Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1979, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1979, Blaðsíða 12
Anders Ehnmark og Perolov Enquist hafa lokiö vió annað leikrit sitt í samvinnu. Biðröð við anddyri Dramaten í Stokkhólmi. Allt leikhúsið var lagt undir sýninguna á Ofviðrinu og m.a.s. Ijósastaurarnir tóku þátt í leiknum. Menn eru ekki 4eitt sáttir um niðurstöðu Þessarar tilraunar, en flestir viðurkenna að leikhúsinu hafi tekizt að ná til almennings. Þegar rætt er um sænskt leikhús verður ekki hjá því komizt að drepa á sérstöðu þess meðal nágrannalandanna. Sú sér- staða kemur einkum í kjölfar mikillar grósku í rekstri hvers kyns frjálsra leikhópa undanfarinn áratug. Við það hefur umræðan um hlutverk og stööu leiklistar stóraukizt, og nú er svo komið að opinber fjárveiting til leikhúsmála er óvíða hærri en í velferðarríkinu Svíþjóð. Auk þess sem æ meira fé er veitt til frjálsra hópa (Þeir eru um 90 talsins.) eru stóru „stofnanaleikhúsin" styrkt mjög til leikferðalaga með sýningar sínar. Sem dæmi má nefna, að leikárið 1978—9 er reiknað með að Dramaten-leikhúsinu í Stokkhólmi hlotnist 3,8 milljónir sænskra króna í aðgangseyri, en styrkur ríkisins til leikhússins nemur hins vegar hvorki meira né minna en 40 milljónum króna! Einnig hefur hvars kyns félagsleg umræöa borizt frá þessjim leikhópum inn í stóru leikhús- in. í stórum dráttum má því segja að leiklist blandist meira almennri umræðu í Svíþjóð en í flestum nágrannalöndunum og standi þar ekki jafnhöllum fæti gagn- vart sterkum fjölmiðlum. í raun eru þrjú þjóðleikhús í Svíþjóö; Konunglega dramatíska leikhúsið eöa „Dramaten“, Konunglega óperan og Sænska ríkisleikhúsiö. An efa er um- ræddasti leikhúsatburöur liðins árs marg- brotin sýning Dramaten á Ofviðrinu, sem hér hefur verið getið í blöðum. Þar var mörgum leiksýningum og uppákomum safnað í eitt stórt ádeiluverk á kjarnork- una. Þótt sýningum á Ofviðrinu sé löngu hætt, hefur vart slotað enn því veðri sem verkið olli. í nýlegu hefti leikhústímaritsins „entré“ ræðir P.G. Engel þann lærdóm sem draga megi af þessari tilraun Dram- aten. Hann segir þaö um tíð hafa veriö áráttu í „stofnanaleikhúsunum" að dreifa á sem flesta listrænni vinnu að leiksýningum, leysa stofnunina upp í litlar einingar og reyna að færa aöferöir frjálsra leikhópa inn í þær. „Það er ekki aðeins barnalegt, það felur í sér listræna flónsku,“ segir Engel. Það hafi oft í för með sér að listrænar leiðir fari ekki saman og árangur þessarar stefnu verði með tímanum sá, að stofnanirnar leysist upp í hópa sem hafi hvorki tíma né meðul til að skapa gott leikhús. Engel telur Ofviðrið hins vegar hafa sýnt fram á að leikhúsiö geti lagt meövit- aða línu, þar sem ólíkar sýningar styöji hver við bak annarrar í sameiginlegri umfjöllun. Þannig gefist hverju „stofnana- leikhúsi" fyrir sig tækifæri til að virkja allt starfsliðið í listrænni heildarstefnu, þótt hver eining sé sjálfri sér nóg í listrænum skilningi. Allt fjaðrafok af Ofviörinu markast auðvitað af því, að Dramaten er helzta leikhús Svía og þar tók það afstööu í viðkvæmu pólitísku deilumáli. En hjól tímans snýst áfram, og hér verður gerð grein fyrir nokkrum nýrri sýningum. í desemberbyrjun var frumsýnt á stóra sviði Dramaten sænskt leikrit um Richard Strauss sem ber nafnið Aumingja Rich- ard. Höfundurinn, Sven Delblanc, ræðir í leikskrá hugmyndir sínar að baki verkinu. Þar ræðir hann þá spurningu, hvenær eigi að krefjast samfélagslegrar ábyrgðar af listamanni og rifjar upp tímabilið eftir réttarhöldin í Núrnberg, þegar Strauss og tónlist hans féllu í ónáö með andstööunni gegn nazismanum. Síöan kom í Ijós aö tónlist hans lifði. En Delblanc spyr: Er hægt að tala um Strauss eins og hann hafi engar skoðanir haft? Hvar á að draga mörkin? í leikritinu er fylgzt með tón- skáldinu skömmu fyrir dauðann og höf- undurinn lætur samvizkuna ásækja það. Á næstunni verður frumsýnt bæði í Danmörku og Svíþjóð nýtt leikrit eftir Svíana Anders Ehnmark og Per-Olov Enquist, Maðurinn á stéttinni. Enquist hefur áður skrifað leikritiö Nótt ástmeyj- anna, sem sýnt var í Þjóöleikhúsinu, og þeir félagar hafa áður sent frá sér leikritið Chez Nous, sem fjallar um rannsóknar- blaðamennsku og spillingu á æðri stöðum og hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð og víðar. Leikritiö er samiö út frá morði á innanríkisráðherra Rússakeisara um síð- ustu aldamót, en í raun lýsir það ýmsum pólitískum hugðarefnum á síðustu öld. í viðtali við danska blaðið Politiken sagði Enquist að þeir Ehnmark væru á vissan hátt að lýsa uppgangi og falli hins menntaöa vinstriarms í Evrópu. „Maöur- inn á stéttinni er kómedía um þau mistök sem við höfum gert á vinstri vængnum,“ sagði hann. „Hvers konar mistök urðu þess valdandi að sumir uröu hryðjuverka- menn og aðrir sukku inn í sjálfa sig? Benny Anderssen hefur verið með vinsælli rithöfundum Dana um árabil. Nýlega var í Kaupmannahöfn frumsýnt eftir hann sviösgerö útvarpsleikritsins Orfeus í undirheimum, sem hann samdi 1977. Leikritið er byggt á efnahagsá- standinu í Danmörku árið 1972. Rithöf- undurinn Orfeus Jensen snýr heim frá sænsku auðninni og kemst að því að Evrópuráðið hefur lýst Danmörku gjald- þrota í kjölfar nær algjörs atvinnuleysis og stórfelldra erlendra skulda. íbúarnir hafa verið fluttir á brott, og landiö sem nú er norður-prússnesk nýlenda, gert að æf- ingasvæði evrópuhersins og geymslustaö fyrir geislavirkan úrgang. Orfeus tekur sér ferð á hendur í víti hinnar sameinuðu Evrópu að leita Evridísar, eða Danmerkur ímyndar sinnar. Sögnin um Orfeus og Evridís hefur orðið mörgum síöari tíma rithöfundum yrkisefni, og má þar nefna leikritið Evridís eftir Frakkann Jean Anouilh, sem sýnt var á sínum tíma hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Benny Andersen nýtir í verki sínu flesta möguleika efniviðarins; færir sögusviöiö snöggt á milli Þýzkalands, Frakklands og ítalíu, bregður upp örstuttum viðræöum við danska útflytjendur og lætur loks Orfeus og Evridís ná saman í gegnum leynilega danska útvarpsstöð í Róm.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.