Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1978, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1978, Blaðsíða 8
f MYNDLIST BragiÁsgeirsson SVEABORG VIAPORI Norræna myndlistarmiðstöðin Ef mál þróast á farsælan veg, mun 28 dagur júlímánaðar árið 1978 teljat einn merkasti dagur norrænnar myndlistar- samvinnu, — dagur, er skipt getur sköpun um þróun, viðgang og reisn myndlistar á Norðurlöndum. Þann dag var myndlistarmiðstöðin á Sveaborg (Suomalinna) formlega tekin í notkun, með því að opnaðar voru með viðhöfn tvær myndlistarsýningar. Samnorræn skúlptúr-sýning undir berum himni með þátttöku tveggja myndlistarmanna frá hverju Norðurlandanna fimm ásamt sýningu á teikningum frá Sveaborg, sem sænski listaamöurinn Stig Claesson rissaði upp á tveim vikum snemmsumars. Meginhlutverk myndlistarmiðstövarinn- ar er að samræma norræna samvinnu á sviöi sjónlista, — til að byrja með verður aöaláherzlan lögö á myndlist í sígildri merkingu, þ.e. málverk, höggmyndir og grafík, en í áföngum á starfsemin einnig að ná til listiðnaðar, hönnunnar, húsgerð- arlistar, umhverfismótunar, Ijósmyndun- ar, kvikmynda- og myndbandagerðar. Af þessari uþptalningu má Ijóslega ráða, að miðstöðinni er ætlaö að spanna víðfeðmt svið sjónlista eða allt frá hreinni myndlist til ýmissa skapandi hliðargeira hennar og fleiri sjónrænna tiltekta, til aö samræma hér og efla norræna samvinnu og framtak innbyrðis. Einna merkust þykir greinarhöfundi sú hugmynd að innrétta fimm vinnustofur (ásamt íbúöarhúsnæöi) handa listamönn- um og er áætlaö, að þær verði tilbúnar snemma á árinu 1980. Murvj nor',ænir listamenn dvelja þar lengri og skemmri tíma og vafalítið verður þetta til aö auka til, mikilla muna persónuleg tengsl norrænna myndlistarmanna ásamt því að flytja Finnland nær hinum Norðurlöndun- um, en þetta tvennt tel ég mestu varða. Óþersónuleg tengsl í gegnum fundarhöld og skálaræður hafa lítið að segja. — Sveaborg er gamalt virki, er Svíar hófu að byggja árið 1748 og er staðsett á sex eyjum í Finnsku víkinni rétt við Helsingfors, — þar meö lokuöu þeir víkinni og sjóleiðinni frá Eystrarsaltinu. Þaö tók 40 ár að fullgera virkið — byggður var 8 kílómetra varnarmúr úr granít og 1000 fallbyssum komiö fyrir. Hýsti virkið 4500 íbúa og var um skeið næststærsta borg Finnlands. Virkiö, sem er að mestu verk eins manns, Augustin Ehrensvárd, er var allt í senn driffjöður- inn, byggingameisrarinn og yfirumsjónar- maður framkvæmdanna, átti að vera meö öllu óvinnandi og var það í raun réttu. Rússum tókst þó að finna veikan blett á virkinu árið 1808, er herir þeirra sóttu yfir landamæri Finnlands í austri og sjóleiðina að Sveaborg. Sá veiki blettur var mannlegs eðlis og var öðru fremur um aö ræða takmarkaðan baráttuvilja varaaö- míráls virkisins, og með sálrænum hernaði tókst gerzkum að sölsa undir sig hið óvinnandi virki á aðeins þrem vikum. Virki rússneska kjörfurstadæmisins Finn- lands, Sveaborg, (þeir breyttu ekki nafninu) var við lýði í 110 ár, en loks hinn fyrsta apríl árið 1918 yfirgaf rússnezka Efst í Þessari röð: Sólspeglar Jóns Gunnars Árnasonar. Nœstefst: Síösumardagur á Sveaborg, — maöurinn í forgrunni er aöalritari finnska myndlistarsambandsins, Veli Pekka Vahanen. setuliðið og íbúarnir eyjarnar, og hinn 12. maí blakti hvítblái finnski fáninn í fyrsta sinn við hún. Virkinu var nú gefið finnska nafniö Suomalinna og var notað sem fangelsi í fyrstu, — allt svæðið! í sumum tilvikum, einkum hvað sagnfræði snertir, er hið Framhald á bls. 15 Aö ofan: Mauno landi, (f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.