Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1978, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1978, Blaðsíða 11
Æstur mannfjöldi, viöbúnir hermenn á skriödrekum og Shahyad-turninn , minnisvarði keisar- ans um nýsköpun- ina. síðan íbúatala var þrjár milljónir; nú er hún komin upp í fimm. Fransmenn hafa veriö ráönir til að bæta úr samgöngu- aungþveitinu meö því aö byggja neðan- jarðarbraut. Allsstaðar eru kranar og hús í smíöum. En húsnæöi er geysilega dýrt og húsaleiga fyrir tveggja herbergja íbúö getur hæglega fariö í 250 þúsund krónur. Leigubraskarar græða á tá og fingri; leigukössum er hrúgaö upp og ekkert fengizt um öryggiskröfur. Samt er Teheran á miklu jaröskjálftasvæöi og mikill hluti af þessari óvönduöu spilaborg er dæmt til að hrynja meö skelfilegum afleiðingum á dómsdegi jarðskjálftans. Dýrtíöin orsakar, aö flestir hafa fleiri en eitt járn í eldinum og sagt er, aö atvinnuleysi sé ekki til. Verksmiöjurnar, sem sprottiö hafa upp á síðustu árum fá jafnvel ekki vinnukraft heima fyrir og hafa orðið aö flytja inn vinnuafl frá Tyrklandi, Indlandi og Pakistan. Ófaglæröur verka- maöur í verksmiðju, fær 100 ryals á dag; það samsvarar 4000 krónum. i verksmiðjunum eru framleiddar ýmsar neyzluvörur og heimilistæki frá þvottavél- um til bíla. Á viku hverri unga þeir út 400 Hillman-bílum, en biölistinn veröur samt sífellt lengri. Gert er ráð fyrir aö 1985 eigi önnur hver fjölskylda í landinu bíl. Blaöamaöur Observer, Shiva Naipaul, segir frá heimsókn til iönverkamanns í bílaverksmiöju. Þar telja þeir sig jafnvel hafa fariö framúr Japönum í ýmiskonar velgjörningi við starfsfólkið, sem býr nálega frítt á vegum fyrirtækisins, fær ódýrari mat, ókeypis læknisþjónustu og jafnvel frí erlendis. Verkamaöur þessi fékk sem svarar 200 þúsund krónum á mánuöi og bónus aö auki. í Ijósi framangreindra hlunninda telst hann vel settur. Á heimili hans var bent meö miklu stolti á ísskáp, gaselda- vél, ryksugu, teppi á gólfi, húsgögn í skandinavískum stíl, síma, eftirprentanir af evrópskum landslagsmyndum á veggjunum og á hillu var Hamlet eftir Shakespeare í skinnbandi. Viö nánari athugun reyndist þaö raunar vindlinga- kassi. Leitaö til útlendinga í vaxandi mæli Bændur geta ekki keppt viö byggingar- iðnaðinn og verksmiöjurnar og því hefur landbúnaöi hnignaö. Mörg landbúnaöar- þorpanna í nánd viö Teheran eru hálf yfirgefin og frá þjóðvegunum blasa viö akrar í órækt. í raun er sjaldgæf sjón aö sjá fólk viö vinnu á ökrum, en minnkandi ræktun er bara mætt meö auknum innflutningi. Kjöt er flutt inn í stórum stíl frá Frakklandi og sama er aö segja um sykur og hveiti. I íran er hægt aö rækta hvaö sem er. En biöji maður um te á veitingahúsi, verður aö öllum líkindum komiö meö enskt te og enska þurrmjólk útí. í staö þess aö standa á eigin fótum, er í vaxandi mæli leitaö til útlendinga. Blaöamaöur Observer hitti Indverja, sem skrapp í sumarleyfinu sínu til íran, en kunni svolítiö fyrir sér í rafvirkjun og var óöar kominn á kaf í vinnu og seztur að. Hótelið, þar sem hann bjó í fyrstu sem feröamaöur, getur ekki án hans verið. „Þetta fólk getur ekkert sjálft,“ sagöi hann. „Þaö lítur niður á mig, vegna þess aö ég er Indverji. En bili rafmagnspera, veröur að kalla á mig. Og ég hef alltof miklar tekjur. En ég get ekki borið viröingu fyrir þessu fólki. Of miklir peningar hafa gert það heimskt. Þaö veit ekkert, hvaö þaö á af sér aö gera.“ Hann bendir á son hóteleigandans sem dæmi. „Strákurinn er alltaf á ferðalögum, ýmist í Evrópu eöa Ameríku. Hann kveðst vera að stúdera. En hvaö í ósköpunum? Sé hann spurður um eitthvaö, veit hann ekki neitt. Hann talar mest um kvenfólkiö, sem hann hefur komizt yfir.“ Keisarinn hefur „keypt“ aöstööu fyrir íranska námsmenn við tvo bandaríska háskóla. En bæöi þar og í Bretlandi þykja þeir lélegir námsmenn; jafnvel svo lélegir, að skólar eru í vaxandi mæli hikandi viö að taka pappíra þeirra gilda. Sumir eru góöir í stæröfræöi, en geta engan veginn notaö stærðfræöina á praktískan hátt. Bandarískur sérfræöingur, sem veriö hefur í íran um nokkurra ára skeiö, er alveg dolfallinn yfir þessu. Hann kvaöst hafa innfæddan aðstoöarmann og hefur sá tilskilin próf og alla pappíra í lagi. „En settu þennan mann á einhverja vél,“ segir sá bandaríski, „og þá er hann algerlega blankur og veit ekkert í sinn haus. En þiö ættuö aö sjá rafeindaúriö, sem hann er meö og leikur sér aö eins og barn. Samt er hann ekki heimskur og alveg sæmileg- ur í stæröfræöi. En hann getur ómögulega notfært sér hana. Ef svo færi, aö allir útlendingar hyrfu á braut á morgun, stæöu þeir uppi meö allt í steik." Sumir sjá, aö þaö er holur hljómur í framfarasöngnum. Blaöamaður Observer hitti innfæddan og dálítið svartsýnan bísnismann, sem sagöi aöeins: „Hvaöa andskotans iönbyltingu ertu aö tala um. Um daginn var ég aö skoöa verðlista yfir eitthvert dót frá Suöur Kóreu. Ekki einu sinni þennan vesæla verölista getum viö búiö til sjálfir. Ekki einu sinni heftivírinn, sem heldur honum saman. Hvaö verður uppi á teningnum eftir svo sem 25 ár, þegar olíuna þrýtur? Keisarinn ætlar aö eyða 50 milljöröum dollara í kjarnorkuver. Hver ætli eigi aö reka þau? Persar? Alveg örugglega ekki. Og hvað eigum við aö gera meö þessi kjarnorkuver? Keisarinn segir, aö þau eigi aö framleiöa raforku. Gott og vel. En hvað ætlar hann aö gera viö raforku? Hvaö verður hægt aö framleiöa hér í íran, sem heimurinn vill sjá? — Nei, ónei. Olíulaust íran veröur verra en Bangladesh. Þar kunna þeir þó aö rækta og framleiöa ofaní sig matinn. Jafnvel því höfum viö týnt niöur.“ „Stundum held ég að ekki sé hægt að sökkva dýpra“ Menningin á helzt líka að vera innflutt; þaö er aö segja: Listmenningin. í Rudaki hljómleikahúsinu er Mozart á efnisskránni og á Nýlistasafninu sjást ekki innfæddir, heldur evrópskir listamenn meö verk, sem enginn skilur og enginn nýtur. í leikhúsi er blaöamanni sagt frá áformum um aö koma á sviö óþekktu pólsku framúr- stefnuleikriti. Hversvegna? Hvaö um leikrit eftir innlenda höfunda um pers- neskt mannlíf? Óþægileg og leiöinleg spurning og leikhússtjórinn leiöir hana hjá sér og fer aö tala um Bertold Brecht. Skáld, sem verður á vegi blaöamanns segir: „Stundum held ég aö ekki sé hægt aö sökkva dýpra en viö höfum þegar gert.“ Sjálft var skáldið hætt aö skrifa; taldi það ekki hægt í þesskonar andrúms- lofti, sem ríkir í íran. Hver í ósköpunum mundi taka aö sér aö gefa út? Og hverjir mundu lesa verkiö, þegar frá væru taldir nánustu vinir? Enginn áhugi mundi vera til á öörum eins hégóma og persneskum bókmenntum. Skáldiö hélt áfram: „Þeir eru aö troða ofaní okkur þessari svokölluðu vestrænu menningu. Hér er allt ein lygi. íran er ein stór lygi. En mörgþúsund ára menningu veröur ekki sparkað út í horn eins og úr sér genginni flík. Þessi kynslóð er glötuö. En viö áttum okkur áöur en langt um líöur og komum til sjálfra okkar. Viö erum engir Arabar úr eyöimörkinni. Viö erum Aríar og Persar. Þaö má rétt vera, að Arabar hafi bæöi sigrað okkur og gefiö okkur trúarbrögöin, — en þaö vorum viö sem gerðum þau mannlegri. Á endanum hafa Persar staöiö af sér alla sigurvegara sögunnar: Alex- ander mikla, Araba, Mongóla. Viö munum standa af okkur Vestrið líka." Þegar þetta er skrifaö, brennur svo að segja jöröin undir fótum keisarans. Styttum af honum er svipt af stalli og myndum af honum og keisaradrottning- unni Fara Diba, er varpaö á bál. Sjálfur er hann bersýnilega mjög uggandi og örlar varla lengur á gamalkunnu stærilæti. i ræöum sínum lofar hann bót og betrun. Unniö veröi aö því að uppræta nafntog- aöa spillingu, réttlætiö aukiö og unniö aö því aö koma á kosningum. Ein er þó sú krafa, sem ekki stendur til aö veröa viö: Aö hann sjálfur stígi niöur af páfuglstrón- inum og láti af völdum. Kverktaka á efnahagslífinu Menn líkja klökkvanum í keisarans viö óminn af síöustu dögum Nikulásar Rússakeisara á valdastóli, ellegar Lúövíks 16. rétt fyrir daga frönsku byltingarinnar. Þegar allt er komiö í óefni, er herlögum skellt á og eftir þaö eru vopnaöir hermenn á hverju götuhorni. Óþægust af öllum eru dekurbörnin; annarsvegar sá forréttinda- hópur, sem stundar háskólanám og hinsvegar „uppmælingaaöalinn“ í olíu- hreinsunarstöövunum, sem haft hefur mun hærri laun en aörir. Samt hafa þeir gert afdrifaríkt verkfall, sem getur átt eftir aö hækka olíu- og benzínverö hér á landi sem annarsstaöar. Olíuútflutningurinn er hvorki meira né minna en 3.200.000 tunnur á dag og séö fyrir innanlandsneyzlunni aö auki. Háöust þessari olíu er Suöur-Afríka, og fær þaöan 90% af allri olíu, sem notuð er í landinu. Vestur Evrópubúar fá þaöan 13% af sinni olíu, Bandaríkin 5% og Japan 16%. Olíuútflutningur hefur nú um hríö legið niöri og verkamenn í olíuverunum eru farnir aö gera kröfur, sem þykja stórum óþægilegri en kaupkröfur: Aö pólitískir fangar veröi látnir lausir, erlent vinnuafl í olíuiönaöinum sent heim og endir bundinn á ítök bandarískra og evrópskra olíufélaga í íran. Þeir 67 þúsund verkamenn, sem vinna viö olíuhreinsunarstöövar og borholur, hafa kverkatak á þjóðarbúskapnum. Útflutn- ingur á olíu gefur í aöra hönd 20 milljaröa bandaríkjadala og án þess fjár hryndi efnahagslíf landsins. Þessvegna er líka uggur í mörgum, sem spyrja: Hvaö ætlum viö svo aö gera, þegar síöasta dropanum hefur veriö pumpaö upp? Flúnir úr landi með fjárfúlgur Uppþotin og verkföllin hafa þegar haft sín áhrif. Forsætisráðherrann í herfor- ingjastjórninni lét taka fasta 35 meiri háttar embættismenn vegna meintrar spillingar og misnotkunar á éðstöðu. Svo langt var gengiö, að nefnd var skipuð til aö fara ofan í saumana á fjárreiðum keisarans, — en annars hafa allir úr fjölskyldu keisarans komiö sér úr landi og haft meö sér fjárfúlgur. Raunar hefur fjöldi auömanna í íran gert það sama og er taliö aö fjármunir, sem samsvara þremur milljörðum bandaríkjadala hafi veriö fluttir í erlenda banka. Þrátt fyrir geysilegar launa- og kostnaðarhækkanir, er veröbólgan ekki nema 20% á ári og hefur sumstaðar sést svartara. Stundum hefur verið taliö, aö Rússar stæöu meö útþenslustefnu sína á bak viö allt umrótiö. En keisarinn hefur haldiö góöu sambandi viö Kremlverja gegnum árin; selt þeim jarögas og fengiö annaö í staðinn. Bent er á, aö Rússum væri varla akkur í að þar kæmist á einræði hersins, ellegar hægrisinnuð stjórn Múhameöstrú- armanna. Þrátt fyrir stór stökk til nútímalegra hátta, hafa trúarbrögöin komið meir og meir viö sögu og ofstækismenn hika ekki viö hermdarverk, þegar þeim finnst trúnni ógnaö. Persar aöhyllast afbrigöi af Múhameðstrú, sem kennt er við Ali, tengdason spámannsins. Vesturlandamenn í íran telja, aö veruleg hætta yröi á borgarastyrjöld og algerri ringulreiö, færi svo að keisarinn segöi af sér. Samt telja menn aö svo geti farið, aö hann stígi hiöur af tróninum. Hann er maður sterkra hughrifa og gæti ef til vill gefiö allt frá sér í stundar örvæntingu. Á andliti hans sjást greinileg merki um þreytu og streitu og þeir sem til þekkja, telja aö þaö sé í rauninni reiði, sem heldur honum gangandi; reiöi yfir brotthlaupi gamalla vina og stuðnings- manna undan merkjum. Eins og allt er í pottinn búiö, mundi afsögn hans kannski ekki léysa svo mörg vandamál. Lýöræðis- hefö er engin til í landinu og trúlega yröi það gerræöi í annarri mynd, sem kæmi í staðinn — og ef til vill verri haröstjórn. Gísli Sigurðsson tók saman. Byggt á Observer, Time, Newsweek og Spiegel.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.