Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1979, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1979, Blaðsíða 4
ASTIN OG TONLISTIN Bókarkafli eftir Ivar Lo-Johansson Hjörtur Pálsson þýddi „Ástin og tónfistin“ er 42. kaflinn úr „Gelgjuskeiði“ eftir sænska rithöfundinn Ivar Lo-Johansson, sem hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir í vetur. „Gelgjuskeiö“ er raunsæ lýsing á uppvaxtarárum Ivars Lo-Johanssons. Hann hverfur par á vit bernsku sinnar og æsku og sýnir lesandanum á persónulegan hátt inn í heim hinna miklu pjóðfélagsumbrota, sem uröu í Svípjóö á tveimur fyrstu áratugum pessarar aldar. Hann er einn hinna mörgu, sem slitu upp rætur sínar og freistuöu pess að skjóta peim aftur í nýjum jarðvegi. Einmanaleikinn og hópkenndin, einstaklingurinn og fjöldinn, eru pau tvö skaut, sem allt snýst um. Draumar gelgjuskeiðsins fá útrás í óviðráðanlegri tjáningarpörf, leitinni að eigin tóni og tungutaki, sem brúa á hið breiða bil milli kynjanna og leysa úr viðjum. Ekki skortir heldur stórmennskudraumana, sem fylgja æskuárunum eins og skugginn Ijósinu. í bókinni greinir frá ógnvekjandi reynslu pilts, sem finnur engan frið á pessu viðkvæma skeiði, en par eru einnig dæmi um Ijóðrænar og kímilegar frásagnir úr lífsreynslusögu sveitadrengs. í lýsingu sinni á atvikum og umhverfi hefur höfundurinn raunverulegt fólk og ákveðna staði í huga. Hann forðast að fegra nokkuð eða gylla, nema par sem frásögnin krefst pess, að hann skapi hugblæ eða bregði upp mynd, lesandanum til glöggvunar. Frásögnin er eins nakin og blátt áfram og hugsanlegt er, eins og segir á bókarkápu. „Gelgjuskeið“ er fyrsta bindi endurminninga Ivars Lo-Johanssons, sem pó á að vera unnt að lesa út af fyrir sig. Hjörtur Pálsson. Heima höföu þau síöur en svo tekiö því vel aö ég haföi látið skrá mig félaga í bindindisstúkunni. Þaö voru margvíslegar ástæður sem ollu því. Aldrei haföi neitt þeirra starfaö í neins konar félagi. Á höfuöbólinu haföi öll veraldleg félags- starfsemi verið litin hornauga ef ekki beinlínis bönnuð. Húsmennirnir og hjá- leigubændurnir höföu aldrei bundizt skiþulegum samtökum, og verkalýös- hreyfingin sem einungis hafði gengiö orörómur um, hafði liðazt í sundur í og meö heimsstyrjöldinni. Baróninn og kona fríherrans á höfuöbólinu heföu ekki þolað vinnufólki sínu þess konar uþþátæki. Bæöi aöalsfólkiö og undirsátarnir sjálfir höföu óttazt nýjungar í öllum myndum. Foreldrar mínir höföu vaniö sig á aö líta á allt félagsmálafólk sem óæöri mannteg- und. Merki á frakkakraga vakti mikla tortryggni. í nágrenni höfuðbólsins höföu þau drukkiö í sig og flutt þaöan meö sór vantrúna á tilraunir smábændahóþanna og fólksins í þorgunum kringum járn- brautarstöövarnar til þess að stofna meö sér samtök. Fyrir utan góötemþlarastúk- una voru þaö ekki aöeins verkamanna- félagið, Bláa bandiö og litla íþróttafélag- iö, heldur kauþfélag aö auki. Foreldrar mínir vildu sýna sjálfstæöi sitt meö þvi aö verzla hjá kauþmanninum í staöinn fyrír aö fara þangað, því að þaö hefðu húsbændurnir á höfuðbólinu gert. Eins og raun var á þegar þau þorðu ekki að kjósa viö neins konar kosningar af einskærum ótta viö aö fara vitlaust aö, þannig fór þeim líka í sambandi við félögin. Þau voru dauöhrædd viö aö veöja á rangan hest. Orsökum félagsfælninnar haföi enginn velt fyrir sér aö gagni. En viö almennan ótta viö þaö aö hvers konar félagslff gætl leitt unga fólkið á villigötur, bættust míklu einstaklingsbundnari áhyggjur. Hvaö mér viövék var móöur minni afar illa viö aö þaö liti út fyrir að ég yndi mér ekki heima á sunnudögum, heldur þyrfti aö fara á fund í félagi, sem í þokkabót hét Heimiliö. Fólk ætti eftir aö hafa orö á því. Hún áleit stolti sínu misboðiö meö því aö ég skyldi taka gerviheimili fram yfir hiö eina og sanna heimili mitt. í þessu sambandi skipti þaö engu máli aö þetta var bindindisfélag. Meö leikritinu sem ég haföi látið mér detta í hug aö semja og sýna, og sem þau höföu talsvert heyrt talaö um, fannst móöur minni líka að ég heföi orðið mér til skammar og „haft í frammi fíflalæti". — Almennilegur karlmaöur fær sér í staupinu, og hann þarf ekki aö láta neinn félagsskap hjálpa sér til þess aö segja nei, sagöi bróöir minn, og þetta var ríkjandi skoðun sem pabbi heföi melra aö segja skrifaö undir, ef hann heföi kunnaö aö skrifa. Tákn þess aö einn góöan veðurdag myndi ríki góötemplara teygja sig um allan heim, merkiö meö hnattmyndinni, sem ég haföi í horninu á jakkakraganum mínum, kallaöi yfir mig fyrirlitningu, einkum hjá bróöur mínum. — Ætlarðu ekki að fá þér merki á nærskyrtuna líka? Um tilgang minn meö því aö ganga í góðtemplarastúkuna, fyrir utan þaö aö fá aögang aö bókunum í bókasafninu og vera innan um fólk, þoröi ég sízt af öllu að láta nokkuð uppi. Það var draumur minn aö geta aö minnsta kosti komizt í nálægö viö Lydiu Backe. En hún var þegar hér var komiö sögu orðin frægöarmanneskja í sveitinni, sóttl söng- tíma hjá orgelleikara, söng stundum svolítiö sjálf á góðgerðasamkomum, og þeir sem vit höföu á spáöu henni bjartri framtíð sem söngkonu. Tilraun mín til þess að vekja athygli hennar á mér meö því aö setja á sviö sjónleikinn konur Málms veiöimanns virtist engan árangur hafa boriö. Þegar viö í góötemplarastúkunni fórum í hring- leiki, til dæmis viö lagið Á himni stjarnan skæra skín, og strákarnir vöidu sér konur, foröaöist ég eins og heitan eldinn aö kjósa mér hana. Þaö var oftast þannig sem klaufalegur strákur sýndi aö hann lagði hug á ákveöna stúlku. Lydia virtist ekki einu sinni hafa tekið eftir því. Ég þoröi sjaldan að ávarpa hana. Hún stóö allt of hátt, var ailt of falleg, allt of umsetin af öðrum til þess aö ég dirfðist aö fara ö keppa viö alla vonbiöla hennar. Ég haföi enga fyrirhöfn sparaö viö aö velta fyrir mér framtíöarhorfum og frægð Lydiu Backe. Óperur og meiriháttar sönglög virtust liggja samanundin eins og hnyklar í hálsinum á henni. í átthögum sínum var hún þegar oröin fræg söng- kona. Heimasveit sína sem var ööru hvoru megin viö hundrað ferkílómetrar aö flatarmáli var hún þegar búin aö leggja aö fótum sér. „Hún hefur rödd sem á eftir að duga henni til þess aö fást viö allra vandasömustu vlöfangsefnin“, hafði fólk sagt. Ég heföi setzt viö aö reikna. Allt yfirborö jaröar var um þaö bil fimm hundruö og tíu milljónir fermetra og þar af voru sjötíu af hundraði höf, las ég í landafræðibók. Drögum höfin frá. Að veröa heimsfrægur hlaut aö tákna aö vera þekktur á þeim svæöum meglnlanda jaröar sem byggö voru siðmenntuöu fólki. Þar meö gat ég nokkurn veginn reiknaö út, hve fræg hún gat hugsanlega oröiö. Enginn haföi beöiö mig aö fara út í þessa útreikninga, en ég geröi þaö samt og mest til þess aö fá örlitla hugmynd um hve mikiö erfiöi ég gat á mig lagt til þess aö komast í nálægö viö hana. Loks sá ég aö eina leiöin tii þess aö vekja áhuga á mér hjá Lydiu Backe var aö láta mér einhverjum hætti draga til tíöinda á sviöi tónlistarinnar. Ekkert sviö stóö mér fjær en einmitt þaö. Ég var ómúsíkalskur með öllu, og ég heföi átt aö láta mér þaö aö kenningu verða, þegar ég þóttist hafa uppgötvaö leyndardóm söngsins í skólanum en fékk löörung fyrir vikiö. í þeirri trú aö þrátt fyrir allt myndi ég hafa heppnina meö mér skellti ég mér útí þessa nýju tilraun mína af eins konar sjálfseyöileggingarhvöt. Þaö rifjaöist upp fyrir mér hvernig ég haföi unnið ótvíræöan sigur meö því aö gera tilraunina meö Ijósmyndavélinni. Ég var lengi búinn aö geyma stóran, fínan vindlakassa. Einhverjir fínir menn sem ég haföi aldrei þekkt voru fyrir löngu búnir að reykja upp vindlana. Ég haföi geymt kassann loksins vegna. Þaö var á því falleg blómarós þaöan sem tóbakiö vex. Ég sagaöi tvær rifur upp í lokiö og límdi þaö svo viö hinn hlutann af kassanum, sem ég bjó til háls á úr priki meö bæöi skrúfum og strengjum. Þar meö var ég búinn aö veröa mér úti um fiölu. Streng- irnir voru úr misgildum vafningsvír. Bogann haföi ég gert úr einiviöarteinungi og taglhári og boriö á þaö trjákvoðu. Þaö var eins og stæöi upp af honum rykský. Mér tókst meö erfiöismunum aö stilla strengina og særa fram röö af gjallandi urghljóöum meö því aö bera nógu mikla trjákvoöu á taglhárið í boganum. Ég taldi mér trú um aö ég væri tónsnillingur. Staðráöinn í aö láta hvorki efa né áhyggjur aftra mér gekk ég beint til Lydiu Backe einn sunnudag eftir fundinn í stúkunni þegar hún var rétt búin aö syngja Sjá þann hinn mikla flokk sem fjöll. — Gætiröu ekki komið heim til mín einhvern sunnudag. Þá gæti ég spilaö á fiölu og þú sungiö? — Kanntu á fiölu? spuröi hún undr- andi, því aö þaö haföi henni aldrei dottiö í hug. — Ojájá. Ég hef bara ekki viljaö vera aö tala neitt um þaö. — Meira aö segja á fiölu? sagöl hún opinmynnt og lét skína í hvíta og aödáan- lega jafna tannaröö. Fiölu, sem er erfiö- ast af öllu? Ég áleit aö enn um sinn væri viö hæfi aö sýna ofurlitla hógværö. — Nokkurn veginn. Svona eftir atvik- um. — Þaö væri gaman aö heyra, sagöi hún himinsæl. Ég get litiö inn sem snöggvast einhvern sunnudaginn, þegar ég verö úti aö hjóla hvort sem er. Ég var í sjöunda himni yfir því aö hún virtist vita hvar ég átti heima og yfir loforöinu sjálfu. Mér fannst ég svífa á dúnskýi hátt uppi á heiöinu bláa. En mér var Ijóst aö ég varö aö æfa mig áöur en hún kæmi. Um kvöldiö settist ég

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.