Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1979, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1979, Blaðsíða 13
hafa notað sem efniviö. Sú stefna, sem Einar aðhylltist, viidi helst rúma allt: Hafa fagurfræðilegt gildi, byggja á bók- menntalegri frásögn og hafa umfram allt táknrænt gildi. Talaö var um, að listin yrði á þennan hátt „fjöltækari". Einar blandar saman þrívíðri mótun og lágmyndum og segir sjálfur í ritum sínum: „í mínum augum er listgrein því aöeins heilsteypt, að hún meir eða minna samtímis innifeli í sér eitthvað af eöli annarra lista." Þegar Einar Jónsson kom heim til íslands, með síðustu skipsferðinni sem féll frá Danmörku fyrir fyrra stríð og hafði þá verið ytra í 21 ár, stóð það nálega á endum, að Alþingi samþykkti að kosta heimflutning á verkum listamannsins. Það hlýtur að hafa verið mikill sigur fyrir Einar og sýnir raunar, hvað menn gátu verið framsýnir og stórhuga í þá daga, enda þótt ekki væri síður í mörg horn að líta með fé landsmanna en nú á dögum. Þótt menn þekktu enn sem komið var* lítið til verka Einars, var hróður hans mikill og með samþykkt Alþingis frá 1914, var litiö á verk Einars sem „gjöf til þjóðarinnar". Hann fékk föst laun og varð fyrsti ríkislistamaðurinn hér. En hugmyndir Einars um útlit safnhúss voru eins og í mörgu ööru utan við alfaraleiöina og fremur undir áhrifum frá rómantískum fornaldarbyggingum. Það veröur að segja landsmönnum til hróss, aö þeir studdu dyggilega hugmyndina um safnhús og bættu ríkulega viö með frjálsum framlögum þegar Alþingi sam- þykkti sumariö 1915 að veita 10 þúsund krónur til þessarar byggingar. Húsiö Hnitbjörg varð að veruleika uppi á Skólavöröuholti, — á stað sem Einar valdi sjálfur, þótt þar væri þá naestum samfelldur ruslahaugur, enda utan viö meginbýggðina. Það má því segja, aö vel hafi til tekizt á þessum fátæktarárum; Einari tryggð lífsafkoma í listgrein, sem hann engan veginn gat skapað sér nægilegar tekjur af og raunar fylgdi því umtalsveröur kostnaður að vera með annað eins safn listaverka á sínum snærum. í annan stað var tryggt, aö verkin eignuðust samastað. Um þetta segir Björn Th. Björnsson listfræöingur svo í sinni ágætu myndlistarsögu: „Og meö engum öörum hætti stæði nú safn hans með svo að segja öllum verkum er hann gerði um dagana, undar- legt en brotlaust minnismerki um þennan mann, er reis til listar í myndlistarsnauöu landi, með bókmenntir þess og sagnir að bakhjarli, evrópska menningu 19. aldar undir fótum og blikandi trúarstjörnu sína aö leiöarvísi. Þannig mun þaö standa um ókomna tíma, óhreyft með öllu, hver mynd þar og þannig sem hann kaus henni sjálfur stað, hvert fótspor hans ómáö um þennan kastala drauma og starfs. Arfleiðsluskráin sér fyrir því, að viröing þjóðarinnar við Einar Jónsson ætti að vera henni meira en næg trygg- ing“. Ef síðari tímar líta einnig þannig á arfleiðsluskrána, þá er hún sorglegt plagg og kemur í veg fyrir um aldur og ævi, að nokkur mikilfenglegustu myndlistarverk okkar fái að njóta sín eins og vert er og þau eiga skiliö. í fyrsta lagi er lýsingin mjög bágborin og fátt skiptir þó meira máli fyrir höggmyndir en rétt lýsing. í annan stað standa verkin alltof þétt, bera hvert í annaö, trufla hvert annaö og njóta sín ekki þar af leiöandi. í þriöja lagi stendur fjöldi þeirra á alltof háum stöll- um, þaö sést uppundir þau, en safngest- urinn veröur aö ímynda sér, hvernig þau líta út frá eölilegri sjónhæö. Ef allir eru sammála um, að listasafn Einars Jónssonar eigi að vera grafhýsi, dimmt og þröngt og óaölaðandi, þá er aðeins ein leið fær til þess að verk Einars geti komiö fyrir almenningssjónir svo sem vert er. Hún er sú, að teknar verði stórar afsteypur af öllum meiri háttar verkum hans og þeim komið fyrir — ekki bak við skógarlundi — en á almannafæri, eöa látin prýða opinberar byggingar, sem nóg er af og vantar alit sem gleður augað. Gísli Sigurösson ® svona álíka gáfuleg og segja aö Halldór kunni ekki stafrófiö. Þessi umkvörtun Halldórs um ranga vöðvabyggingu í mannslíkömum Elnars, er reyndar það síðasta sem ég hef heyrt til niðrunar frá samtíðarmönnum hans. Á dögunum kom ég í Hnitbjörg, þetta ómögulega safnhús og þá var þar slangur af fólki. En það voru að yfirgnæfandi meirihluta útlendingar. Flestir þeir sem ég þekki og hef spurt, hafa alls ekki komið innúr dyrum í Hnitbjörgum. En svo vildi til, aö með mér var í þetta sinn ungt fólk, sem virti agndofa fyrir sér myndirnar og þótti mest til um hugmyndaflugiö, skáldskapinn og feguröina, sem nálega allsstaöar birtist. Hinn svokallaði síörómantíski symból- ismi blómstraði á öldinni sem leiö og því hefur verið haldiö fram, að Einar hafi veriö síöasti Móhíkaninn, — síöasti listamaðurinn í bili, sem þá stefnu aðhylltist. Hann skipti ekki um skoöun; varð ekki fyrir sýniiegum áhrifum, né heldur að hann reyndi nýjar leiöir eins og Ásgrímur Jónsson til dæmis. Hjá Einari er hugmyndin, — andlegt inntak myndarinnar — aöalatriði. Þess- vegna skiptir efniö hann ekki máli, tré eða málma viröist hann yfir höfuð ekki Að ofan: Dög- un. Einfalt vcrk, táknrænt og sterkt. Hvíld. Þessi glæsilega mynd mundi bregða stórum svip yfir dálítið hverfi, hvar sem væri, en á safninu nýtur hún sín ckki fremur cn önnur verk Einars. Til hægri: Útilegumaðurinn — einasta frjálsa myndverk Einars, sem komið hefur verið fyrir úti við í Reykjavík — og þá á stað þár sem það sést yfirhöfuð ekki. Alda aldanna, eitt stórfenglegasta verk Einars og dæmigert fyrir þau verk hans, þar sem táknræni þátturinn skiptir miklu máli. Fæðing Psyches, margbrotin lágmynd og skáldleg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.