Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1979, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1979, Blaðsíða 5
Lokaorð Undanfarin 10—20 ár hefur veriö unniö á vegum menntamálaráöuney<isins aö róttækri og altækri endurskoöun á gervöllu íslenska skólakerfinu. Hefur starf þetta lengst af notiö stuönings alira stjórnmálaflokka. Ég nefni hér eftirfar- andi markmiö sem kalla má eins konar samnefnara í þessu starfi sem heild: Að efla verk- og tæknimenntun og tengja skólakerfið þannig við fram- leiðsluatvinnuvegina. Að semja skólakerfið að þekkingu nútímans. Að laga skólakerfið aö einstakl- ingnum og auka sjálfstæði hans og ábyrgð, t.d. með valgreinum og áfangakerfi. Að opna sem greiðastar leiðir milli mismunandi námsbrauta og gera þeim með öllum ráðum jafnhátt undir höföi, hvort sem hugur eða hönd koma við sögu. Að greiöa fyrir skólagöngu nem- enda úti um landið með því aö fjölga skólum og námsbrautum þar. Að efla skólakerfið í heild til þess að verða viö greinilegum óskum þegnanna um aukna menntun. Þetta starf hefur oröiö fyrir eölilegum mótbyr frá ýmsum aöilum í samfélaginu og vakiö umræöur sem hafa síöan gefið tilefni til breytinga á upphaflegum frum- vörpum. Afstaöa manna til endurskoðun- arinnar hefur þó til skamms tíma ekki fariö eftir stjórnmálaflokkum. Upp á síökastiö hafa hins vegar komiö ný hljóö í strokkinn aö þessu leyti meö ýmsum skrifum Morgunblaösins um menntamál og meö viöbrögðum þingflokks Sjálf- stæöisflokksins viö framhaldsskóia- frumvarpinu. Nú fagna ég því aö ýmsu leyti aö menn skuli gera sér Ijóst aö menntamál eru „pólitísk“ ekkert síöur en önnur mál sem varöa almenning í landinu. Og þau geta meira aö segja oft og tíðum veriö „flokkspólitísk" í þeim skilningi aö þau tengjast viðhorfum manna til annarra stjórnmála yfirleitt. Hins vegar fæ ég ekki oröa bundist þegar menn misskilja þessi tengsl svo hrapallega aö þelr láta ginnast til béinnar andstööu viö þau viöhorf og þá hagsmuni sem þeir eru aö ööru ieyti fulltrúar fyrir. Ég skal skýra nánar hvaö ég á viö meö þessu: Frá sjónarmiöi verslunar og þjónustu á Reykjavíkursvæöinu var harla fátt aö athuga viö íslenska skóla eins og þeir voru fyrir einum eöa tveimur áratugum. En framleiösluatvinnuvegirnir úti á landi sátu viö skaröan hlut, bæöi hvaö snerti skólana sjálfa, námsframboö og grund- vallarviöhorf, eins og ég hef áöur rakiö. Umræddar breytingar hafa m.a. átt aö leiörétta þetta og gildir þaö ekki síst um framhaldsskólafrumvarpiö sem mundi bæöi auka veg verkmenntunar og auö- velda nemendum úti á landi aö stunda hvers konar nám í framhaldsskólum. Af þessu dreg ég eftirfarandi ályktun sem ég biö lesandann aö hugleiöa aö lokum: Þeir sem bera einkum fyrir brjósti hagsmuni Reykjavíkursvæöis og þjón- ustustarfa hafa vissulega skilid sinn vitjunartíma pegar peir leggjast gegn framhaldsskólafrumvarpinu og öðrum umbótum af sama toga. Skyldi enginn »tla sór pá dul aö telja pó af pessari andstööu sinni. — Hinir sem telja sig málsvara landsbyggðar, framleiöslu- starfa og eðlilegrar tækniþróunar fara hins vegar villir vegar ef beir lóta tæla sig til sömu andstööu. Nokkrar helstu tilvísanir .Efling Háskóla Islands: Skýrsla háskóla- nefndar". September 1969. .Tengsl Háskóla íslands viö aöra skóla". Állt Tengslanefndar. Háskóll Islands, Reykjavík, janúar 1976. (M.a. fylgnlkönnun I fylglskjall). Siguröur Steinþórsson, „Könnun á fylgnl einkunna á stúdentsprófi og f Háskóla íslands". Fréttabréf Háskóla íslands, 2. tbl. 1. ár 1' jpríl 1979. Ruth Beard, Teaching and Laarning in Highar Education, 3.útgáfa, Penguin Books, 1976. íl Y ■f r Leik- sköli eöa alvörusköli Hér í Lesbókinni var nýlega tekin fyrir menntunarstaöa þeirra nemenda, er komið hafa til há- skólanáms heflendis á undan- förnum árum. Niöurstaöa þessar- ar umræðu var sú, aö okkur heföi miöaö um of afturábak í þessum málum, svo aö til vandræöa horföi viö æöstu menntastofnun þjóöar- innar. Hvernig má Þaö vera? Okkur sem erum af Þeim ár- göngum, aö viö urðum aö Ijúka barnaskólanámi á tveim vetrum og Þá aöeins annan hvorn mánuö, en gagnfræðaskólanámi síöan á tveim árum, gengur erfiölega aö skilja hvernig þetta getur átt sér staö. Viö uröum aö tileinka okkur Þá færni í hinum ýmsu greinum, er síöan dugöi til menntaskóla- og háskólanáms. Nú hafa unglingar 9 ár til aö tileinka sér þessa færni, en tekst ekki. Eöa er þetta kannske röng ályktun? Þaö veröur ávallt hverjum og einum hollast aö fást við þaö í lífinu, er veitir viökomandi sem mesta lífsfyllingu og ánægju af Því aö fást viö þau verkefni, sem yiökomandi er fær um. Því veröur ekki betur séö, en þaö aö opna skólakerfiö svo mjög, sem gert hefir veriö, meö léttari eöa kannske engum prófum, hafi mistekist. Aukin menntun fyrir hvern, sem kann aö óska þess er vissulega æskileg. En þaö hlýtur að markast af þroska og getu einstaklingsins, hversu hátt hann nær í menntunarstiganum, og hver færni hans getur oröiö á menntunarsviöi. Sá sem ekki get- ur tileinkað sór þaö nám og þá færni, sem Þarf til aö vera góöur skurðlæknir, eöa bara almennur læknir, t.d. hefir ekkert viö Þaö aö gera aö glíma viö slíkt nám. Til hvers starfs þarf ákveöna mennt- un og ákveöna færni. Hjá Því veröur ekki komist. Því getur Þaö oröiö Þjóðarböl, aö láta fólk kom- ast áfram í námi, meó vissum sveigjanleika, í Þeim greinum, er viðkomandi er ekki fær um aó stunda er út í starf er komiö. Grunnskólalögin, meö öllum sínum sveigjanleika fyrir nemend- urna, eru kannske ekki alvond. í þeim eru, sem betur fer, margir Ijósir punktar. En glundroðinn sem þau hafa skapaö í skólakerf- inu, er alvondur. Kennarar hafa sinn rótt til aö hafa skoóun á hlutunum, ekki síöur en nemend- ur og foreldrar. Og varla veröur annaö sagt en kennarar hafi frá upphafi haft margvíslegar skoö- anir á framkvæmd Þessara laga á kennarastofum, geta Þær kannske oröiö erfiöasti bekkur skólans. Eldri nemendur skólanna eru gjarnan nokkuö íhaldssamir á „gamla lagiö“ og finnst þá aö í Þeim bekkjum þar sem viöhöfö eru frjálslegri vinnubrögó, sé aö- eins um leikskóla aó ræða. En til Þess aö hægt sé aö reka slíka „leikskóla“ fer vissulega mun lengri tími í aö koma námsefnis- magninu til skila. Eru Þaö því ekki Þessar breyttu vinnuaðferöir, sem valda svo miklu um, aö nemendur afa ekki þá yfirferö í námsefni aö iaki og þá færni er geri þeim kleift aö stunda nám vió alvöru- skólana, þegar ofar dregur í menntunarstiganum? Veröur þaö ekki einmitt á Þessum fyrstu og mikilvægustu Þroskaárum, sem nemendur, sem margir hverjir gætu miklu betur, byrja aö drag- ast aftur úr sjálfum sér, svo aó ekki verður úr bætt. Þaö er fagurt kjörorö aö allir skuli menntun hljóta, svo mikla sem Þeir kjósa. En er þaö rétt- mætt, gagnvart einstaklingnum og Þjóðfélaginu, aö hverjum þeim er þaö kýs skuli kleif skólaganga, yvo lengi sem hann vill. Viökom- andi verður jafnvel aö færast upp um einn bekk á hverju ári, hvort sem hann hefir náö færni í því sem kennt var eöa ekki. Svo Þegar á aö fara aö læra af fullri alvöru til prófa, stenst viðkom- andi þau ekki, vegna vankunn- áttu. Þá er kennurum gjarna kennt um, eins og fram hefir komiö í umræöunni um Þessi mál, t eftir aö Lesbókin birti greinar sínar. Þá loks verður einstaklingi og vandamönnum fullkomlega Ijóst aö þetta var röng leiö. Þá vaknar líka spurningin af hverju var hún valin. Svariö hlýtur aó veröa, aö hvatinn lá innbyggöur í skólakerfinu. Þetta slampaóist alltaf. í* grunnskólanum voru kannske ekki einu sinni próf á milli bekkja og ef ekki var pví betra eftirlit frá ekki bara kennar- ans hálfu, heldur einnig foreldra og nemenda, varö engum Ijóst, aö námsfærnin var ekki meiri. Vonbrigðin, sem Þannig Verða, koma því svo seint, aö þau veröa enn sárari fyrir bragóiö. Getan hefir kannske alla tíö veriö ofmet- in og einstaklingurinn unaö glaö- ur viö sitt og haft bjartar vonir, sem allt í einu hrundu. Þaó er of seint. aö koma í háskóla og uppgötva, aö viðkomandi getur ekki lesiö námsbækurnar, sem Þarf til háskólanáms. Hættum Því Þessari sjálfsblekk- ingu og tökum upp okkar gömlu kröfupólitík. Þaö aö gera kröfuna til sjálfs sín, en ekki alltaf til annarra og samfélagsins. Náms- geta veröur engum færö á silfur- fati. Hún veróur aö búa meö manninum. Þroski kemur mis- jafnlega snemma hjá einstakling- unum. Sumir geta um tvítugt, þaö er aðrir geta fyrst um 30—35 ára, sumir aldrei. Væri Því ekki meira vit og til betri árangurs, aö efla mun meira fulloröinsfræóslu? Gefa einstaklingum enn meira tækifæri til náms síóar í lífinu, Þegar þeir finna aó þeir hafa öölast Þroskann, sem þarf til meira bóknáms og lausnar verk- efna, sem á Því byggjast. Hamingja einstaklingsíns er í því fólginn, aö hann finni lífsfyll- ingu í Því sem hann aöhefst og ráöi viö þau verkefni, sem honum eru fengin svo áfallalítið sé. Þjóð- félag hamingjusamra einstaklinga er gott. Allt annaö veröur smám saman af hinu illa. Siguröur H. Þorsteinsson. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.