Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1979, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1979, Blaðsíða 8
Frá Hvítanesi blasa við fjöllin i Snæijallaströnd. LIFIÐ A SINAR BJÖRTU HLIÐAR ÍSKÖTUFIRÐI Þuríður J. Arnadóttir ræðir við ung hjón SIGRIÐI HAFLIÐADÓTTUR og KRISTJÁN KRISTJANSSON á Hvítanesi, sem haía kosið sér búsetu ínánast eyddu hyggðarlagi. ® Til eru pau byggðarlög á íslandi, sem landfræðiÞekking fólks úr öorum landshlutum nœr lítt eöa ekki til. Þetta kemur best í Ijós Þegar feröafólk leggur leið sína um landið í sumarleyf- um, eða fjölmiðlar beina sviðsljósi að afskekktum og strjálbýlum byggðum, Þar sem fólk heyr sína lífsbaráttu af sömu elju og hinir sem í Þéttbýli búa. Hér verður sagt frá stuttri viödvöl í einu af Þeim byggðarlögum, sem ekki eru daglega á hvers manns vörum, en Það er Skötufjörður við ísafjarðardjúp. Samgöngur og strjálbýli Sem kunnugt er hefur á síöustu áratugum veriö kappkostaö aö tengja vel flestar byggöir landsins til sjávar og innsveita viö vegakerfi á landi. Hafa heyrst þær raddir, aö þar hafi á stundum veriö unniö meira af kappi en hagsýni, samanber þá meinkímnu full- yröingu, aö sumstaðar hafi tekist aö Ijúka vegagerö rétt í tæka tíö fyrír síöustu íbúana aö aka alfarnir í burtu. Mun þessu m.a. hafa veriö beint aö einhverjum byggöum á Vestfjaröa- kjálkanum. Hvort sem þetta er tekið bókstaflega eöa ekki, þá liggur akvegur á því landshorni víöa um blómlegar og sumarfagrar sveitir, sem áður voru allþéttbýlar en eru nú aö mestu eöa öllu eyddar aö byggö. En akvegir liggja þar um og þeim er haldiö opnum þann tíma árs sem kostur er bæöi fyrir samgöngur viö nærliggjandi byggöir og aöra lands- hluta og til yndisauka og fróöleiks feröafólki. Þannig þræöir inn-Ojúpsvegurinn, sem oft heyrist nefndur, fyrir einn fjaröarbotn af öðrum, fram hjá eyði- býlum meö tilheyrandi leyfum af búskaparmannvirkjum. Þótt landslag og gróöur á þessum slóöum sé aö ýmsu leyti einstætt og útsýniö stórbrotið, þá getur þessi ökuleiö oröið býsna ein- manaleg og jafnvel uggvænleg fyrir ferðamenn á einum bíl; ef eitthvað ber útaf er óvíst um aöstoð, ekki síst aö næturlagi í misjöfnu veðri. Þess vegna þótti undirritaöri harla traustvekjandi á síðastl. sumri, aö aka úr Hestfiröi inn í Skötufjörð og hitta þar fyrir byggt ból og vinalega hundgá í varpa. Og ekki spillti þaö öryggiskenndinni, aö koma auga á snyrtilega uppsettan hjólbaröa viö túnhliðið ásamt ábendingu til feröa- manna um aö hér á bæ væri slíka viðgerðaþjónustu að fá. Þessi bær reyndist vera Hvítanes en sá er annar af tveimur bæjum, sem enn eru í byggð þar í Skötufiröi. Fyrir okkur sem þarna vorúm á ferö, var um tvo vafasama kosti aö velja: aö gera heimilisfólkinu ónæöi svo síðla kvöids eða aka áfram undir nóttina í óvissu um hvar næst mundi aðstoð aö hafa. Fyrri kosturinn varð fyrir valinu og varð úr aö viö reistum tjald í tún- fætinum og gistum í skjóli af hlöönum réttarvegg á sjávarkambinum niður undan bænum. Ábúendur á Hvítanesi eru af yngri kynslóöinni Daginn eftir í björtu veðri gafst tækifæri aö litast um í Skötufiröi og inna nánar eftir högum fólks fyrr og nú í þessu nánast eydda byggöarlagi. Tvennt er það í svo fámennri byggö, sem vakiö gæti forvitni ferðamanns af öðru landshorni, annaö er hiö reisulega íbúöarhús á Hvítanesi og hitt, að ábúendur þar eru af yngri kynslóöinni, en oftast er þaö eldra fólkið, sem heldur í lengstu Jög tryggö viö afskekkta heimahaga. Þessi ungu hjón eru Kristján Kristjánsson og Sigríöur Haf- liöadóttir. Þótt þau hafi ekki sérstakan áhuga fyrir að „komast á prent" eins og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.