Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1979, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1979, Blaðsíða 7
kominn meö aö fella allt um koll þegar fyndna stúlkan kom til bjargar og reisti vesalinginn á fætur. „Elskan" drafaöi hann og vaföi mjó- slegna dömuna örmum. Þau féllu sam- an í gólfiö, elskan undir og hann lagöist yfir hana með öllum sínum seigfljótandi vöövamassa. Hann umvafði hana eins og amaba. Elskan braust um og tókst meö erfiöismunum aö velta hrúgaldinu ofan af sér. Hún settist aftur. Vinurinn lá lengi í gólfinu og hugsaöi sitt ráö. Einhvern veginn tókst honum að koma sér á hreyfingu og nálgast heimspek- ingana. Hann lagðist yfir dömurnar þrjár og byrjaði aö þukla það sem hendi var næst. Án þess aö sýna merkjanleg svipbrigöi hristu þær hann af sér. Næst settist hann á gólfiö fyrir framan kistuna og tók utan um Ijóshæröu stúlkuna. „Heyröu — elskan ... það er nefni- lega þannig... sko — viö verðum aö standa saman, ekki satt?“ „Jú auövitað" sagöi stúlkan og brosti af móðurlegri hluttekningu. „Já, ég vissi aö þú mundir skilja mig“ sagöi hann og lagöi blautar varirnar á andlit hennar. Hún ýtti honum frá sér og þurrkaði með erminni. „Heyrðu — hérna ... ha“ „Ha ... ekki satt?“ „Ég held aö þú ættir aö leggja þig Böövar minn“. „Já elskan viö skulum leggja okkur. Hérna — eigum viö aö fara heim til mín.“ í þessu var kallað á Böövar innan úr eldhúsi og stúlkan losnaöi úr þessum heljargreipum. „Bíddu aðeins'1 sagöi Böövar og veltist inn í eldhús. Þaö var drukkið stíft og blóöskálin var endurfyllt. Rósa settist viö hliðina á mér og spuröi hvernig mér líkaði viö vini sína úr Frelsissamtökum alþýöunnar. „Jú, jú“, sagöi ég „þetta virðist vera helvíti hresst fólk“. Hún vaföi mig örmum og hvarf samstundis aftur inn í eldhús. , Þéttur maöur meö skegghýjung kom innan úr eldhúsi og tilkynnti háum rómi aö samkvæmt áreiöanlegum heimildum væri greindarvísitala íhaldsmanna aö meöaltali þrjásíu stigum lægri en vinstri manna. Það vill segja þar er komin raunvísindaleg skýring á þessu öllu saman ha ha ha. Þegar hann haföi flutt boöskap sinn fór hann rakleitt inn í eldhús aftur. Þaö virtist eiga sér staö einhver sérstök menningarstarfsemi í eldhúsinu. Stúlk- an meö Ijósa háriö settist á kistuna viö hliöina á mér. „Áttu eld“ spuröi hún og mundaöi pípuna. Ég þreifaði á öllum vösum og neitaöi. „Á einhver eld?“ hrópaöi hún yfir söfnuöinn. „Ég á nógan eld heima hjá mér“ sagöi einn hinna fyndnu. „Eigum vjð ekki aö fara og ná í hann ha ha ha“. í sama bili kom kveikjari fljúgandi og máliö leyst- ist. „Heyröu kannast ég ekki viö þig“ spuröi hún þegar henni haföi tekist aö ná góöri gióö í pípuna. Jú ég var ekki frá því aö viö höföum veriö saman í tíu ára bekk. „Margrét ekki satt?“ „Jú jú“. „Hvað ertu aö sýsla þessa dagana?" „Ég er í félagsfræöi og sögu, var aö Ijúka BA ritgeröinni og býst viö aö klára í haust. Hvaö meö þig?" „Ja ... ég byrjaöi í bókmenntasögu en hef aðallega veriö aö hlusta á útvarpiö síöastliöin þrjú ár“. Hún virtist ekki kippa sér upp viö þessar upp- lýsingar og sleppti því aö spyrja á hverju ég liföi. „Hvað skyldi vera oröið um þetta fólk sem vár meö okkur í tíu ára bekk?“ Ég kannaöist ekki viö neinn lengur nema hvaö ég haföi heyrt aö Baldvin og Jón höföu farið til Indlands og aldrei komiö aftur. Sennilega giftst innfæddum, gengiö í klaustur eöa eitthvaö þaöan af verra. Hún gat upplýst aö Halldór Bjé heföi frelsast inn í einhvern órólegan söfnuð og væri farinn aö gera krafta- verk. Hann haföi víst alltaf veriö veikur á svellinu greyjiö. Þar fyrir utan höföum viö hvorugt hugmynd um afdrif annarra meölima tíu ára F í Laugarhólsskóla 1964. Samtal Úlfs og kvenskörungsins hafði verið æöi viöburöaríkt. Um tíma var allt útlit fyrir að kæmi til handalög- mála milli þeirra en nú virtust þau vera orðnir hinir bestu vinir og daman horföi aödáunaraugum á hann þegar hann talaöi. Hún brosti sínu blíðasta og sagöi eitthvaö. Um leiö stóöu þau upp og gengu út úr stofunni. Hann gaut augun- um til mín og glotti og þau hurfu. „Þekkiröu karlinn?" spuröi Margrét. „Ég kannast við hann. Þetta er pabbi hennar Rósu." Vinalegur drjóli kom fram á sjónar- sviðiö og byrjaöi aö fitla vinnukonugrip- in á gítar. Þetta hlaut frábærar undir- tektir viðstaddra og kraftmikill söngur upphófst. Ýmsar perlur úr óskalaga- þætti sjúklinga upptendruöu staöinn og vöktu í brjóstum manna hugljúfar minningar um gegnsósa útilegur og svitastorkin samkvæmi. Nokkrir komu innan úr eldhúsi og tóku þátt í gleö- skapnum. Rósa settist í sófann og skeggjaður risi viö hliöina á henni. Hún var náttúrulegur söngvari og liföi sig uppljómuð í sönginn. Smám saman færöist meira alvara í lagavaliö og „Áfram kristmenn krossmenn . . .“ var kyrjaö af miklum eldmóöi. Þegar krist- indómnum haföi verið gerö viöeigandi skil var fariö yfir í sósíalismann og „Internasjónalinn" var sunginn þrisvar. Allir reiddu krepptan hnefann á loft og augun skutu rauöglóandi gneistum. Söngstyrkurinn jókst jafnt og þétt og náöi ærandi hámarki þegar allir hróp- uöu himinlifandi: „Deutschland Deutschland uber alles uber alles in der welt... o.s.frv.“ Þegar söngurinn var enn í algleymingi kom þjóökunn val- kyrja æöandi innan úr eldhúsi og hrópaöi: „Hættiöi djöfulsins fávitarnir ykkar." Hún var rauðþrútin í andliti og augun loguöu. Menn ráku upp skelli- hlátur og héldu áfram aö þruma söng- inn góöa. „Eruð þiö orðin brjáluö“ öskraði hún og var aö missa tökin á tilfinningum sínum. „Hvaö er eiginlega aö gerast hérna. Geriði ykkur grein fyrir að meö þennan söng í eyrum voru tugir milljóna saklausra manna drepnir á viöbjóösleg- an hátt“. Þaö sljákkaöi aöeins í mönnum þegar Ijóst var aö konunni var alvara. „Þetta er nú bara saklaust grín," sagöi einhver. „Mér er andskotans sama. Syngiöi þetta fyrir gyöinga og segiö þeim að þetta sé bara saklaust grín." Hún brotnaöi saman og hljóp hrínandi inn í eldhús. Vandræðaleg þögn lagöist yfir hópinn og menn byrjuðu að tínast út. „Klukkan er aö veröa fjögur, best aö fara aö koma sér“. Þegar hálft liöiö haföi yfirgefiö staö- inn færöist aftur eðlileg ró yfir mann- skapinn. Margrét gekk aö plötuspilar- anum og setti Santana undir nálina. „She’s a black magic woman ..fyllti stofuna og skapaöi leyndardómsfulla stemmningu. Ég þurfti aö míga og leitaöi upp klósettiö. Þegar ég gekk í gegnum eldhúsiö stumraöi Rósa yfir niðurbrotinni valkyrjunni og réyndi aö sefa hana. Inni á klósettinu lá Böövar í ælu sinni og svaf. Lyktin var engu lík og ég lokaöi samstundis. Þaö varö úr aö ég fór út og meig utan í húsiö. Hvílíkur léttir. Ég teygaöi aö mér tært loftið og hélt síöan aftur inn í svæluna. Margrét haföi komiö sé fyrir í sófanum og ég settist viö hliöina á henni. Máttleysi setti svip sinn á andrúmsloftið. Feiti maöur- inn meö hrossahláturinn var sofnaður úti í horni og hraut. Nokkurir röfluöu út í loftið aö því er næst varð komist í rökræöum viö drottinn allsherjar. Heim- spekingarnir stóöu á miöju gólfi og hreyföu sig dulspekilega í takt viö útfjólubláa tónlistina. Hreyfingarnar voru mjúkar og loftkenndar eins og þau svifu í lausu lofti. Einhverjir héldu sig fast viö eldhúsiö þar á meðal Rósa. Tíminn leiö. Margrét staröi inn í bláa móöuna niöursokkin í sefjandi tónlist- ina. Rósa gekk í gegnum stofuna og skeggjaöi risinn í humátt á eftir. Þau hurfu inn svefnherbergisganginn. Ég fékk herping í magann og þaö sauö í hausnum á mér. Mér varö óglatt. Ég var á valdi tilfinningaumbrota sem ég hafði ekki einusinni hugmynd um aö væru til. Ég reyndi aö þvinga skynsemina til aö ná yfirhöndinni aftur en óútreiknanlegir straumar hrifu mig meö sér. Það var styrjöld í hausnum á mér. Hvaö var aö gerast? var ég aö veröa vitlaus? Ég sá fyrir mér ákafan ástarleik þeirra og þaö var eins og rýtingi væri snúiö í brjóstholi mínu. Hvaöa djöfulsins hugsanir eru þetta eiginlega? Ég reyndi aö hlæja aö sjálfum mér. Fólkið tíndist út og brátt voru engin eftir nema Margrét, ég og hinir dauöu. „Eigum viö ekki aö fara?“ sagöi hún. Mér var litiö á hana og sá aö hún haföi mjög geöfelldan prófíl, allt aö því fallegan. Ósjálfrátt var ég farinn aö bera hana saman viö Rósu og átti erfitt meö að gera upp viö mig hvor hefði sterkari áhrif á mig. Viö risum upp og yfirgáfum staöinn. Uti var logn og stjörnubjartur himinn. Hún hjúfraði sig upp aö mér og ég tók utan um axlirnar á henni. Viö gengum þegjandi niður götuna. „Eigum við að fara heim til þín?" spurði hún. „Þaö er víst ekki hægt, ég gleymdi helvítis lyklunum heima." Þaö var löng þögn. Ég var meö allan hugann viö Rósu sem nú var sennilega í miöri fullnægingu. „Ef þú hefur enga lykla hvar ætlaröu þá að sofa í nótt?" „Sko...“ sagöi ég og reyndi aö upphugsa einhverja leið til aö fá rök- rænt samhengi í það sem ég var aö segja. „Þaö er nefnilega þannig aö ég bý með konu og fer semsagt heim til hennar.“ Þetta var allt saman hauga lygi. Ég bjó ekki meö neinni konu og í vasanum voru allir lyklar á sínum staö. Ég gat bara ekki hugsað mér aö fara meö henni i rúmiö eins og á stóö þó svo aö ég væri allur af vilja gerður. Eitthvað dularfullt máttleysi haföi heltekiö mig og ég haföi þörf fyrir aö vera einn meö sjálfum mér. Hún sagöi ekkert. Leigubíll kom akandi á móti okkur upp götuna. Hún gaf honum merki um aö stöðva. „Ég segi þá bara bless," sagöi ég og hugöist hverfa. „Nei, komdu meö í bílnum," sagöi hún og togaði í mig. Viö settumst í plastbólstruöu sætin. Ég gaf upp eitt- hvaö heimilisfang og bíllinn ók af staö. Hún fór aö róta í veskinu sínu og dró fram blaö og blýant. „Hérna," sagöi hún og rétti mér blaöiö eftir aö hafa krotað nafn sitt og heimilisfang. „Haföu samband vjö mig viö tæki- færi". Bíllinn stansaöi fyrir framan hús sem ég haföi aldrei séö áöur. Viö kvöddumst og ég steig út. Bíllinn hvarf. Ég stóö einn eftir á götunni meö hendur í vösum og hlustaöi á þögnina. Allt var hreyfing- arlaust. Jafnvel Ijósastautarnir stóöu grafkyrrir. Ég horfði upp í loftiö og gekk af staö. Þarna var karlsvagninn, stein- geitin og pólstjarnan eöa hvaö þetta heitir allt saman. Ég gat ómögulega skiliö hvers vegna skáldin hafa svona mikiö dálæti á stjörnunum. Þær hanga þarna í sinni fáránlegu ringulreiö og undirstrika meira en nokkuö annað óendanlegt tilgangsleysi tilverunnar. Ég horföi ofan í malbikiö og gekk áfram. Mynd eftir höfundinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.