Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1979, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1979, Blaðsíða 5
Thor Vilhjólmsson ÚR KJARVALS- STEMMU Og þríhyrningsfjöll líkt og með umboð fyrir egipzkar launhelgar Búlandstindur sindur á seytlum sólglit á veisum heisigemlingsins hjarta stár hafið uppá gátt Brátt munu dísir björtum augum líta bráögeran öldung í barnshjarta nýta í lengd að blessa land og þjóð í saknaðarglöðu umboði máttarkrafta aftur og aftur og aftur. Og kindur í hlíðum stappa niður fæti í kæti sinni grunar lambiö ekki að burt þvær heimsins synd þess mynd spegluö í himinblámalind. Fnæsir kind um sundin undin segl uglur snævar ævi sína enda ekki í bráð af himinprýðistandi yfir þessu landi. Þjóö hefur sáð í akra alltof fáa og smáa. í þráa þraukar enn með konur börn og menn í senn. Glennir sig um gamansviö að gömium sið ætlar að vekja aldaniö opna tímans hlið. Sefur þjóð í blóði dunar blunda eiöar í vitund hans stundar helgrar telgir mynd lundar málminn fálmi fjarri fellir karl í mót þjóðarauðnum dauða sviptir lyftir nauðugt blauöri drótt ótt af hauðri himna til ég það vitna vil áöur en við óðinn skil. Mynd: EiKkur Smith. Sauðir jarma harmar peð treður breiöan stíg en veöur stríð á einsmannsgötu styrma láta um stóran stikar hann með guöavild öld til aldar unz um kvöld kyndil ber viö himinloftiö bláa yfir háum tind sem áður ekki mannleg mynd nokkur náði að klífa. Ofar aðeins ari einn var að breiða vængi lengi og stjarna stök þarna sem var mannsins kyndilljós ásamegnis galdur heiðinn gefinn saman við kristna rós. Sindur mynda safna skraf setbekks svamla kringum þing blindur kundur bætir ráð bráðlega ekki af því skortir náð að búa svo vel að eiga dáö í bráö. Hlóðarsteinar meina vil reyksins réttu myndum halda varla... margskonar nýjungar fulltrúar gamallar klassískrar Ijóðhefðar. Förgöngumenn þeirra eru tvö listfengustu skáld okkar samtíðar, Jón Helgason og Snorri Hjartarson. Matthías Johannessen stendur þarna nokkuð til hliöar. Hann mætti að sumu leyti kalla elsta mann nýrrar kynslóðar og viö hans hlið skipa Jóhanni Hjálmarssyni og mörgum öör- um góöum mönnum. Eins og sjá má á þessari upptalningu er mikil breidd í Ijóöagerðinni á okkar tíma, hef ég þó hvorki nefnt Jóhannes úr Kötlum, Guðmund Böövarsson né Tómas Guðmundsson, höfuöskáld þessa tíma- bils. Ekki hef ég heldur rætt um efnilega menn yngstu kynslóðarinnar. Ég vík frá mér aö svara því hvort hér sé um aö ræða meðvitað andóf gegn of miklu frjálslyndi í formi og fráhvarfi sumra okkar eldri frá fornum Ijóö- dyggöum. Allt eru þetta hin ágætustu skáld og ólíkustu aöferöir hafa gefist vel. En ekki væri ég hreinskilinn ef ég viöurkenndi ekki aö ég heföi kosiö aö þróunin heföi oröið önnur. Aldamótamenn meö Halldór Lax- ness, Jón Helgason og Einar Ól. Sveins- son í broddi fylkingar hafa ráðiö meiru um smekk almennings, og jafnvel stefnu skálda, en eölilegt má teljast, og oröiö þröskuldar í vegi eölilegrar þróun- ar í Ijóðlist. Einkum er þetta raunalegt meö Laxness, sem ungur skipaöi sér í fylkingu nýjungamanna. Þessir menn eru jafnaldrar Davíös, Stefáns og Tómasar — en einnig Jóhanns Sigurjónssonar, Jóhanns Jónssonar og Jón Thoroddsen yngri — og áttu, eins og þeir, aö setja svip sinn á skáldlist fyrstu áratuga aldarinnar. Jón yrkir vissulega betur en páfinn, og ekki vildum viö missa Ijóö hans. En rödd hans er frá liöinni tíö, tímaskekkja, sem ekki átti aö vera til eftirbreytni. Söguritarar geta auövitaö ekki framhjá honum gengiö. Mikiö og listfengt skáld hlýtur hann alltaf að teljast, þótt hann hafi ekki í öllu veriö samtímamaöur eigin lífstíöar. — Halldór Laxness er óneitanlega stórmeistarinn í hópi ísi. listamanna, en ályktunargáfum og skarpskyggni hans sem annarra eru takmörk sett. Hann skiptir oft um skoöanir í veigamiklum málum, en persónutöfrar hans og listbrögö blinda bæöi sjálfan hann og aödáendur. í gegnum þessa glýju veröa hugsandi menn aö sjá og láta eigin persónuleika móta verk sín og lífsstefnu. Nú eru komin fram skáld sem fara líka bil beggja, en f>6 virdist mér að fordæmi pitt um Ijóðlist som sé í nánum tengslum við umhverfi og uppruna skáldanna og ástundi ein- faldleik máls og mynda hafi mikió að segja. Hvernig líst pér 6 próunina? Já, nú erum viö komnir aö hinum ungu skáldum nútímans. Og þá fer mér kannski líkt og forverum mínum. Ég verö hálfgildings afturhaldskurfur. Ég er nefnilega ekki allskostar ánægöur meö þróunina. Fyrir mig er þaö enginn sáluhjálparlausn aö menn hætti aö ríma. Mér finnst furðumargir þeirra ungu sem fást viö Ijóðagerð láta sér sjást yfir þaö aö hljóöfæri Ijóðskáldsins er íslensk tunga, máliö okkar hiö göfuga, ríka og hreina. Steinn Steinarr talaði á sínum tíma um þaö einstigi milli skáldskapar og leirburöar, sem Jón úr Vör þræddi. Þessi orð hæfðu nokkuð vel í mark — Og ég vil benda ungum mönnum á þau. Ef vel á aö fara held ég aö unga fólkiö veröi aö þroska meö sér nýja gerö brageyrans forna — brageyra sem hæfir tímum órímaös Ijóös sem hins rímbundna. Mig langar til að spyrja pig sígildrar spurningar. Getur skáld verið ham- ingjusamt? Þarf pað ekki að vera dálítiö óhamingjusamt til að Ijóð pess öðlist dýpt? Þaö er náttúrlega engin lífsregla til sem hæfir öllum mönnum og þá ekki heldur öllum skáldum. Skáld eiga aö vera sem ólíkust svo aö þau geti sem best stuölaö aö fjölbreytni menningar- lífsins. Ég hef einhverntíma sagt aö Ijóöiö eigi aö vera söngur vitsmuna og hjarta. En Ijóöiö á sér engin takmörk. Og ef skáldið á aö geta lifað í sínu mannlega gerfi í sínu daglega stríöi, verður þaö aö vera margt í sér. í hjarta sínu verður þaö aö rúma harm alls heimsins — og hamingju. En jafnframt veröur skáldiö aö eiga hæfileika til þess aö geta varpaö af sér allri byrði — geta notið sinnar einkahamingju — og sinna eigin harma. Steinn Steinarr minntist á Ufshásk- ann sem gert hefði gömlu skáldin að skáldum, hann og fleiri, var hann pó ekki gamall maður pegar hann lést, aðeins 49 ára. Heldurðu að hinn einfaldi góði hversdagsmaður geti verið eins gott skáld og hinn sem leitar sífellt ævintýrsins og sleppur oft naumlega? Lífsháski og lífsháski eru tvö orö með sama hljómi. En þau hafa þúsund mismunandi merungar. Ævintýralíf og lífsbarátta eru bara tvö heiti á margvíslegum tilbrigöum 'ævi- dagsins. Skáld eru airtaf í lífsháska. Þú ert kominn á sjötugsaldur, Jón, og pótt pú sért ekki gamall ertu nógu vitur til að gefa ungum skáldum ráð. Hvað viltu segja við ung skáld sem eru að hefja feril sinn? Já, mér hefur alla tíö fundist ég vera nógu vitur til þess að gefa góö ráö. Og nú er ég orðinn nógu gamall og reyndur til þess aö vita aö góð ráö eru ósköp gagnslítil. Þeir einir hlusta á góö ráö sem ekki þurfa á þeim aö halda. Við ung skáld ætla ég því aðeins aö segja þetta: Þaö er sjálfsagt aö lesa ritdóma um sínar eigin bækur og annarra. En fyrir aila muni: Takiö hæfilega mikiö mark á þeim. Niðurlag í næsta blaði ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.