Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1979, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1979, Qupperneq 12
Lúinn bóndinn var aö baksa við aö tengja dráttarvélina hey- vagni. Haföi komiö glussatjakk fyrir undir beizlinu, en þetta vildi ekki takast. Vagninn féll af tjakknum og beiö annarrar til- raunar. Blm. gengur í átt til manns og traktors: Þú munt vera Aðal- steinn? Sá er maðurinn. Hrjúft hand- takiö segir mörg orö. Ég kom til aö skoöa þig hérna, eiginlega á vegum blaös (menn brosa). Nú já, geröu svo vel aö ganga í bæinn. Á Laugabóli er steinhús, byggt skömmu eftir 1930. innar af lítilli forstofu komum viö í stórt eldhús, í samanburöi viö alla bygginguna. Veggir og loft er málað Ijósum litum, en gólfið aftur á móti vínrautt fjalagólf með háglans er mér nær aö segja. Allt er fágaö og snurfusað hjá Aöalsteini bónda og vekur manni fljótt eftirtekt spánný hrærivél af geröinni Kitchenaid. Hún kostaöi nær tvöhundruö þús- und, upplýsir Aöalsteinn spuröur um grip þennan. Annaö sem þegar grípur augaö í eldhúsinu hjá Alla, er hversu vel Alli við bæinn á Laugabóli. Hver eru svör friðunarmanna? Þeir segja aö örninn sé aö deyja út, en þaö viröist ekki vera hér, hér er þetta vandamál. Hver skiptir sér af því? Mér var boðiö í kaffi í Bændahöllina og þar voru þeir allir þessir framámenn, vil helzt ekki nefna nein nöfn. Þaö voru þeir sem lærðir eru og þá erum viö hinir einskis viröi. Þeir ættu bara aö sjá þegar örninn flýgur hér yfir, þá fer fuglinn allur fram á sjó og leitar svo eitthvaö annað. Ég hef skotfæri þarna fyrir aftan þig, haglabyssu og riffil no. 12. Ég hef leyfi fyrir þessum byssum. Þegar hér var komið sögu var komin upp suöa á Kósangasvélinni og bóndi hellti upp á og fyllti eldhúsið hinum sístæöa kaffiilmi og varö nú hlé á skriftum. Hins vegar fékk blm. nú kannaða uppheima bæjarins, en þangaö liggur stigi af tré, líklega ein átta þrep. Þarna uppi er einn bjartur salur málaöur lost- fögrum litum, áberandi eru sólgulir gluggar svo og vínrauðar gólffjalir með háglans. Meö öörum vegg eru lokrekkjur þá varla full mannslengd, en Aöalsteinn sefur í einni meö því aö nota hornalínuna. Við tylltum okkur í eitt biliö og Aðalsteinn tók fram myndasafn sitt sem er stórt aö vöxtum. Raöaö í samhengi er þá Ég er ekki einbúi f hugsun Finnbogi Hermannsson á Núpi í sunnudagsheimsókn hjá Alla á Laugabóli hann er búinn tækjum í orkukreppt- um heimi. Þarna standa þær í bróðerni gamla kolavélin móöur hans og nýmóöins rafmagnsvél frá Rafha. Hins ber aö geta aö engin samskipti haföi Aöalsteinn viö vélar þessar, hvorki kabyssu né rafmagns- vél, heldur hitaöi kaffivatnið á gam- alli kosangasmaskínu upp á vask- boröi. Blm. geröi enga athugasemd þar að lútandi. Sem Ijóst vitni um, aö þarna hokraði ekki atkvæöalaus maöur, var skilti eitt mikiö sem yfirleitt er ekki á snærum nema opinberra samtaka: „Friölýst landsvæöi” Þaö var enn þá inni í eldhúsi, brýning á gesti og gangandi og beið þess aö veröa sett upp á réttum staö. Aðalsteinn bandar hendi til merk- isins: Ég hef alla tíö verið mikill friöunarmaöur. Ég hófst handa um aö friöa kollurnar hérna um 1940. Baö fólk að fara ekki yfir landið. Þaö valt á ýmsu þar til í stríðslok, þá girti ég varpiö, en túniö er inni í varpinu. Aö vísu er sjór á tvo vegu, en þetta er samt tveir og hálfur kólómetri og gert í mestu fátækt. Gg árangurinn? Tófan kom ekki mikiö eftir aö ég girti. Ég girti nefnilega meö hænsna- neti og er fyrsti maður sem þaö geröi í landinu. Mér er þaö minnisstætt aö þetta kostaði sautján þúsund krón- ur, en þaö á ég aö þakka Eiríki Þorsteinssyni, en hann lofaði mér aö skulda þetta og fyrir þaö er ég honum eilíflega þakklátur. En þaö er ekki bara tófan sem hefur ásótt þig? Tófa, minkur og allur skrattinn hefur ásótt þetta. Þetta er líka eina varpið sem örninn ásækir, en grá- fálkinn er mest í kríunni. Hér er örninn friöaöur og enginn fær neitt aö gert. Ég held þaö hafi verið einhver breiöfiröingur sem vildi fá skaöabætur, en fékk ekkert. í fyrra safnaöi ég umsögnum hjá konum sem voru hjá mér og fleirum í sambandi við eyöilegginguna. Ég kom því á framfæri viö Æðaræktar- félagiö svo menn sjái svart á hvítu hver skaðvaldur hann er. nálægt aö vera filmísk íslandssaga 20. aldar. Heybandslest, kýr á stöðli, hrútarnir prúöu, á togara hjá Tryggva Ófeigssyni, Stígandi ný- keyptur, fyrsti traktorinn Farmall A, herþyrla frá varnaliðinu á hlaðinu á Laugabóli að sækja móður Aðal- steins fársjúka—. Þaö tók drjúga stund aö fara í gegnum þetta, en yfir kaffinu niöri í eldhúsi á eftir spannst umræðan fyrst um' rækjuútgerö Aðalsteins á Laugabóli: Þaö var nú svo væni minn, aö ég átti bátinn og alla útgerö og ætlaöi aö fara aö hefja veiðarnar, hérna við túniö hjá mér, og ætlaði aö leggja upp á Bíldudal, en þá tilkynnti mér forstjórinn hjá Gísla Jónssyni, að ekki gæti orðið af viöskiptum því að fimm eöa sex menn á Bildudal heföu mótmælt aö ég yröi í viöskiptum á þeirri forsendu, aö ég væri úr annarri sýslu. Þeir voru svo aö skarka hér viö túngarðinn hjá mér og eyðilegg- inginn var stórkostleg hér í firöinum. Þaö er víst eitthvaö farið aö hamla á móti þessu núna. Svona lyktaði minni rækjuútgerð. Svo gátu þessir sömu menn komið til mín á eftir til aö fá eitt og annað lánaö, einum lánaöi ég nót öörum spilið og svo frv. Svo skeði ólánið, húsin brunnu hérna niöur viö sjó þaö var 1961. Þaö hitnaði í hlööu og allt brann. Þar fór allur minn útvegur, nót og fleira einnig vélin úr bátnum. Skógana og Hornið haföi ég keypt og var meö á þriöja hundrað fjár. Varpið og kind- Engin vandræöi með að hella uppá könnuna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.