Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1979, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1979, Blaðsíða 8
EFSKYNSEMIN BLUNDAR —N LEIKRIT ÞJÚÐLEIKHÚSSINS UM GOYA STIKLAÐ Á STÓRU UM LÍF OG TÍMA ÞESSA SÉRSTÆÐA MEISTARA í SPÆNSKRI MYNDLIST, 'SEM VANN MARKVERÐUSTU VERK SÍN ERIR AÐ HANN MISSTI HEYRNINA Effir GTsla Sigurösson Ógnin liggur í loftinu, Þad er verið að útrýma frelsinu rétt einu sinni og menn geta hlotið voðalegar kárínur fyrir ógætíleg orð, — að ekki sé nú talaö um ranga skoöun. Stutta stund héldu menn að væri vor í lofti — líkt og í Tékkóslóvakíu löngu síðar — en svo dró fyrir sólina að nýju; einvaldur- inn ætlar ekki aö líða neitt frelsiskjaft- æði og hefur sína varðhunda út um allt að sjá til Þess. Þetta er gömul saga, — en Því miður einnig ný. Hún hefur margsinnis gerst og birst í allri sinni nekt á okkar tímum. Alltaf er gerræðið einhvers- staðar að láta draga fyrir sólina, — úthrópa menn svikara, frjálsræðis- bjálfa, endurskoðunarsinna og annað pvíumlíkt. Enn viðgangast pyndingar og fjöldi manna Þraukar í vonlítilli fangavist fyrir Þær sakir einar aö hafa óæskilega skoðun. Leikrit Þjóöleikhússins um spánska málarann Goya sem frumsýnt veröur 15. febrúar, fjallar um þesskonar andrúm, — þesskonar ógnartíma snemma á síöustu öld, sem Spánverjar áttu eftir að endurlifa svo eftirminnilega undir gerræöi Francós. Sviöiö er íbúöarhús og vinnustofa Goya; þaö er síðla árs 1823 og málarinn er oröinn aldraöur. Hann er gersamlega heyrnarlaus og búinn að vera þaö í rúm 30 ár. Hann hafði verið hirömálari konungs og opinberlega var hann þaö enn, en ekki í náöinni lengur vegna frjálslyndra skoðana og Fransaravin- áttu. Hann er í átakanlegri einangrun, — í fyrsta lagi vegna fötlunar sinnar og í ööru lagi vegna þess aö fáir hitta hann nú oröiö. Hann býr þarna með barnsmóður sinni og sambýliskonu, Leocadíu, sem er enn á besta aldri og aöeins tveir tryggir vinir líta inn í hús málarans ööru hvoru: Faðir Duaso, handgenginn maöur konungi og læknir- inn Arrieta, sem lært hefur fingramál til þess aö geta tjáð sig viö Goya. Ógnin steðjar aö og birtist í mynd svartra krossa, sem krotaöir eru á dyr málarans og boöa allt annaö en gott. Hún birtist í mynd hermannanna, sem standa á brúnni og sjást út um gluggann. Hatrið liggur í loftinu; enginn veit hvenær þessir varðhundar ryðjast inn og fremja óhæfuverk. Pólitískt tíöarfar haföi veriö um- hleypingasamt. Napóleon lagði Spán undir sig 1808; sjálfstæöisstríö brauzt út og uppreisn í Madrid. Sex árum síðar varö Ferdínand 7. konungur á nýjan leik, en 1820 varö aftur uppreisn á Spáni og afturhaldsstjórn Ferdínands var rekin frá völdum. Þaö varð smávegis hláka, ný og frjálslynd stjórnarskrá tekin í gildi og meðal þeirra sem sóru henni hollustu var Goya. En áriö sem leikritiö gerist, 1823, höföu Spánverjar enn mátt þola franska innrás og enn var Ferdínand 7. settur í hásæti. Hverskonar frjálsræöi var lamiö niöur, menn fangelsaðir og rætt um aö endurreisa hinn illræmda rannsóknar- rétt. Þeir sem baöa sig í konungsnáð- inni, smjaöra fyrir honum og gauka aö honum „hollráöum" um raunverulega og ímyndaöa andstæðinga. í upphafi leiksins er heföarmaöurinn Calomarde aö ræöa viö konung; þeir ræöa m.a. um Goya og sjá í sjónauka hús hans nálægt Segóvía-brúnni. • KONUNGURINN: Hirðmálarinn hefur ekki komið aö bjóða mig velkominn, síðan ég kom aftur frá Frakklandi fyrir níu árum. CALOMARDE: Nei, og ekki hirt launin sín. Hann Þorir Það ekki. KONUNGURINN: Hvaö skyldi hann vera að gera? CALOMARDE: Skjálfa á beinunum. KONUNGURINN: Þessi aragónski Þverhaus skelfur nú ekki svo auðveld- lega á beinunum. Og hann hefur alltaf veriö hroki. Þegar hann var beðinn um að mála andlitiö á eiginkonu mína á mynd hans af konungsfjölskyldunni, svaraði hann pví til að hann gerði aldrei breytingar á málverkum sínum eftirá. CALOMARDE: Fáheyrð ósvífni (og síðar) Hann er ekki eins merkilegur málari og af er látiö, herra. Teikningin ónákvæm og óhreinir litir. Hann málar konungborið félk án göfgi eöa fegurðar... (og stuttu síðar). KONUNGURINN: (brosir) Hvaða refs- ingu viltu handa Þessum fýlupoka? Líflát, eins og Riego fékk? CALOMARDE: (mjúklega) Þaö var einmitt minningin um Þaö, sem vaknaði hjá yöar hágöfgi við að lesa bréfið. (Bréf sem Goya haföi skrifað til vinar síns og ritskoðunin komst í. G.S.) KONUNGURINN: Hann nýtur mikils álits. CALOMARDE: Fyrir Þetta bréf á hann ekki annað skilið en gálgann. • En „þessi aragónski þverhaus" hélt sínu striki. Hann haföi keypt tvílyfta húsiö, sem sást frá höllinni og vann þar myndir eftir eigin geöþótta. Húsiö var kallaö Quinta del Sordo (Hús hins heyrnarlausa) en fáir höföu séö óhugn- anlegar freskumyndirnar sem hann málaði á alla veggi. Var maöurinn geöveikur? Síðar var þeim flett af veggjunum meö sérstakri tækni og eru þær nú á Pradosafninu; kallaöar Las pinturas negras, eöa „svörtu myndirn- ar“. Leikhúsgestir fá aö kynnast þessum myndverkum, því þeim er varpaö á veggina með sérstakri tækni, svo ein getur hægt og rólega ummyndazt í aöra. Þær eru í senn viöfangsefni málarans í einsemd hans og mynda í annan staö ógnvekjandi bakgrunn. „Finnst þér þær ógeöslegar," spyr Goya vin sinn lækninn, „stundum finnst mér þaö sjálfum,“ segir hann. Eins og löngum áöur málaöi Goya fólk. En þaö var engin venjuleg stofulist, sem honum lá á hjarta. Þarna var djöfullinn sjálfur og fólkið eins og vofur, dauöinn í mynd tannlauss gamlingja aö borða súpu, örlaganornir, munkar, hundar og ófreskjur. Litirnar eru dimmir og þunglamalegir og teikningin express- jónísk til aö undirstrika sem bezt ákveönar kenndir. Gangur leiksins veröur ekki rakinn hér en þar lifir Goya í þessum fremur óhugnanlega heimi innan fjögurra veggja og mæöist í mörgu. Hann er enginn „foli“ lengur og treystir ekki alveg Leocadiu og smeykur viö þá hugmynd hennar aö þau komi sér til Fakklands. Eiginkona hans er látin; þeim hjónum haföi orðið 20 b auöiö, en aðeins einn drengur kon fulloröinsára og kona hans — tet dóttir Goya — kemur fyrir í leiknu hvaöan var hann kominn þessi þ.,._ málari og hvernig hafði hann komizt á tind metoröanna hjá sjálfum Spánar- konungi? FRANCISCO de PAULA JOSE GOYA hét hann fullu nafni og fæddist í þennan heim í marzmánuði 1746 í þorpinu Fuendetodos, þar sem fátæktin ríkti ein. Þorpiö er á skrælnaöri hásléttunni noröur af Katalóníu, um 50 km frá Saragossa. Faöir hans var af Baskaætt- um; var handverksmaður og vann viö gyllingar og þvíumlíkt í kirkjum. Móðirin var aftur á móti af aöalsætt frá Aragon. Vert er aö taka fram, aö drengurinn Fransisco Goya var ekki eitt af þessum nafnfrægu undrabörnum, sem viröast fúlbinfarin í listinni um og fyrir fermingu eins og Picasso til dæmis. En á barnsaldri umgekkst Goya ákaflega mikiö listiönaöarmenn og raunar lista- menn einnig. Hann gekk í skóla í Saragossa, sem munkar ráku, en hvort sem þaö var vegna eigin löngunar eöa annarra þá hóf pilturinn listnám hjá José nokkrum Luzán, sem var lítt kunnur staöarlistamaöur. Um frammi- stööu hans þar er ekki vitað, en faöir hans haföi áhuga á, að drengurinn yrði eitthvaö meira en listiönaöarmaöur. Sem sagí; Goya læröi aö teikna í vinnustofu Luzáns, en ólíklegt er aö kennslan sú hafi orðið haldgott vegar- nesti. Hann viröist aungvu aö síöur hafa veriö ákveöinn á þessari braut. Um þær mundir réöi Karl III. fyrir Spáni; hann var listunnandi og í mun aö hefja spánska myndlist upp úr þeim öldudal, sem mönnum fannst þá að hún væri í, samanboriö viö fyrri tíð. Eftirsóttast af öllu var þó aö veröa hirömálari og varla var það uppörvandi fyrir spánska listamenn, aö Karl III. réöi tvo kunnustu málara ítala, Raphael Mengs og Sjá nœstu síðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.