Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1979, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1979, Blaðsíða 4
komiö er byggt upp allsherjar hreyfingu um verndun borgararéttinda sinna. Vfir- leitt skortir þá traust og skipulagshæfi- leika tii aö mynda mikiö meira en smáhópa nágranna eöa samlanda. Marg- ir tala enn illa ensku eöa alls ekki. Vegna sinnuleysis eöa fáfræöi hafa þeir ekki almennilega tekiö aö gera sér grein fyrir stjórnmálum og opinberri þjónustu. Þrátt fyrir ýmsar tilraunir til aö fá nýliöa úr röðum Asíumanna eru til dæmis aöeins 83 slíkir í lögreglu Lundúna, sem telur 22.000 manns. Menn hafa taliö, aö munurinn á Bandaríkjunum og Bretlandi í þessum efnum, sé fólginn í því, aö vestra hefur ríkisstjórnin veriö reiðubúin aö gera eitthvaö meira en að samþykkja lög. í Bretlandi hafi stjórnvöld gert eins lítiö og hægt hefur veriö. Eftir aö þingiö hafi veriö búiö aö samþykkja lögin um samskipti kynþáttanna, hafi þaö notaö þaö sem kodda til aö sofa á. Stjórnvöld eiga eftir aö sinna því verkefni aö sjá til þess, aö innflytjendum sé kennt, hvernig hiö brezka þjóðfélags- kerfi starfar. Þeir vita oft ekki muninn á þingmanni og borgarfulltrúa. Þar sem allsherjar átak til fræöslu í þessum efnum hefur ekki veriö gert, hefur þaö falliö í hlut nokkurra önnum kafinna þjónustu- aöila aö aöhæfa hina þeldökku innflytj- endur brezku samfélagi — skóla, félags- málastofnana og umfram allt lögreglunn- ar. Sé litiö á tölur eingöngu, þá viröist ekki eiga aö geta stafaö mikil hætta af 1.9 millj. þeldökkra íbúa, sem eru 3,4% af heildarmannfjöldanum, 56 millj. Félags- fræöingar benda á, aö flestir innflytjend- ur taki viö störfum, sem Bretar vilji helzt ekki vinna lengur. Innflytjendurnir hafa heldur ekki sótt stöðugt í íbúðarhverfi hvítra manna til aö fá húsnæöi þar. Þvert á móti liggur straumur þeirra í hin hrörlegri hverfi, þar sem þeir tala sitt eigiö mál, kaupa sinn eiginn mat og fatnaö og halda saman í algjörlega framandlegu samfélagi. En þó hefur samsafn blakkra manna og brúnna í London og öörum iönaöar- borgum vakiö ugg hvítra manna og magnað hann langt um of. Og þegar innflytjendum vegnar vel í viðskiptum og störfum og flytja út úr hinum einangruöu svæöum, vekja þeir einnig andúö og gremju. Þeir eru gagnrýndir fyrir aö vinna lengi og við skilyröi, sem hinir hvítu myndu ekki hafa látið bjóöa sér í nafni samstööu verkamanna og launþega. Þaö eru sérstakar sögulegar forsendur fyrir afstöðu hinna hvítu í Bretlandi. Aöstreymi innflytjenda kom almenningi einfaldlega í opna skjöldu. Engum var sagt aö búa sig undir samfélag margra kynþátta. Hinir fyrrverandi nýlendumenn komu, þegar hagur Bretlands var bágur og þverrandi. Heimsveldiö var í upplausn. Afleiöingin var óþægilegt hugboö um þaö, aö vaxandi fjöldi þeldökkra myndi tákna frekari hnignun ríkisins. Kynþáttur varö ekki pólitískt vanda- mál, fyrr en eftir aö stjórnmálamenn höföu lengi forðast að horfast í augu viö hið viökvæma mál hreinskilnislega. Þaö var Enoch Powell, eldibrandurinn, sem fyrst beitti hæfileikum sínum til múgæs- inga viö kynþáttavandamálin 1968 á fundi íhaldsmanna í Birmingham. „Þá, sem guöirnir ætla aö eyðileggja, svifta þeir fyrst vitinu!" þrumaöi Powell. „Við hljótum aö vera vitskertir, bókstaflega vitlaus þjóð aö leyfa árlegan innflutning 50.000 örbjarga manna ... Þegar ég horfi fram á viö, sé ég skelfilegar sýnir. Eins og Rómverja finnst mér ég sjá Tíberfljót streyma blóölitaö." Þessi æsingaræða kom Edward Heath, leiðtoga íhaldsflokksins, til aö víkja Powell úr skuggaráöuneytinu, þar sem hann var varnarmálaráöherra, en Powell náöi þó aö snerta þjóölegan streng. Þúsund mótmælendur fylktu liöi til þing- hússins honum til varnar. Ennþá er Powell meira aö segja aö halda fram „endursendingu" sem lausn á kynþátta- vandamálum þjóðarinnar. Og ennþá er © Hlýlegar móttökur: Húsmóöir (Leicester róttir höndina yffir limgeröiö og heilsar nýjum Fulltrúi hvíta kynstofnsins ( Bretlandi, nógrönnum. Þeir eru Indverjar. heldur 6 einum sem á aö erfa landiö. Mergurinn málsins: Á spjaldinu stendur. Viö erum HÉR vegna þess aö þiö voruö ÞAR. Búiö aö brjóta brýmar aö baki og framtíöln eln óvissa. Indverskir innflytjendur á Heathrow-flugvelli, viö komuna til Bretlands. litiö á hann af sumum sem spámann, jafnvel meöal virtra stjórnmálamanna. En bæöi íhaldsflokkurinn og verka- mannaflokkurinn hafa vandlega varast það aö aöhyllast svo ábyrgðarlausa stefnu. Þó tók núverandi forsætisráö- herra, Margaret Thatcher, á óvæntan hátt til oröa um málið snemma á s.l. ári. „Þegar minnihluti viröist ætla aö fara aö vera stór, grípur ótti um sig. Hin brezku þjóöareinkenni hafa svo mjög stuðlað að lýöræöi í heiminum, aö ef hætta er á því, að þeim kynni aö veröa spillt, bregst fólk illa viö og getur oröið óvinsamlegt í garö þeirra, sem flytjast inn í landið." Fljótt á litiö virtist Thatcher láta í Ijós skilning á andstööu fólks gegn innflytjendum, og staöa hennar í skoðanakönnunum batn- aöi þegar í staö um 11%. í kosningabar- áttunni neitaði hún aö draga sig í land, hvaö afstööu hennar snerti, og þaö mun sennilega hafa dregiö atkvæöi frá Þjóö- fylkingunni (Nation Front Party). Innanríkisráöherra í skuggaráöuneyti verkamannaflokksins, Merlyn Rees, seg- ir: „Viö munum aöeins sigrast á kynþátta- hatri meö rökum ... Hiö raunverulega vandamál, sem við höfum viö að glíma, er ekki innflutningur fólks, heldur samskipti kynþátta." Svo satt sem þaö er, þá er Rees einn af grátlega fáum ábyrgum mönnum, sem reyna aö gera almenningi þessa staöreynd Ijósa. Undir síöustu stjórn verkamannaflokksins var meira gert til að takmarka fjölda innflytjenda, heldur en aö stuöla aö gagnkvæmum skilningi kynþáttanna. Síöastliöinn vetur spuröist það, aö starfsmenn irinflytjenda- eftirlitsins á Heathrow fiugvelli og á Indlandi, Pakistan og Bangladesh krefö- ust þess stundum, að meydómsrannsókn yröi gerð á konum, sem æsktu leyfis til aö fara til Bretlands til heitmanna sinna. Stjórnvöld bönnuöu þegar í staö, aö slík aöferö yröi viöhöfö. Frétzt hefur, að stjórn íhaldsflokksins ætli að láta það eftir almenningsáliti hinna hvítu aö takmarka innflutning fólks viö konur og börn þeirra fjölskyldufeöra, sem þegar hafa á löglegan hátt setzt aö í landinu. Ennfremur muni innflytjendum ekki lengur leyft að taka við opinberum styrkjum þegar við komu sína. Þeir muni þurfa aö sanna þaö, aö þeir geti séð fyrir sér sjálfir, meöan þeir séu aö ieita sér aö atvinnu. Háttsettur embættismaöur hefur sagt, að bak viö þessar ráöstafanir liggi sú sannfæring, aö veröi ekki dregið úr ótta hinna hvítu, gætu alvarlegir atburöir gerzt í kynþáttamálum, ef atvinnuleys- ingjum fjölgaði í nær 2 milljónir á næstu árum. En þaö sem gerir kynþáttavandamálin í Bretlandi svo sérlega erfiö viöfangs, er aö ekki er aöeins um einn minnihluta aö ræöa, heldur aö minnsta kosti fimm, og hver þeirra hefur viö sín sérstöku vanda- mál aö glíma. Stærsti hópurinn er frá Vestur-lndíum og helmingur hans frá Jamaica, 620.000, Indverjar eru um 430.000, Pakistanar 240.000, Bengalir eöa Bangladeshmenn 50.000 og síðan eru um 180.000 svokallaðir afrískir Asíu- menn. Af þessum sundurleita hópi eru þaö sennilega blökkumenn frá Vestur- Indíum og Bengalir, sem veröa verst úti vegna fjandskapar hvítra manna. Innflytjendur frá Asíu hafa flestir slopp- iö viö þá meöferð, ofbeldi og árásir, sem Bengalir hafa oröiö aö þola. Menntaöir Indverjar og Pakistanar í ýmsum starfs- greinum veröa varir viö kynþáttamisrétti á mun „fágaöri" hátt. Indverskur kaup- maður segir: „Ég hef verið hér í 30 ár og er innflytjandi, en sá sem kom hingaö í gær frá Ástralíu eöa Kanada og er hvítur, hann er ekki innflytjandi. Svo að liturinn skiptir meginmáli." Annar segir: „Ef maöur er fátækur og hjálparvana, er maöur illa meöhöndlaður. Ef maöur berst áfram og reynir aö veröa læknir eöa lögfræðingur, er maður ásakaður fyrir takmarkalausa metnaöargirnd og spurö- ur: — Af hverju ertu ekki hjá póstinum?" Pakistani segir: „Þaö hefði ekki verið hægt aö halda uppi samgöngukerfinu í London eða heilbrigðisþjónustunni án Asíumanna. En nú segja menn: — Viö viljum ekki hafa ykkur hérna, af því aö þiö viljið hafa einhver helvítis múhameöstrú- armusteri eða hindúahof.“ Fyrsta kynslóö innflytjenda heldur fast viö hina fornu menningu sína, sem er eitt af því, sem veldur árekstrum viö hina hvítu nágranna þeirra. Eins og sagnfræö- ingar benda á, hefur sambræðsla eöa samruni aldrei veriö hugsjón Asíumanna. Á síðastliönum vetri snerist Indverska verkamannasambandiö gegn því, aö indversk börn yröu flutt í skóla í bílum, eins og yfirvöldin í Bradford höföu skipulagt til aö dreifa þeim jafnar um skólakerfið. „Þessi háttur beinist aö því aö eyðileggja tungu okkar og menningu“, sagöi í mótmælaályktun sambandsins. Fjölmörg slík dæmi eru um þaö, að minnihlutahóparnir vilja vera út af fyrir sig og halda tungu sinni og siöum. Þetta á vissulega fyrst og fremst viö um eldri kynslóöina, sem fyrst og fremst fór til Bretlands til aö bæta lífskjör fjölskyldunnar og haföi þar afstööu aö- komumannsins og gestsins. En ein millj- ón barna þeirra, sem fædd er í Bretlandi, gerir meiri kröfur. Þau eru þegar ólík foreldrum sínum, af því aö þau líta fyrst og fremst á sig sem brezk og telja sig borin til jafnréttis. Asíumaöur frá Birm- ingham sagöi í sjónvarpsþætti nýlega: „Sá tími er liöinn, þegar viö kjökruöum ekki einu sinni. Sá tími er liöinn, þegar viö þögðum yfir misrétti, sem okkur var sýnt. Sá tími er liðinn, þegar viö tókum því aö vera annars flokks borgarar." — Svá — úr „Time“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.