Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1979, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1979, Blaðsíða 9
Hjónin á Hvítanesi, Sigríður Hafliðadóttir og Kristján Kristjánsson ásamt sumardvalarstúlkunni Birnu Gísladóttur, lengst til vinstri og börnum sínum þremur, Haídísi Breiðfjörð, Guðrúnu Fjólu og Arnþóri Braga. Yngsta barnið á bænum var enn ófætt, þegar myndin var tekin. En pid hafid hér ágætt og stórt íbúðarhús miðað við pað sem gerist í sveitum: Er Þetta nýlegt hús? — Húsiö er byggt fyrir um 50 árum en þaö geröi Vernharður Einarsson, sem þá bjó í Hvítanesi, segir Kristján. En skömmu síöar hætti hann búskap og flutti til Reykjavíkur enda oröinn þá nokkuö viö aldur. Rétt eftir 1930 keypti ríkið jöröina og geröi aö prestsetri. Þá var þetta Ögur-prestakall. Nú hefur þeirri skipan veriö breytt og heyrir sóknin undir Vatnsfjaröar-prestakall ásamt 3 öörum hreppum, Nauteyrar- Reykjafjaröar- og Snæfjallahreppi. Séra Óli Ketilsson var hér prestur þar til um miöjan 5. áratuginn. Eftir þaö hefur jöröin verið leigö til ábúöar. Þótt þetta fimmtuga hús beri vott um stórhug á þeim tíma, sem þaö var byggt, þarf ekki aö undra aö mikilla endurbóta var þörf. Engar raflagnir voru þegar Kristján og Sigríður fluttu að Hvítanesi, ekki rennandi vatn og þess vegna ekki vatnssalerni. Vatninu þurfti aö dæla meö handafli. Sigríöur segist hafa oröiö að þvo þvottinn meö gamla laginu fyrsta áriö eins og hún mundi aö mamma hennar haföi gert áöur en rafmagn kom aö Hafrafelli. En nú er komið rafmagn frá dísel-rafstöð, óvíst er hvort ríkisrafmagn er væntanlegt; en meö raf- og vatnslögn í húsiö sköpuöust skilyröi fyrir öll nauösynleg þægindi. Aö þessu hefur Kristján unniö sjálfur meö búskapnum. Auk þess hefur hann endurbætt og fært til nýtískulegra fyrirkomulags innanhúss, málað og klætt veggfóöri. Sjálfur hefur hann einnig smíðaö húsgögnin og veröur ekki annaö séö en þau séu vel og fagiega unnin. Þó er enn margt ógert og daginn áöur var hann aö setja tvöfalt gler í glugga á miöhæö hússins. Kristján segir aö fyrirrennari hans á Hvítanesi hafi veriö byrjaður á aö endurbæta Til vinstri: Illuti af hlöðnum grjótvegg við fbúðarhúsið í Litlabæ, sem nú erí eyði. Til hægri: Túnhliðið í Litlabæ og brot af hlöðnum grjótgörðum við bæinn. húsbóndinn kemst aö orði, leysa þau vinsamlega úr spurningum okkar yfir miödagskaffi á þeirra myndarlega og vistlega heimili. Kristján bóndi er heimamaður hér í Skötufiröi: — Ég er fæddur og uppalinn á Litlabæ en þaö er næsti bær viö Hvítanes. Þar er nú í eyöi þó íbúöar- húsiö sé þar enn uppi standandi. Foreldrar mínir, Kristján Finnbogason og Guöbjörg Jensdóttir bjuggu þar í nær 40 ár. Hann er líka fæddur og uppalinn í Litlabæ en móöir mín er ættuö af Snæfjallaströnd. Þau byrjuöu búskap í Litlabæ áriö 1930 og bjuggu þar til 1969 en þá fluttum viö hingaö aö Hvítanesi. Afi minn, Finnbogi Pétursson og Soffía amma mín bjuggu í Litlabæ í 30 ár. Þau fluttu þangaö rétt fyrir aldamótin og afi byggöi íbúöarhúsið, sem enn stendur. En þá var þar tvíbýli og byggöu þeir og bjuggu saman á jöröinni, afi og Guðfinnur Einarsson en hann var faöir Einars Guöfinnssonar á Bolungarvík. Nú nytjum viö jöröina meö Hvítanesi, þaö sem að gagni kemur; Landrýmiö var ekki stórt og segja má aö nú skorti þaö ekki hér í firðinum. Sigríður húsfreyja er aðflutt í byggöina: — Ég er frá Hafrafelli í Reykhóla- sveit, ólst þar upp en er þó aö nokkru leyti ættuö frá Djúpi. Guömundur Erlendsson, afi minn var ættaöur héöan og olst upp í Vigur til 12 ára aldurs hjá Mörtu ömmu sinni. Foreldrar mínir, Hulda Pálsdóttir og Hafliöi Breiöfjörð, bjuggu á Hafrafelli, en hann dó þegar ég var 3ja ára. Viö vorum sex systkinin og mamma bjó þar áfram og kom okkur upp. En tvíbýli var á Hafrafelli og afi og amma bjuggu á hinu búinu, ásamt syni sínum. Sigríður segir aö þau Kristján hafi kynnst þegar þau unnu bæöi viö skólann á Reykjanesi. 1969 hófu þau búskap á Hvítanesi. Þau eiga 4 börn; þaö elsta er 8 ára en yngsta barnið er á fyrsta ári: Hafdís Breiöfjörö er elst, þá Arnþór Bragi og Guörún Fjóla en yngstur er nokkurra mánaöa gamall sonur. Sigríöur segist kunna vel viö sig — en... — Ég kann vel viö umhverfið hérna, þaö er bæöi vinalegt og fallegt á sumrin, auövitaö mjög kuldalegt á veturna. En þetta er ólíkt því sem ég4tti aö venjast, afskekktara og samgöngur erfiðari. húsiö, en hann hafi svo tekið viö og haldiö verkinu áfram. — Eini ókosturinn viö aö hafa svo rúmgott hús, er mikill kyndingar- kostnaöur, segir hann. En þá kemur sér vel aö hafa nokkuð margt fólk í heimili, meö því verður olíustyrkurinn drýgri, þó lítill sé. Auk þeirra hjóna og barnanna eru foreldrar Kristjáns þar á heimilinu. Þau eru aldurhnigin en vel ern og heilsugóö. Trúlega kunna þau því vel að eyða ævikvöldinu á Hvítanesi en þaðan er varla fimm mínútna gangur aö Litlabæ. Má geta nærri aö þaö hafi orðið þeim gleöiefni, að Kristján, sem er yngstur af fimm börnum þeirra skyldi setjast aö á æskustöðvunum. Búskaparhættir í Skötu- firði fyrr og nú Hafa búskaparhættir og lífsafkoma breyst mikið frá pví sem áður var hér í byggðarlaginu? — Þaö byggðist meira á sjósókn fyrr á árum, en var mikið fariö að draga úr því á mínum unglingsárum, segir Kristján. Aö vísu sótti faðir minn nokkuð sjó þá, en þaö lagöist svo að mestu niður. Eftir 1950 snerist búskapur alveg til landbúnaöar. Hér sýnast vera mjög erfið ræktunarskilyrði, lítið undirlendi og mjög grýtt. Byggist búskapur á góðri fjárbeit? — Þaö var áöur, en nú orðið er lítið reiknað meö útbeit að vetri og þess vegna takmörk fyrir því hvaö hægt er aö stækka hér bú. Hvað gætir pú haft stórt bú? — Því er erfitt aö svara. Þaö hefur ekki veriö athugaö. Sennilega mætti þó auka þaö eitthvað frá því sem er, en enginn stórbúskapur gæti þaö oröiö. Okkar búfjáreign er um 200 fjár og 6 kýr. Afurðir af þessari bústærö skila ekki öörum hagnaöi en þeim, aö hægt er aö lifa sæmilega af því. Auk þess er þetta ríkisjörð og viss hlunnindi þar af. Fyrir tíu árum voru átta bæir byggðir í Skötufirði — nú tveir Kristján segir aö í Skötufirði hafi veriö all-fjölmennt fram að 1969. Á fimmta áratugnum, þegar hann man fyrst eftir, voru þar átta bæir og tvíbýli á sumum þeirra, þó ekki væri allstaöar búiö stórt. — Þessir bæir voru þá í byggö, segir hann: Hvítanes, Litlibær, Eyri, Kleifar, Borg og Kálfavík innar í firöinum og svo Hjallar, sem blasa viö hér beint á móti hinu megin viö fjöröinn, og þar eru nú okkar einu nágrannar í firðinum. Lengra út með þeim megin var Skarð, sem nú er einnig í eyöi. Fjórir aörir bæir voru fallnir úr ábúö þegar ég man eftir en þaö voru Markeyri, Gunnarseyri, Garður og Grund. En stærsta .útfalliö varö um 1969 þegar fjórir bæir lögöust í eyði um svipaö leyti. En hvenær komust pió í vegasam- band? — Þaö hefur veriö líklega 1972—‘73. En þá voru allir farnir nema frá þessum tveim bæjum, sem enn eru í ábúö. Hver var aðalástæðan til pess að fólk flutti í burtu? — Það áraöi fremur illa á þessum tíma, tekjur drógust saman af land- búnaði en sjósókn var alveg úr sögunni. Búfjáreign var aldrei mikil og ræktunar- skilyrði ekki fyrir hendi til aö stækka búin. Þá var iítils aö vænta um betri afkomu. Samgönguleysiö hefur svo átt sinn þátt í aö fólk kaus aö fara. Og þó vegurinn væri þá væntanlegur breytti þaö ekki afstööu fólks, sem á annað borö vildi breyta til. Samgönguleysi og einangrun Hvað um pau hjónin á Hvítanesi? Hafa pau ekki hugleitt að flytjast / burtu? Kristján hefur ekki ákveöið svar á reiöum höndum; hann segist ekki finna fyrir einangrun og samgönguhættir eru mun betri en þegar hann var aö alast upp á fimmta og sjötta áratugnum. Þá voru trillur eina samgöngutækiö til annarra byggöarlaga. Nú er þetta breytt aö minnsta kosti yfir sumar- tímann. Þaö er greinilegt aö Kristjáni er ekki kappsmál aö yfirgefa æsku- stöövarnar og búskapinn, láta í minni pokann fyrir óhagstæðum samgöngum og fámenni í nágrenninu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.