Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1979, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1979, Blaðsíða 2
Ár barnsins er ár foreldra og annarra „yfirvalda". Ár barnsins er ár allra fulloröinna. Allt, sem snertir börn, kemur okkur einnig við, hinum fullorönu. Gleöi þeirra er gleöi okkar, sorg þeirra, sorg okkar, sigur þeirra, okkar sigur og ósigur þeirra, okkar tap. Ekki var þaö þó ætlun mín að ræöa um ár barnsins, heldur aöeins aö spjalla um, hvaöa áhrif samspil og samleikur hjóna, foreldra og forráða- manna, hefur mikiö gildi fyrir heilla- vænlegt uppeldi barnanna, að öll framkoma hinna fullorðnu, einlægni, alúö og gagnkvæmt traust þeirra aöila, sem umgangast börnin hvaö mest, hafa mótandi áhrif á þau. En jafnframt hitt, og ekki síöur, að á öllum tímum hafa „vandamál hjóna“, „erfiöleikar í sambúö“, „trúnaöarrof“ o.s.frv. þekkst meðal mannanna barna. Og þau hjón eöa þeir foreldrar, sem segjast „aldrei“ eiga viö nein vanda- mál aö stríöa, hljóta aö lifa í „æöra heimi“, sem er lítt þekktur hér á jörð. Ég haföi hugsað mér aö grípa aðeins niöur á fyrstu blaösíöum Njálssögu og athuga, hvort viö finnum nokkur „sambúöarvandamál“ á þeim tíma, sem gæti líkst því, sem gerist gjarna á okkar dögum, eöa sem viö þekkjum persónulega, kannski af eigin raun. Hrútur kvænist Hrútur kemur heim frá Noregi og kvænist Unni, dóttur Marðar gígju. bau halda heim til Vestfjarða og „Hrútr fekk henni öll ráö í heldr fyrir innan stokk, og líkað þat öllum vel. En © HJONA- eftir Þóri S. Guö- bergsson fátt var meö þeim Hrúti um samfarar, ok ferr svá fram allt til várs.“ Um sumariö ríöur Unnur meö Hrúti til Þings og þaö fyrsta, sem Unnur gerir, er aö ganga til búöar fööur síns. Hún segir fátt, en faðir hennar tekur eftir framkomu hennar og látbragöi, hann þekkir dóttur sína og orölaus tjáning hennar segir honum sína sögu. Hann sér, aö henni er skapþungt, en fagnar henni vel og spyr um leið, hvaö henni búi í skapi, því aö hann heföi fyrr séö hana meö betra bragöi. „Hon tók at gráta ok svaraði engu.“ Þaö er fremur einfalt aö setja sig í spor Marðar. Hann finnur til meö dóttur sinni, hann ann henni og óskar henni alls góös eins og allir foreldrar gera í rauninni. Hann vill vita, hvaö er Vandamál Hrúts og Unnar aö, og grátur hennar styrkir grun hans um, aö hún eigi í erfiðleikum. Hann er því ákveöinn í aö ganga hreint til verks, og sjá hversu langt hann kemst meö að hjálpa dóttur sinni meöan hún staldrar viö á þingi. Hann spyr hana, hvernig henni líki vestra og hvers vegna hún ríöi til þings, ef hún vill samt sem áður ekki treysta honum fyrir vandamálum sínum. „Hon svaraöi: „Gefa munda ek til alla eigu mína, at ek heföa þar aldri komit.“ Nú fannst Meröi hann vera „kominn á sporiö". Margt manna var á þingi, sem þekkti til hjá Hrúti og Unni, og auðvelt aö ná tali af þeim. Fyrst talar hann lengi við þá bræöur Höskuld og Hrút, „ok fór tal þeira vel“. Hann fór engar krókaleiöir, hann spuröist ekki fyrst fyrir um „gróusögur" eöa álit annarra. Hrútur var sá, sem stóö Unni næst, og þess vegna nauðsynlegt aö ná tali hans sem fyrst og heyra álit hans og skoðanir. Því næst gengur hann til nágranna þeirra og heima- manna og alls staöar fær hann sömu fréttir: enginn sér neitt athugavert viö samspil þeirra hjóna. Þaö virðist gott, aö minnsta kosti á yfirboröinu. Aö vel athuguðu máli, og þar sem Unnur segir fööur sínum ekki meira um þeirra hagi, kemst Möröur aö þessari niöurstööu: „Heim skalt þú fara ok una vel viö ráö þitt, því at honum ganga öll vitni betr en þér.“ Hjón geta átt viö margs konar vandamál að stríöa. Stundum er þaö: „Við hjónin erum alltaf aö rífast.“ Stöku sinnum: „Við hjónin getum aldrei talast viö. Viö þegjum bara og hugsurn". Eöa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.