttuvélinni í garðinum kom ég inn og tilkynnti fjölskyldu minni, að ég ætlaöi aö bjóöa henni í bíltúr daginn eftir upp í sveit. Það sló grafarpögn á fjölskylduna. Konan pagnaöi yfir pottunum á elda- vélinni og Eiríkur lítlí, 6 ára, lagði leikfangabílinn frá sér, stúrinn á svip. Soffía, fimmtán ára, rauf loks Þögnina og tilkynnti hátt og snjallt aö hún pyrfti að læra fyrir skólann á sunnudeginum. Hún hatar skólann eins og pestina og lærir aldrei, allra síst á sunnudögum. — Hvað er petta, sagði ég. Nú skulum við öll vera í góðu skapi, og hlakka til bílferðarinnar á morgun. Kannski getum við farið á Þingvelli og hver veit nema ég kaupi svona snældu til að hlusta á fróðleik um Þingvalla- hringinn og sögu Þingvalla. Konan vakti vingjarnlega athygli mína á, að það væri ekkert kasettutæki í bílnum. — Nú, Þá kaupum við bara kók og prinspóló og njótum veðurblíöunnar. Veðurspáin sagði að þaö yrði gott veður um allt Suðurlandsundirlendið. Þar með taldir Þingvellir, sagði ég spaklega. Ég heföi svo sem gétaö sagt mér sjálfur, að konan kæmi með athugasemd um, að verðurspánni væri ekki treystandi fyrir fimm aura, sem telst ekki mikið á verðbólgutímum þeim sem við nú lifum. Svo kom athugasemd um, aö það væri ekki treystandi á neina veðurspá nema þá sem Jón Múli kæmi með á morgnana. — Það er búið að þagga niður í veðurspá Jóns Múla, sagði ég. Sérfróð- ir menn sáu fyrir því strax í vor. Þetta fróöleikskorn mitt varð ekki til að auka gleði konunnar né barnanna. Daginn eftir stóð ég ferðbúinn við bílinn og var búinn að athuga, hvort varadekkið væri í lagi, rúðupissdunk- urinn fullur, tjakkurinn í skottinu, auk þess sem ég hafði gætt þess að hafa nægan ferðagjaldeyri meðferðis. Sú tíð er nefnilega liðin að menn og konur — þó aðallega konur — smurðu rúgbrauð og settu í blikkbox og hituðu kókó á hitabrúsa fyrir unaðspikknikka í guðs- grænni náttúrunni. Nú hefur jafnréttið náð svo langt að konurnar segja eiginmönnum sínum að fara inn í sjoppurnar, sem enginn hörgull er á meðfram þjóðvegum og sýsluvegum landsins, og segja þeim aö kaupa súkkulaði, lakkrísrör og gos til að Þagga niður í börnunum í aftursætinu. Eiginmennirnir fá líka að borga gott- eríið. Eftir smá nudd og nuð var fjölskyld- an komin inn í bílinn og við ókum af staö, öll sömul glöð í bragöi. Nema konan og börnin. Innan tíðar brunuð- um viö ásamt fieiri bílum í langri lest framhjá Grafarholtinu, og þar sá ég áifasteininn fræga, sem ekki mátti hrófla viö, og varö til þess aö færa þurfti veginn til hliðar við steininn. Ég miðlaði fjölskyldu minni af þessum fróðleik sem ég bjó yfir. Hrifningin var misjöfn. Konan Þagði. — Ofsalega mikið álfasteinn eitt- hvað, skyrpti stelpan óvingjarnlega út úr sér. Ég skildi ekki fullkomlega, hvað hún átti við. Unglingarnir nú til dags hafa tíleinkað sér all sérstæðan orðaforða, sem er ekki fyrir fullorðið fólk að botna í. Það mun heita kynslóöabil á fróðra manna máli, og er hvorki fyrir foreldra né börn að skilja upp né niður í. — Það held ég nú, sagöi ég, áfjáður í að börn mín yrðu vel fróð um nánasta umhverfi sitt. Sko, hélt ég áfram, álfarnir vilja ekki, að ennskir menn hrófli viö bústöðum peirra. Þá verða þeir reiðir, og gera mönnunum eitt- hvað illt. — Komum og spörkum í steininn, sagöi Eiríkur. Hann hefur ekki enn lært að bera tilhlýðilega virðingu fyrir bástöðum álfa. Hann ber heldur ekki næga virðingu fyrir bústööum manna heldur, eins og sannast best á umgengni hans heima fyrir og stofu- rúðureikningum þeim sem nágrann- arnir í götunni gleðja mig með nokkuð reglulega. En hann verður einhvern tímann góöur knattspyrnumaður og gengur kannski kaupum og sölum erlendis. Þá veit ég, að ég á eftir að finna fyrir föðurlegu stolti einhvers staðar í brjóstholinu og gefa skít í reikningana. — Ekki keyra svona hratt, sagöi konan. Hún hélt með annarri hendi krampakenndu taki í handfangið á hurðinni, en með hinni um lásinn á öryggisbeltinu, eins og hún byggist við að það losnaði þá og þegar. — Það er engin ástæöa til að óttast, sagði ég hughreystandi. Ég er öruggur bílstjóri, elskan mín. Auk þess aka bílarnir á undan svo hægt, að okkur er alveg óhætt. Ég leit á hana, og brosti brosi hins örugga bílstjóra. í sömu andrá fannst bílnum á undan kominn tími til að staðnæmast. Ég hélt hins vegar ótrauður áfram, hálfa leið inn í skottið á honum. Þá fannst mér komið nóg, og bílinn stoppaði. — Váá! hrópaði Eiríkur upp yfir sig. Svaka skellur! Pabbi töff! Alveg eins og Kojak! Ég gladdist lítið yfir þessum saman- burði við sjónvarpsstjörnuna, stökk út úr bílnum og stóð nokkra stund og horföi vandlega á skemmdirnar. Ég komst að því að við þær yrði ekki gert á staönum, og dró þá skynsamlegu ályktun að líklega væri réttast að enda ökuferðina hér og láta draga bílana í bæinn. Það var dapurlegur hópur sem sat fyrir framan stíllimyndina um kvöldið. Enginn hafði nennu í sér til aö slökkva á sjónvarpinu. Stelpan var farin eitthvað út, líklega niður á hallærisplan að segja frá hvað pabbi hennar væri góður bílstjóri, og strákurinn var sofnaður á gólfinu. Eg og konan sátum lengi þögul. Loks gat ég ekki þagaö lengur og reyndi að segja léttilega: — Það hefði getað farið verr. Við værum kannski öll stórslösuð niðrá gjörgæsludeild. Og það er ekki einu sinni víst að við lægjum í sama herbergí þar. Konan mín kunni ekki að meta þessa athugasemd, þótt einkennilegt megi virðast. Hún stóð á fætur, og sagðist ætla að fara að sofa. Svo fór hún að svefnherbergisdyrunum, sneri sér við, og hrópaði svo undir tók í húsinu: — Vill ekki ÖKUHETJAN KOJAK koma sér í bólið líka. Ég þagði. Ég vildi ekki eiga á hættu að konan sagaði sundur hjónarúmið, svona rétt undir svefninn. Með kveðju, Alfreð Böðvar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.