Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 3
Sr. Hjálmar Jónsson Ðólstaö UNDIR- SKÁLA URÐU HELGIMUNIR Nú er hún rétt aö koma, hátíöin, sem breytir heiminum. Þaö er mikiö um fyrir okkur. Friöarins hátíö er undirbúin meö miklum ófriði. Annars friösamir borgarar taka til viö aö berja húsgögn, svipta gluggatjöldum af sínum föstu brautum, ofan í vatn, og fara vatni og þvottalegi um ailt hús. Jafnhliöa þessum aögeröum er hvat- lega sótt fram á eldhúsvígstöövunum, þar sem háöur er bakstur af einum. Ekki lítill þáttur þessa ófriöar fer fram utan heimilis. Göturnar fyllast af fólki og búöardyr láta hvarvetna undan hinum aukna þrýstingi. Kaupmenn skilja vel þessa breytingu á hegöan manna í desember og hafa glöggt auga fyrir allra þörfum. Viöhorf gamla kaup- félagsstjórans fyrir austan mun nú óþekkt orðið meö öllu. Þaö birtist til dæmis í því, aö hann sagöi einhverju sinni aö þaö þýddi ekkert aö vera aö panta meira þakjárn, — bændurnir rifu það alltaf út jafnóðum og það kæmi. Nú er öldin önnur, eigendur verslana tilgreina opinberlega hvaö þeir versli meö. Þessi er aödynjandi jólanna hjá okkur. Hátíöahöld á laugardögum meö opnum verslunum eru einkum til marks um þaö aö jólin nálgast. Mitt í þessum hildarleik núna um daginn hitti ég kunningja minn. Viö tókum tal saman. „Þetta eru nú meiri lætin“, byrjaöi hann, „þaö er varla hægt aö þverfóta fyrir fólki. Maöur verður hálfringlaöur af öllu þessu.“ Ég stakk upp á því aö hann skryppi í kirkju á aöventunni. Þar væri friösælt og lítil hætta á aö hann yröi ringlaður. „Þaö er aldrei tími til þess. Viö hjónin erum fram á aöfanga- dag aö undirbúa jólahaldiö. Allt veröur aö hafa sinn gang. Fyrst þarf aö undirbúa, síöan aö njóta jólanna. Mer fyndist ég hreinlega vera aö þjófstarta jólunum meö slíku. Þau koma á sínum tíma. Þaö er siöur í minni fjölskyldu aö fara í kirkju á jólunum. Messan á aöfangadagskvöldiö er alltaf svo há- tíöleg. Líka biskupinn í sjónvarpinu. Þá eru virkilega komin jól, þegar hann birtist á skerminum.“ Og svo var þessi vinur minn þotinn vegna þess að allt veröur aö hafa sinn gang. Kirkjan skal bíöa jólanna, þá er hennar tími. Þá er upp runnin stund fyrir jólaguöspjall og jólastemmningu. Þarna mitt í ösinni um daginn varö mér hugsað til vitringanna og athafna þeirra á jólaföstunni. Mynd- ir sýna þá íhugula og einbeitta, meö yfirbragöi, sem bendir til mannvits og reynslu. Sennilega erum viö ekki vitr- ingar. Athafnir okkar á þessari tíö benda í aöra átt. Viö nefnilega undir- búum jólin aö mestu leyti meö höndun- um en í litlum mæli meö huganum, og í huganum. Okkur veröur að öllum líkindum minnst eins og mannsins í eftirfarandi vísu: Þegar hann er fallinn frá fólkiö ber í minni viðbrögó snögg og oftast á undan hugsuninni. (K.Ó.) Og svo koma jólin, — í fylling tímans. Lítil athöfn var mér þess tákn í bernsku, aö jólin væru raunverulega komin. Klukkan sex hófst messan í útvarpinu og hann faöir minn gekk inn í stofu og kveikti á þremur kertum. Þau voru ævinlega látin standa á undirskál- um. Þannig uröu hinar hversdagslegu undirskálar úr eldhússkápnum helgi- munir á jólunum. Allt breytist á jólum, hinir hversdagslegu hlutir veröa há- tíölegir. „Þín heilög návist helgar mannlegt allt“, segir í sálminum. Betur er varla hægt að lýsa því, sem jólin færa okkur, þ.e.a.s. því, sem Drottinn færir okkur á jólum. Ég nefndi bernskujólin mín. Þannig fer sjálfsagt mörgum. Þeir líta til baka, til aö sjá eitthvaö standa upp úr hversdagsleikanum. Eitthvaö, sem hef- ur áhrif löngu eftir aö þaö átti sér staö. Eitthvaö, sem hafiö er yfir rúm og tima, stundir og staöi, eitthvaö heilagt, frátekiö, þaö sem ekki er flíkað dags daglega. Upp rifjast margar fagrar minningar. Þaö er eins og viö geymum slíkt allt í hirslu, sem lýkst upp á jólum. Barnatrúin okkar birtist í huganum, hrein og tær. Fallegu versin, s.em lærö voru í bernskunni og lesin, barnasálm- arnir einnig, þá koma og í hugann sögurnar úr Biblíunni og gömlu, góöu heilræöin hennar ömmu. Þessar minn- ingar allar saman eru ágætar, þær varpa Ijóma á nútíðina. En eitt skulum viö athuga: Fagnaðarerindi jólanna er miklu meira og dásamlegra en þetta. Þaö fjallar um komu Krists til manna í raun og veru. Tilgangur Guös var ekki sá einn aö gefa okkur Ijósahátíö í skammdeginu. Jesus er ekki í stuttri heimsókn, eins konar jólafríi hjá okkur. Hann kom til aö vera. „Ég er með yður alla daga“, sagöi hann, en ekki: Ég er meö yður á jólunum. Þaö fyrirheit er þó vissulega innifal- iö í hinu. Barniö, sem fæddist á jólum, stækkaöi og þroskaðist aö visku og vexti hjá Guöi og mönnum. Sem fulltíða maöur boöaöi Jesús Kristur Guös ríki, öllum. Sem frelsari mann- anna sagöi Drottinn Kristur:“ Komiö til mín allir þér...“ Aöstæöur okkar uröu ekki of flóknar fyrir hann þótt viö kæmumst til nokkurs vits og ára. Hann kom til þess aö vera förunautur okkar, leiötogi frá degi til dags. En kannski hefur sérhæfing nútímans gert okkur erfiðara fyrir aö meötaka þennan boöskap. Svo er þó varla á jólunum og viö ættum þá aö nota tækifærið, þegar viö erum opin fyrir trúnni eins og í bernskunni aö hugleiöa þessi mál rækilega aö hætti vitringa. Þá getur jólatrú vaxiö upp af jólastemmning- unni, og helgaö mannlegt allt þótt rúmhelgin sé tekin viö af hátíöinni. Sá er fagnaðarboðskapur jólanna. Jesús kom til að vera. Trúin á hann gefur daglegu lífi hátiðablæ, fyllingu, sem annars staöar er ekki aö fá. Hún veröur daglegu lífi þaö, sem saltiö er dagleg- um graut. Eins og hver maöur veit, gerir salt í lokaöri hirslu matnum hvorki til né frá. Þaö þarf aö blandast saman viö, annars veröur grauturinn vatns- daufur. Þessi heimilisfræði, eöa hús- ráö, er gott að hafa í huga þegar hátíðin fjarar. Þegar viö lokum niöri allt skrautið, hendum ræflinum af jólatrénu og jólastemmningin vill fjúka í éljum janúarmánaöar. Ef þaö gerist þá höfum viö aö of miklu leyti notiö þeirra jóla, sem viö undirbjuggum meö höndunum einum. Fyrirbyggjum þaö með Guös hjálp, og friður hans, sem er æöri öllum skilningi varöveiti hjörtu vor og hugsanir í félagsskap Jesú á jólum og alla tíö. GLEÐILEG JÓL í JESU NAFNI. AMEN. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.