Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1979, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1979, Blaðsíða 2
LJÓÐIÐ ENGIN TAK- MÖRK Jóhann Hjálmarsson ræðir við JÓN ÚR VÖR Fyrri hluti Ljósm. Kaldal. ,Ég afneita algjörlega hugtakinu prósaljóö. Á íslensku ruglum viö aö vísu oftast saman merkingu orö- anna rímaö og bundiö mál, en í nútímamáli ætti aö nota bæöi hugtökin um IjóÖ. En hér bagar stööugt hin forna merking oröanna sem í gildi hefur veriö fram á okkar daga. “ svokölluð öreigaskáld. Það voru rithöf- undar úr alþýðustéttum eöa skáld sem skipuðu sér undir merki jafnaðarstefn- unnar. Þetta gerðist að vísu líka á hinum Noröurlöndunum. En í þessum sænska bókmenntaheimi kom auk þess tii sögunnar ný bókmenntastefna sem átti upptök sín í Þýskalandi og Frakklandi — svonefndur módernismi — sem var andstæöa rómantísku stefnunnar og nýrómantíkurinnar. Þetta var raunsæis- stefna, ekki aöeins um efnisval, heldur einnig í formi. Helstu boðberar þessarar stefnu í Finnlandi á fyrstu áratugum aldarinnar voru Edith Södergran og Elmer Diktoni’us og í Svíþjóð Harry Martinson og Artur Lundkvist. Skáldskap þessarra höfunda kynntist ég þegar fyrir stríð, en þá var ég á alþýðuskóla í Svíþjóö. Ljóö eftir sænsku skáldin haföi Magnús Ásgeirsson líka þýtt, þótt meira yrði þaö síðar. Okkar ungu Ijóðskáld voru alþýðu- menn og alþýöusinnar og Svíarnir voru nýtískulegri en aðrir norðurlandamenn á þessum árum. Þorpiö hefur fylgt pér, jón. í sídari bókum þínum eru jjóó sem minna á Þorpsljóóin, eru að vissu marki fram- hald þeirra. Þú ert kunnastur fyrir Þorpið sem fyrst kom út 1946, en í annarri útgáfu 1956. Hvernig líkar þér þetta? Virðist þér ekki önnur Ijóð Þín gjalda þess hve Þorpið er ofarlega í hugum lesenda? Jú, ég hef tekiö eftir þessu. En ég held aö ég nenni því ekki að vera afbrýðisamur fyrir hönd annarra bóka minna vegna svokallaöra vinsælda Þorpsins. Útkoma þeirrar bókar fyrir þrjátíu og þremur árum vakti ekki þá eftirtekt meðal almennings sem rhenn kunna að ætla nú. Þaö seldust aöeins 30 eintök. Bókin fór að vísu ekki framhjá bók- menntamönnum og ungum skáldum, en þaö var ekki þaö mikið látið meö hana, að verulegri hneykslun gæti valdið. Þaö er aðallega nú á seinni árum sem talað hefur veriö um Þorpiö. Á undan því hafði ég gefið út tvær bækur og nú eru þær tíu. Allt okkar mennta, lista og bók- menntalíf er gegnsýrt af auglýsinga- skrumi. Ég hef ekki verið duglegur þátttakandi í þeim dansi. Þess vegna var mikil þögn ríkjandi um Þorpið og höfund þess fyrstu tíu til fimmtán árin eftir útkomu bókarinnar. Hefurðu komið til Patreksfjarðar eftir að Þorpið var ort? Hvernig held- urðu að Þorpið hafi líkað í fæðingar- hreppi pínum? Hefurðu orðið var við einhver viðbrögð þaðan? Síðustu 30 árin hef ég mjög sjaldan komið til Patreksfjaröar. Nokkrum sinn- um þó. Þar býr enn fóstri minn Þórður Guðbjartsson, hin aldna kempa. En ég hef ætíö staöið þar stutt viö. Þegar ég © var þar fyrir nokkrum árum sagöi mér gamall maöur að ferðamenn væru stundum aö spyrja um hús og aöra staöi sem koma viö sögu hjá mér. Hann kvaðst hafa sýnt mönnum sjóbúöina sem ég hef kallað Vör. En nú er sá gamli maður horfinn og húsið líka. Ég minnist þess ekki að aðrir þar vestra hafi talaö viö mig um þessa bók eöa önnur kvæði eftir mig. En það hafa margir jafnaldrar mínir úr öðrum sjávar- plássum minnst á Þorpiö viö mig — og sumir þeirra hafa kunnað mér þakkir fyrir þessar lýsingar. I Þorpinu eru ekki miklar ýkjur. En veruleiki og skáldskapur eiga ekki alltaf samleiö. Þú ortir Þorpið í Svípjóð og einnig Ijóðin í Með örvalausum boga sem komu í annarri útgáfu Þorpsins. Höfðu sænsk skáld áhrif á þig og hvernig heldurðu að standi á þessum nánu tengslum íslenskra nútímaskálda við Svíþjóð? Á öörum og þriöja tug þessarar aldar ruddu sér til rúms í Finnlandi og Svíþjóö Hvernig stendur á því að þú ortir ekki Ijóð á borö við Tímann og vatnið eftir Stein? Það eru að vísu til Ijóð eftir þig sem kalla má torráðin og í anda módernismans, en yfirleitt eru Ijóð þín auðskilin. Var bylting þín ekki fólgin í ööru en formi, þ.e.a.s. órímuðu Ijóði? Tíminn og vatniö er sérstakur kapítuli í okkar bókmenntasögu, lokakafli á merkilegum skáldferli sérstæðs og mikilhæfs höfundar. Ég sé nú ekki ástæöu til aö tala mikiö um Stein Steinarr og skáldskap hans. En ég leyfi mér aö fullyrða að hann hafi ekki sótt Foreldrar Jóns úr Vör: Jónína Guörún Jónsdóttir og Jón Indriðason. Myndin er um 20 ára gömul. í tilefni blaöaviðtals, sem Matthías Johannessen átti viö Jón úr Vör vegna annarrar útgáfu Þorpisins 1956, tók Ólafur K. Magnússon þessa mynd af skáldinu. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.