Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1979, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1979, Blaðsíða 10
Lcikföng handa fuUorðnum: Fjarstýring á sjónvarpstæki og hægt að gcra leiktæki úr öllu saman. Eitt af því sem heyrir til sjónvarpsgræjum cr myndsegulband til þess að taka upp þætti. Menn eru fyrst komnir með alvöru bíladellu, þegar þeir íara að breyta vélunum og „tjúna þær upp“. Til þess þarf að sjálfsögðu miklar græjur. Sagt er að bændum þyki afar gaman að eiga það nýjasta í heyvinnuvélum og oft er þessum græjum lagt óslitnum vegna þess að eitthvað nýrra er komið. Hér er eitt slíkt tæki: Baggahleðsluvél. scm áreiðanlega er freistandi. ofaní þesskonar tösku „meö öllu“. Nútíma myndavélar eru afskaplega fallega smíöuö tæki og einkum þykja hinar frábæru linsur heillandi. „Ég tek andköf, þegar ég sé svona linsur", sagði ungur áhugamaður á dögunum viö höfund þessa greinarstúfs. Helgidómurinn er samt myrkraher- bergið, sem Ijósmyndarinn innréttaði sjálfur meö vaski og rennandi vatni. Nú er hann á höttunum eftir nýrri og betri stækkara, en hefur þar að auki fram- köllunargræjur, rafmagnsþurrkara og vandaöan hníf fyrir utan ýmislegt smá- legt dót þessu viövíkjandi. Búnaöurinn er þó ekki fullkominn nema sá áhuga- sami eigi veglegt sýningartjald og sýningarvélar fyrir 35 mm og 6x6 litfilmur. Hann finnur þó alltaf betur og betur, aö þetta fullnægir hvorki sköpun- arþörfinni né söfnunarþránni og hiö endanlega mark er aö sjálfsögöu kvik- myndavél meö öllu tilheyrandi. Þó maður sé nú ekki alveg eins góður og Ingemar Sten- mark ... Til eru þær íþróttir, sem menn stunda frameftir ævinni og ekki gera neinar kröfur um tæki, sem sífellt er veriö aö endurbæta. Þetta gildir aö talsveröu leyti um badminton, en einkum þó um sund. Aðrar íþróttir leiöa menn beint inn í tækjafrumskóginn og nægir aö benda á skíöi og golf. Nú er ekki hægt aö láta sjá sig á sunnudgseftirmiödegi uppi í Bláfjöllum nema meö tvennskon- ar skíði: í fyrst lagi tiltölulega stutt og breiö svigskíði og í ööru lagi meö þessi mjóu gönguskíði. Allir eru sammála um aö skíði séu nú til dags mun betri en þau voru og þóttu engar smáræöis framfarir, þegar stálkantarnir birtust. En þá var nú bara veriö á venjulegum klossum í gormabindingum og þætti allt aö því hlægilegt núna. Skíöaskór á vorum dögum eru mikilúölegir og traustvekjandi og öryggisbindingarnar ekki betri en svo, aö alltaf eru menn aö togna eöa brjóta sig vegna þess aö hinn mikli galdur klikkar, þegar mest á reynir. Svo þaö er þrátt fyrir allt ennþá pláss fyrir framfarir, — ný og betri skíöi eiga eftir aö senda öll hin endanlega uppá háaloft. Maöur sættir sig náttúrlega ekki viö annað en það bezta, þótt maöur sé nú ekki alveg eins góöur og Ingmar Sten- mark. Þaö er þó alltaf hægt aö hafa stælinn í lagi. Gallinn á að vera í æöislegum flúrósent-litum eins og maöur sér í sjónvarpinu frá keppnum suöur í Alpafjöllum — og þá skyldu menn varast aö spara nokkuö til viö kaup á réttum sólgleraugum. Getan er ekki alltaf sambærileg við vopnin Nú eru þaö bara Skotar, sem leika golf meö hálfu setti í léttum buröarpoka — og sennilega meö kylfum sem þeir hafa erft frá langöfum sínum. Sérstaka athygli vekja Ameríkanar, Svíar og íslendingar fyrir sundurgerð í þessu efni; þaö er oröiö stórmál aö drösla öllu því meö sér, sem talið er nauösynlegt og búiö að selja manni. í fyrsta lagi eru þaö venjulegar og tiltölulega léttar kerrur, sem kylfingar draga á eftir sér. En nú eru komnar nýjar kerrur, mikil bákn meö rafmagnsmótor, svo maöur þurfi ekki aö hafa fyrir því aö draga. Nýjustu pokarnir frá Kananum eru tunnusekkir, oftast úr plasti, en líka úr leöri og allskonar fínirýi eins og slöngu- skinni. í einu hólfi er regngallinn geymd- ur; þeir nýjustu eru betri en allir aörir og geröir úr syntetísku efni, sem notaö er í gerfiæöar. í sumar veröur væntanlega enginn í ööru. Um hríö hafa gaddaskór frá Addidas veriö á hvers manns fæti í þessu sporti og enginn veit hversvegna, en Svíarnir eru líka meö eina, sem eru miklu dýrari, svo hver veit nema maður ætti aö skipta. Mestu máli skipta þó þær 14 kylfur, sem mega vera í pokanum til þess aö allt sé löglegt. Þar er náttúrlega allt meö réttri svíng-vigt og stíft eöa normal eftir atvikum. Fyrir nokkrum árum var þaö evangelíum boöað, aö ál væri betra en stál í sköft, en nú eru þeir sem ennþá brúka álsköft ákaflega álþreyttir, enda splunkunýtt léttvigtarstál komiö til sögunnar. Úrvals golfleikari viröist geta leikiö vel meö hverju sem hann hefur í höndunum, jafnvel af gömlum sleifum. í hópi skussanna er hinsvegar mikil áherzla á fullkomnun í tækjabúnaöi. Þeir telja aö næsta ár muni marka tímamót í framfaraátt og gefa ekki upp vonina um hin endanlegu galdratæki, sem muni fleyta þeim uppí meistara- flokk, þótt fimi þeirra í þessu sporti hafi til þessa verið líkari því sem gerist meöal eldri kvenna. Nú vill einnig svo vel til aö allt þaö sem menn hafa í höndunum af þessu tagi er bráðúrelt, því þaö nýjasta er aö lækka til muna þyngdarpunktinn í kylfuhausnum og minnka hann til aö draga úr loftmótstööunni í sveiflunni. Yfirleitt trúa menn því staöfastlega, aö

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.