Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1979, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1979, Blaðsíða 11
golfsettiö, sem þeir keyptu í fyrra eöa hittífyrra, sé aungvan veginn gott leng- ur, eöa aö minnsta kosti ekki til jafns við þessi nýju. Þaö var nú einmitt þessvegna, aö menn voru svo illa á boltanum og gekk svo erfiölega aö skora í fyrra og ástæðulaust aö bæta ekki úr því, þegar betri kylfur eru fáanlegar. Range Rover, grafít- stöng og Ambassadorhjól Veiöimenn tala oftar um græjur en tæki og eru dável í stakk búnir eins og nú tíökast aö segja. Einnig þar er í mörg horn að líta ef menn eiga aö geta litiö framan í náungann meö fullri einurð. Veiöistengur hafa meö tímanum orðið betri og fullkomnari og gamalreyndir veiöimenn eiga sumir hverjir töluvert safn af þessum kæru áhöldum. Fryst voru þaö stengur úr samlímdu tré, sem viku fyrir glerfílberstöngum. Þær hafa veriö mikils ráöandi á markaðnum og næstum í hvers manns höndum viö veiöiárnar. Nú er aftur á móti annáð gerfiefni aö ryöja sér til rúms: Grafít, sem er bæöi mjög sterkt og létt, en næstum helmingi dýrara. Grafít hefur einnig veriö notaö í sköft á golfkylfur. Ástríöuveiöimaður, sem rennir jöfn- um höndum fyrir silung og lax, kemst vart af með minna en fjórar veiðisteng- ur: Eina flugustöng fyrir lax og aðra minni fyrir silung, eina kaststöng fyrir lax og aöra kaststöng fyrir silung. Á stengurnar þarf hann viöeigandi hjól og línur. Einnig þar hafa oröiö markveröar framfarir og margt ástkært veiöihjól hefur veriö lagt til hliöar, þegar annaö betra birtist. Þaö er aö sjálfsögöu óbærileg tilhugsun aö missa þann stóra fyrir þaö eitt aö vera ekki meö hjól af bestu sort og má búast við aö þeir sem gera allt til aö annað eins komi ekki fyrir, hafi í höndunum Diplomat-flugu- hjól frá ABU og Perfect-fluguhjól ,frá Hardy, — ellegar til dæmis Cardianl eða Ambassadorhjól fyrir kaststengur. Meöal þess sem veiöimaöurinn þarf aö hafa í pússi sínu eru flugur fyrir flugustengur, — sumir hnýta þær reyndar sjálfir — og allskonar gerfibeita fyrir kaststengur. Og aö sjálfsögöu ílát undir þetta. í því sambandi er vert að minnast á sérhannaðar töskur úr léttum dúk, sem veiðimaðurinn hefur á öxlinni og geymir í fluguboxiö, beituboxiö og maökaboxiö. Utbúnaöinum tilheyra einnig veiöistígvél og veiöikápa meö áfastri hettu — og sumir hafa meðferö- is vöðlur, sem ná uppundir hendur. Þegar hér er komið sögu, er veiöi- garpurinn albúinn þess aö taka á móti þeim stóra, — en ekki meö berum höndunum. Nú tekur hann upp háf, sem er netpoki á ál- eöa tréskafti og haföur til aö færa undir fiskinn. Einnig þarf aö hafa ífærur úr járni til aö krækja í fiskinn og sporðgrip; þaö er snara úr stálvír og með skafti. Allt heyrir þetta veiöinni sjálfri bein- línis til. Hinu er þó ekki aö neita, aö sumir telja allt aö því óhugsandi aö láta sjá sig meðal alvöru veiöimanna nema vera á Range Rover, eöa Blazer, ellegar Wagoneerjeppa. Séu slík farartæki talin meö veiöigræjunum, hleypir þaö verö- inu töluvert upp. í hestamennsku þarf ekki önnur eins ókjör af allskyns tækjum; að vísu kostar sitt aö koma sér upp reiðgalla, hnökk- um og beizlum. Tækið sem máli skiptir er þó hesturinn sjálfur og á hann kaupir maöur enga aukahluti. En alvöru hesta- maöur byggir eða kaupir hesthús með Tækjaástríða verður að öllum líkindum dýrust, þegar hún beinist að hljómflutningstækjum. Hér er sumt af því nýjasta: Plötuspilari, sem færir diskinn til hliðar og undir nálina, hátalari með sérbyggt utanum bassann og segulbandstæki með opnjm spólum. Með tilheyrandi kraftmagnara og formagnara kosta þessi tæki um 2,5 milljónir. Tækjum af þessu tagi er nú gjarnan staflað í stæðu Það ku vera ofboðslega gaman bara að koma við þessar nýju linsur. Og flassið a tarna er nú ekkert slor, — eða þá stækkarinn? tilheyrandi hlööu og þaö út af fyrir sig er fjárfrekt fyrirtæki. Karlmannaveikleiki Þegar á heildina er litiö, kemur í Ijós aö karlar eru mun veikari fyrir allskyns tækjum og græjum en konur. Oft er tækjaástin ekki einungis bundin viö sjálfa notkunina, heldur og þaö aö taka tækin fram, halda þeim í lagi, pússa þau og strjúka og fara höndum um þau. Þetta virðist sérstakur karlmannaveik- leiki, sem stundum verður aö ástríöu, en veitir ugglaust verulegri gleöi inní tilveruna og verður eins og dálítiö krydd í grámusku hversdagslífsins. Gísli Sigurösson. Eitt nýjasta leikfangið er snjósleði, sem vel er hægt að ímynda sér að geti verið nauðsynlegt að eiga, — ekki sízt eftir undanfarinn vetur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.