Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1978, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1978, Blaðsíða 15
Vr hngtkoti Vfoody Jkllen * HVALUKIUN. EPA HVEf? ÆTTI SMO S£M A9 swm Skáld-Rósa Framhald af bls. 2 einnig aö Ketilsstööum Guömundur, faöir Rósu, sem geröist ráösmaöur Páls, Jón bróðir hennar, þá 17 vetra, og Ólafur Ásmundsson frá Halldórsstööum í Laxár- dal (f. 14. desember 1791, d. 2. júlí 1843). Ætla má, aö þau Ólafur og Rósa hafi fellt hugi saman því aö 4. nóvember 1817 gengu þau í hjónaband. Svaramenn voru Guömundur, faöir Rósu, og Páll Melsted. Vorið 1818 fluttust þau Ólafur og Rósa frá Ketilsstöðum aö Haukagili í Vatnsdal. Þar fæddist Pálína, dóttir þeirra, 1. ágúst 1818. Ef framanskráöur söguþráöur er athug- aður af gaumgæfni, er vandséö, aö framferði Páls Melsteds sé eins ámælis- vert og þjóösögnin hermir og fram kemur í grein Jóns Ólafssonar. En hverfum frá því. Eins og fyrr segir fluttust þau Ólafur og Rósa frá Ketilsstöðum aö Haukagili í Vatnsdal. Má sennilega rekja þann flutning til þess, að Sigríður, systir Rósu, og Ólafur Jónsson, maður Sigríöar, bjuggu þá á Leysingjastöðum í Þingeyrar- sókn, en sagt er í prestþjónustubók Vallaness, aö þau fari þangaö. Á Haukagili var Ólafur vinnumaður, en Rósa húskona. Þar fæöist Pálína, dóttir þeirra, 1. ágúst 1818 og Guörún 30. júlí 1819. Hins vegar er Sigríður fædd í Saurbæ í Vatnsdal 22. desember 1822 og þar deyr Guðmundur, faðir Rósu, 17. júlí 1821. Áriö 1823 fóru þau Ólafur og Rósa að Lækjarmóti og voru þar í eitt ár. Þá var Natan þar í húsmennsku. Þar fæddist Rósandt Berthold 22. mars 1824. Það vor fara þau að Vatnsenda. Þar er Þóranna Rósa fædd, 30. maí 1825 og Súsanna 7. júlí 1826. Hún dó 21. ágúst sama ár. í sögu Natans Ketilssonar og Skáld- Rósu er látið aö því liggja, aö Natan hafi verið faðir Rósant Bertholds og Þórönnu Rósu. Er hann einnig talinn faðir þeirra í íslenskum æviskrám. í Annál nítjándu aldar (II. bindi, bls. 403—404) er sagt, að Natan hafi verið eignað eitt barniö: Rósant Berthold, og skrifaöur faöir síöasta barnsins, Súsönnu. Er því Ijóst, aö allt er þetta á huldu, nema meö Súsönnu, en í kirkjubók Vesturhólakirkju stendur, aö foreldrar hennar séu: Natan Ketilsson búandi á lllugastööum á Vatnsnesi, ógiftur, og Rósa Guömundsdóttir gift kona á Vatnsenda. í grein Guðbrands Jónssonar, Dauöi Natans Ketilssonar í Blöndu (VI. bindi) er frá því skýrt (bls. 15), aö 26. janúar 1827 hafi Blöndal sýslumaður haldiö próf yfir Rósu og Ólafi út af fæðingu Súsönnu. Hafi sú rekistefna verið fulldyggöugum sókn- arpresti aö kenna. Var Rósa spurð, hvort hún kannaðist við hjúskaparbrotiö „og játar hún því, eins og bæði hún og maður hennar segja þetta hennar fyrsta hór- dómsbrot". Maður hennar segir, að hann „hafi fyrirgefið henni brotið og áformi framvegis aö framhalda hjónabandssam- búö með henni“. Og Guðbrandur bætir viö: Þessi framburður veröur hvorki hrakinn né rengdur enda er Rósa, eins og hún var skapi farin, ekki líkleg til að þræta fyrir þetta, ef satt væri. Þess skal getið, aö Rósa bjó meö Ólafi á Vatnsenda til 1831. Hún kom þó aftur þangað 1833 og var þar eitt ár í húsmennsku, en 1834 yfirgefur hún Vatnsenda að fullu og öllu. Skilnaðarleyfi Ólafs og Rósu var þó ekki útgefið fyrr en 27. maí 1837, skömmu áöur en hann kvongaðist öðru sinni. , Eftir að Rósa fór frá Vatnsenda, var hún um skeiö bústýra Jóns Jónssonar, fyrst á Jörfa og síðar í Gottorp. Áriö 1839 fluttist Rósa ásamt Gísla Gíslasyni prests í Vesturhópshólum, Gíslasonar til Ólafsvík- ur á Snæfellsnesi. Þar fengu þau þurrabúð til íbúðar, er Markúsarbúð hét. Giftust þau þar 22. nóvember 1840. Árið 1848 flytjast þau Rósa og Gísli til Hafnarfjarðar. Síðast voru þau til húsa í Óseyrarkoti, tómthúskoti í túni Óseyrar. Rósa andaöist 28. september 1855, aö Efra-Núpi í Miöfiröi, annexíu frá Staöar- bakka. Var hún þar gestkomandi á heimleiö úr kaupavinnu. Hlaut hún legstaö í kirkjugarði Efra-Núps. Lauk þar viðburð- arríkri ævi þessarar hugstæðu, þjóð- kunnu skáldkonu. í nóv. ’78. Baldur Steíngrímsson. *) Athygli skal vakin á því, aö fólkstal í Vallanesskirkjusókn fór ekki fram fyrr en fyrsta sunnudag í aðventu 1817, eöa ári síðar en í flestum öðrum kirkjusóknum. Heimildir: Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi: Saga Natans Ketilssonar og Skóld-Rósu, Rvík 1912. Jóhann Kristjánsson: Óöinn, VIII. órg., 9. tbi., bls. 66—67. Agnar Kl. Jónsson: Lögfræöingatal, Rvík 1963. Guöbrandur Jónsson: Blanda, VI. bindi. Guórún P. Helgadóttir: Skáldkonur fyrri alda II, 1963. íslenskra æviskrór IV. bindi, bls. 176. Annáll nítjándu aldar; II. bindi, bls. 403—404. SVEAB0RG Framhald af bls.8 upprunalega finnska nafn Viapori notaö, — en svo kom sænska nafnið Sveaborg fram í munni finnskrar alþýðu. Þaö er skemmtileg tilviljum, eöa máski forlög, að upphafsmaður Sveaborg, Augustin Ehrensvard, var ágætur teiknari og mikill áhugamaður um listir, og það var einmitt á Sveaborg í hans tíð, að fyrsti vísir aö listamiöstöö komt á laggirnar í Finnlandi. Þar var að sjálfsögöu „primus motor" — Augustin Ehrensvárd. íslend- ingar munu kynnast teikningum hans á sýningu í Reykjavík á næsta ári ásamt rissum Stig Claesson. Verður þá tækifæri til aö rekja nánar feril þessa mikilhæfa manns. Það lá vel við að gera Sveaborg að listamiðstöð — eyjarnar eru mjög fagrar, og þar er margt aö sjá og skoöa, er tengist finnskri sögu. Fullyrt hefur verið við mig, að ekki hafi skoti verið hleypt af gömlu fallbyssunum í hernaðarlegum tilgangi, — ég á nú bágt meö aö trúa því en máski var hór átt viö tímann frá því aö finnar tóku viö virkinu. Hvaö sem rétt mun vera í þessu, þá er það vel, er hernaðarmannvirki eru virkjuð í upp- byggjandi menningarlegum tilgangi — og mættu menn í austri og vestri leggja sem flestar herstöðvar niöur í svipuöu auga- miði. — Þaö spillir ekki, aö til Sveaborg-eyj- anna veröur eingöngu komizt sjóleiöis, og er þaö mjög skemmtileg 15 mínútna ferö með ferju, sem tengist umferðakerfi Kelsingforsborgar, þannig aö sporvagna- og almenningsvagnamiöar gilda einnig á ferjunni og öfugt. Myndir þær, er fylgja greininni, eru allar teknar á útisýningunni hinn 9. september s.l., en þaö var lokunardagur sýninganna tveggja. Þótti útisýningin ekki sérlega tilkomumikil — deila mátti um uppsetn- ingu hennar og val mynda þótt ágæt verk væru innan um, en hér verður aö taka tillit til þess, aö um frumraun var aö ræöa. Ég saknaði Sigurjóns Ólafssonar í þessum hópi, en hann mun hafa hætt viö þátttöku meö stuttum fyrirvara og sá, er í skarðið hljóp, féll ekki alls kostar inn í heildar- myndina með verkum sínum. Má að nokkru um kenna stuttum umþóttunar- tíma. Riss Stig Claessen báru þaö meö sér aö vera gerö í miklum flýti, hins vegar voru myndir Augustin Ehrensvárd (teikn- ingar) hinar athyglisveröustu. Dagurinn, sem ég eyddi á Sveaborg, var íðilfagur síðsumardagur — hópurinn, er varð samferða út á eyjarnar, skoðaði umhverfið mjög vel og gaumgæfilega, — næsta svo vel, aö undirritaður haföi suma grunaöa um aö vera að svipast um eftir ketti nokkrum. Á trjástofni einum höföum við nefnilega rekist á áberandi og mjög nákvæma lýsingu á ketti, er hafði orðið viöskila viö eigendur sína, og var heilum 500 finnskum mörkum heitið skilvísum finnanda!... Bragi Ásgeirsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.