Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1979, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1979, Blaðsíða 11
mundur minn? Hann vill alltaf vera í sömu görmunum, þó hann eigi nóg af nýjum buxum. Hvaö er þetta drengur ertu alveg mállaus? — Drengurinn hefur ekki enn litiö upp og hún lætur móöan mása: — Ég lét hann hafa tösku meö sér og þar eru aö minnsta kosti tvennar buxur, skyrtur og sokkar. Af hverju ertu berfættur, Sigmundur? Ég segi fyrir mig þaö er alveg hræöilegt aö eiga viö þessa unglinga, þó þeir eigi nóg af öllu, þá fást þeir ekki til að vera í neinu nema einhverjum bölvuöum druslum og svo... Drengurinn grpur fram í. — Ertu meö þessum á Range Rovernum? — — Ég má ekki stoppa lengi, þaö er beði eftir mér, — segir hún afsakandi viö mig, og hún bætir viö — má ég annars segja orö viö þig hérna frammi? — Viö förum fram í eldhús, ég loka hurðinni á eftir okkur og hún sest viö borðið undir glugganum og segir: — Þaö er nefnilega svoleiöis, aö ég er aö fara.til Kanarý um næstu helgi og ætla að vera þar í hálfan mánuö. Myrkrið og rigningin er alveg aö gera útaf viö mann. Ég talaöi við þá í Borgartúninu og þeir ætla að geyma hann hér á meöan. Þaö er svosem ekkert auövelt aö komast aö heimen, þegar maöur á þessi börn, — hún andvarpar. — Ég er nú ekki hér nema rétt einstaka sinnum og þá helst um helgar, — svara ég stuttaralega. Hún er vandræðaleg, fitlar viö tuöruna, sem hún heldur á, horfir niðrá tærnar á sér, reynir aö brosa. — Nei, ég ætlaöi nú bara aö láta þig vita af þessu. Ó, guö ég verö aö flýta mér, — segir hún og stendur upp. Hún rigsar aftur inn í stofuna, þar sem drengurinn situr, kyssir hann á kinnina og segir: — Bless elskan og vertu nú þægur drengur. — Ég hleypi henni aftur út og sé að bíllinn sem bíður hennar er rauöur af Range Rovergerð. — Var þaö ekki Range Rover? — spyr drengurinn, þegar ég kem aftur inn. — Jú, þaö held ég —. — Þaö er sá sem á gullsmíðabúöina þar sem hún þykist vinna. Hún heldur viö hann. Hann er giftur. Hún er helvítis mella. — — Af hverju talarðu svona um hana móöur þína? — spyr ég og geri mér upp höstugan tón. — Á ég aö segja þér, aö þegar ég svaf í stofunni uppi, þá heyröi ég þegar karlarnir voru á henni, heyröi hana emja einsog grís og þá var hún líka alltaf full um hverja helgi, geim upp um alla veggi. Djöfuls fjör, maöur. Þaö var aldrei sami karlinn. Nú þykist hún vera hætt aö drekka. Hún segist vera í A.A. Ég held hún Ijúgi því. Afturbatapíka. Helvíti er þaö sniöugt. — Afturbata- píka, hann hlær og kastar frá sér bókinni sem hann var aö blaða í. — Heyrðu hvar sefuröu núna? — spyr ég. — í kjallaraherberginu. Þú veist viö búum í blokk á Kleppsveginum. Tvö herbergi og eldhús á hæöinni og eitt i kjallara. Þaö er fínt í kjallaranum, ég þarf ekki einu sinni aö hafa lykil, fer út og inn um gluggann. Þegar maöur er aö pæla í innbrotum veröur maöur aö vera frír af sér. — Ég prédika aldrei móral yfir ungling- unum, sem ég gæti hér í skammvistun- inni, en ég hlusta, reyni aö eignast trúnaö þeirra, er forvitinn. Þetta er í fyrsta sinni sem ég er einn meö Sigmundi, í þau tvö skipti sem ég hef áöur verið með honum hér í skammvistuninni hefur hann veriö í hópi fleiri unglinga og þá dregið sig í hlé og veriö erfitt aö komast aö honum. — Þú varst aö sgja mér áðan aö þú heföir verið hjá honum afa þínum. Var þaö ekki lygi, aö þiö heföuö drukkiö saman og þú bara ellefu ára? — spyr ég. — Þú ræöur svo sem hverju þú trúir. Karlinn var bara einn i kotinu og hann þurfti aö hafa einhvern til aö drekka með. Þegar afi var fullur þurfti hann aö vera góöur viö alla, klappaöi mér og kyssti mig og sagöi elsku drengurinn minn, já hann sagöi alltaf elsku drengurinn minn þegar hann var fullur. Nei, nei hann var ekkert hinseg- in. En þegar hann var edrú, þá var hannn fúll. Ég veit þaö ekki en þaö bara gerðist einhvern veginn aö hann fór að gefa mér meö sér og mér fannst þaö ágætt og karlinn sagöi mér sögur, hann var góöur aö segja sögur. Hann var móralskur þegar rann af honum, stundum dróst ekki orö uppúr honum heilu dagana." — Varstu ekki í skóla veturinn eftir að þú komst frá afa þínum? — spyr ég. — Jú í tólf ára bekk en svo var ég fullur á „litlu jólunum“ og sparkaði í punginn á einum kennaranum og var rekinn og settur í annan skóla og þar stal ég segulbandstæki og tveim hátöl- urum og var líka rekinn þaöan. Næsta vetur var ég viku á Jaðri og strauk þaöan og fannst ekki aftur fyrr en eftir fjóra daga. Ég hef ekket veriö í skóla síðan. Heyrðu annars, hvað var kerl- ingin aö segja viö þig frammi áöan? — — Hún sagöist vera aö fara til Kanarýeyja, — svaraöi ég. — Ætlar hún meö honum, ég meina karlinum á Rovernum? — spyr hann. — Þaö veit ég ekki. — — Finnst þér ekki annars skrítiö, — segir drengurinn, og ég sé hann er hugsi, — aö svona giftir karlar geti tekiö kerlingar eingog mömmu og splæst á þær ferö til útlanda. Hvaö segja kerlingarnar þeirra? Er þeim alveg sama? Eru þær bara fegnar að losna viö þá? Eöa eiga þær kannski önnur viðhöld? Þeir eiga nóg af seðlum þessir karlar. Hún er fjári fín gullsmíöa- búöin. Græöa þeir mikið á svoleiöis búöum? — Mér er svaravant og reyni aö leiöa samtaliö inná aðrar brautir. — Segöu mér eitt, Simmi. Ertu alltaf einn í innbrotunum? — Hann svarar ekki, stendur upp, gengur að sjónvarpstækinu og slekkur á því.sest aftur, kveikir sér í sícjarettu, kemur sér makindalega fyrir i stóln- um.situr í Búddastellingu. — Viltu kók og prinspóló? — spyr hann. — Nei, þakka þér fyrir. Ég ætla heldur aö fara fram og hita mér kaffisopa. — Á meöan ég helli upp á könnuna heyri ég aö Simmi hefur kveikt á útvarpinu og sett á Kanann og hilibillý- iö glymur í eyrunum.Þaö er hætt aö rigna og bílgeislinn næstum samfelldur á Hafnarfjaröarveginum. Ég drekk kaffiö í eldúsinu viö boröiö undir glugganum. Eldhúsiö er stórt og óvist- legt, málningarflyksur á veggjum og gólfdúkurinn næstum troöinn niöur í stein. í þessu húsi er flestu tjaldaö til einnar nætur. Skammvistun er rétt- nefni. Viö Sammi sitjum aftur í stofunni og ég biö hann aö lækka í útvarpinu. — Þaö er gott aö kjafta við þig, — segir hann. — Já einmitt, — segi ég og reyni að einbeita mér aö bókinni sem ég haföi verið aö lesa. — Þú varst aö spyrja hvort ég væri alltaf einn í innbrotunum. Oftast. Þaö er ómögulegt aö hafa þessa gauka meö sér, þeir kjafta alltaf frá. Ég er ekkert í ávísunum, það þýöir ekkert, þaö kemst alltaf upp um mann. Eina nóttina fyrir jólin braust ég inn á fimm stööum. Þá var maöur bisy.“ — Geturðu alltaf losnaö viö þýfið, ef þaö eru ekki peningar, sem þú kemst yfir? — spyr ég. — Blessaður vertu, það er enginn vandi. Þaö er bílstjóri sem kaupir af mér. — — Hefurðu aldrei kjaftað frá hon- um? — — Ertu vitlaus maöur, þá gengi hann frá mér.— — Jæja, Simmi minn nú er klukkan farin að halla í eitt. Viltu ekki fara aö leggja þig? — spyr ég. — Ég svaf framyfir hádegi og er ekkert syfjaöur. Finnst þér leiðinlegt aö kjafta viö mig? — — Nei, nei þaö er allt í lagi. Simmi nú ert þú fimmtán ára og sakhæfur einsog þú veist og nú hlýtur aö líöa aö því aö þú fáir dóm eöa er þaö ekki? — — Þeir eru einu sinni búnir aö fella niöur ákæru og næst verður þaö skilorösbundið. Mér er djöfulinn sama, en ég vil ekki fara á Bryggjuna. — — Kvíabryggja. Nei, þangaö fer ég ekki heldur annaö hvort á Skólavörðu- stíginn eöa á Hraunið. Ætli ég veröi ekki kominn í afplánun þegar ég verö sextán. — Hann talar um hugsanlega fangavist einsog eigi aö senda hann í sveit og þaö jaörar viö aö ég sjái tilhlökkun í bláu augunum. Ég er orölaus og sný mér enn aö bókinni. — Ætlar kerlingin aö láta mig vera hér meðan hún er á Kanarý, veistu þaö? — spyr hann eftir nokkra stund. — Já, ég held þaö, — svara ég. — Ég verð strokinn eftir viku. — — Er þaö nú svo auðvelt? — — Enginn vandi. Ég get farið hven- ær sem ég vil. — — En þú verður gripinn undireins aftur. — — Nei, ekki undireins, maöur getur alltaf faliö sig í eina þrjá, fjóra sólar- hringa. Heyröu, ég ætla aö fá aö fara heim á morgun og sækja bókina mína, — segir hann. — Hvaða bók? — spyr ég. — Úrklippubókina. — — Þoriröu það? — — Ég sting henni inn á mig. — — Ertu vissum aö þú fáir að fara heim? — — Ég segist bara þurfa aö ná í dót af því mamm Þegar Simmi segir þessi orö er svipur hans einsog á ungabarni, sakleysið uppmálaö og nú heitir móöir hans ekki kerling heldur mamma. — Þegar þú kemur næst, skal ég sýna þér bókina, því ég veit þú kjaftar ekki frá. — • Viö sitjum lengi nætur og ég verö ýmiss fróöari en þaö verður ekki skráö á blaö, en áöur en Simmi fer í háttinn ítrekar hann, aö þegar ég komi næst skuli hann sýna mér stílabókina meö úrklippunum. Ég kom ekki aftur í skammvistunina en frétti á skotspónum sumariö eftir, aö Simmi væri kominn í afplánun á Skólavöröustíg níu og hafð þó ekki náð sextán ára aldrinum. Þaö eru liðin rúm þrjú ár síðan ég var meö Simma á Kópavogbrautinni en um daginn átti ég erindi ausur á Litla— Hraun og þar var Simmi einn fyrsti vistmaöurinn sem ég kom auga á. Hann var orðinn þreklegri, háriö var dekkra en ekki eins sítt, hann haföi alskegíj og ermarnar uppbrettar og tattóveraöur kvenmannsbúkur á hægri upphandlegg. Augun voru jafn blá og stór og enn var sakleysiö í andlitinu. Hann brosti þegar hann sá mig. Ég heilsaði honum og spurði: — Jæja Simmi minn, ætlarðu ekki aö sýna mér úrklippubókina? — — Þeir fundu hana hjá mér, helvítis gaukarnir. — María Skagan Samleikur Eldfuglinn bjó sér hreiöur í hári vatnadísarinnar. Um sumarmál fló henni úr brjósti fagur söngur, vaföi hárinu um trén svo það glampaði HÖtíð Gamlar klukkur í skökkum turni hranna saman bálköst af skínandi hljómum angandi af jóreyk og gróöurnál á vori — brenna sundur biliö milli mín og þín. Hringja sundur tómiö milli guös og manns. Hvítasunna i grænum, blaktandi speglum að fara um andlit sólar ótal myndum. Angandi, glöðum gróöurmyndum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.