Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1979, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1979, Blaðsíða 6
Þjöðfélagsleg- urþrýstingur kann ekki annað verklag, þegar í háskóla er komiö. Sjónarmiö framtíðar víkja fyrir sjónarmiöum nútíðar. Er nokkuö eöli- legra í veröbólguþjóöfélagi? Hin breytingin sem orðiö hefur á menntaskólanámi er aukin fjölbreytni í námsvali og jafnframt meiri sérhæfing hvers nemanda á grundvelli eigin vals. Áöur þekktust þrjár meginleiöir á menntaskólastigi: Máladeildir og stærö- fræöideildir menntaskólanna og lær- dómsdeild verzlunarskólans. Val milli þessara leiöa setti námsvali í háskóla nokkur takmörk. Stærðfræðideildarstúd- entar áttu erfitt meö tungumálanám í háskóla og máladelldarstúdentar og verzlunarskólastúdentar komust ekki inn í verkfræöinám hér heima, því aö þar var krafizt einkunnamarka í raunvísinda- greinum á stúdentsprófi. Aörar greinar, t.d. lögfræöi, læknisfræöi og viöskipta- fræöi skipulögöu námiö þannig, aö for- kunnátta í sérstökum greinum var óþörf. Allar tegundir stúdentsprófs voru jafn réttháar. Sérgreining menntaskólanáms í dag er hins vegar eftir nýmálum, fornmálum, eðlisfræði, náttúrufræöi, félagsfræöi og viöskiptagreinum. Nýtt námsefni hefur í mörgum tilvikum veriö sótt ofan af háskólastigi. Sumir menntaskólarnir hafa svipaöa deildaskiptingu og háskólinn og eru í síðasta bekk komnir meö svipaö námsefni og finna má í háskólanum. Þar eru þeir nánast orönir vasaútgáfa af háskóla. Þessi sérhæfing fylgdi í kjölfar aukinnar aösóknar aö menntaskólanámi. Sjálfsagt hafa forystumenn skólanna viljaö styrkja samkeppnishæfni nemenda sinna og aukiö framboð hæfra kennara hefur haft sitt aö segja. Helzta skýringin er þó að mínu mati sú aö hún sé svar viö dvínandi námsáhuga hins aukna fjölda nemenda og óljósara tilgangs þeirra meö náminu. Fátt hvetur meira til dugnaðar en eigin ákvaröanir og ábyrgð á afleiöingum þeirra. Að þessu leyti til er sérhæfing og valkerfi menntaskólanna rökrétt og eöli- leg afleiöing breyttra aöstæöna. Vandinn er einungis sá aö sérhæfingin nýtist nemanda bezt, ef hann hefur skýrar hugmyndir um háskólanámiö, en þær veröa þá aö mótast fyrr en áöur. í reynd ræðst valið oft af aðstæöum líöandi stundar og ytri áhrifavöldum eins og vinum, kennurum og foreldrum. Varlegar ályktanir út frá þessum hug- leiðingum eru þessar: Slakinn, sem myndast viö upphaf menntaskólakerfis- ins leiöir aö ööru jöfnu til verri undirbún- ings til háskólanáms. Þeir nemendur, sem velja háskólanám í samræmi viö sérhæfingu í menntaskóla eru aö ööru jöfnu betur búnir undir háskólanám. Hjá þeim sem misræmis gætir er undirbún- ingur að ööru jöfnu verri. I kjölfar þeirra breytinga sem oröiö hafa á menntaskólanámi situr háskólinn uppi meö tvö vandamál. Annaö er hin háa brottfallsprósenta, sem er sóun á tíma og tilfinningum þeirra sem hana fylla. Hitt er aö háskólinn situr uppi með kennslu- greinar sem orönar eru aö menntaskóla- námi, þar sem þær má finna í ýmsum valsviðum þess. Þar meö er forskot þeirra sem betur eru búnir undir háskóla- námiö aö engu gert í tíma heldur ein- göngu í álagi meöan aörir fara í gegnum forskotsnám þeirra. Ef þessi þróun ágerist liggur beinast viö aö hver deild taki upp inntökuskilyröi og tilgreini það sérhæföa námsefni, sem stúdent beri aö hafa lokiö í menntaskóla. Þar með væri búiö aö fórna hinu almenna stúdentsprófi á aitari sérhæfingarinnar en af því er eftirsjá. Þessi vandamál eiga sé þjóöfélagsleg- an uppruna og verða ekki leyst meö því aö hverfa aftur til fyrra ástands heldur meö samstarfi milli skólastiga en á þaö hefur skort. © Menntamenn ón menntunar (eöa tvœr andvfsindalegartilhneigingar) Þaö er rætt um göngufólk menntaveg- arins. Hér veröur drepið á fáein atriði sem koma í hugann viö kynni af lang- skólamenntinni, og þá einkum þeirri húmanísku, þar sem undirritaöur er afleitur raungreinamaöur. Kannski er einhverju kastað hér úr glerhúsi. í stuttu máli má segja, aö langskóla- nám hafi tvennan tilgang: Annars vegar þann, aö neminn nái vitsmunalegu valdi á fræöum sinnar greinar og geti nýtt sér hana í uppbyggilegri, vísindalegri leit; hins vegar þessa dýpri göfgari menntun, sem situr eftir þegar allt annaö veröur hjóm og skilur manninn endanlega frá öörum dýrum. Neminn á aö lúta fullkom- lega kröfum fræöa sinna, eins og Max Weber talar um, en hann á líka aö standa andspænis þeim sem maöur en ekki Ijósritunarvél, hafa víösýna afstööu til þeirra og setja þau í samhengi viö aöra þætti þjóölífsins. Nú er sýnt leikritið Blómarósir. Þar er lýst afstööu til menntamanna, sem allir kunningjar mínir eru sammála um aö hafa mætt hjá útivinnandi jafnöldrum þá þegar er þeir voru aö hefja menntaskólanám, og oft síöar. Þetta er út í þá, sem léku sér á götunum með okkur hinum í æsku, en settust svo dag einn inn í skólastofnun með sínum líkum og færast nú roggnir upp fríðindastigann á baki doöranta, sem þeir þylja upp úr, þótt þeir viröist lítt betur af Guöi geröir en viö hin. Mér segir svo hugur, aö þessa mynd megi aö miklu leyti rekja til langskólamanna, sem skynja ekki grunneðli sannrar menntunar en hafa þess í staö spjald fyrir augunum sem á stendur, hvaöa menntastofnanir þeir hafa heimsótt, svo þeir veiti síður athygii tómahljóöinu í mannlegum þroska sínum. Þaö er staöreynd, aö hinn stóraukna viöbót þeirra ungmenna, sem hér á landi kjósa aö leggja út í langskólanám, er aö mestu leyti skipuö fólki, sem hefur litla innsýn í gildi slíks náms. Þaö liggur enda í augum uppi, aö ef svo stór hluti æsku fyrrverandi bændaþjóöar tekur allt í einu upp á því aö streyma í æöri menntastofn- anir, þýöir þaö ekki aö þeim hluta þjóöarinnar, sem á eðlislægt erindi í þær, hafi jafnskjótt fjölgaö sem því nemur. Hundurinn liggur annars staöar grafinn. Og staðreyndin er sú, aö sá hópur er áberandi í menntaskólunum, sem viröist líta á skólann sem nokkurs konar kúlu- spil. Þaö lætur skjóta sér inn í skólann með því augnamiöi aö hringlast þar um stund, safna stigum og koma svo út meö sama ummál og fyrr. Og þaö viöurkennir oft, t.d. þegar áfengiö leysir tunguna, aö dvöl þess í skólanum sé eingöngu fyrir áeggjan ættingja og sér oft fjarska lítinn tilgang í að kynna sér og ná valdi á gömlum fræöum og kenningum. Þetta er nokkurs konar efnislegt viöhorf til fræöa, og þannig útskrifa menntaskólar landsins mikinn fjölda fólks, sem ber ekkert skynbragö á mannlega menntun, — en kann reglur námsins. Slíkur nemandi viröist líta á upplýsing- ar námsins sem kubba í kubbamynd, og finnast hlutverk sitt þá vera aö skapa úr þeim í huga sínum mynd sem er eins lík fyrirmyndinni og kostur er á. Svo kemur neminn úr skólanum, oröinn stúdent, fjölskyldan er ánægö og spyr, hvaö hann ætli nú aö fara aö læra. Og neminn okkar velur einhverja eina braut fremur en aöra og hefur þar nám meö nákvæmlega sama hugarfari, aö hann sé þar bara einn af fjölmörgum þjónum „massívrar" vizku, og eina hlutverk sitt sé aö kunna næg skil á reglum leikjarins til að komast upp á færibandiö. Þannig er öll akademísk ástundun fjarri, — neminn situr þögull, punktar hjá sér tillögur kennarans um aukalesefni, en hefur hreint ekki í huga aö angra svo sprenglæröa skruddu meö gestakomu, sem yröi báöum til leiöinda. Önnur tilhneiging menntamanna stríöir gegn vísindalegum vinnubrögöum á ann- an hátt, og þaö má líka kalla hana efnislegt viöhorf til upplýsinga. Hér er um aö ræöa oft skrautlegustu dæmi um fordóma gagnvart hvers kyns fyrirbærum, sem námiö fleytir á fjörur nemans. Einstakir fræöimenn verða fæöingarfá- bjánar og víðtækar listastefnur reynast rangar. Reyndar virðist þessi skrautgirni oft vera ósköp meövituð viðleitni til aö hljóta a.m.k. viöurkenningu, ef ekki álit, tíðarandans. Kannski ekki ný bóla, en þaö viröist fremur færast í aukana en hitt, aö fólk á þessum aldri festi sjálfu sér í skyndi álit þeirra manna á bæöi hug- myndalegum og veraldlegum fyrirbærum, sem þaö hafa byggt á þekkingu og innsæi í málið. Þannig varpar þaö strax lituöum hjálmi yfir hlutina í staö þess aö reyna fyrst aö nálgast þá opnum hug, áöur en þaö finnur skoöunina myndast smám saman aö innan meö litblæ persónuleikans. Fordómarnir eru afleiö- ing kröfu tímans um félagslega ábyrgö ungs fólks. Þetta er kannski eðlileg krafa þeirra á þessum aldri, sem hafa þroskazt fyrr og finna í raun og sanni ýmsar meinsemdir þjóölífsins angra mannlega hugsun sína eins og baunin angraöi prinsessuna. En hún getur engu aö síöur ver bein hindrun fyrir vísindalegri mennt- un hinna, sem enn sigla í óöryggi og minnimáttarkennd uppvaxtaráranna. Og ég tel engan vafa á aö svo sé í mörgum tilfellum, — aö tíðarandinn sé steinn í götu mannlegrar menntunar. Vandinn er í raun einfaldur: Til náms í æðri menntastofnunum streymir vegna ytri þrýstings aukinn fjöldi fólks, sem skortir allan hvata til víslndahugsunar. Og þaö lætur sífellt reka lengra á öldum skólakerfislns engum tll gagns, oft einnig vegna ytri þrýstings. Þetta er ekki aöeins sóun á tíma, — þaö er garðyrkjuglæpur, því aö þannig fær fólk ekki ræktaö mannlegar kenndir sínar og eiginleika. Þaö er sjálfsagt aö brýna stööugt fyrir ungu fólki gildi almennrar menntunar. En aöstandendum þess ber einnig skylda til aö viröa þá sterku kennd, þegar einhver finnur aö hann fær bezt notiö sín sem manneskja í öðrum jarövegi. Annaö er ekki snobb fyrir menntun, heldur inni- haldslausum nafngiftum. Menn veröa aö átta sig betur á því, hvaö það er snöggtum viröingarverðara mannlegt hlutskipti aö vera t.d. góður iönaðarmaö- ur sem finnur trausta rót í sínu starfi og getur síöan vaxiö þétt upp af henni meö víösýna, menntandi lífsafstöðu, en maöur sem finnur aldrei annaö en tómatilfinn- ingu hugans í veltingnum um kúluspiliö góöa. Þegar fram í sækir, spyr lífiö ekki hvað, heldur hvernig. HHH.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.