Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1979, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1979, Blaðsíða 2
Að koma öllum til nokkurs þroska eftir Þorstein Vilhjálmsson dósent T'yrir 20—30 árum var kenningum Freuds og öðrum sálvísindum í engu sinnt í námsefni menntaskólanna. Vakandi nemendur urðu að láta sér nægja óskipulegt sjálfsnám ef þeir vildu kynna sér þennan gilda þátt í þekkingu nútímans. Á sama tíma bar skólinn ýmis úrelt þing á borð fyrir nemendur. Hugleiöingar um háa skóla og lága, þekkingu og þjóöfélag. Inngangsorö í Heimskringlu segir frá Erlingl nokkr- um Skjálgssyni er var höfölngi mikill í Noregi á dögum Ólafs konungs helga. Hefur Snorra greinilega þótt mlkiö til þess koma, hvernig Erlingur hélt þræia sína og annaö liö. Snorri klykklr út meö fleygum oröum: „öllum kom hann til nokkurs þroska." Þessi meitluöu orö koma mér jafnan f hug er tal manna berst aö skólamálum. Mér þykir sumsé aö ekki veröi betur komiö oröum aö því sem ætti aö mínu víti aö vera leiðarljós í öllu skóla- og uppeldisstarfi. Ber aö lesa þessa grein í Ijósi þessa grundvallarviöhorfs, hvort sem lesandanum kann aö Ifka þaö betur eöa verr. Aö undanförnu hafa oröiö miklar umræður á vettvangi Lesbókar op víöar, um fjölgun nemenda f Háskóla Islands, breytingar á menntaskólum og fieira þaraölútandi. Mér eru þessi efni mjög hugstæö eftir aö ég gegndi fyir nokkrum árum formennsku í svokallaöri Tengsla- nefnd á vegum Háskólaráös. Hún haföi einmitt þaö hlutverk aö fást viö þessi mál og skilaði áliti um þau f janúar 1976. Veröur þessi grein öörum þræöi byggö á störfum nefndarinnar en jafnframt tekiö miö af því sem síöan hefur gerst og orkaö á huga höfundar. Megintiigangur greinarinnar er sá aö vekja athygli á nokkrum veigamiklum atriöum eöa málavöxtum sem vilja þvf miöur oft gleymast þegar þessa hlutl ber á góma. i fyrata lagi vil ég minna menn á aö nemendafjölgunin í Háskólanum læddist ekki aftan aö okkur elns og þjófur á nóttu, heldur sáu vísir menn hana fyrir og bentu auk þess á þær breytingar sem gera þyrfti á námsfram- boöi á háskólastigi (þ.e. aö loknu stú- dentsprófi eöa hliöstæðri menntun). í ööru lagi fæ ég ekki séö aö nein tiltæk gögn bendi f raun og veru tll þess aö slakaö hafi veriö á kröfum til inngöngu f © háskóla, heldur hafi aöeins oröiö eölileg- ar breytingar á námsgetu nemendahóps- ins í kjölfar fjölgunarinnar. i þriðja lagi sýnist mér óhjákvæmilegt aö menn takl til greina f þessari umræöu, hvernig viöhorf til þekkingar og beiting hennar í samfélaginu hafa gerbreyst á undanförn- um áratugum. í fjórða lagi hljóta menn aö gefa gaum aö stööu Háskóla íslands meöal háskóla í heiminum, þjóöfélags- iegu hlutverki hans og annarrra skóla o.s.frv.. Og í fimmta lagi dugir skammt aö hafa uppi nöldur eltt f gamalmannatón heldur veröur umræöan aö vísa fram á veginn ef menn vilja aö eitthvert mark sé á henni takandi. Ég skal nú freista þess aö gera nánari grein fyrir þessum atriöum hverju um sig. Spá hinna vísu manna Ariö 1966 skipaöi þáverandi mennta- málaráöherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, nefnd aö ósk Háskólaráös „til þess að semja áætlun um þróun Háskóla íslands á næstu tuttugu árum“. Formaöur nefndar- innar var skipaöur Jónas H. Haralz, þáverandi forstjóri Efnahagsstofnunar, en auk hans áttu sæti í nefndinni fimm prófessorar, formenn menntamálanefnda Alþingis og fleiri. Álit nefndarínnar kom út í september 1969 og bar heitiö: „Efling Háskóla íslandsi: Skýrsla Háskóla- nefndar". í áliti þessu er margt vei athugaö og ber vott um óvenjulega vfösýni. Hefur álitiö haft talsverö áhrif á þróun máia síöan, en þó ekki nægileg f sumum atriöum. Þótt áratugur sé um liöinn er þvf full ástæöa til aö rifja upp sitthvaö úr helstu niöurstööum Háskóla- nefndar. Á undan megintexta álitsins fer yfirlit sem ber heitiö „Úrdráttur og niður- stööur". Þar er fyrst fjallaö um aösókn aö háskólanámi og segir svo f upphafi máls: „Aðsókn að landsprófi og mennta- skólanámi hefur auklzt hröðum skref- um að undanförnu og mun halda áfram að aukast næsta áratuginn. Þetta hefur leltt til mlklllar fjölgunar nýstúdenta og ört vaxandl aösóknar að Háskóla íslands. Orsaka þessarar þró.unar er að nokkru að leita f mikilli fjölgun aldursflokkanna frá 16 tll 24 ára á áratugunum 1960—1970 og 1970— 1980. Melra skiptlr þó hlutfallsleg aukning aðsóknar að æðri menntun innan hvers aldursflokks. Stendur sú aukning í nánu samhengi við almenn- ar efnahagslegar og félagslegar breyt- ingar. Annars vegar eykst geta ein- staklinga og þjóðfélags tll þess að standa undir kostnaði vegna æðri menntunar. Hins vegar lelöir tækni- og félagsþróun tll sífellt meiri þarfar almennrar og sérhæföar menntunar. “ Næsti kafli f útdrættinum fjallar um háskólamenntaöa menn á íslandi. Hann er ekki lengri en svo aö vert er aö halda honum á lofti í heild sinni: „Háskólamenntaðir menn á íslandi, eins og í Evrópu yfirleitt, hafa fram að þessu að mestu starfað á þröngu sviði við embættisstörf, kennslu og rann- sóknir á vegum hins opinbera og við sjálfstæö þjónustustörf. Þeir hafa aö litlu leyti starfaö við atvinnufyrirtæki, hvort sem er í úrvinnslugreinum eða þjónustu, sízt utan Reykjavíkursvæö- isins. Sýnt er að þörfin á mannafla viö þau störf, sem háskólamenntaðir menn hafa elnkum iökað, muni ekki vaxa svipaö því eins ört og nemur væntanlegri fjölgun háskólamennt- aöra manna á næstu árum og áratug- um. Háskólamenntaðlr menn hljóta því í sívaxandl mæll að lelta sér verkefna í öörum atvinnugrelnum og við önnur störf en þeir hafa stundað fram að þessu. Er slík þróun nauösyn- legur þáttur almennrar efnahagsfram- þróunar viö nútfmaskilyrði. Jafnframt hlýtur háskólamenntunln sjálf að taka breytingum, er mlðl að því að búa þá betur undir þessi nýju og víötæku verkefni." Þriöji kaflinn í útdrætti Háskólanefndar nefnist „Stefnan í háskólamálum" og hefst á þessum oröum: „ Tllþess að menntakerfið getl lagað sig aö nýjum þörfum þjóðfélagsins og stórauklnni aðsókn að æðrl menntun, þurfa víðtækar breytlngar að eiga sér stað bæði í háskólanáminu sjálfu og á öörum námsstigum. Háskólanefnd telur, að stefna þurfi aö tvenns konar nýskipan framhaldsnáms að loknu stúdentsprófi. í fyrsta lagi þurfi að leggja aukna áherzlu á stutt sérnám af margvíslegu tagi, er beinist að störf- um á tilteknu starfssviöl og væri að mestu stundað utan háskólans. í öðru lagi þurfi háskólanámið í aðalatrlðum að miðast viö tiltölulega stutta al- menna grunnmenntun. Að henni lok- inni lægi leiðin ýmist beint út í atvinnulífið, þar sem starfsþjálfun ætti sér staö, til stutts sérnáms við há- skóla, sem miöaði að störfum á tilteknu sviði, eða, fyrir nokkurn hluta nemenda, til langs sérnáms líku því, sem hingað til hefur tíðkazt.“ í þessum tilvitnunum í álit Háskóla- nefndar er aö finna mörg forvitnileg atriöi. Eitt þeirra skiptir þó mestu máli í þessum kafla greinarinnar, en þaö er þessi einfalda ályktun: Fjölgun nemenda á háskólastigi kom ekki yfir okkur eins og Þruma úr heið- ekíru lofti, heldur var hún séð fyrir, enda á hún sór eðlilegar (og ánægjulegarl?) rwtur i óskum foreldra og ungmenna eftir meiri menntun og þekkingu, f aukinni getu samfélagsins til aö veröa við Þeim óskum og f aukinni Þörf fyrir menntun og pekkingu í framleiðslu og þjóðlífi. En jafnframt þessu er mjög athyglisvert aö sjá hvernig nefndin hefur hugsaö sér aö starfsvettvangur háskólamanna muni' breytast og víkka á komandi árum. Einnig er Ijóst af síöustu tilvitnunni aö hún hefur ekki gert ráö fyrir aö nemendum í löngu háskólanáml fjölgi hlutfallslega jafnmikiö og þeim sem leggja stund á stutt nám á háskólastigi. Þessi atriöi eiga eftir aö koma talsvert viö sögu hér á eftir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.