Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1979, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1979, Blaðsíða 4
Jónas Jónsson frá Hriflu harðasti andstœðingur fornritaútgáfu Ualldórs Laxness. vNú á með föstu skipulagi að draga Islendingasögurnar niður í svaðið. Það eru rithöfundar kommúnista, sem standa að þessu ólánsverki og útgef- andi þeirra, smjörlíkissali í Reykja- vík, stendur fyrir framkvæmdinni“. Árni Jónsson frá Múla þingmaður Norðmýlinga og ákafur andstœðingur nútímastafsetningar á fornritum. „Þýðing Halldórs Kiljans getur... ekki átt erindi nema til algerra glópa, manna sem engu skipt- ir hvort læsir kallast, eða eru með öllu óstautandi. Það er óneitanlega frum- legt að fara að skrifa bækur handa slíkum lýð“. Bjarni Bjarnason skólastjóri i Laugarvatni. þingmaður Árnesinga og harður „Jónasarmaður" (hverju máli. „Þessir menn vinna nú aðeins á fyrsta stigi þess skemmdarverks að telja ungu fólki trú um, að það eigi ekki að Iesa fornmálið, heidur þær bækur, sem birtar eru með þeirri stafsetn- ingu, sem lögboðin er á hverjum tíma“. Kristinn E. Andrésson ritstjóri Tímarits Máls og menningar og áhrifamikill menningarviti, lét málið til sín taka. ....halda þingmönnum í taúgaæsingi og hræðsluástandi í tvo mánuði, til Íiess eins að samþykkja iög um það, að slendingar einir allra þjóða megi ekki gefa út forna dýrgripi bók- mennta sinna eins og frjálsir menn...“ ..SKRÍLCTGÁFA” á Laxdælu Um moldviðrið á Alþingi 194-1 útaf fomritaútgáfu Halldórs Laxness. Eftir Harald Guðnason Fyrri hluti „HATIRSUTGAFÁ’ á Njáln Áriö 1941 geisaði heimsstríö og mikil spenna var í mannlífinu. Þá vildi svo vel til, aö íslendingar fengu óvænt tækifæri til þess aö fara í stafsetningarstríð eitt af mörgum. Eru þeir þjóöa frægastir fyrir þann hernað. Frétt í Vísi 9. október 1941 tendraöi baráttuhug í þjóðhollum íslendingum. ( þeirri frétt segir, aö í ráöi sé aö gefa út íslendingasögur í nýrri útgáfu, málið fært í nútímabúning og ættartölum sleppt: „Hefst þessi útgáfa á Laxdælu, og er hún umskrifuð af Halldóri Kiljan Laxness, en prýdd myndum eftir Gunnlaug Scheving listmálara. Mun mörgum hér finnast vera ráðist í nýstárlegt — en e.t.v. nokkuð djarft — fyrirtæki, einkum þeim, sem ekki geta sætt sig við, að hróflað sé við gömlum verðmætum.“ Jónas Jónsson frá Hriflu blés í herlúður Tímamanna. Hann skrifaði ritstjórnar- grein um málið í Tímann 11. okt. og segir þar m.a.: „Alveg nýverið kom tilkynning í einu af dagblöðum bæjarins um, aö nú ætti, með föstu skipuiagi, aö draga íslend- ingasögurnar niður í svaðið. Það eru ríthöfundar kommúnista, sem standa að pessu ólánsverki, og útgefandi peírra, smjörlíkissali í Reykjavík, stendur fyrir framkvæmdinni. Halldór Laxness á að koma Laxdælu í forina, en síðar á að gera öðrum perlum fornbókmenntanna svipuð skil. Tilgangurinn mun vera sá að afbaka allar fornbókmenntirnar á penn- an hátt.“ Grein Jónasar heitir Fornbókmenntirn- ar í svaðið. Síöan segir hann: „Væntanlega sér Alþingi þaö, sem nú kemur saman, sóma sinn í pví að verja fornbókmenntir þjóðarinnar, með pví að gera það aö skilyrði, aö stór fjármunaleg viðurlög, EF EKKI ÞRÆLKUNARVINNA (leturbr. H.G.), liggi við því að gefa út fornrit þjóðarinnar, nema með heimild stjórnarráðsins". Þá greip annar vígfimur maður vopn af þili, Árni Jónsson frá Múla skrifaði langa grein í Vísi 13. okt.: „Á að verðfella íslenska tungu?“ Árni segir, að Halldór Kiljan hafi oft reynt að ganga fram af mönnum með uppátækjum sínum. Nú hafi honum tekist það. „Þýðing Halldórs Kiljans getur... ekki átt erindi nema til algerra glópa, manna, sem engu skiptir hvort læsir kallast, eða eru með öllu óstautandi. Það er óneitanlega frumlegt að fara aö skrifa bækur handa slíkum lýð.“ Árni segir í lok greinarinnar, að fornbókmenntirnar séu sá gullforði sem alltaf megi leita í, þegar hætta sé á gengisfalli. Síðan segir Árni: „Ef við köstum frá okkur gullforðanum og förum að veröfella tunguna, veröur þess skammt að bíða, að engin íslenska sé til. Tungan hrynur eins og gjaldeyrir öreiga þjóðar. Eftir nokkur ár kemur nýr Kiljan, sem ræöst í að snúa „Laxness- inu“ á enn ógöfugra mál...“ Var nú skammt stórra högga á milli. Næsta dag, 14. október, kastaöi Laxness „bombunni“. Svolátandi yfirlýsing kom í Vísi þann dag: „Ég hefi tekiö að mér að gefa út Laxdæla sögu, færða til hinnar svoköll- uðu stjórnarráðsstafsetningar, peirrar stafsetningar, sem nú er lögfest í landinu. — Að því fráskyldu, að upp verður tekin hin fyrirskipaöa stafsetning stjórnarráösins, kemur vitanlega ekki til mála, að oröfæri textans, stíl eða máli verði í nokkru breytt í útgáfu minni á Laxdæiasögu. Reykjavík, 14. okt. 1941. Halldór Kiljan Laxness." Arnór Sigurjónsson svaraði greinum Árna frá Múla og Jónasar frá Hriflu í Vísi 17. okt. 1941. Þá ritaði hann aðra grein um Laxdælumáliö í Þjóðólf mánuði síðar. Arnór segir í Vísi, að Jónas og Árni séu einna pennafærastir íslenskra blaða- manna. En oft sé eins og örvar þeirra mætist á miðju flugi og falli til jarðar. Jónas vonar aö Alþingi „verji fornbók- menntirnar", setji „fjármunaleg viðurlög, ef ekki þrælkunarvinnu" gegn því að gefa út fornrit, nema með leyfi stjórnarráös. En þeir félagar höfðu, er hér var komið, ekki séð „þýðingu" Halldórs á Laxdælu. „Dómar þeirra eru því fordómar í orösins bókstaflegu merkingu", skrifar Arnór. Orð Jónasar sé vart hægt að taka í alvöru. Grein Árna sé hinsvegar góð hugvekja um íslenskt mál, og því rétt að ræða málið nánar við hann. — Arnór lýsir því vígi á hendur sér, að hafa gerst hvatamaður þess, að Laxness vann þetta umdeilda verk. Hann segir svo frá: „Við Ragnar Jónsson ræddum eitt sinn um það í fyrra, hvílík hætta tungu okkar og þjóöerni stafaði af þeirri flóðbylgju erlendra áhrifa, sem fór yffir land okkar... Allt þetta leiddi til þess að ég varpaði fram þeirri tillögu við Ragnar, að hann gerðí tilraun til aö gefa út eina eða tvær Islendingasagnanna meö þeirri stafsetningu, sem nú er lögboðin í öllum skólum landsins en aö öðru leyti eftir texta fornritaútgáfunnar, og fæli Hall- dóri Kiljan Laxness að sjá um þessa útgáfu." Nú hafi Halldór búið Laxdælu undir prentun á þennan hátt, „og ég hef handritið undir höndum.“ Hann hafi hvergi breytt málfari, aðeins stafsetningu. Arnór birtir kafla úr Laxdælu og „þýð- ingu“ Halldórs þessu til sönnunar. Um rithöfundarhæfileika Laxness skrif- ar Arnór meðal annars: „Það er engin tilviljun, að mál hans og stíll býr yfir meiri töfrum fyrir nútíma íslendinga en flestra manna annarra, svo að Þess sé gætt að segja ekki meira en rétt er. Það er beinlínis afleiðing af því, að að hann hefir lagt meiri alúð við málfar sitt en flestir íslendingar aðrir, og hann hefir beitt við þá alúð mjög miklum vitsmunum." — Árni segir í stuttri athugasemd, að hann voni, aö hugmyndin um að þýöa fornsög- ur á íslensku sé kveðin niður fyrir fullt og allt. — En um hvað var deilt í raun og veru 1941? Einfalt dæmi: Rétt var þat, rangt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.