Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1979, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1979, Blaðsíða 9
öi á Landi, Þar dfoks en nú er Eftir Gísla Sigurðsson. enda eitthvaö aö vera til þess aö geta hýst 30 manns um nætursakir og farið létt meö það. Húsiö er formað eins og U — Kristinn og Fjóla búa í austurálmunni, Guðni og Dóra í vesturálmunni, en stofan er sameiginleg og tengir álm- urnar saman. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja og mestan svip setja tveir útskornir stólar á stofuna, hreinustu gersemi í sveitarhöfölngjastíl. Hús- móöirin er aöflutt og átti æskuheim- kynni viö Njálsgötu í Reykjavík. Þau kynntust þar syöra; Guðni vann þá um tíma við akstur í Reykjavík. En Dóra hefur átt heima í Skaröi síðan 1950 og viö búinu tóku þau 1959. Guðni: „Hún er vel gift kellan, skrifaöu það bara". „En hvaö á ég aö skrifa um bú- stærö á stærsta búi á íslandi," spurði •g. „Þarftu nokkuö að skrifa um bú- stærð? „Vitanlega. Hvað er fóö margt? „Ég veit þaö varla". „Er þaö eitthvert pukursmál hvaö marga hausa Þú hefur á fóörum?" Dóra: „Hann heldur aö þú sért frá skattinum, ef þú spyrö svona". Guðni: „Viö skulum segja að þaö hafi þurft aö rýja á 12. hundraö fjár. Og Efst: Gamli bærinn í Skarði stendur ennþá, en verður senn rifinn. í miðju: Dóra óg Guðni framan við nýja íbúðarhúsið í Skarði, sem samtals er 500 fermetrar. í álmunni til hægri búa þau Kristinn sonur þeirra hjóna og Fjóla kona hans. Neðst: Dóra og Guðni í útskornu stólunum, sem eru í sveitarhöfðingjastíl og setja svip sinn á stof una í Skarði. í fjósi eru um 50 mjólkandi kýr, — hausarnir eitthvað fleiri." Finnbogi meöreiðarsveinn: „Spuröu hann um hrossin maöur." „Eru hross hór í Skaröi?" Guðni: „Spurðu konuna hvað gert sé viö afgangspeningana í Skarði." Dóra: „Þetta er nú það eina sem einhver ágreiningur stendur um hjá okkur. Ég vildi fá aurana í húsiö, en þeir fara stundum annað. Mér finnst nóg af hrossum." „Ég var að spyrja Þig Guðni, hvort hér væri slangur af hrossum?" Guðni: „Já, mikið af hrossum. Ein- hver lifandis ósköp af hrossum. Ég veit ekki hvort nokkur veit hvað þau eru mörg; sjálfur veit ég það ekki." Finnbogi meðreiöarsveinn: „Þaö er alveg rétt; hann veit þaö áreiöanlega ekki nákvæmlega." Guöni: „Mikill vinur minn hér, Árni r Klofa sagöi mér eitt sinn aö gæta mín á því, að láta ekki hrossin drepa mig. Þau hafa nú ekki gert paö enn og vonandi bjargast þetta áfram. Þaö er rétt að þau eru mörg og enginn Skagfirðingur á nándar nærri eins mörg. En þaö er orðið langt síðan ég hef séö þau saman í einum hópi; sú sjón yrði mér kannske ofviða í því árferöi sem var í vetur og vor. Þaö kom viö heyin að gefa þeim. Við skulum ekki vera að nefna neinar tölur; segöu bara aö þau séu mörg. Og þetta eru góð hross og úrvalshestar í bland." „Við sáum að Þínir menn voru við heyskap hér langt fram á sveit. Hrekkur Skarðið ekki til lengur?" „Það*er helvítis haugalygi, aö ég sé að leggja undir mig jarðir. En þú mátt skrifa, að góðir menn lofi mér aö slá hjá sér túnin." „Sprettur ekki seinna hér uppfrá?" „Ekki get ég séö það. Þetta er tómur barlómur og væll, að sprettan sé mörgum vikum á eftir því sem venju- legt er. En ég ber líka vel á; keypti 80 tonn af áburði fyrir 8 milljónir nú í vor. Svo erum viö alltaf meö aðkeypt vinnuafl, mest þó yfir siáttinn, ungl- ingsstráka sem eru seigir á vélum. Ætli þeir séu ekki tíu núna. „í vor hafa náttúrulega allar fyrn- ingar klárast ?" „Já, við gáfum þær upp og nú blasir við samdráttur á bústærð í haust. Kannske verður ekkert lamb sett á vetur og þið þurfið varla að bíða lengi eftir mjólkurskorti. Ef það er eitthvað sem ég kvíði fyrir, þá er það að þurfa að minnka búið. . Búskussi hef ég aldrei veriö og vil ekki vera. „Legguröu meiri áherzlu á bústærð eða hausafjölda en hámarks nettóaf- raksturr' „Hvurslags kjaftæði er þetta nú eiginlega. Eg velt ekki betur en búið hér sé arðsamt. Mjólkin hefur veriö í hæsta gæðaflokki og féð hefur gefið vel af sér, meöalfallþungi um 21—22 kg. eftir hverja vetrarfóðraöa á." „Annað eins hefur nú heyrst. Eru •kki sumir, sem mest fá af tvílembdu komnir upp í 26—28 kg?" „Við verðum aö taka meö í reikning- inn, að stór hluti fjárins veröur að ganga í heimahögum vegna þess aö við erum með ítölu á Landmanna- afrétt og byrjuðum á því á undan öðrum. Eg má til dæmis aöeins hafa 600 fjár á afrétti og þá eru lömb talin með. Afganginn verð ég að hafa hér heima. Annars held ég að það standi óhaggaö, að almennilega rekin kúabú séu bezti búskapurinn." SJÁ NÆSTU SÍÐU ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.