Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1979, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1979, Blaðsíða 4
Fyrir sosum hálíri öld hefði þessi mynd engan veginn verið dæmígerö um það starf sem fram fór í Háskóla íslands, en hún er það að ýmsu leyti nú. Þetta endurspeglar þau stakkaskipti sem Háskólinn hefur tekið og eiga rætur að rekja til róttækra breytinga á þekkingu manna og þekkingaröflun. sjaffur hefur tekið á svipuðum tíma, en þau eru einmitt einn spegill þess sem ég kalla einu nafni breytta þekkingu og breytt viöhorf til þekkingar. Varla þarf aö fjölyrða um það hversu þekking nútímans hefur margfaldast aö magni og jafnframt grelnst í sífellt fleiri vísindagreinar og sérgreinar. Sumar ný- legar greinar hafa ennfremur reynst mjög gróskumiklar og rutt sér ört til rúms í heimi þekkingarinnar, svo sem líffræöi, sálarfræði, félagsfræði o.s.frv. í eina tíö var þaö grundvallarviöhorf ríkjandi í skólakerfinu aö þekkingin væri fyrst og fremst staöreyndasafn. Til þess aö fá á sig þennan eöa hinn stimpil skólanna (unglingapróf, landspróf, sveinspróf, stúdentspróf, lögfræðipróf o.s.frv.) þurfti nemandinn aö tileinka sér ákveöiö mengi af staöreyndum. Skemmst er frá því aö segja aö fyrrgreind þróun þekkingarinnar hefur ásamt ööru gerbylt þessu viöhorfi. Þannig gætu jafnvel mestu viskubrunnar þjóöarinnar ekki sagt viö ungmenni í framhaldsskólum þaö sem forverar þeirra sögöu í reynd fyrir 50 árum: „Þetta hérna staðreynda- safn er þaö sem ég kalla almenna menntun eöa þekkingu: far þú og tileink- aöu þér þaö og þér mun veitast aögangur að brunni viskunnar vestur á Melum." Eölilegt svar skólanna viö þessari þróun þekkingarinnar hefur einkum veriö tvíþætt. í fyrsta lagi er lögö vaxandi áhersia á aö þjálfa nemendur í almennum aöferöum í staö minnisatriöa, gera þá hæfari í tjáskiptum og samvinnu o.s.frv. Ef nám er fólgið í aöferöum skiptir minna máli hvert námsefnið er. Þannig tengist þetta viö hitt atriöiö, valfrelsið: Nemend- um er að vissu marki gefinn kostur á aö velja sér námsefni þannig aö saman fari áhugi þeirra á viökomandi efni og e.t.v. fyrirætlanir þeirra um nám og starf í framtíöinni. Jafnframt því sem þekkingin sjálf hefur breyst hafa oröið róttækar breytingar á viöhorfum samfélagsins til hennar, ekki síst hér á íslandi. Koma þessar breytingar m.a. fram í fyrrgreindum tilvitnunum í álit Háskólanefndar. Mönnum er sem betur fer smám saman aö veröa Ijóst aö víötæk þekking og menntun þegnanna er óhjá- kvæmileg forsenda þess aö sjálfstætt þjóðfélag fái þrifist á íslandi til frambúö- ar. Þetta er nátengt hinni margumtöluöu þörf atvinnuveganna fyrir almenna og sérhæföa menntun, sem vekur síðan m.a. þá spurningu hvort einstökum atvinnu- vegum sé sinnt meö eöliiegum hætti í skólakerfinu, en aö henni kem ég síöar. Margir mundu ætla aö háskólakennar- ar heföu framar öörum fullan skilnlng á gildi þekkingar og menntunar fyrir ein- stakling og samfélag. Þaö skýtur þvi óneitanlega skökku viö ef sumir þeirra ætla aö ganga fram fyrir skjöldu til aö hamla gegn þeirri aukningu og endurnýj- un þekkingarinnar sem felst í aukinni aösókn aö framhaldsskólum og háskóla og í breytingum á kennsluháttum. Ég vona svo sannarlega aö ég hafi misskilið þessa starfsbræður mína og þeir sam- sinni því aö okkur beri þó aö minnsta kosti aö reyna aö snúa hjólinu áfram en ekki aftur á bak. Ég dreg aö lokum saman þaö sem óg vildi sagt hafa í pessum kafia greinar- ínnar: Þær breytingar sem oröið hafa á námsefni og kennslutilhögun mennta- skóla og annarra framhaldsskóía eru eólileg afleiöing af aukinni og breyttri þekkingu manna sem og nýjum viðhorf- um til þekkingarinnar i samfólaginu. Enn má Þó meö sanni segja að betur má ef duga skal, einkum aö því er varöar verk- og tæknimenntun er tengist framleiósluatvinnuvegunum. Hvers konar háskóla: Fílabein eða félagstengsl? Svokallaöir háskólar hafa veriö býsna margvíslegir í sögu og samtíö, allt frá því er Plató stofnaöi Akademíuna í Aþenu foröum tíö. Þótt viö takmörkum viöfang okkar viö samtímann er myndin samt nógu fjölskrúöug. Sumir íslenskir háskóla- menn hafa lagt stund á bundiö nám undir ströngum aga, t.d. í verkfræðihá- skólum sem kallast „höjskole" eöa „Hochschule" á Noröurlandamálum og þýsku, til aögreiningar frá „universitet". Aörir hafa stundaö frjálslegt sjálfsnám í raunvísindum eöa hugvísindum viö evr- ópska háskóla. Sumir hafa sótt menntun sína í risastór bákn sem taka yfir næstum öll sviö mannlegrar þekkingar og hug- mynda, en aörir hafa sótt heim litla sérskóla sem takmarkast viö ákveöna sérgrein. Og inntökuskilyrði þessara skóla eru auövitaö meö ýmsum hætti. Sama máli gegnir og um þann grundvall- arþankagang sem ríkjandi er í skipulagi og framreiöslu námsefnis, kröfum tii nemenda eftir aö inn er komlö o.s.frv. Þaö er því ekki aö ófyrirsynju sem ég tel vert aö ræöa spurninguna sem felst í fyrirsögn þessa kafla. Raunar tel ég henni fljótsvaraö aö þvt leyti sem íslenskar aöstæöur marka okkur þá stefnu aö Háskólinn taki yfir sem mest af þeirri kennslu sem fram fer á háskólastigi í landinu. Þessari stefnu hefur aö verulegu leyti veriö fylgt fram aö þessu enda hygg ég aö meirihluti háskólakennara sé henni meðmæltur og hafi til aö mynda ver- lö mótfallinn þelm skrefum sem lög- gjafinn hefur tekiö í aöra átt, t.d. meö stofnun Kennaraháskólans. Hins vegar vill okkur stundum gleymast aö þessi stefna leggur Háskólanum sjálfum skyld- ur á herðar og getur haft einhver áhrif á almenn viöhorf hans og jafnvel á þaö nám sem þar er fyrir. Þannig gefur auga leiö aö Háskólinn getur þá ekki verlö eingöngu „universitet" og svokölluð aka- demísk sjónarmiö geta ekki veriö einráö innan veggja, þótt þeim veröi vitaskuld aö ætla eölilegt svigrúm. Þetta felur meöal annars í sér aö heppilegasti undirbúningur undir háskólanám af nýrri gerö kann aö vera annar en hiö hefðbundna stúdentspróf menntaskólanna. Þetta hafa ýmsir viður- kenndir erlendir háskólar tekið til greina fyrir löngu. Einnig hefur nokkuö reynt á þaö í Háskóla isiands t.d. meö því aö nemendur meö raungreinadeildarpróf Tækniskólans hafa verið teknlr inn í verkfræöi og viöskiptafræöl, oft meö prýöilegum árangri. Þótt Háskóli íslands eigi þannig aö mínu viti aö sjá um sem mest af kennslu á háskólastigi í landinu, hvort sem námiö er langt eöa stutt, „akademískt“ eöur ei, þá legg ég jafnframt ríka áherslu á hlutverk hans sem vísindastofnunar. Sumir viröast telja aö þetta hlutverk stangist ósættan- lega á viö hiö víötæka kennsluhlutverk. Ég er á þveröfugri skoöun því aö ég tel vísindaiðkanir í fremstu röö óhugsandi á íslandi til lengdar, og kannski meira aö segja óeölilegar, nema þær hafi beinan og óbeinan stuöning af sem allra mestri útbreiöslu nútíma þekkingar meðal al- mennings í landlnu. Á pappírnum kann einangraöur fílabeinsturn aö iíta ágæt- lega út en í reynd er bæöi pólitískur ógerningur aö reisa hann og eins er mjög óvíst aö þar yröi unniö frjótt vísindastarf til frambúöar. í þessu viöfangi minni ég sérstaklega á hversu veigamikill hlekkur millimenntunin er í útbreiöslu þekkingar í þjóölífinu. Þaö vita nefnilega flestir sem vilja, aö hinir langskólagengnu eru ekkert endiiega hæfastir tif aö koma þekkingu nútímans á framfæri viö þá sem þurfa á henni aö halda í daglegri önn. Auk þess er tíma hinna fyrrnefndu oft og tíöum betur variö til annarra hluta. Af þessum ástæöum óttast ég aö baráttan gegn millimenntuninni muni þegar upp er staöið hafa snúist gegn raunverulegum viögangi vísinda í landinu. Þaö dregur skammt aö einblína svo á toppinn á pýramídanum að mönnum gleymist að hann getur ekki svifiö í lausu lofti til lengdar. Meginatriöi þessa kafla eru sem hér segir: Háskóli íslands veröur ekki umavifa- laust borinn saman viö einhverja ákveöna tegund erlendra háskóla. Hon- um ber aö bjóöa íslenskum ungmenn- um ýmis konar nám á háskólastigi, hvort sem Það er stutt eöa langt, nakademískt“ eöa miöaö viö tiltekna starfsmenntun. Kröfur hans til nem- enda ber aö laga eftir bessu. Efling hvers konar millimenntunar er ekki aöeins einstaklingum og framleiöslu í hag, heldur getur hún ef rétt er á haldiö oröiö nauösynleg og kærkomin lyfti- stöng vísindaiökana. Hvað ber að gera? Hvaö sem menn vilja aö ööru leyti segja um þróun menntamála á íslandl mega þ>eir þó ekki missa sjónar á því sem mestu skiptir, aö fleiri menn öðlast menntun sem er auk þess meiri en áöur. Ég get meö engu móti fengiö mig til að líta á þetta sem „vand@mál“ þótt verð- bólgan hafi aö vísu hlaupiö í þaö tískuorö. Hinu er þó ekki aö leyna aö margt má betur fara. Ég vil taka skýrt fram í upphafi þessa máls aö ég er því algeriega mótfallinn aö slakaö veröi á þeim raunverulegu kröfum sem tiltekiö háskólanám gerir um undir- búning nemenda. Ég tel ekki aö þaö hafi verið gert og get ekki séö neina ástæöu til aö gera þaö í framtíöinni. Meö slíkri tilslökun væri einungis veriö aö blekkja nemendur og aðra og valda hugtakarugl- ingi í ætt viö verðbólguna frægu sem fær vissulega aö grassera nægilega í efna- hagsmálunum. Ég undirstrika þaö hins vegar aö ég á hér viö raunverulegar kröfur sem felast í náminu sjálfu. Þaö er síöan nánast tæknilegt framkvæmdar- atriöi hvernig þetta skuli tjáö í formlegum kröfum á hverjum tíma (hvaöa nám eöa próf skuli tilskilin á hverri námsbraut o.s.frv.) Eftir mínum kynnum af stúdent- um og forsvarsmönnum þeirra hef ég enga ástæöu tii aö ætla annaö en þeir geti yfirleitt í reynd fallist á þetta grundvallarsjónarmiö, enda er þaö vænt- anlega engum í hag aö háskólanám þynnist út og veröi verðbólgubálinu aö bráð. Ég ber heldur ekki kvíöboga fyrir því aö slakaö veröi á þessum raunkröfum á næstunni, því aö ég veit fullvel aö þau mál eru í góöum höndum háskólakennara sjálfra. Hitt veldur mér heldur meiri áhyggju aö hert veröi á kröfunum úr hófi fram, t.d. vegna þess aö sumir kennarar vilji sér til hægri verka eingöngu hafa svo „góöa“ nemendur að þeim þurfi helst ekkert aö kenna. Ég læt lesandann um aö dæma hvort rekja beri slíkan þankagang til kröfugeröar verkalýös- hreyfingarinnar eöa bara til venjulegrar sérgæsku. Eg ætla aö Ijúka þessum kafla meö því aö telja upp nokkur atriði sem ég teldi horfa mjög til bóta í þessum málum öllum: Auka Þarf skipulega samvinnu og upplýsingastreymi milli Háskólans og framhaldsskólanna, m.a. til þess aö draga úr tortryggni og hleypidómum á báöa bóga. Námsbrautir Háskólans purfa aö skilgreina hugmyndir sínar um æskilegt undirbúningsnám I einstökum greinum framhaldsskólastigsins. Þessar hug- myndir þarf aö birta framhaldsskóla- nemum sem best svo aö Þeir geti vandaö til námsvals eftir föngum. Nán- ari tillögur um Þetta er aó finna í áliti Tengslanefndar. Draga parf skýrari landamerki milli framhaldsskóla og háskóla eftir aö áfanga- og námseiningakerfi hafa veriö tekin upp báöum megin viö skilin. Enn þarf aó fjölga stuttum náms- brautum á háskólastigi, innan Háskól- ans eða utan, gjarnan meö verklegu eöa hagnýtu ívafi. Hér Þarf aö koma til drengilegur stuóningur fjárveitinga- valdsins. Síöast en ekki síst Þarf aö hefja hvers konar verkmenntun til vegs og viröing- ar i skólakerfinu öllu og efla tengsl Þess vió framleiösluatvinnuvegina, ekki síst utan Reykjavíkursvæóisins. Stórt skref i Þessa átt værí stigiö meö Því aö samÞykkja og framkvæma fram- haldsskólafrumvarpió sem hefur nú legið fyrir Alpingi í nokkur ár.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.