Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1979, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1979, Blaðsíða 6
Páskana ber einn og vanl er uppá fyrata sunnudag eftir fyrstu tunglfyll- ingu eftir vorjafndægur, hvernig í veröldinni sem á pví kann aö standa. Enda pótt nokkra daga vanti enn uppá aó sjálf páskahelgin gangi í gard, eru áreiðanlega margir farnir að hlakka til pesa að geta slappað ærlega af og komizt burt frá prúg- andi veruleika hins daglega strits. Draumurinn um ánægjuríka páaka snýst hjá sumum um andstæðu frera og hafíss: Sólgylltar strendur, en aðrir leita pangað sem ekki aór í dökkan díl fyrir snjó. Stundum er rætt um helgidaga sem ofboðslega sóun og gjarnan nefnt til saman- burðar, að hinar og pessar pjóðir vinni á skírdag og annan í páskum, á uppstigningadag og annan í hvíta- sunnu. Auk pess höldum við sumar- daginn fyrsta hátíðlegan, sem er gamall og góður siður og leggst vonandi ekki af. Á bak við vandlætinguna ytir pessu stórfellda vinnutapi pjóðar- innar, býr oft einungis paö, að mörgum dauðleiðist að eiga frí pótt undarlegt megi virðast. Vinnan er orðin vani, sem erfitt er að slíta sig frá og pví miður er alltof oft pá dapurlegu sögu að segja, að heima fyrir er ekkert við að vera annað en að liggja uppí sófa og horfa útí loftið. Áhugi á einhverskonar sporti til iðkunar í tómstundum hefur aldrei verið fyrir hendi, bókalestur ekki á dagskrá, lítil löngun til ferðalaga, enginn áhugi á öllum peim viðburð- um og uppákomum í músík og myndlist, sem uppá er boðið, — ekki síst á hátíðum eins og páskum. Ugglaust pekkja allir fólk af pessu tagi; fólk sem allra hluta vegna gæti lifað miklu innihaldsríkara lífi: Fer aldrei í kvikmyndahús lengur, virðist ekki hafa auga fyrir margbreytileik náttúrunnar og fer ekki ótilneytt í gönguferðir að berja augum pau undur og stórmerki sem við blasa á hverri árstíð. Aldrei mundi petta fólk láta sér koma til hugar aö fara í síðdegiskaffi á Borginni á sunnudegi eða til að njóta útsýnis úr Stjörnu- salnum á Hótel Sögu. Aldrei mundi pví til hugar koma aö bregöa ærlega út af venjunni, sem hefur heljartak á öllu pess lífi og geröum. Aldrei kæmi til greina að hrista upp í grámusku hversdagslífsins með pví að fara í danstíma, iðka badminton, læra júdó eða golf og ekki mundi paö voga sér á skíöi. Hjá fólki af pessu tagi er allt heimilislíf skorðað í viðjar vanans; sama ýsan og sama ketið, matreitt á pann sama fátæklega og hugmynda- snauða máta, sem löngum hefur einkennt íslenzka matargerð. Óhugsandi væri aö brydda uppá einhverju nýnæmi, pó ekki væri nema ögn af rauðvíni eða hvítvíni með páskamatnum. Andlegt líf, ef hægt er að kalla pað pví nafni, miðast við að fletta og lesa fyrir- sagnir í dagblöðum og sitja rígnegld- ur yfir sjónvarpinu unz síðasta myndin hverfur at akjánum. Allt miðast við að vera viðtakandi, — láta mata sig. Það eina sem hægt er að taka sér fyrir hendur á eigin spýtur, er sunnudagabíltúrinn. Á sumrin er ekið í lest til Þingvalla, en forðast að koma útúr bílnum nema til pess eins að fá sér ís og kók í sjoppunni. Á vetrum er ekið út á Seltjarnarnes eða suður í Fjörð og allir geta nú ímyndað sér hvað petta er óskap- lega innihaldsríkt. Enginn skyldi vanmeta pað sem hægt er aö gera sér til upplyftingar innan fjögurra veggja heimilisins og að sjálfsögðu er uppskrift að ánægjulegri páskahelgi eða öðrum frídögum aungvan veginn fólgin í pví einu að vera sem minnst heima hjá sér. En blessað fólkið, sem leiðist allir pessir frídagar, hefur heldur ekki döngun í sér til pess að bjóða kunningjum heim í mat eða kaffi, ellegar bara til pess að spjalla saman, spila bridge, grípa í skák, eða annað sem hægt er að gera pegar maður hittir mann. — Æ, pað er svo dýrt að bjóða fólki heim, heyrir maður stundum og sá lífseigi misskilningur er ennpá við lýði, að veitingar séu paö sem máli akiptir. Það er sumsó ekki hægt að bjóða fólki heim uppá hlýlegt og gott viðmót, — og molakaffi, ellegar kannski fáeinar pönnukökur með pví og ekki ætti pað nú að klára neinn fjárhagslega né öðruvísi. Svo er pað kúnstin að geta verið einn meö sjálfum sér, — og notiö pess. Margir eiga sínar ánægjulegustu stundir heima fyrir, pegar peir hlusta á góða músík og af henni eru til óendanleg- ar námur. En peir sem áöur eru nefndir, eru pó sjaldnast par á meðal. Sóu peir inntir eftir ástæðum, er svarið oftast: Æ, ég hef ekki vit á músík. Rétt eins og músík só eitthvað, sem verður að hafa „vit“ á og sé handa sérfræðing- um. Svo spyr maður kannski: Hvers- vegna ekki pá að fá sór hest, ganga í Ferðafélagið, læra tungumál? — Æ, hestar eru nú svo dýrir og ég pekki aungvan í Ferðafélaginu og svo er maður orðinn of gamall til að læra tungumál. Ævinlega sami vælutónninn, kjarkleysiö og skortur á frumkvæði. Samt hef ég margtekið eftir pví, aö pes8i uppgjöf stendur ekki almennt í sambandi við efnahag. Þeir sem tilheyra sjálfum uppmælingaaðlinum eru parna á meðal ekki síður en láglaunamenn. Flestir munu einnig pekkja af eigin raun pað fólk, sem virðist lifa innihaldsríku og fjöl- breyttu lífi, prátt fyrir takmarkaðar tekjur. Kjarni málsins er aá, hvort maður vill lifa lífinu lifandi, ellegar taka sér pað eitt fyrir hendur að leggjast uppí sófa og láta sér leiðast, pegar tækifæri gefst til að láta til skarar skríða og gera eitthvað stórkostlegt og eftirminnilegt. Þarna er um að ræða pá fátækt, sem oft er verri en að vanta aura; hina nýju fátækt, sem eftir stendur, pegar allir hafa vel til hnífs og skeiðar og búa svo sem nógu glæsilega. En leiðinn er par daglegur gestur. Gísli Sigurðsson. Smásaga eftir Guðmund Björgvinsson Hávær hlátrasköll og glasaglaumur barst út á götuna og Rolling Stones skóku rúöurnar. Viö gengum upp bratt- ar tröppur og.stigum inn um hálfopnar dyr. Tóbaks og brennivínsilmur fyllti vitin. Eldhúsið lá beint inn af fordyrinu og þar athöfnuðu sig um átta manns. Enginn veitti okkur athygli nema hvað einn Ijóshærður náungi hrópaði: „Blessaöur gamli“ og sló þéttingsfast á öxl Úlfs. „Já margblessaður" svaraöi sá gamli glottandi og danglaði hrikalegri kruml- unni í hægra herðablaðið á félaganum sem hrökklaðst hóstandi inn í stofu. í því birtist Rósa með nokkur tóm glös í fanginu. „Nei þið hér! Drífiði ykkur inn og látiö greipar sópa um veigarnar“. Hún lék á alls oddi og gáskafullur glampi var í augunum. Mér fannst eins og hún hefði fríkkað stórum síðan ég sá hana síðast. Undir víðum kufli sem hún hafði brugðið yfir sig bylgjaðist holdið eins og hraunkvika og ég fann einkenni- legar tilfinningar þyrlast upp, einhvers konar blöndu af kynfýsn og mystískri upplifun. Við fórum inn í stofu. í gegnum bláa móðuna mátti greina nokkur andlit og ef vel var að gáö einn og einn búk. Saman viö annan ilm sem fyllti salinn blandaöist þarna táfýla og hasslykt. Á miðju gólfinu var borð þar sem skál meö þlóölituöum vökva hafði veriö komiö fyrir. Við renndum í glös. Það var lítiö um sæti en Úlfi tókst að smeygja sér í djúpan og þægilegan sófa milli tveggja kvenskörunga. Ég settist hins vegar á gamla kistu sem stóð út viö einn vegginn. Ég leit yfir söfnuðinn. Nokkur andlitin kannaðist ég við síöan úr menntaskóla, allt harösvíraöir kommar sem höföu eytt unglingsárum sínum í að selja Neistann í stórviðrum Austurstrætis. Ég tók eftir að Úlfur var kominn í djúpar samræöur viö annan kvenmanninn. Hann var greinilega aö segja eitthvað sem henni líkaði ekki því aö hún talaöi meö andköfum og baðaði út öllum öngum. Hann sat hins vegar hinn rólegasti og glotti illkvittnislega. í horninu gegnt mér voru þrír feitir menn meö pípur og ein mjó stúlka. Þau voru augsýnilega mjög fyndin því þau hlógu ákaft. Sérstaklega sá feitasti sem rak upp hinar ótrúlegustu rokur í hvert skipti sem einhver talaði. Mér á vinstri hönd sátu þrjár renglu- legar stúlkur og einn skeggjaöur maður hálfsokkinn í púöahaug sem lá á gólfinu upp viö vegginn. Hasspípan gekk stöð- ugt á milli þeirra. Þau virtust vera að ræöa um nýjustu straumana í eyrópskri heimspeki eöa áhrif existentialismans á þróun Suöur-Amerískra bókmennta, aö minsta kosti töluðu þau meö alvöru- þunga og upphöfnum ásjónum og yfir þeim hvíldi stóísk ró. Litlar sviptingar voru í umræöum þessum og liöu oft langar mínútur milli spakmælanna. Ljóshærö stúlka kom inn og settist á gólfið fyrir framan kistuna. I kjölfarið slafraði afvelta sláni sem ég kannaöist við úr K.F.U.M. Hann var óöara kominn í lárétta stööu og veltist fram og aftur um gólfið. Honum tókst með erfiöis- munum aö reisa sig upp á tvo fætur en seig samstundis niöur á alla fjóra. Þaö virtist vera hans náttúrulega staöa. Hann skreiö undir borðið og var langt ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.