Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1979, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1979, Blaðsíða 5
Magnús Jónsson guAfræðiprófessor og þingmaður Reykvíkinga. „Ef á að setja löggjöf um slíkt mál sem þetta, mætti með sama rétti setja lög um að láta menn í gapastokkinn fyrir að fara ekki í kirkju... Ég greiði atkvæði á móti frumvarpinu, enda er málið rekið áfram með ofurkappi...“ það. Rétt var ok, kórvilla og. Rétt var maör, fordæmanlegt maöur — Halldór Laxness skrifaði grein um stafsetningu á fornsögum 1935 (Dagleið á fjöllum, 156—60). Hann kemst svo að oröi meðal annars: „Fornmenn skrifuðu málið meö sinni stafsetningu. Útgðfur fornritanna eiga að fylgja þeim breytingum sem stafsetn- ingin tekur um leið og tímarnir líöa, því aðeins halda þau áfram aö vera ný og lifandi fyrir íslenska lesendur öld fram af öld. Það er fjandskapur viö bókmenntir vorar að setja þær af stafsetningar- ástæðum utan við lifandi ritmál þjóðar- innar, eins og þaö er á hverjum tíma... íslenskir nútímalesendur eiga kröfu á því, aö þessu málfræðingabrauki sje hætt, og alþýðuútgáfum íslendinga- sagna sé leyft aö fylgja hinu lifandi máli Þjóöarinnar öld fram af öld, þótt bókstafir séu lagðir niöur og aðrir uppteknir, hljóö deyi út og önnur Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður Dalamanna og þingmaður var áhyggju- (ullur íyrir hönd umbjóðenda sinna. „Það sýslufélag, sem ég er við riðinn, heíur nú orðið fyrir því óláni að fá meginsögu sína, Laxdælu. gefna út með nýmóðins stafsetningu. formála-. registurs- og skýringalausa og alla meira eða minna skrumskælda...“ myndist. Málið er í eðli sínu hið sama, þrátt fyrir kvikandi gára á yfirborðinu." Halldór benti á í greininni Stafsetningin enn (Vettvangur dagsins, 329—32), að krafan um fornbókmenntirnar með nútíma stafsetningu sé fyrst fram komin í grein dr. Björns frá Viðfirði. í Skírni 1907. í sömu grein kemst Halldór svo að orði um Laxdæluútgáfuna nýju: „Meö því að gefa út Laxdælu sam- kvæmt íslenskri stafsetningu, hef ég viljað færa sönnur á, aö mál bókar þessarar sé íslenska, jafn-auðlesin hverjum íslendingi, ungum og gömlum, eins og bókin væri skrifuð í dag, sígilt mál íslenzkt og ekkert annað en íslenskt, en hvorki „oldnordisk" né „gammelnorsk". Það er þetta, sem fyrirsvarsmenn hins Norsk-danska mál- staðar gegn íslendingum, eins og Jónas Jónsson, hafa leyft sér aö kalla: „að Tómas Gu&mundsson skáld, skrifaði um málsóknina á hendur Laxness, Ragnari í Smára og fleirum í Tímaritið Helgafell. „Sýnir þetta ljóslega, að íslendingar hafa „húmor“ á borð við hverja sem er, en eins og títt er um þá, sem eru „húmoristar“ að eðlisfari, verður þeim oft ekki ljóst fyrr en eftir á, hvenær þeim hefur tekizt best upp“. draga fornbókmenntirnar niður í forina.“ Vitaskuld hefði ég ekki ráðist í þetta verk, án þess að ráðfæra mig fyrst við ýmsa helstu menntamenn landsins og gáfumenn og ýmsa bestu málfræðinga vora, þ.á m. dr. Jón Helgason prófessor við Kaupmannahafnar-háskóla og dr. Sigurð Nordal prófessor viö Háskóla islands og hefur hinn síðari stutt mig að þessu verki meö góöum ráðum.“ Þá vitnar Halldór í grein dr. Björns í Viðfirði fyrrnefnda: „Brýna nauösyn ber til aö ryðja braut milli fornra og nýrra bókmennta og þau hamratröllin, er fyrst ber að leggja að velli á þeim vegi, eru þessar gömlu sérviskukreddur, er dylja fornöldina augum almennings í fornu stafsetn- ingarmoldviöri." — Á haustþingi 1941, 4. nóvember, var lagt fram frumvarp um viöauka viö lög frá 13. okt. 1905, um höfundarétt og prentrétt. Málið var borið fram af menntamálanefnd deildarinnar samkv. beiðni dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Frumvarpinu var stefnt gegn Laxdælu- útgáfunni; átti að hindra útkomu bókar- innar og hún fordæmd fyrirfram. íslenska ríkið skyldi eitt hafa rétt til aö gefa út rit samin fyrir 1400, en þó væri kennslumála- ráðuneytinu heimilt að veita öðrum útgáfuleyfi með því skilyrði, að fylgt væri „samræmdri stafsetningu fornri“, sem nú var orðin einskonar heilög kýr á íslandi. Jónas frá Hriflu gerði svofellda grein fyrir því, hvers vegna frv. var fram komið (Rauðar stjörnur, Rv. 1943): „Hvergi var óánægjan meiri móti þessu athæfi (að gefa út Laxdælu meö lögskipaöri stafsetningu, HG) en í Alþingi. Viö Pálmi Hannesson áttum Þá bæði sæti á þingí og í menntamálaráði. Málið var tekið fyrir í menntamálaráði. Voru hinir þrír menntamálaráðsmenn- irnir, Árni Pálsson, Baröi Guðmundsson og Guðmundur Finnbogason, engu síöur ákveðnir um, að hefja bæri sókn gegn þessum ófögnuði, heldur en við Pálmi Hannesson. Urðu þau lok þessa máls, að menntamálaráð beitti sér fyrir því að rita ríkisstjórninni og fara þess á leit, aö hún bæri fram frv., sem stefndi aö því að vernda fornritin frá Þeirri meðferö, sem þeim virtist nú búin. Stjórnin varö við þessari ósk.“ Bjarni Bjarnason, formaður mennta- málanefndar neðri deildar, hafði fram- sögu málsins örstutta. Þó haft væri á oddinum, að dómsmálaráðherra sem þá var Jakob Möller, hefði beöið mennta- málanefnd að flytja frumvarpið, var Jónas Jónsson pottur og panna þessa málatil- búnaðar; voru flokksbræöur hans honum fylgispakir. Kristinn E. Andrésson segir í ritdómi loflegum um Laxdæluútgáfuna í Tímariti Máls og menningar 1941: „Mér skilst líka að þingmenn fari ekki dult meö, að þeir hafa ekki fylgt þessu máli af sannfæringu, heldur til heilsu- verndar Jónasi frá Hriflu ... Er óskiljan- legt, hvað Jónasi frá Hriflu og samherj- um hans hefur gengið til þess að kalla saman Alþingi meö miklum hávaöa, ógna með samvinnuslitum milli bræðra- flokkanna, sprengja sundur ríkisstjórn- ina og klístra henni saman aftur, halda þingmönnum í taugaæsingi og hræðslu- ástandi í tvo mánuði, til þess eins að samþykkja lög um það, að íslendingar einir allra þjóða megi ekki gefa út forna dýrgripi bókmennta sinna eins og frjálsir menn, en þetta urðu einu sjáanleg afrek hins sögulega þíngs.“ — í formála Laxdælu nefnir H.K.L. frum- varpið „skopfrumvarp". Halldór segir ennfremur um frumvarpið í greininni: „Hvað kemur næst“: „Þaö, sem hefur auðkennt síðustu alþingi vor, eru hin svo kölluðu geö- bilunarfrumvörp, sem flutt hafa verið með Kleppsræðum, langhundum, blámennskuköstum og öðrum herfileg- um látum til alþjóðarathlægis ... Síðasta geðbilunarfrumvarp á alþingi var þaö að banna aö prenta sígildar íslenskar bókmenntir með löggiltri íslenskri stafsetningu, heldur skuli prenta þær með stafsetningu Wimmers frá þeim tímum, að islendingasögur voru útgefnar í Danmörku til að sanna, að þær væru ritaðar á „oldnordisk“ og afsanna, að þær væru ritaðar á íslensku. Var þessi nítjándualdarstafsetning á íslendingasögum vatni ausin og hlaut í skírnínni nafnið „Samræmd Stafsetning Forn“, eins og þegar Don Quijote tók sápuskál rakarans og skírði hana með mikilli viðhöfn Riddarahjálm." Pálmi Hannesson mælti með frumvarp- inu, auk Bjarna á Laugarvatní, en hann var líka í menntamálanefnd. Hann sagði, aö aöalatriði málsins væru tvö: koma í veg fyrir að efni væri breytt í fornritum og ritum eldri höfunda, hinsvegar ákvæði um stafsetningu. Pálmi kvaöst ekki ganga þess dulinn, að tilefni furmvarpsins væri auglýsing í dagblaði, þar sem sagt, var að í ráði væri að gefa út íslendingasögur á nútíðarmáli. Fornritum mætti ekki breyta eftir tísku hvers tíma. Stafsetningin væri minna virði og raunar smekksatriði. Einar Olgeirsson andmælti frumvarpinu harölega. Hann taldi aö með því væri ráðist á prentfrelsið í landinu. Vildi vísa málinu aftur til menntamálanefndar, svo hún gæti athugað betur „hvað hún er að samþykkja." í lok frumræðu sinnar komst Einar svo aö orði: Það má segja, aö ekki sé verið að fara smásmugulega í hlutina. Ef einhvern mann uggir, aö hagsmunum hans stafi hætta af útgáfu einhvers rits, og sé hann nógu voldugur, getur hann fengið því framgengt með öruggum hætti, aö allt upplag ritsins sé eyðilagt. Það má ekki einu sinni halda eftir einu eintaki handa bókasafni... Er furðulegt, að slíkt skuli geta komið fram á Alþingi. Vitanlegt er, aö tilefni er ekki annað en Það, að einum manni er illa við annan mann, hv. þíngm. S-þing., Jónasi Jónssyni, er illa við helsta rithöfund þjóðarinnar, Halldór Kiljan Laxness, og þegar J.J. heyrir, að H.K.L. ætlar að gefa út Laxdælu meö nútímastafsetningu, þá ásetur hann sér að koma í veg fyrir það.“ 17. nóvember hófst næsti þáttur, önnur umræða í neðri deild. Bjarni Bjarnason flutti nú langa ræðu. Menntamálanefnd hafði athugaö málið nánar. Frumvarpið var samþykkt með 15:3 atkvæðum að viðhöfðu nafnakalli. Já sögöu: Emil Jónsson, Finnur Jóns- son, Gísli Sveinsson, Helgi Jónasson, Jakob Möller, Páll Hermannsson, Pétur Ottesen, Sig. E. Hlíöar, Sig. Kristjánsson, Framhald á bls 14. gaf fyrst út Laxdælu með „nútfmastafsetningu“, cn prýdda myndum eftir Gunnlaug Scheving. „Það sem heíur auðkennt síðustu alþingi vor, eru hin svokölluðu geðbilunarfruim vörp, sem ílutt haía verið með Kleppsræðum, langhundum, blámennskuköstum og öðrum herfilegum látum til alþjóðarathlægis“. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.