Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1978, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1978, Page 10
Varla hefur Þaö fariö framhjá möryum aö undanförnu, aö mikiö gengur á í Iran. Þaöan eru ítrekaöar fréttir um mannslát og blóðsúthellingar vegna árekstra og óeirða. Stúdentar og ungt fólk hefur hvaö ákafast sýnt merki um óánægju og keisarínn hefur svarað Því með herfor- ingjastjórn og hörku. Menn segja, að „hvíta byltingin“, sem svo hefur veriö nefnd, sé blóði drifin. En hvíta byltingu hafa sumír nefnt Þá vióleitni keisarans aö auka sem mest má verða vestræn áhrif og lifnaðarhætti í landinu og í rauninni aö skipa íran á bekk meö Vesturiöndum. Jafnframt er Muhamed Reza Pahlavi keisari sá valdsmaður sem vestrænir stjórnmálamenn geta bezt reitt sig á í Þessum heimshluta. Til Þessa hefur íran veriö fátækt Múhameðstrúarland og trúin á Þrátt fyrir allt ennÞá svo mikil ítök í fólkí, aö milljónir manna - eiga fyrir leiötoga gamalmenni, sem býr utan við París og grætur Þar yfir landi sínu og biöur fyrir Því. Teheran og Isfahan og aðrar borgir eru eins og gullgrafarabæir með öll hin gamalkunnu ummerki skyndilegra auðæfa. Dansinn kringum gullkálfinn er stiginn hratt og fólk ruglast í ríminu eins og gengur. Af því eru sagðar gamansögur; til dæmis af fínni frú í Teheran, sem hafði eignast stórt hús. Hún hafði heyrt að frönsk húsgögn í Lúðvíks 15. stíl væru Brestur í inn- viðunum íjjí-'ll-jlili LÍlLtiliil LJl ciii.ll LJ dÍLbc'JÍldLJlLJU í íiLJI — JJcLLJ ti.i.Í tJL VtJÍííÚiJ — tiJ llkLL VtJt'LJ LJJJ Jjjú'J, UJII tiii í tÍJJL „í Ú' lllcLJJL, ÍC'CI tJI llÚJl (JL-lLJ rUJJll''". þaö fínasta fína og þesskonar húsgögn ætlaöi hún aö fá sér. Meinfýsinn ráögjafi benti henni þá á, aö þaö væri miklu meiri stæll í Lúövíki 20. Og í París fór hún að leita fyrir sér aö Lúövíki 20. Maðurinn sem sagöi söguna, bætti viö: „Þetta segir allt um þá nýríku hér í landi; þeir eru fáfróöir og óöir í allt vestrænt.“ Á börunum í Teheran eru sagöar sögur í hundraðatali af snauöum mönnum, sem skrimtu á allskonar harki — og sjá; þeir eru orðnir millar. Sumar fjalla um fátæka verkamenn, sem allt í einu voru orönir voldugir verktakar, ellegar bílstjóra, sem nú eru iönjöfrar. Jafnvel sjálfur keisarinn á páfuglstróninum er talinn til nýgræö- inga: Pahlavi-ættin á sér ekki merka sögu og faðir keisarans var jafnvel ekki alveg læs. Muhamed Reza keisari á sína dyggu stuðningsmenn fyrir því; þeir eru um leið ákafir fylgismenn þess, að íranir skipi sér á bekk með Vesturlandamönnum. í atvinnu- og fjármálum minnir ástandið á ísland stríösáranna, eftir aö Bretavinnan hófst. Peningar höföu ekki sézt; allt í einu eru venjulegir menn meö gras af seðlum. Allt hangir þaö saman viö olíufram- leiösluna og aöildina aö OPEC síöastliðin 10 ár. Þaö er hvíta byltingin og sem monúment um hana, hefur keisarinn látiö byggja einskonar Hallgrímskirkjuturn í nágrenni viö flugvöllinn í Teheran. Minnismerkiö er eins og fingur, sem bendir uppá viö og á vitaskuld aö hafa sína táknrænu þýðingu. Keisarinn talar mikiö um örlögin og vissu sína um, hvað örlögin ætluöu sér með hann. „Síðan ég var barn,“ sagöi hann blaðamanni, „vissi ég að mér var ætlaö aö ríkja yfir landi og þjóö fornrar menningar, mikilla spá- manna og frægra konunga." „Kýrus nefna milding má, margra er gætti láöa. Fyrir Persíu allri og Asíá árri fyrir aö ráöa“. Svo segir í íslenzkri rímu. Reza keisari lítur á sig sem arftaka Kýrusar og Dareiosar, sem geröu garöinn frægan fyrir margt löngu. Eins og ýmsir einræðis- herrar sögunnar, hefur hann reynt aö reisa sjálfum sér monúment, sem standa muni og minna óbornar kynslóöir á hann: Shahyad-turninn, sem nefndur var. Þar inni fær gesturinn aö sjá draumaveröld keisarans á hvítu tjaldi: Hermenn ganga gæsagang; hermarsar leiknir, á í hrika- legu gljúfri; hana þarf aö virkja, — herþotur meö ærandi gný, keisarinn gengur fram og hneigir sig, bændur dansa, borhola gýs olíu, verksmiöjureyk- háfar, skriödrekar æöa fram, brætt járn rennur í mót, meiri bændadansar og keisarinn hneigir sig ... Gullgrafarastemmn- ing í Teheran Peningaflóöiö hefur sett sinn svip á Teheran. Göturnar eru yfirfullar af amerískum, evrópskum og japönskum bílum og verzlanir með hverskonar innfluttan varning spretta upp útum allt. „Elzta atvinnugreinin" blómstrar og svo dýr hóruhús hafa verið sett upp, aö þaö kostar 400 sterlingspund, eða sem svarar 200 þúsund kalli aö kíkja þar innúr dyrunum. Breiðþotur íranska flugfélagsins eru fullbókaðar og á síðasta ári fóru hvorki meira né minna en 200 þúsund Persar til London. Það sem einkum þótti þó fréttnæmt viö ferðir þessa mannfjölda, var aö meðaleyðslan nam 2000 pundum eöa einni milljón króna og fór langt framúr því sem gerist, þegar Bandaríkja- menn eöa Japanir eru á feröinni. Segi menn svo aö þaö séu bara íslendingar, sem sjást meö pinkla í Oxford Street. Unga fólkiö klæöist slitnum gallabux- um, tyggur tyggigúmmí, leikur á gítara og slettir ensku. Prógröm á borö viö Lucy Ball eru mjög vinsæl í sjónvarpinu. í kvikmyndahúsunum sjá þeir „djarfar" myndir og fá vægast sagt einkennilegar hugmyndir um konur á Vesturlöndum. Teheran er stórborg. Ekki er langt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.