Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1979, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1979, Blaðsíða 8
Eftir því sem ofar dregur í Landsveit breytist gróöur og graslag og landiö tekur á sig svip af átökum viö höfuð- skepnurnar, eld og vind. Undir er hvert hraunlagiö ofan á ööru og allt ættaö úr Heklu, en yfirboröiö víöa sorfið af vindi, moldroki og sandbyl, sem næst- um alveg haföi flett holdi landsins frá beini og óvíöa áttu Ijóölínur Bólu-Hjálmars betur við: Sjá hvaö ég er nú beinaber brjóstin visin og fölar kinnar. Eldsteyptu lýsa hraunin hér höröum búsifjum ævi minnar. Sú var tíö og ekki mjög langt síöan, aö stórbýlið Skarö var eyöingu nær sökum áfoks og uppblásturs af hraun- flákunum, sem veröa noröaustur af bænum, allar götur til Þjórsár. í þá áttina er Búrfell í Þjórsárdal tignarlegt kennileyti og lengra sést inná Sanda- fell, langt noröur meö henni Þjórsá. Sjálfur man ég vel, drengur vestur í Tungum, hvernigsandbylurinnmyndaði vegg suöur Rangárvallasýslu, svo Eyja- fjallajökull hvarf í sortann, en nú heyrir sú dapurlega sjón sögunni til. Melripartur þess lands, sem heyrir til Skaröi, er grasigróinn þegar hér er komið sögu, en Skarö er aungvu aö síöur hraunajörö þar sem þétt og safaríkt gras vex úr fremur sendnum jarðvegi, víöa vallendiskennt en mýrar hvergi. Þótt ræktunarskilyröin sýnist óhagstæö á móti því sem blasir viö neöar í Landsvert, er túniö í Skaröi samt sem áöur 100 hektarar og þar mun búiö stærsta búi á íslandi. Raunar var förinni heitiö til þess aö kanna ögn nánar þennan blómlega búskap Guöna bónda í Skaröi og Dóru konu hans. Meö þeim búa á jöröinni Kristinn sonur þeirra og kona hans, Fjóla Runólfsdóttir frá Brekku í Þykkvabæ. Ungu hjónin eiga þrjú börn; auk þeirra er til heimilis í Skaröi móöir Guðna, Sigríöur Einarsdóttir, nú oröin 88 ára. Tíu manns eru þar til heimilis, en umferðin á hlaöinu er sem á torgi og alls gistu 30 manns í Skaröi þá nótt Dagstund hjá Dóru og Guðna í Skarð sem eitt sinn lá við auðn vegna sand búið Þar stærsta búi á íslandi. Að ofan: Dóra og Guðni ræða við gesti í stofu nýja íbúðarhússins í Skarði. Það er Stórt og glæsilegt, enda vill Guðni hafa allt stórt. „Búskussi vil ég ekki vera“ segir hann í samtaíinu. Til vinstri er Guðni í kirkjugarð- inum í Skarði. sem höfundur þessa pistils gisti í Landsveit. Sumir komu þeirra erinda aö kaupa veiöileyfi í Veiðivötnum á Landmannaafrétti; vígalegir menn á glæsijeppum og búnir aö brenna 30 lítrum af bensíni þennan spöl sunnan úr Reykjavík. Aörir áttu erindi út af hrossum og svo eru þeir sem þurfa aö ræöa viö hreppstjórann. Stærsta hóp- inn skipa þeir, sem einfaldlega eru á flandri; þekkja eitthvaö til á þessu rausnarheimili og líta inn, þótt nú sé hábjargræöistími heyskapar og öll hjól látin snúast. Guöna bónda í Skaröi haföi ég hitt áöur og orðiö þess heiðurs aönjótandi aö fá aö mála honum mynd fimmtug- um. Til trausts og halds haföi ég kunnugan meöreiöarsvein, Finnboga Eyjólfsson í Heklu, sem forframaöist á yngri árum í Snjallsteinshöföa og Guörúnu konu hans, sem er frá Aust- vaösholti og innfædd í Landsveit. Eins og víða í Rangárþingi eru þarna hljómmikil og frumleg bæjarnöfn. Eitt þeirra var Látalæti, sem nú hefur veriö skýrt upp og heitir Múli; enn eitt dæmi um nútíma húmorleysi og flatneskju í hugmyndaflugi. Heyskaparliöiö í Skarði var aö vél- binda og flytja heim hey frá Efra- Seli. Sjálfur var Guðni bóndi á yfir- reiöum; ekki þó á graöhestinum Kolbak, sem hann á og væri viö hreppstjórahæfi, — heldur á Subarú, sem nærsveitungar kalla “súttu- bara-á“. Ekki er þaö þó vegna þess aö bíllinn súpi meira en gengur og gerist, heldur til heiðurs ölkærum sómamanni, sem ekur á slíkri bifreiö. „Ég er ekki með bíladellu", sagöi Guðni, „en mér skilst aö þú sért þaö. Má ekki bjóöa ykkur aö ganga í bæinn1? „Er ekki nóg aö vera með hesta- dellu; mér skilst aö þú kaupir og seljir án afláts á hestamannamótum.“ „Æ, þaö er nú eitthvaö lítiö. Maöur er hættur aö koma á bak.“ Finnbogi meöreióarsveínn: „Þaö er alveg rétt. Hann horfir bara á þá og sér á augabragði hvaö býr í hestinum. En Kristinn sonur hans og bóndi hér er aftur á móti úrtöku tamningamaöur." Viö gengum til stofu. íbúöarhúsiö er splunkunýtt og líkt og félagsheimili á stærö, enda 500 fermetrar. Þaö verður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.