Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1979, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1979, Blaðsíða 5
Fyrirlestur í stærðfræði á 1. ári. I I \ ! & i mMi! } íi \Æj mmm IHfj | 1 LLL ÞórirKr. Þörðarson prðfessor: Meðalmennskan er að verða regla dagsins Mín reynsla er sú, aö þegar ég kom aö Háskólanum haustið 1954, kom þaö stúdentunum í opna skjöldu, aö ég beindi til þeirra spurningum um þeirra eigin atstööu, óháöa fyrirlestrum mínum og kennslubókum. Nú taka stúdentar þaö hins vegar sem gefinn hlut, aö viö kennarar í guöfræöideild hvetjum stúd- entana til frjálsrar, akademískrar athug- unar á hverju máli og ætlumst til þess, aö þeir hafi persónulega skoöun á málefn- um. Þetta er mikil breyting á 25 árum. Þegar viö héldum ráöstefnu um stúd- entsmenntunina á vegum Frjálsrar menn- ingar fyrir rúmum 20 árum, tóku þátt í henni rektorar menntaskólanna og fjöl- margir tungumálakennarar. Viö vorum öll sammála um þaö, aö draga bæri úr hinum miklu kröfum í tungumálum í máladeildum, en stefna í meira nám í menningarsögu, heimspeki og ööru slíku. Þessi stefna hefur verið framkvæmd, og þótt stúdentsprófið sé öðruvísi en þaö áöur var, og þótt maöur sakni tungu- málafærni „görnlu" stúdentanna og finn- ist þaö jafnvel „skrítiö" aö hafa stúdenta í guöfræöi, sem kunna ekki latínu, þá veröur ekki á allt kosiö. Menntaskólarnir hafa riöiö á vaöiö um sjálfstæöa menntun nemandans, og meö ritgeröasmíö og umræöum efla þeir sjálfstæöa skoöanamyndun nemenda sinna. Ég tek eftir þessari breytingu hjá nemendum guöfræöideildar (en yfirleitt fáum viö úrvals nemendur til okkar) Ég fagna þessari breytingu heils hugar. Fyrir öllu er aö efla frjálsa, akademíska rannsókn og „opna“, sjálfstæöa skoö- anamyndun við umræður. Annaö er svo hitt, aö menntaskólunum er gert erfitt um vik aö framkvæma þessa nýju stefnu sökum þess, aö síaukinn fjöldi streymir til þeirra, og þeim reynist erfitt aö miöa viö hiö „gamla“ markmiö „gamla“ stúdentsprófsins, að menn skuli skara fram úr í menntun og vísindum, er þeir veröa stúdentar. Meöalmennskan er aö veröa regla dagsins, og stúdentar háskólans eru ekki alveg blá-saklausir í þessu efni, þar sem fulltrúar þeirra í svonefndri „kjarabaráttu" hafa í mín eyru talaö gegn því, aö ströng skilyrði séu sett fyrir því, aö menn hefji nám í háskóla, er tryggi gæöi námsafkastanna. Þjóöfélagiö þarf sjálft aö taka hér í taumana og segja viö unga fólkiö: Viö viljum ekki halda uppi skólum ykkar nema þar nemi aöeins þeir, sem vilja viöurkenna, aö hátt mark skuli sett og stefnt aö afrekum á sviöi mennta og vísinda, en hugsjón meðalmennskunnar sé útlæg gjör. Þórir Einarsson pröfessor: Þjöðfélagslegur þrýstingur veld- urslakaöað- gangskröfum Á undanförnum árum hafa læöst að mönnum grunsemdir um aö stúdentar séu ver búnir undir háskólanám en áöur. Tvær vísbendingar stefna í þessa átt: Lækkandi meöaleinkunnir á stúdents- prófi og há og jafnvel hækkandi fallpró- senta í háskólanum, á fyrsta ári 30—50% eftir háskóladeildum. Eitt er aö minnsta kosti víst. Stúdentar eru nú ööru vísi búnir undir háskólanám, ef litið er til hins óbrigðula eigin ungdæmis. Nám neðan háskóla hefur tekiö verulegum breyting- um á undanförnum áratugum. Tvennt ber þar hæst aö mínu mati: Slaknað hefur á aögangskröfum og fjölbreytni í námsvali aukizt. Slakinn á aögangskröfum er til oröinn vegna þjóöfélagslegs þrýstings. Foreldrar vilja taka út batnandi lífskjör meö því að gefa börnum sínum kost á lengri skóla- göngu. Bóknámið er ódýrast og nýtur mestrar viröingar. Hindrunum eins og landsprófi er bægt frá. Segja má, aö þaö hafi fallið á prófi þjóðarinnar. Meö auknum slaka viröist námiö sjálft hins vegar verða nemendum hlutfallslega minna viröi. Það er orðið ódýrara mælt í fyrirhöfn og svita en notadrýgra til aö uppfylla aörar þarfir, einkum ýmis til- brigöi félagsþarfarinnar. Yfirmáta fróð- leiksfúsir og kappsfuliir nemendur hafa alltaf veriö í minni hluta og meiri hlutinn tekiö hagsýna og útreiknandi afstööu til námsins. Munurinn er sá, aö áöur voru keppnismörkin hærri og endanlegur til- gangur námsins Ijósari. Nú virðist sá hópur hafa stækkaö, sem venst því aö leggja ekki meira á sig en nauösynlegt er til aö komast á milli bekkja og skóla og Framhald á hls. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.