Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1979, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1979, Blaðsíða 4
Stefán Edelstein skrifar um SKÓLA, FJÖLMIÐLA OG FAGURUPPELDI — Sídari grein Lögmál fjöl- hyggjunnar ræður ríkjum „Menn eru farnir að gera sér grein fyrir að óvirkur og gagnrýnislaus neytandi menningar-, afþreyingar og skemmtivarnings, er ekki líklegur til að hafa uppbyggjandi áhrif á samfélagið. Samfélagið þarfnast skapandi einstaklinga, sem eru ekki varnarlausir gagnvart f jöldaframboði þessa varnings ... “ Einföld svör viö flóknum spurningum eru yfirleitt ekki til og síst í sambandi viö jafn flókin fyrirbæri sem gildismat, gæöa- mat og smekk á sviöi lista. Eitt viröist þó blasa viö sem gera þarf. Ef lýðræðið kallar á þau vandamál sem drepið hefur veriö á hér að framan, ber því líka skylda til þess aö veita einstaklingnum tækifæri til aö velja og hafna samkvæmt eigin gildismati. Þetta getur enginn gert nema hann hafi lært að meta það sem vel er gert eöa miður vel gert, á grundvelli almennt viðurkenndra mælikvaröa eftir því sem þeir eru fyrir hendi. Vissulega má alltaf deila um mælikvarða, sérstaklega í faguruppeldi og listum, og deilurnar veröa sérstaklega hatrammar þegar fjallaö er um listir og fagurskyn nútímans þar sem lögmál fjölhyggjunnar (pluralismi) ræöur ríkjum. Ef börn og unglingar (og þar af leiðandi einnig fullorönir) eiga að hafa tækifæri til aö velja og hafna úr fjölþættu framboði lista-, menningar- og skemmti- varnings samkvæmt grundvölluöu gildis- mati veröur aö vekja þá til umhugsunar um þessi fyrirbæri, hvetja þá til umræöna og örva þá til rökstuddrar gagnrýni. Þetta er greinilega verkefni handa skólum og heimilum. Markvisst kennsluprógramm í faguruppeldi og ýmsum listum verður því að fá mikilvægari sess í skólakerfinu en nú er. Það gæti verið eitt af veröugum viöfangsefnum Árs barnsins aö hefja umræöur um þennan þátt skólastarfsins og fara aö leita aö leiöum til úrbóta í þessum efnum. Á sama tíma væri þörf á meiri umræöu á opinberum vettvangi um þessi fyrirbæri, þ.e.a.s. um uppeldislegt gildi lista og um faguruppeldi almennt. Við ættum að leiða hugann að því hvort við höfum ekki einblínt um of á mikilvægi fjárfestingar í steinsteypu og fiski, hvort mannlífið sjálft, tækifæri einstaklingsins til sköpunar og hæfni hans til aö njóta þess sem fagurt er, þ.á m. gildi lista í lífinu, hafi ekki fariö halloka vegna þeirrar áherslu sem viö höfum lagt á mikilvægi svokallaðrar „uppbyggingar“ og neyslu. Tónlistaruppeldi og gildi pess Þaö gegnir nánast furöu, að tiltölulega litlar umræður skuli vera í gangi um tónlistarnám og tónlistaruppeldi og gildi þess fyrir þörn og unglinga — og raunar fulloröna líka — þegar haft er í huga hve stór þáttur tónlistin er orðin í lífi okkar allra. Viö heyrum allar hugsanlegar teg- undir tónlistar daginn út og daginn inn allt í kring um okkur, en leiöum sjaldan hugann aö því hvers konar fyrirbæri þetta er eða hvaöa gildi það hefur. Mikið af þeirri tónlist sem viö heyrum tilheyrir daglegu umhverfi okkar og rennur saman við önnur umhverfishljóð sem viö með- tökum meira eöa minna ómeövitaö. Þaö verður því æ sjaldnar aö viö tökum á meövitaöan hátt viö þeirri tón„list“ sem umlykur okkur öll og viö hættum að beita okkur á virkan hátt í þeim tilgangi aö ná einhverju út úr henni, hvort sem þaö er nú form hennar, blæbrigöi eöa boöskapur. Að vissu leyti er þaö nauðsynleg vörn gegn áleitni áreiti alls kyns hljóöa og tóna sem sífellt dynja á okkur aö geta leitt © þennan hávaöa hjá okkur. Engu aö síöur veröum viö í þann hátt sljórri og ónæmari og hæfileiki okkar til aö njóta þessa „hljóöheims" og ná einhverri merkingu úr honum minnkar. Ef litiö er í námsskrána fyrir greinina tónmennt í grunnskólum eru þar talin upp meginmarkmiö tónmenntakennslunnar: 1. Aö velja og efla áhuga nemenda á tónlist. 2. Aö þroska og éfla tónskyn og aöra tónlistarhæfileika nemenda og auka næmi þeirra fyrir tónlist. 3. Aö veita nemendum fræöslu um tónlist og auka þekkingu þeirra á ýmsum fyrirbærum tónlistar. 4. Aö vekja nemendur til umhugsunar um tónlist og örva þá til gagnrýni sem hlustendur (njótendur) og flytjendur. 5. Aö stuðla aö því aö nemendur geri sér grein fyrir hlutverki tónlistar í sam- félaginu, stööu hennar og þróun. Þessi markmið eiga öll aö stuöla aö því aö nemendur veröi færari um aö njóta tónlistar af greind, skilningi og tilfinningu og aö þeir veröi um leiö gagnrýnir njótendur sem geri sér grein fyrir hlut- verki og stööu tónlistar í samfélaginu. Þetta eru góö og gild markmið og vonandi aö tónmennta- og tónlistarkenn- urum landsins takist aö vinna þannig að þessum málum að nemendur í grunnskól- um landsins nái settum markmiöum. Athugum þessi markmið eilítiö nánar. 1. Áhugi á tónlist hlýtur aö vera drif- fjööur námsins í tónmennt. Kennarar hljóta aö vinna beint og óbeint aö þessu markmiði, því án áhuga eða námskveikju er erfitt aö ímynda sér raunhæft nám. Tónlistarhugtakið er hér notað á mjög víðtækan hátt, átt er við alla þá tónlist sem heirhurinn hefur upp á aö bjóöa. 2. Tónskyn og tónlistarhæfileikar eru umdeild fyrirbæri, sem ekki hefur tekist að skilgreina á viöhlítandi hátt þrátt fyrir margháttaöar tilraunir. Hægt er aö skýra tónskyn sem hæfni einstaklings til að greina fíngeröan mun milli tónhæöa, aðgreina mismunandi blæ og blæbrigði eða greina á milli lengdar tóna og hljóða. Ýmsir halda því fram að sá sem sé góöur í þessu sé músíkalskur og halda því jafnframt fram að menn séu annaöhvort fæddir meö þessa eiginleika eöa ekki. Allt bendir til aö þessir hæfileikar séu allt eins afleiöing af umhverfismótun og þjálfun. Einnig er umdeilt hvort það að vera „músíkalskur" sé eingöngu háð framan- greindum hæfileikum, því sköpunarhæfi- leikinn kemur ekki inn í þessa mynd. Fullvíst er, að til er fjöldi einstaklinga sem búa yfir því sem nefna mætti gott (mælanlegt) næmi fyrir tónum, blæ og hryn, en eru ekki „músíkalskir“ nema í meöallagi. Hvaö eru þá músíkalskir hæfileikar? Er þaö e.t.v. hæfileikinn til aö syngja, eöa taka hrööum framförum í hljóöfæraleik, eöa er þaö hæfileikinn til aö tjá sig persónulega í hljóðfæraleik, eöa er þaö hæfileikinn til að tjá sig persónulega í tónlistarflutningi, eöa jafnvel aö vera skapandi á tónlistarsviöinu? Einföld svör eru ekki heldur til viö þessu. Vissulega eru til einstaklingar sem viröast búa yfir óvenju mikilli tónlistargáfu sem flytjendur (túlkendur) eöa skapandi tónskáld. Samt skyldu arfgengir músíkalskir hæfileikar (þ.e. hæfileikar sem fengnir eru aö vöggugjöf) ekki ofmetnir. Aö geta tjaö sig í tónlist sem túlkandi eöa skapandi einstaklingur er vafalítiö aö miklu leyti háö hvetjandi eöa hamlandi umhverfi, uppeldi og persónumótun einstaklingsins. 3. Skólinn á því aö vekja og efla áhuga nemenda sinna fyrir tónlist, hlúa aö og efla tónskyn og tónlistarhæfileika þeirra, veita þeim fræöslu um tónlist og auka þekkingu þeirra á tónlist. Meginburðarás alls þessa er væntan- lega margvísleg tónlistariökun í skólum, söngur, hlustun, hljóöfæraleikur, hreyfing o.fl. Ef námsefnið er vel úr garöi gert, höföar til nemenda á mismunandi þroska-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.