Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1978, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1978, Blaðsíða 12
I I I ► I t I t I I I I I ! I' I Vmmá ’SSmmÁ Veigamest aövera eldsnöggur Keppnisípróttir, sem hægt er að stunda af fullum krafti fram eftír ævinni eru ekki ýkja margar. Fertugir og jafnvel fimmtugir menn keppa á skíðum, í golfi og badminton. En bað er sameiginlegt öllum pessum greinum, að meistaratitl- ana hreppa peir, sem eru um og innan við tvítugt og hafa iðkað ípróttina frá barnsaldri. Íslandsmeístarinn í badminton heitir Jóhann Kjartansson og er hann 19 ára Garðbæingur, en stundar nám í Flens- borgarskóla í Hafnarfirði og veröur væntanlega stúdent í vor. Hann er búinn að leika badminton frá 8 ára aldri og á pví að baki 11 ára ferii í ípróttinni. „Ég fékk aldrei fótboltadelluna,“ sagði Jóhann: „En ég fór að gutla viö badminton 8 ára og um 10 ára aldur fór ég aö æfa af krafti, þrisvar í viku, og þá um leiö aö keppa í yngsta flokknum. Markmiöiö var aö veröa betri og síöar meir aö vinna á íslandsmóti. Og nú hefur því marki verið náö. Á bak viö þaö er aö sjálfsögöu mikil vinna viö æfingar. Á sumrin hlaupum viö úti tvisvar í viku til aö styrkja úthaldiö; hlaupum þá bæöi spretti og lengri hlaup. Oft hleyp ég einsamall og allt uppí klukkutíma samfleytt. Inniæfingar byrja frá og meö septem- ber. Þá æfi ég á hverjum degi, eöa öllu heldur: Spila badminton á hverjum degi. Snerpan skiptir mestu máli, en úthaldiö má heldur ekki bresta. Nú oröiö er samkeppnin svo hörð, aö útilokaö er aö komast á toppinn nema æfa á hverjum degi. Og allir sem teljast í fremstu röö, æfa aö minnsta kosti 5—6 sinnum í viku. En fleira er gagnlegt en aö æfa og spila. Til dæmis lærir maöur alltaf eitthvað af því að sjá góöa, erlenda spilara og svo eru til kennslukvikmyndir, sem hægt er aö hafa gagn af.“ Jóhann segir, að Danir séu núna Þjóða beztir í badminton; peir eigi bæði heimsmeistara í einliðaleik karia og kvenna. Indónesar hafa einnig getið sér gott orö og Kínverjar eru haröir í horn aö taka, pótt peir hafi ekki lagt fyrir sig aö sækjast eftir heimsmeistaratitlum. Jóhann: „Kínverjar eru svo snöggir, aö þeir taka aldrei bakhönd. Þeir eru þaö litlir og komast alltaf aftur fyrir boltann. Bakhöndin er ekki gott sóknarhögg og frekar notuð í varnarspili. Yfirleitt þykir mér skemmtilegra aö leika einliðaleik en tvíliöa- og tvenndarleik. Þá stendur maöur og fellur með eigin getu og það kann ég betur við. Og badminton er erfið íþrótt og kannski of erfið fyrir þá, sem eru af léttasta skeiöi. Þaö getur komið. út á manni svitanum að spila við sér jafnan mann. Það getur oröiö hálftíma til þriggja kortera törn og þaö á fullu, nema rétt á meðan skipt er. Badminton er samt andleg íþrótt aö því leyti, aö þar þarf mikla einbeitingu og eins geta áhorfendur truflaö mann. Sumir þeirra eru meö klapp og hávaöa og klappa jafnvel fyrir klaufaskap eins og þegar maöur missir boltann í netið. Þaö getur sett mann úr jafnvægi. Á þesskonar truflunum ber mest í úrslitaleikjum. Annars eru menn ekki að taka hver annan á taugum; aö minnsta kosti ekki vísvitandi, og einu brögðin, sem menn beita þegar illa gengur, er aö skipta um bolta. Þá lýsir leikmaður sig óánægöan með boltann og aö vissu marki er alltaf hægt aö skipta um, en dómari getur að vísu tekið í taumana ef þetta gengur aö hans mati og langt. En sé þessu beitt gegn andstæðingi, sem er í ákafri sókn, getur þaö slegiö hann útaf laginu og stöövaö sóknina. Annars er svo sem ekkert hægt aö gera í badminton til þess, að hafa áhrif á andstæðingin, annað en þaö sem felst í sjálfum leiknum.“ Oft er um pað rætt, aö ípróttamenn séu á villigötum, pegar æfingin og iðkunin snýst öll um keppni. Að sjálfsögðu er hægt aö leika badmin- ton með heilsubótarsjónarmiöið eitt í huga, en reyndin vill verða sú, að fljótt lendir í keppni, pegar menn koma saman til að spila badminton, — og jafnt hjá peim sem aldrei taka pátt í kappmótum. Nákvæmlega pað sama á sér stað í golfi, sem margir iöka sér til hressingar og ekki síst vegna útiverunnar. Einhverskonar keppnisform milli peirra sem leika saman, gerir leikinn jafnan skemmti- legri. En paö er geysilega mismun- andi, hvað menn eru harðir keppnis- menn eins og sagt er. Sumir eru pannig gerðir, að peir tvíeflast í keppni og hafa hreinlega ekki ánægju af ípróttinni ööruvísi en í harðri keppni. Jóhann: „Ég verö að játa, að ég hef mjög gaman af keppni og þykir hún þeim mun skemmtilegri sem hún er haröari og magnast þá allur. Mér þykir ólíkt meira gaman að spila badminton í keppni á æfingum. En haröri keppni fylgir spenna og ég er að sjálfsögðu spenntur fyrir keppni, en ekki taugaóstyrkur. Þaö er bara þessi nauðsynlega spenna, sem gerir það aö verkum aö maöur leikur betur. Þegar ég var yngri var ég ennþá spenntari og gat þá ekki alltaf sofiö vel fyrir keppni og vaknaöi fyrir allar aldir á morgnana útaf einhverjum fiöringi. En þaö kemur ekki fyrir lengur; ég bæöi sef og boröa vel fyrir keppni og jafnvel fyrir íslandsmót. Fyrir keppni hefur maður annars ekki annan undirbúning en að htaupa og liöka sig stundarkorn og taka nokkrar teygjuæf- ingar. Það tekur kannski hálftíma." Við ræddum um mikilvægi pess að velja sér íprótt, sem hægt er að iðka sér til gagns og ánægju frameftir ævinni, enda pótt getan sé ekki lengur í hámarki. Þetta er til staðar í skíðaípróttinni, í badminton, golfi og að sjálfsögðu í sundi. Aftur á móti er svo að sjá, að afreksmenn okkar i frjálsum ípróttum hætti alveg og oft á bezta aldri. Þar hefur Valbjörn Þorláksson verið eftirminnileg und- antekning. Sama er að segja um flesta pá, sem náð hafa góöum árangri í knattspyrnu og handbolta; á miðjum aldri eru peír alveg hættir og reyndar oft töluvert fyrr. Jóhann: Badmintonmeistari getur hald- ið sér á toppnum til þrítugs, en tæknilega ætti hann að vera beztur um 28 ára aldur. En meginreglan er þó sú, að hann verður aö æfa því meira sem hann eldist. Ég er 19 ára núna, svo maður ætti að geta haldiö eitthvað áfram. Alltaf kemur maður manns í staö og ekki kæmi mér til hugar að hætta, þótt aðrir yrðu betri. Næst á undan mér var Sigurður Haraldsson íslandsmeistari, Haraldur Kornelíusson þar á undan og síðan Óskar Guömunds- son. Þeir sem veriö hafa í fremstu röð á undanförnum árum, hafa allir haldið afram að æfa. í Tennis- og badmintonfélaginu eins og það heitir, er ágætt félagslíf og ólíkt betri aðstaða síðan við fengum nýja húsið. í því eru 5 badmintonvellir, sem fullnýttir eru frá kl. 4 síðdegis til kl. 11 á kvöldin. Og þar er ekkert stundað annað en að leika badminton. En auk þess erum viö meö skemmtanir og þaö er farið í feröir; þetta er ágætur félagsskapur. Aukning á félagatölu hefur oröið geysimikil, einkum eftir að húsiö kom til skjalanna." Er betra að vera stór og sterkur, eða lítill og snöggur, eða er kannski allra bezt að vera bæði stór og snöggur? Við ræddum lítið eitt um pað og breytilega taktik eðá leikað- ferð, sem leikmaöur telur að vænleg- ast sé til árangurs. Jóhann: „Þaö fer eftir andstæðingnum, hvaöa taktik maöur velur. Maöur hefur kannski tekið eftir, aö einn á erfitt meö aö varast þaö, þegar „smassaö" er, — og þá er látlaust „smassaö" á hann. Öðrum gengur illa aö taka á móti flötum bolta og þá er aö notfæra sér þaö. Líkamsstærð ein út af fyrir sig er ekki kostur; í það minnsta ekki í einliðaleik, nema aö því leyti, aö stór maöur seilist lengra. Hitt er miklu veigameiri kostur aö vera eldsnöggur. Sumir stórmeistarar eins og Svend Pri, eru svo snöggir að „smassa", aö boltinn eyðileggst við höggið og þá er útilokaö að koma nokkrum vörnum við. Svend Pri er samt ekki sá meðal þeirra stóru, sem ég held mest uppá, — heldur er þaö Indónesi, sem heitir Ljem Swie King. Og Svíanum Thomas Khilström hef ég miklar mætur á. Indónesinn King leikur bara einliöaleik; hann er búinn að vera í alfremstu röö um tveggja ára skeið. Ég hef séö þessa beztu á mótum erlendis. Þeir eru langt á undan okkur hvað getu áhrærir, en líklega erum við ört aö draga á og komnir uppað hliöinni á Norðmönnum og Finnum til daemis. En Svíar og Danir eru í sérflokki. Ég hef tekið þátt í einu alþjóðlegu móti. Það var fyrsta heimsmeistarakeppnin í badminton, sem haldin var í Svíþjóö fyrir tveimur árum. Allt var það nú öðrúvísi en aö keppa á mótum hérna heima og töluvert viðbótar álag aö koma fram sem fulltrúi þjóöar. En mér þótti þaö skemmti- legt aungvu aö síður og eins aö sjá til þeirra beztu. Framundan er sitt af hverju, sem ástæöa er til aö búa sig vel undir, t.d. Norðurlandamót í Finnlandi og svæöa- keppni í Austurríki í byrjun næsta árs. Svo þaö er deginum Ijósara, aö nóg er framundan, sem skemmtilegt verður aö takast á við. komast á hærra plan og færum aö hlusta á erindi Sigvalda Hjálmars- sonar „Að vera sólskin" í Guöspeki- félagshúsinu. Það gerðum við og urðum sannarlega ekki fyrir von- brigðum. Sigvaldi er alveg skínandi fyrirlesari og efnið var mjög áhuga- vert, en e.t.v. ekki við hæfi annarra en þeirra, sem ofurlítið hafa sett sig inn í fræði þau, sem fjallað var um. En parna fengum við hressandi og endurlífgandi andlegt bað eftir lágkúruna frá kvöldinu áður. Mánuöum saman er heil hörmung aö líta yfir bíóauglýsingar dagblað- Skamm- degisnöldur Mikið iifandis ósköp getur maður stundum veríð preyttur á fjasinu í dagblöðunum. Þama stritast maöur við að lesa sem mest af peim til pess að „fylgjast með“ og gerir pað svo sem, mikil ósköp. En óskaplega fer nú mikill pappír og prentsverta í þref og fjas um harla lítið spennandi mál að margra mati. Allt of fáir kunna listina að vera stuttorðir og mark- vissir í framsetningu. Skyldu ekki vera fleiri en ég, sem eru preyttir á pessu sífellda tali um launa- og efnahagsmál, sem hefur tröllriðið pjóðinni pessa mánuðina? Ég viðurkenni fúslega, að ég er alls ekki samkvæmishæf, vegna pess að ég get ekki af nokkru viti tekið Þátt í umræöum um launaflokka og undir- launaflokka, skattamál og efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar, jafnvel pó að ég fylgist með dagblöðunum. En ég er nú bara einföld sál sem tilheyri engum launaflokki, sem sagt alveg úti að aka í veruleika lífsbaráttunnar að margra mati. Er paö pá nokkur furöa, pó að stundum langi mann til aö létta sér upp frá pessum gráa hversdagsleika og leita á vit menningar höfuðborg- arinnar? Fimmtudagskvöldiö 12. okt. sl. brugöum við hjónin okkur á Kjar- valsstaði til að hlusta á bókmennta- kynningu Máls og menningar, vel minnug ákaflega skemmtilegrar bókmenntakynningar sama útgáfu- félags í Norræna húsinu fyrir tæpu ári, par sem Þorgeir Þorgeirsson las upp úr prýðilegri pýðingu sinni á hinni yndislegu bók Williams Heime- sens „Turninn á heímsenda". Nú ætlaði félagið aö kynna unga, íslenzka höfunda, þar á meðal verðlaunahöfund, en peir voru Ólafur Haukur Símonarson, Böðvar Guð- mundsson, Guölaugur Arason og Úlfar Pormóðsson. Þaö skal strax tekið fram, aö smásagan, sem Böðvar las, bar algjörlega af öllu, sem parna kom fram, en hitt var í fám orðum sagt á afskaplega lágu plani. Það setur að mér hálfgerðan hroll, pegar ég hugsa til pess eftir á, að parna í pessu menningarhúsi skyldi sitja líklega hátt í hundrað manns, (par af margir, sem telja sig ótvírætt skærustu menningarvita pjóðarinnar) og veltast um af hlátri yfir náttúrulausu hálfklámi. Næsta kvöld fór ég fram á þaö viö bónda minn, að við reyndum nú að premur heimsfrægum kvikmyndum samtímis: Saturday Night Fever, Star Wars og Close encounters ... Þá fyrstnefndu lét ég eiga sig, en varð fyrir töluverðum vonbrigðum með hinar, pó var sú síðastnefnda skárri. Nei, peim sem gerðu pessar myndir um aldeilis frábært við- fangesefni, tókst ekki aö hefja sig upp af sínu lága jarðneska plani prátt fyrir alla tæknina og komust ekki með tærnar, pangaö sem Helgi Péturss hafði hælana í lýsingu sinni á lífinu á öörum hnöttum, sem hann skrifaði fyrir hálfri öld. Að loknu pessu skammdegisnöldri er skylt að geta að einhverju pess, sem gott er gert í menningar- og listalífi höfuðborgarinnar og nefni ég prjár ágætar myndlistarsýningar, sem hér voru í haust: Stórskemmti- lega sýningu á snilldarhandbragði Dalis á Kjarvalsstöðum, prýöiega vefnaðarsýningu Sigríðar Ólafsdótt- ur Candi í FÍM-salnum, par sem mikil fjölbreytni í tækni og fyrirmyndar- vandvirkni réðu ríkjum og síðast en ekki sízt alveg dásamlega yfirlits- sýningu á verkum Snorra Arinbjarn- ar í Listasafni ríkisins. Sú síðast- nefnda er stórviöburður í list hér í borg og mun lengi lifa í huga mínum eins og fallegur draumur. Því miöur hef ég ekki komið í verk að fara á tónleika eða í leikhús ennpá á pessu hausti, en ég hlakka til að sjá leikrit peirra Jökuls og Jónasar Árnasonar og tryllinn í Iðnó og hlusta á Pólýfónkórinn flytja Jólaóratóríu Bachs. Anna María Þórisdóttir. Gísli Sigurðsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.