Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1979, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1979, Blaðsíða 4
HÁSKÓLANÁM OG UNDIRBÚNIN GUR Spurning Lesbökar: Finnstþérnemendur viö Höskölann lakar undirbúnir nu enöður? VilhjölmurG.Skúlason prófessor: Hiklaust hœgt aö segja aö nemendurkomi verr undirbúnir Því miöur verð ég aö svara þessari spurningu hiklaust á þann veg, að nemendur komi verr undirbúnir und- ir háskólanám nú en áöur, þegar á heildina er litið. Með svari mínu og samanburði er haföur í huga mögu- leiki nemenda á að halda snurðu- laust áfram námi og sú breyting, sem orðið hefur á undirbúningi á lægri skólastigum og kennslu á háskóla- stigi. Mjög erfitt er að færa töluleg rök fyrir svarinu, enda verður það ekki gert, þar eð nákvæmur mæli- kvarði er ekki til. Nú kynni einhver að segja, aö alltént væri þó hægt að bera saman einkimnir hinna ýmsu árganga og það ekkert síður þó að mismunandi kvarðar væru notaðir, þar eð samanburðargrundvöllur sé til. En annmarkar slíks samanburöar eru svo augljósir, sem koma fram meðal annars í mismunandi náms- Verkleg æfing í verkfræði. efni, námskröfum og námsmati frá einu ári til annars, að þeir eru þegar af þeirri ástæðu ónothæfir. Ég mun því rökstyðja það svar, sem ég hefði óskaö aö geta svaraö á betri veg, með öörum hætti. Geri ég það til þess að bæta megi nokkra þá galla, sem ég tel vera frumorsök vandans, ef þeir, sem þessum málum stjórna telja ábendingar mínar hafa við rök aö styöjast. „Lengi býr að fyrstu gerð“ segir gamalt máltæki og eitt er víst, aö menntabrautin, hvort sem hún verö- ur lengri eða skemmri, hefst snemma og tekur í raun aldrei enda. Þær stofnanir, sem taka við ung- mennum á þroska og mótunarskeiði, bera því mikla ábyrgð, sem oft er tíundað og allir hljóta að vera sammála um. Á grunnskólastigi tel ég, að sumt, sem átti aö verða til bóta, hafi af ýmsum ástæðum orðið svo áberandi til hins gagnstæða, að það hafi blasað bæði viö kennurum og nemendum og dregið úr þeim kjark og dug, sem hvoru tveggja er í raun aflgjafi alls náms. Mér er minnisstæð mengjakennsla, sem átti að vera stökkbreyting í framfaraátt, en varð að flestra dómi til hins verra og reyndar hafa ekki mér vitanlega verið gerðar heiðarlegar tilraunir til þess aö bæta það tjón, sem illa undirbúin mengjakennsla varð bæði fyrir kennara og nemendur. Margs konar tilraunakennsla, sem margir prísa, á aö mínu mati engan rétt á sér í venjulegum grunnskóla og mætti segja mér, að hún gerði margfalt meira ógagn en margur gerir sér grein fyrir. Eg óttast einnig mjög þatáherzlu, sem lögð er á hópvinnu og sérhæfingu í grunnsk- óla, hið fyrra vegna þess, að hópv- inna býður upp á þá hættu, að þeir, sem hafa frumkvæöið verði of yfir- gnæfandi bæði framkvæmdalega og andlega á kostnað hinna og hið síðara vegna þess, að ég tel, að í grunnskóla eigi nemendur að leggja grundvöll að því námi, sem framund- an er með öflun nauösynlegra staðr- eynda og öðlast yfirsýn, en að sérhæfing itatvinnuaugnamiði eigi að koma síðar.Auk þess byggir þessi kennsla, ef hún á að vera annað en nafnið tómt, á samvinnu við atvinn- ufyrirtæki, sem hæpið er að treysta til langframa einfaldlega vegna þeirr- ar röskunar í rekstri, sem jafnvel lítið kennsluhlutverk hlýtur að valda atvinnufyrirtækjum og stofnunum. Sú breyting, sem orðið hefur á námi í þeim framhaldsskólum, er lýkur með stúdentsprófi, hefur einnig orðið mjög mikil á síðustu áratugum meö afdrifaríkum afleiðingum. Ég verð aö viöurkenna, að ég hef aldrei nálgast þaö aö skilja þann áróður, sem haldið hefur verið uppi fyrir því, að ákveðinn hluti af árgangi íslenzks æskufólks þurfi að taka stúdentspróf eins og jafnaldrar þeirra itöðrum löndum, frekar en annað fram- haldsskóla eða sérskólapróf. Ég stendst ekki þá freistingu að lýsa því yfir, að þessi sífelldi, gagnrýnislausi samanburður íslendinga við útlönd er af margvíslegum ástæðum út í hött. Þegar árið 1923 var Þórbergur Þóröarson búinn að átta sig á þessum veikleika íslendinga, sem því miður vírðist ekki hafá minnkað, er hann segir: „Sennilega eiga nú sumir hægara með að átta sig á kenningu minni, úr því að þeir hafa fengið hana staðfesta af útlendingi, sem þar að auki heitir Maxim Gorki". Þegar slíkt berst í tal, dettur mér alltaf í hug spurning góös og heim- spekilega þenkjandi kennara míns, sem mér finnst skynsamlegri og nauðsynlegri með hverjum deginum sem líður, en hún er þannig: „Hver er forsenda fyrir því, að hægt sé að bera saman?“ og svarið er „að það sé sambærilegt“. Við gerum allt of mikiö af því að bera saman ýmislegt, sem ekki er sambærilegt með vof- veiflegum afleiðingum. Ég tel, að þessi áróður og niður- felling landsprófs hafi lækkaö þær kröfur, sem gerðar eru til þeirra, er ganga til stúdentsprófs. Mjög lágar einkunnir eru miklu algengari en áöur og undirbúningi allt of margra er stórlega ábótavant. Þetta kemur meðal annars til af því, að nemend- um hefur ekki verið komiö í skilning um, að allt nám, sem stundað er af alúö og meö viðhlítandi árangri, er mikil vinna, aö venjulegur vinnudag- ur er ekki nægilegur til þess að sinna því á því tímabili, sem er til ráðstöf- unar. Þetta getur að sjálfsögu leitt til þess, að kröfur í háskólanám veröi minnkaðar og í framhaldi af því, að Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.