Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 2
Sr. Bernharður Guðmundsson Vita þeir ekki að það eru jól? jólalegt samkvæmt fyrri reynslu, enginn jóiasnjór, jólaskreytingar, engin epla- eða hangikjötslykt. Samt hafði aldrei veriö svo jólalegt, svo tengt hinum fyrstu jólum. Skyldu verða nokkuð rúm fyrir þessa Maríu, þar sem hún leitar gistingar? Og fagnar nokk- ur komu barnsins hennar? Gamli íslenzki jólasálmurinn talaöi betur til þessara framandi aöstæöna en nokkuð annaö: Nóttin var svo ágæt ein í allri veröld Ijósið skein það er nú heimsins þrauta- mein aö þekkja hann ei sem bæri... Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. íslenzk jól Jól eru óvíöa haldin svo vendi- lega sem hér á íslandi. Jóladag- arnir eru fleiri haldnir hátíðlegir en t.d. í Bandaríkjunum, enda er þar margt fólk, sem ekki játar kristna trú, svo sem Gyðingar og verzlun og skemmtanalíf er þar víöa líflegt á sjálfan jóladaginn. í suðlægari löndum, og má þar nefna þau lönd Asíu og Afríku sem kristni hefur náð einhverri fótfestu, eru páskar yfirleitt meiri hátíð í kirkjunni en jólin, enda er Það var adfangadagskvöld og hver hefði trúaö því. Sólin skein glatt, götulífiö var hiö fjörugasta, búöir opnar og fólk á heimleiö úr vinnu. Götusal- arnir flykktust sem endranær aö okkur, flestir hýrlegir ungl- ingspiltar í fatalörfum og buöu sólgleraugu og aörar slíkar nauöþurftir. Þaö var heitt og daunn úr ræsinu, allt eins og venjulega. Hva, vita þeir ekki aö þaö eru jól? sagði annar sonur- inn. Jól og ekki jól Það var ekki að furða að hann spyröi. Ekkert sem þarna bar fyrir augu síöari hluta aðfangadags á götum Addis Ababa var íneinum tengslum við fyrri reynslu hans um jól. Reyndar hafði ein verzl- unin reynt að gera útlendingun- um til hæfis og límt bómullar- hnoðra á gluggann sem skyldi tákna jólasnjó, svo framandi sem þaö nú var í 30 stiga hita. Og nokkrum dögum áöur haföi einn heimamaöur bankaö uppá og boðið tré til kaups sem mátti vel nota sem jólatré. Hvaöa skoðun sem hann hafði á því tiltæki hinna hvítu aö setja grænt tré inn í stofu og hlaöa það skrauti. En trúlega var honum Ijóst aö útlendingarnir höfðu ýmsa skrítna siði, þessi var aðeins einn af þeim, og fyrst þetta aflaöi honum nokkurra dala, hefur hann líklega aðeins fagnaö þessari sérvizku. Heima höfðu jólin veriö undirbúin eftir föngum sem íslenzk jól. Pakkar höfðu jafnvel borist handan yfir höfin. Og við vorum á leið til kirkju. Þau hughrif sem fylgja jólum voru áberandi meðal útlend- inganna viö aftansönginn. Hinn alþjóðlegi söfnuður söng Heims um ból. Sumir lögðu laginu til þaö tónfall sem þaö hefur í heimalandinu og sungu það gjarnan á móðurmáli sínu. Menn óskuöu gleðilegra jóla og nokk- urs trega gætti í brosi og raddblæ. í löndunum nálægt miðbaug dimmir alltaf á sama tíma og dimmir hratt. Er við gengum út úr kirkjunni, glömp- uöu skærar stjörnur á dimmblá- um himninum og sýndust miklu nær en á norðurslóöum. Við ókum heim og sonurinn spurði aftur hvort Eþíóparnir vissu ekki að þaö væru jól, þaö hafði enginn veriö viö kirkju. Jú margir þeirra vita þaö, en þeirra jól eru ekki fyrr en í janúar, var honum svarað, þvíaö þeir telja tímann á annan hátt en við. En svo eru líka margir, sem ekki hafa heyrt um jól og þarf að segja þeim frá því. Jólin íjanúar! Tíminn og við Fólk var á heimleið frá mark- aðnum, fótgangandi, konur og asnar oft með byrðar. Viö uröum að nema staðar er fólk fór yfir götuna. Það var ungur maður og hafði sveipað sig Ijósu klæði, gabi, sér til hlýinda. Hann teymdi asnann sinn en á eftir gekk ung kona og var þungfær. Hún bar þunna blæju yfir höfði og öxlum. Þau bar við dökkan himininn er þau gengu þvert fyrir bíiinn og rammi framrúðunnar myndaði ramma utan um þessa kunnug- legu mynd úr eþíópisku þjóðlífi, sem fékk skyndilega nýja dýpt á einmitt þessu kvöldi. — María og Jósep, okkar tíma. Örfátæk, þreytt og kannske í leit að húsaskjóli. Viö höfðum verið að ræða um tímann þarna í bílnum og nú var sem hann væri ekki til. Kannski mundi lítið jólabarn fæöast í \ Marfa og Jóaaf maö Jasúbarniö. Jólakort frá Eþiópíu. Á indversku jólakorti aru Jósef og María aó sjálfsögóu indversk. einhverju hreysinu þarna í nótt. Kannske var ein af þessum skæru stjörnum jólastjarnan. Og hver yröu örlög þessa bróður sem þarna fæðist. Við ókum áfram. Ekkert var upprisa Krists forsenda fyrir tilveru kirkjunnar. Trúlega eru ýmsir þættir sem samverka og gera jól að slíkri hátíð, slíkum atburöi í íslenzku lífi sem raun ber vitni. Við þurfum trúlega á Ijóssins hátíð að halda í miöju skammdeginu. Vegna smæðar lands og þjóðar hafa jólin getaö orðið fjölskyldu- hátíð sem ekki tekst í stærri samfélögum. Og svo jólaatburð- urinn slíkur, að fáir veröa ósnortnir, hver svo sem lífsskoö- un þeirra kann að vera. íslenzkt jólahald hefur mikinn þokka að áliti útlendinga, sem sífellt furða sig á stöðu þeirra i þjóðlífinu, þeirri viðmiöun sem þau eru. Öllu skal Ijúka af fyrir jól. Lögreglan segir allt viömót manna breytast til betri áttar en jólin nálgast og ganga í garö og margir sinna því fólki um jól með gjöfum og kveðjum sem þeir annars sjá lítið af. í nýútkomnu Kirkjuriti er ein- mitt fjallað um jólin og ung kona austur í sveit ræöir þar um jólaundirbúninginn. Hún setur hina kunnuglegu spurningu, sem heyrist gjarnan um jólin „Ertu búin að öllu?“ inn í athygiisvert samhengi. Erum við „búin að öllu“ fyrir jólin fyrr en við höfum sinnt náunga okkar? Og náungi okkar er ekki aðeins frændur, vinir og nágrannar. Fjölmiðlanir hafa fært lönd heimsins inn í líf okkar svo að náungi minn býr um alla jörð. Hjálparstofnun kirkjunnar gefur okkur einmitt kost á að sinna þeim náungum okkar sem búa viö skertust kjör. Og hún bendir á aö: Mikil er þín skylda maður heimi fæddur Vakna þú er sefur og vinn þín heit Allir skulu bræður allir skulu sáttir Allir hlutu jörðina ! arf. Valkostir Lífiö veröur sífellt flóknara. Auglýsinga- og upplýsingaflóö fjölmiölanna gerir það æ erfiðara aö velja úr, og mörgum gengur illa aö finna þann lífsstíl sem hæfir. Fjölmiðlarnir eru hluti af lífi okkar og viö verðum að læra að lifa með þeim en halda vissu sjálfstæði. Þeir stuöla að tvíbentum undirbúningi fyrir jól- in. Auglýsingaflóðið myndar gerviþarfir sem geta veriö harðir húsbændur og í engum tengsl- um við jólabarnið. En fjölmiöl- arnir flytja líka tónlist og talað orð sem undirbúa hugann og hjartað fyir komu jólanna og skapa jólunum sjálfum hlýjar umbúðir. Nú er það auðvitað ekkert nýtt að viö gerum okkur dagamun um jólin, kannske var einmitt sá dagamunur hlutfalls- lega miklu meiri í örbirgð fyrri alda. En fjölmiðlar stuðla sannar- lega að óhóflegum umbúðum um hátíðina, jafnvel þannig að innihaldið kann að veröa hverf- andi. Jafnframt kynna þeir okkur hina mörgu fleti á lífsmyndinni; þeir benda okkur á valkosti til þess að halda jól með fullum sóma sem manneskja, sem kristlnn maður. Vita þeir ekki að það eru jól? Vitum viö aö það eru jól? í nýliðnum kosningum snerist nær öll umræðan um efna- hagsmál. Margir söknuðu þess hve lítt var rætt um fjölskylduna, um manninn og lífsfullnægju hans. Hagfóturinn haföi forgang, ekki fjölskylduverndin. Á jólum hinsvegar er fjölskyld- an, manneskjan í fyrirrúmi. Hinir mörgu frídagar gefa okkur tóm til að sinna náunganum, þeim þörfum sem hann hefur hverju sinni. Við höfum tækifæri til að hlynna að Maríu og Jósef okkar tíma, hvort sem þau búa á okkar eigin heimili eöa í fjarlægu landi. En það veröur ekki jóiahátíö nema að við tökum á móti barninu. Fyrrerum við ekki „búin að öllu“. Vil ég mitt hjarta vaggan sé vertu nú hér minn kæri Meö vísnasöng ég vögguna þína hræri Þá veröa jól, — og við vitum það.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.