Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1979, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1979, Blaðsíða 12
Rætt við tvo upprennandi og efnilega tónlistarmenn Nú á dögum eru skipulögö vinnu- brögö og ástundun alltaf talin forsendur pess aö menn geti stundaö tónlistarnám til einhvers gildis. Þorsteinn Gauti Sigurösson pverbrýtur Þœr reglur; stundum snertir hann ekki nótnaboröiö í marga daga, sezt svo niöur og sökkvir sér í æfingar pá nmstu. Engu að síöur Þykir hann hafa óvenjugott vald á tjáningarleiðum flygilsins og er sagöur undrafljótur aö tileinka sér erfið verk sem vefjast lengi fyrir öörum. Á próftón- leikunum í Háskólabíói lék hann t.d. tvö verk, sem vegna byngdar hafa ekki verið flutt áður viö Tónlistarskólann, sónötu nr. 6 eftir Prokoffiev og Mefistó- valsinn eftir Liszt. Gauta lætur einmitt bezt að fást við erfiö rómantísk verk og svo nútímaverk, og píanóleikari sem heyrt hefur hann spila, lýsti stíl hans svo, aö hann kafaði fyrst og fremst ofan í eöli verksins, vandaöi jafnt til túlkunar sterkra sem fíngeröari pátta, en legöi minna upp úr gljáfægöu yfirborðinu. Hin fáu skref undrabarn- anna í skólann Við setjumst og ræöum tóniist. Gauti er ekki skrafhreyfinn og á oft erfitt með að svara þyngslalegum spurningum, sem flækjast loks í Ijósakrónum eða keyra beint í vegginn. ’En tónlistin í honum er söm og áöur. „Það er rétt,“ segir Gauti, „aö þegar ég sezt niöur til aö tala um músík, er þaö ekki sama músíkin og ég hef alizt upp meö. Þá fer maður bara út í einhverja vitsmunalega fantasíu sem losnar úr tengslum viö veruleikann. í rauninni veit ég ekkert, hvaö ég sæki í hana. Þaö má tala fræöilega um músík, en tilfinningum veröur aldrei lýst.“ Tilfinningarnar. Viö ræðum tónlist frá öllum hliöum og komum alltaf aftur aö þeim. Til dæmis þegar viö veltum fyrir okkur aðferöum manna viö æfingar. „Margir tónlistarmenn loka sig af í lengri tíma, æfa og æfa. Þá veröa þeir „teknikerar”, en leikur þeirra veröur sálarlaus. Viö fréttum af kóreönskum undrabörnum í New York, sem spila Paganini-etíöur kornung. En þau eru ekki orðin nógu tilfinningalega þroskuö fyrir þær, — þau eru kannski lokuð inni í einhverju húsi í New York og labba svo nokkur skref í skólann. Þaö er nefnilega nauðsynlegt aö öölast reynslu í gegnum fólk, svo maöur hafi eitthvaö aö segja. Ég held aö menn, sem reyna ekki mannleg samskipti, árekstra og tilfinningaleg sam- bönd, fari á mis við eitthvað sem setja má fram í músík.“ Sjáifur æfir Gauti sig sem fyrr segir í lotum. „Ég æfi mig mikið, 7 tíma á dag, ef ég er aö stefna aö einhverju sérstöku. Það er verra aö hafa ekkert takmark. En ég er aö fara aö taka mig í gegn, skipuleggja vinnuna. Þaö hefur reynzt vel áöur.“ En feröu þá ekki á mis viö eitthvað sem þú hefur nú? „Þaö held ég ekki. Tónistin er oröin þaö stór hluti af lífinu. Ef ég hlusta ekki á tónlist í þrjá daga, verð ég ómögulegur í skapinú." Sálarlaus flutningur fer mest í taugarnar á mér Þaö er skrýtið fyrirbæri, þegar einn maöur sezt viö svartan kassa fyrir framan hóp fólks, snýr ekki einu sinni aö áhorf- endum, en fer aö kalla fram ólíkustu hughrif meö þessum kassa. Hvernig tengist námiö þessari athöfn? „Meö námi og aukinni tækni meltist betur í mér, hvaö ég ætla að segja,“ segir Gauti. „Um leiö finn ég hvaö ég á auöveldara meö aö koma því fram. Ég held aö aöalmáliö sé aögeta stillt sjálfum sér út úr myndinni og hlustaö hlutlægt. Þaö er ekki nóg aö heyra þaö sem maöur vill heyra, — þaö erfiöasta er aö koma því sem maöur vill segja í gegnum píanóiö og út.“ „Þegar ég hlusta sjálfur á píanóleik, hlusta ég fyrst og fremst eftir því, hvort maöurinn hefur eitthvaö aö segja, og ef svo er, afsakar maöur feilnótur eins og hjá Gielels. Þaö sem fer mest í taugarnar á mér í píanóleik er sálarlaus flutningur. Á sama hátt hrífst ég af því, þegar menn leggja sjálfa sig á boröið og sýna ein- hverja skapgerö.“ Viö minntumst á, aö rómantísk tónlist og nútímatónlist lægi bezt viö Gauta. En af hverju ekki þessi svokallaöa klassíska tónlist? „Mér finnst ég fá mesta útrás meö því að leika rómantísk verk og nútímaverk, ná mestri tjáningu.“ svarar hann. „Kannski er ég rómantískur í mér.“ í hillum eru bækur um yoga og hvers- kyns íhugun, en einnig bókmenntaverk. Gauti jánkar því aö hann lesi mikiö. Hvaða manngerö í bókmenntum hann hrífist einkum af? „Þeirri innhverfu,“ svarar hann eftir nokkra umhugsun. „Jú, ég er líklega fremur innhverfur líka... „Með námi og aukinni tækni meltist betur ímér, hvað ég ætla að segja.u Maður er ekki að byggja upp einhverja spennu í strætó Píanókennari sagöi undirrituöum á dögunum, aö menn ræddu nú um þaö að hjá ungum píanónemum væri aö vakna á ný áhugi á rómantískum tónskáldum, sem andsvar viö þaö sem hann kalíaöi stöölun og mekanisma nútímans. Þar væri Gauti gott dæmi. Þessi áhugi beindist m.a. aö mönnum eins og Skrjabin og Rach- maninov, sem eldri kynslóöir heföu fengiö sig fullsaddar á úr væmnum Hollywood- myndum þess tíma. Hvaö segir Gauti? „Rachmaninov er alls ekki væminn," © Kannski er ég rómantískur í mér segir Þorsteinn Gauti píanóleikari k „Ég held það sé a/tur að koma bylgja með að tjá sig tilfinningalega / tónlist- inni.ú segir hann. „Verk hans eru karlmannleg, sterk og stór í sniöum.“ „Ég umgengst annars lítiö aöra píanó- nemendur og á svolítiö erfitt meö aö svara þessu, en ég held allavega aö þaö sé aftur komin bylgja meö að tjá sig tilfinningalega í tónlistinni, enda hafa svo margir náö upp í þær auknu tæknikröfur sem geröar hafa veriö og vekja ekki athygli fyrir þaö eitt.“ „Annars er þaö hreinlega ekki í tízku aö sýna tilfinningar. Menn reyna sífellt aö vera kaldir og gefa ekki höggstaö á sér. Jú, þetta á líka viö um sjálfan mig, ég hef eins og aörir alizt upp í þessum hugsunar- hætti. Ég held aö píanóið hjálpi mér aö fá útrás, og ef ég væri ekki í músík væri ég ábyggilega óþolandi í umgengni. En viö getum samt varla borið saman þessar tvær geröir tilfinninga. Maöur er ekki aö byggja upp spennu eöa aö reyna aö ná einhverjum hápunkti úti á götu eöa í strætó." Það er skemmtilegra að fá tómatana en ekkert Gauti sezt litla stund viö flygilinn, sem hefur lagt undir sig allt herbergiö hans, og meö fyrstu tónum rennur af honum allt óöryggi. „Ég hef heyrt aö ég viröist laus viö alla taugaspennu á tónleikum. Þaö er alger vitleysa. Maöur veröur svo vakandi, var viö sjálfan sig, frammi fyrir öllu þessu fólki.“ „Ég hef lent í mjög ólíku andrúmslofti á tónleikum. Erfiöast er aö spila í hlutlausu andrúmslofti, þar sem maöur finnur hvorki jákvæöa né neikvæöa strauma. Þaö er skemmtilegra aö fá tómata framan í sig en ekkert. — Annars finnst mér sviösframkoma í klassískri tónlist allt of þvinguö, — Þaö myndast svo ofsalegt bil á milli flytjenda og áheyrenda.“ Þaö líöur á nóttina, en Gauti er hinn brattasti. Hann vaknaöi líka seint í morgun. „Fólk heldur aö maður só einhver munkur. En ég fer á böll og skemmti mér eins og aörir.“ Sem fyrr segir, er þaö ekki vanalegt aö menn nái svo miklu valdi á píanóleik nema meö miklu skipulagi. Ég hringi í Gauta nokkrum dögum síöar og spyr þá, hvort hann sé byrjaöur að skipuleggja æfingatíma sinn. „Þaö byrjar á morgun.“ svarar hann ... HHH.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.