Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1979, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1979, Page 2
Soðbollar og rimlapungar fljóta furðanlega í róti Atlantshafsins, en silfurkerin glæstu hafa ekki alltaf átt því láni að fagna. Frá því aö menn fleyttu sér yfir polla og sprænur meö þeim hætti aö setjast kolfvega á trjábol og nota krumlurnar fyrir árar, og til risaskipa nútímans er löng og ströng saga. Einhver einkennilegasti farkostur og kunnasti í sögunni er Örkin hans Nóa. Eftir lýsingum í biblíunni, Genesis, 6. kap. 16. vers, hafa margir reynt að smíöa líkön af þessu skipi, en tekist misjafnlega. Auk þess aö vera skipa- smiöur og vínræktarmaður var Gamli Nói til fyrirmyndar um þaö, aö hann drakk sig ekki fullan nema einu sinni á 950 árum. Geri aðrir betur. íslendingar fleyttu sér lengi mest með „árum á bárum," enda fengu þeir oft hastarleg áföll vegna lélegra báta. Líklega hefur mesta sjóslys viö ísland veriö 8. mars 1685, en þann dag drukknuöu 136 menn. í dag svarar þetta nokkurnveginn til þess, aö Bandaríkin misstu 660 þúsund menn á einum degi. Samanlagt manntjón Bandaríkjanna í heimsstyrjöldinni síöari var 292 þúsund manns. Nokkuö kaldræn staöhæfing Kiljans um að þaö sé meinlaust grín að taka þátt í stórorustu og styrjöld á viö hitt aö vera fiskimaöur á íslandsmiöum, er ekki alveg út í bláinn. Samt er þaö svo þegar bornir eru saman stórir og velbúnir farkostir annarsvegar, en hinsvegar smáfleytur og hálfgeröir manndrápsbollar, þá er eins og oft gildi gamla vísubrotiö: „Silfurkerin sökkva í sjó, soðbollarnir fljóta.“ Um allan hnöttinn er sóttur sjór á litlum og oft einkennilegum fleytum, og fara litlar sögur af, en risastór og velbúin olíuskip eru aö farast og stranda alltaf ööru veifi, og valda tjóni og vandræðum á legi og láöi. Það er líka staöreynd, sem tryggingarfélög vita um, t.d. Lloyd's í London, aö tugir skipa og sum stór hverfa meö öllu hér og hvar á hnettin- um, án þess að nokkuö sé vitaö um afdrif þeirra. Þaö átti ekki viö um eitt nafnkunn- asta sjóslys síöari tíma, Titanic-slysiö. Þaö skip var stærsta og hraöskreiöasta skip heims, og svo vandlega byggt aö þaö var talið aö skipiö gæti ekki sokkiö. Þaö fórst þó 1912 í fyrstu ferö vestur um haf, og meö skipinu gleypti Atlands- hafið 1498 manns. Bóröur Jakobsson SKIPIÐ SIGLIR Margt er vitaö um Titanic-slysiö, og sama er aö segja um hiö mikla sjótjón 1956, þegar ítalska skipiö Andrea Doris og sænska skipiö Stockholm, bæöi stór og glæsileg farþegaskip, skullu saman í logni og sléttum sjó en þokuveöri skammt undan austurströnd Noröur-- Ameríku. Út af þessu spunnust ferleg málaferli, en aöilar voru ítalska ríkið og hiö sænska, skipafélögin og fjöldi sjóvátryggingarfélaga. Yfirmenn og áhafnir skipanna voru yfirheyröar nokkuö, og þar voru aö verki sér- fræöingar og hundruð hálæröra lög- fræöinga. Ekki er hægt aö segja aö skortur hafa verið upplýsinga. Þar voru línurit, rat- sjárkort m.fl., en aö lesa úr þessu reyndist furöu torvelt. Það fór enda svo eftir fremur ófullkomna og endasleppa rannsókn, aö aöilar sáu þann kost grænstan aö fella máliö niöur. Má næstum þar um segja aö fariö hafi veriö eftir hinni gömlu reglu: „Þaö er best aö hver hafi sitt, þá hefur fjandinn ekki neitt.“ Þótt þarna yröi mikill eignaskaði auk skipanna, bæöi hjá áhöfnum og farþeg- um, þá fórust furöu fáir í þessum stórkostlegasta skipaárekstri sögunnar, eöa 43 af. 1706 manns, sem viö sögu komu. Hefur Atlanshafiö oft verið gráöugra og höggviö stærra. Manntjón verður aldrei tíundaö meö tölum því þaö er ómetanlegt og óbætanlegt, en skaöabótakröfur í sam- bandi við þetta slys voru gífurlegar. Tók mörg ár aö semsa þau mál, en heildar- upphæöir hafa ekki veriö gefnar upp svo vitaö sé. Það er enda vafamál hvort þaö er hægt, en fyrir víst veltur þaö á milljöröum. Mikiö hefur veriö skrifaö um þetta slys, jafnvel skáldsögur, og er þó margt óljóst um þaö hvaö olli slysinu. Svo mikið er þó víst aö þarna voru mannleg mistök aö verki, sennilega meiri af hálfu Itala heldur en Svía. Því má aöeins bæta viö, aö sænska skipið Stockholm leit aö framan og aftur aö bógum út eins og rifinn og beyglaöur harmonikubelgur, en skipiö komst þá hjálparlaust til hafnar. Andrea Doria fékk heljarmiklu glufu rétt aftan viö miösíöu, tók þegar aö hallast og var yfirgefiö, en háöi í hálfan sólarhring og í augsýn marga, sem á vettvang komu, dauöastríð sitt, uns yfir lauk á björtum morgni, logni og sléttum sjó. Þetta ítalska skip var meö afbrigðum fallegt og skrautlegt. Var margt dýrmæti þar innanborðs, og vitaö er aö í farmi skipsins var mikill gullforöi, þótt aldrei Einhver minnsti farkostur sem um getur á Atlantshafinu: Eskimóahúðkeypur, sem nú er á safni í Aberdeen. Gamli maðurinn og hafið. Spencer Tracy glímir við stórfiskinn f kvikmyndinni eftir sögu Hemingways.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.