Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1979, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1979, Blaðsíða 10
GOYA líf hans og tími — nokkur atriði' í tilefni sýningar Þjóðleik- hússins á leikriti Vallejos, EF SKYNSEMIN BLUNDAR Ein af „svörtu myndunum" úr Húsi heyrnleysingjans. Hér messar djöfullinn yfir nornum, en sambýliskonu sína hefur Goya málað eina sér lengst til hægri. A æfingu í Þjóðleikhúsinu: Rúrik Haraldsson í hlutverki Arrieta læknis og Helgi Skúlason í hlutverki fööur Duaso. Giovanni Battista Tiepolo. Þeirra biöu mikil verk og Mengs fékk frjálsar hendur um val á innlendum listamönn- um til aöstoöar. En hinn ungi Goya var ekki tekinn í þann hóp. Seytján ára og nú haröákveöinn í framsókninni, sótti Goya um inngöngu í San Fernando-akademíiö í Madrid. Þar fékk hann ekki eitt atkvæöi og þegar hann reyndi aftur, tvítugur að aldri, varö útkoman nákvæmlega sú sama. Hann mun samt hafa komizt í kynni viö helztu listamenn höfuöborgarinnar á þessum tíma, en flest af því sem þar fæddist í nafni listarinnar, reis lítt upp úr flatneskju meöalmennskunnar. Eldur- inn, sem innra bjó meö Francisco Goya var algerlega falinn. Fátt merkilegt gerist á árunum upp úr tvítugu, en hálfþrítugur er hann allt í einu kominn til ítalíu og hlýtur þar önnur verölaun í samkeppni á vegum Fagur- listaskólans í Parma. Menn hafa gert því skóna, aö augu Goya hafi opnast á ítalíu, ekki sízt fyrir lit, sem akademism- inn á Spáni var næstum búinn aö kála. Svo virðist sem ítalíudvölin hafi styrkt Goya mjög í áliti heima fyrir. Hann hefur trúlega kynnt sér freskutækni á ítalíu og ekki var hann fyrr heim komínn til Saragossa en mörg verkefni lágu fyrir. Hann geröi rétt þokkaleg verk í kirkjur, sem nú hafa aöeins sögulegt gildi. Merkilegast viö þaö og annaö, sem Goya vann til þrítugs, er aö þessi verk skuli vera eftir sama mann og málaöi innblásin snilldarverk löngu síöar á ævinni, svo sem aftökumyndina frægu. Hann sezt aö í Madrid 1774, þá 28 ára og vinnur þá aö list sinni meö sama tilbreytingarlausa tilþrifaleysinu og samtímamenn hans. Ekkert kom þá frá hendi hans, sem hugmynd gæti gefið um veröandi stórmeistara, og síöar er minnst sem eins í hópi risanna þriggja úr listsögu Spánar. (Hinir eru El Greco og Velázques). Goya var þá kvæntur Josefu Bayeu, systur hirömálarans Bayeu, og þarmeð voru rétt sambönd fengin. Til þessa höföu viöfangsefnin veriö trúarlegs eölis, einkum freskur, en nú voru framundan nýstárleg verkefni fyrir sjálfan kónginn. Hallir voru þá gjarnan skreyttar meö risastórum góbelínmynd- um. Kóngur var orðinn leiöur á endalausum biblíu- og goöafræöimynd- um eftir flæmskum fyrirmyndum og nú fékk hin konunglega góbelínvefstofa skipanir um nýsköpun; veiöar, spánskt hvunndagslíf og annaö af innlendum toga skyldi nú prýöa hallarveggi. Þaö fyrsta sem Goya vann af þessu tagi, gaf ekki mikil fyrirheit. En sem hann stendur á þrítugu, er líkt og veröi hjá honurn töluverö umskipti; hann tekur aö nota ólíka liti og áöur og sem síöar veröa einkennandi fyrir hann. Og á skömmum tíma hefur hann tekið mikinn sprett, langt framúr kollegum sínum í listinni. Á 17 ára tímabili málar Goya sextíu fyrirmyndir aö góbelínteppum og sækir myndefniö í alþýðuskemmtanir í Mad- rid, hinar vinsælu hátíöir, — las fiestas — þar sem jafnvel aöalsmenn og aristókratar gátu átt þaö til aö láta sjá sig meö sauösvörtum almúganum. Staöa Goya viö hirö Spánarkonungs varö tryggari meö hverjum deginum, enda hægt aö jafnast á viö þá, sem helzt gátu veitt honum keppni. Aftur á móti uppgötvaöi Goya andlegan heilsu- brunn í verkum landa síns, Velazques, og komst í feitt, þegar honum var veittur aögangur aö listhirzlu konungs, þar sem verk eftir Titian, Rafael, Van Dyck, Rubens og Rembrandt voru bak viö lás og slá ásamt meö meistaraverk- um Velazques. Þau átti Goya að endurvinna í grafík og geröi þaö, en með heldur lélegum árangri og bersýni- lega ekki hans sterka hliö aö vinna upp eftir öörum. „Ég heilsaði þeim meö handkossi; aldrei áöur haföi ég veriö svo hamingju- samur," skrifaöi Goya vini sínum um þá stóru stund í lífi hans, þegar honum var boöið aö hitta Karl konung IV. og fjölskyldu hans. Af þeirri fjölskyldu átti hann eftir aö mála stórkostlega mynd, þar sem hann lýsir drottningunni á sinn hátt og minnlr hún jafnvel á sumar nornirnar, sem hann málaöi síöar; tannlaus og vottar fyrir grænu í andlitinu. En slíkur var vegur Goya oröinn þá aö enginn minntist á þetta; allir þóttust aö minnsta kosti vera harla ánægöir. Veröandi eiginkona prinsins er þarna viö hliö hans, en snýr andlitinu undan, svo þaö sést ekki; enda haföi prinsinn ekki valiö sér eiginkonu þá. í leikritinu kemur fram, aö Ferdínand hafi síðar beöiö Goya aö mála andlit konu sinnar á réttan stað, en málarinn neitaö því. Fertugur var Goya fyrst búinn aö finna sjálfan sig sem málari og tók þá aö fara sínar eigin leiöir. Um leið kynntist hann voldugum heföarmönn- um, sem sumir hverjir uröu vinir hans og velgjöröarmenn. Á hátindi sköpunar sinnar var Goya á aldrinum 40—55 ára og varö þó fyrir afdrifaríku áfalli 1792 þegar hann veiktist alvarlega og missti heyrnina fullkomlega. Þar meö endaöi hamingjusamasta skeiö hans í náöar- faömi yfirstéttarinnar í Madrid, þar sem hann haföi skreytt hallir greifanna meö listaverkum og komizt til þráöra metorða í akademíunni; metoröa, sem uröu honum um leiö lítils viröi, því aö hann þráöi þá umfram allt aö vera frjáls. Hann var vinnuhestur og lagði gjörva hönd á margt: Opinber portret, myndir af vinum sínum, börnum, fyrirmyndir aö góbelínum, skreytingar, myndir trúar- legs eðlis, freskur, teikningar og grafík. Þó merkilegt megi viröast er fyrsta opinbera portretmyndin af greifanum Floridablanca — frægust fyrir klaufa- skapinn, sem þar birtist og sýnir aö Goya var lengi mistækur og ótrúlegur munur á því versta og bezta frá hendi hans. Eftir þessa slæmu byrjun, tók hann portretmálverkið föstum tökum; einfaldaði þaö mjög aö formi og lit og vann hvert meistaraverkið á fætur öðru á þessu vandasama sviöi. Lífið var indælt og Goya baöaöi sig í frægöarsól- inni þar til pólitískar blikur uröu á lofti um 1790. Þá hurfu ýmsir vinir Goya í hreinsunum Karls konungs IV. vegna ótta hans viö frjálshyggjumenn. Og þar kemur aö Goya segir hug sinn í bréfi til gamals vinar: „Ég hef fengiö þaö inn í kollinn, aö skylda mín sé aö lifa á ákveöinn hátt og halda þeirri virðingu, sem maöur á alltaf aö hafa.“ Þótt lífiö viö spænsku hirðina gengi sinn gang, leit Goya þaö allt saman meö sífellt vaxandi gagnrýni. Veikindin og heyrnarmissirinn uröu Goya mikiö áfall. Verst var aö heyrnar- leysinu fylgdu sárar höfuökvalir, suö og stundum hljóö, sem hljómuöu innra meö honum og trufluöu hann. Um leið uröu þáttaskil í listsköpun hans og í fyrstu verkunum, sem hann málaöi heyrnarlaus og upp staöinn úr veikind-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.