Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 6
hefðir þú gert amma? Frásagnarþáttur úr lífi alþýðukonu. Eftir Ingunni Þórðardóttur Ég, Hallfríöur Ásgeirsdóttir 78 ára er ósköp lítilsigld manneskja og ævi mín er ekki frábrugöin margra annarra kvenna á þeim tímum sem ég segi hér frá. Ég hef ekki unnið nein frægöarverk um dagana og hverf þess vegna í fólksfjöldann, án þess að eftir mér sé tekiö, þannig er þaö líka bezt. Ég er fædd af fátækum foreldrum í litlu sjávarþorpi á Suöurlandi. Ólst upp í stórum systkinahóp, oft viö þröngan kost og húsnæðið var kalt. kurinn var okkar líf í þorpinu mínu og ég eins og mínir jafnaldrar fór fljótt aö vinna í fiski, strax og kraftarnir leyföu. Pabbi var á sjónum. Mamma stjórnaöi heimilinu og mér finnst núna aö henni hafi tekist þaö vel í öllu baslinu viö aö framfleyta okkur sómasamlega. Sum okkar systkin- anna voru svo heppin aö komast til sumardvalar í sveit, sumar og sumar, en ég var ekki ein af þeim. Ég var natin viö yngstu bræöur mína tvo og gætti þeirra vel, þegar mamma var utan heimilisins aö vinna. Eg var ekki há í loftinu sjálf, þegar ég byrjaði að vinna í fiskinum, mér fannst þaö gaman, aö vinna fyrir launum. En gamaniö gat veriö stopult, því svo þreytt var ég stundum á kvöldin eftir langan vinnudag aö eg haföi ekki rænu á að borða, en hvarf í bóliö mitt strax og tækifæri var. Og þá var oft erfitt aö rífa sig fram úr á morgnana. En útborgunardagarnir voru góöir. Ég lagöi kaupiö mitt fyrir, ætlaði aö veröa rík, sjálfstæö, mennta mig, fara burt í skóla og læra. Ég held aö ég hafi verið tiltölulega ung, þegar ég fór aö hugsa þannig. Þaö hlaut aö vera eitthvað annað líf til en afólkiö í þorpinu mínu lifði flest. Skólaganga var harla lítil hjá okkur börnunum, aöeins fyrir ferminguna þótti talsvert atriöi aö viö lærðum eitthvaö sem heitiö gat. Og þaö voru fáar fjölskyldur, sem ég þekkti til, sem töldust í sæmilegum efnum. Mig dreymdi stóra drauma, en sagði ekki margt um þá, var alltaf dul. Ég var fermd viö litla viöhöfn og lífiö breyttist lítiö viö þaö fyrir mér. Erfiðisvinnan hélt áfram, ég hélt áfram aö leggja launin mín fyrir og reyna að spara eins og ég gat. Ég reyndi að hjálpa foreldrum mínum meö krakka- hópinn, eins og mér var unnt, smám saman uxu systkini mín úr grasi. Sum fóru aö heiman í ýmsar áttir, stofnuöu bú, uröu bjargálna manneskjur. Ég var á nítjánda árinu, þegar ég hleypti heim- draganum. Ég réöst í kaupavinnu á stórbýli austur í sveitum. Þar var gott aö vera. Kaupið var gott og vinnan alls ekki erfiö miðað við þaö sem ég haföi vanist. Snemma um voriö haföi ég sótt um skólavist í Reykjavík, því aö nú reiknaöist mér svo til aö eftir sumariö yröi ég þaö vel stæð aö ég gæti séö fyrir mér sjálf í höfuöstaönum og greitt skólagjaldiö. Ég átti framtíöina fyrir mér. Hugurinn reikaði víöa og ég byggöi draumahallir. Ég ætlaöi aö veröa kennari. Koma heim og kenna krökkunum í þorpinu mínu. Smám saman ætlaði ég svo meö aöstoö góðra manna aö sjá til þess aö börnin færu ekki á mis viö barnaskólafræöslu. Þaö skyldi veröa breyting á kennslumálunum. „Bjartsýn, þú giftir þig bara og ferö aö búa og hleður síöan niöur börnum," sagöi fólkið mitt, er ég aö lokum sagöi þeim frá áætlunum mínum. Ég aö gifta mig, slíkt var fjarri mér. Ungu mennirnir höfðu ekki erindi sem erfiöi á minn fund. Ég hélt mér í fjarlægð viö skemmtanir unga fólksins og átti fáar vinkonur, fannst þær hafa allt önnur áhugamál en ég og átti ekki samleið meö þeim. En margt fer ööru vísi en ætlað er. Ég er aö rifja þetta upp núna, því í dag varö ég fyrir óvæntum, sorglegum atburöi, sem kom mér úr jafnvægi og ég fór aö hugsa um löngu liöna daga og líf mitt. Ég hef ekki lagt þaö í vana minn aö vorkenna sjálfri mér. Þaö háöu svo margir erfiöa lífsbaráttu á þessum árum og ekki fór allt eftir áætlun hjá fólki fremur en í dag. En sagan heldur áfram. Þetta sumar í kaupavinnunni varö ég ástfangin í fyrsta skipti. Ungi mennta- maðurinn, sem var í sumardvöl hjá foreldrum sínum á næsta bæ heillaði mig. Hann ætlaði aö verða prestur, var byrjaöur í Háskólanum. Ég vissi ekki aö ég ætti siíkar tilfinningar til, sem fljótlega uröu mér ofurefli eftir aö ég kynntist þessum unga manni. Ég reyndi allt hvaö ég gat aö standast hann og allar freistingar, sem bíöa ungrar, óreyndrar stúlku, en ég féll. Hann fór f skólann sinn um haustiö. Ég haföi áður sagt honum hvernig ástatt var um mig, glöð og sæl og ég sá hvernig þyrmdi yfir svip hans og hann sagöi höstugur aö þessu yröi ég aö bjarga sjálf; hann heföi hvorki með konu eða barn aö gera aö svo stöddu, ætti eftir langt skólanám. Hann heföi ekki þurft aö nota svo mörg orð, ég heföi skiliö hann engu aö síöur á svipbrigöunum. Harmi mínum ætla ég ekki aö reyna aö lýsa og mér fannst vonbrigöi mín yröu mér ofurefli, en ég átti stolt og reisti mig upp aö nýju. Enginn skyldi þurfa aö skamm- ast sín fyrir mig. Ég komst ekki í skólann það haustið. Ég fór heim til foreldra minna og ól son á eðlilegum tíma. Þetta var erfitt tímabil; víst heföi ég viljað eignast barn meö manninum sem ég unni, en nú haföi hann brugöist og ég haföi raunar einnig brugöist sjálfri mér. Ég vissi að uppeldi barns var erfitt, ef vel á að vera og ég vildi ekki eiga fööurlaust barn, svo ég útvegaöi honum föður, ekki réttan fööur, en fööur samt. Ég giftist sjómanni einum, er Halldór hét og haföi lengi gefiö mér hýrt auga. Viö gengum í hjónaband eftir nokkurra vikna sambúö um leið og sonur minn var skíröur. Hann hlaut nafniö Ásgeir og var Halldórsson. Halldór gekk honum í fööurstaö meö því heiti aö nefna aldrei þetta leyndarmál okkar á nafn. Því heiti brást hann aldrei. Halldór eða Dóri eins og hann var oftast kallaöur var ekki skarpgáfaöur, en hinn vænsti maður og var Ásgeiri mínum sem bezti faðir. í þorpinu hefur sjálfsagt veriö ýmislegt um okkur rætt, en aldrei neitt sérstakt, sem mér barst til eyrna. Halldór stundaöi sjóinn og var sjaldan heima. Ég hlaut hlutskipti móöur minnar, eignaöist fjórar dætur á 7 árum. Ég annaðist heimilið og reyndi aö komast í fiskvinnu ef ég mögulega gat. Nóg var þörfin fyrir þá peninga er ég vann mér inn. Geiri minn stækkaöi og varð fríöur piltur. Ég sótti þaö fast aö börnin mín væru í barnaskólanum meðan kennsla stóö yfir, einkum reyndi ég aö sjá til þess aö Geiri missti ekki af neinu. Eg ákvaö aö hann skyldi fá aö læra svo mikiö sem hann vildi og viö hefðum ráö á. Ég vissi aö þaö gat orðið okkur erfitt fjárhagslega. Halldór drukknaði ásamt þrem öörum á litlum báti, þegar yngsta dóttir okkar var fjögurra ára gömui. Mér lá viö örvinglun. Fyrirvinnan farin; ekki hafði ég unnaö honum heitt, en hann var mér góöur og okkur öllum, ekki síður Geira mínum og Geiri virti hann og saknaöi eins og viö öll. Hjálpsamir nágrannar reyndu aö aöstoöa mig meö börnin, en þaö áttu fleiri bágt en ég út af slysinu og ekki margir voru aflögufærir. Ég vann mikiö þessi ár, svo langan vinnudag aö ég skil ekki nú hvernig ég haföi þrek til þess arna. Oft var ég svöng, til aö börnin heföu þó heldur meira í sig. Fötin reyndi ég aö sauma sjálf og stagaði og bætti garmana, oft fram á nótt, svo allir færu í heilar spjarir aö morgni. En alltaf var ein hugsun sterkust á bak viö allt mitt strit. Geiri minn átti aö fá aö læra, fyrst ég haföi brugöist. Allt skyldi ég leggja í sölurnar fyrir hann. Geiri var góður móöur sinni. Viö ræddum mikiö saman er tími var til og friður. Ég vissi aö hinn rétti faöir hans var fyrir löngu oröinn prestur t góöu brauöi úti á landi. Aldrei lágu leiöir okkar saman og var ég fegin því. Mín stærsta gleöi voru börnin mín, aö sjá þau vaxa og dafna. Geiri fór í menntaskóla og tók gott stúdentspróf. Hann kom fagnandi heim, þakklátur mömmu sinni, sem honum fannst alla tíö vera mest og bezt. Svo sagöi hann eins og sjálfsagðan hlut, er ég innti hann eftir hvaö hann ætlaði aö leggja stund á næsta vetur. „Ég ætla aö verða prestur mamma. Ég hef hugsaö um þaö lengi og nú er ég alveg ákveöinn." Hann stóö þarna bjartur yfirlitum í blíma lífsins og var í útliti eins og mennta- maöurinn ungi, sem ég unni eitt sinn meira en orö fá lýst. Og þá fannst mér aö ég elskaöi þessa feöga óendanlega mikiö, báöa, hvorn á sinn hátt. Ennþá tóku viö erfiö ár. Geiri stundaöi námiö vel og ég vann í fiski eins og ég orkaði. Dæturnar uröu sjálfbjarga að mestu og ég reyndl aö láta þær ekkert skorta. Geira sendi ég reglulega peninga, allt sem ég gat af laununum mínum og hann fékk smávinnu viö kennslu á kvöldin og fór sparlega með fé, svo endar náöu saman. Ég sá ekki eftir neinu sem ég gerði fyrir drenginn minn, svo mikils viröi sem hann var mér. Yröi hann ekki hamingjusamur í lífinu var allt unrliö fyrir gíg. Dætur mínar vildu ekki fara í langskólanám. Þar var ég í rauninni lánsöm, því ekkj heföi ég getað kostað þær til náms. Ég var í rauninni engin manneskja til aö ala upp þennan stóra barnahóp, en hvaö var til ráöa. Hvert barn varð gleöigjafi um leiö og þaö var í heiminn borið og nú eru systkinin öll orðin fullorðið fólk. Geiri minn, séra Ásgeir Halldórsson er mikils metinn prestur í höfuöstaönum. Býr í stóru, fínu húsi, á góöa konu og eina dóttur. Alltaf er hann mér góöur, sannur og hlýr og kemur af og til í heimsókn til mín í litlu íbúölna, sem hann aðstoöaöi mig viö aö kaupa, þegar ég flutti til bæjarins, þegar ég varö sjötug. Krakkarnir mínir vildu aö ég flytti og seldi gamla timburhúsiö til niöurrifs. Stúlkurnar mínar eru allar giftar góöum mönnum og farnar aö búa og ég á oröið 6 barnabörnin, sem öll eru gleði ömmu sinnar. Þó neita ég því ekki aö alnafna mín, dóttir hans Ásgeirs míns er uppá- haldiö mitt. Ekki vegna nafnsins, en henni hef ég kynnst bezt og svo þekki ég hluta af sjálfri mér í henni. Líka þekki ég hluta af Geira mínum í henni og prestinum, fööur hans. Þessa stúlku finnst mér afar vænt um og vil vera henni allt sem ég get. Hún kemur oft til ömmu gömlu og spjallar, kannske stutta stund í einu. Hún segir mér ýmislegt, sem á dagana drífur; hún er 19 ára, er í skóla, á eftir að læra mikiö og samt er hún búin aö vera svo lengi í skóla. Nafna mín, hún Hallfríður er kölluö Halla Fía. Hún gifti sig á síöasta ári, ágætis pilti er Sigurður heitir. Hann er líka í skóla. Þaö hafa allir tækifæri til aö mennta sig nú til dags. Mér finnst bókstaflega aö unga fólkið, sem hún Halla Fía umgengst og segir mér frá, geti framkvæmt nær því allt þaö sem þaö langar til. Efnin eru meiri hjá foreldrunum nú en áöur var. Auövitað vildum við hérna á árunum einnig reyna að hjálpa börnum okkar til mennta og að komast vel áfram í lífinu, en viö gátum oft lítiö gert, en ekki þarf ég aö kvarta, sonur minn læröi það sem hann ætlaði sér og telpurnar, já, ég heföi líka reynt aö hjálpa þeim heföu þær haft viljann, þó hjálpin heföi kannske oröið smá. Ég er sátt viö lífiö, hvernig ætti ég aö vera annað? Ég liföi lífinu stutt sumar og tók út minn dóm. Ég hef unniö baki brotnu allt lífið en haldiö heilsu þrátt fyrir þaö, þó ég gengi svöng til svefns marga nóttina og vaknað svöng og þreytt og héldi áfram aö vinna. Já, ég sleit mér út, en ég sé árangur erfiöisins. Ég finn friö. Mér líður vel vitandi aö afkomendur mínir spjara sig vel og enginn þeirra hefur komiö hart niöur í lífinu. En svo var þaö í morgun, skömmu fyrir hádegið, aö yndið mitt hún Halla Fía kom. Ég var farin aö sakna hennar, hún haföi ekki komið í meira en tvær vikur, ég áleit hún væri í próflestri. Hún kom þjótandi inn úr dyrunum um leið og ég lauk upp. „Amma, sagöi hún, „ég ætla aö fá aö vera hjá þér í dag, ég er slöpp amma, segöu engum að ég sé hér, þó einhver spyrji, ekki mömmu eöa pabba, ekki Didda eöa neinum, þú ert sú eina sem ég treysti." Hún talaöi hratt, var óðamála. „Ég fer í þitt rúm amma". Hún var auðsjáanlega í geöshræringu barniö, föl og tekin, þreytuleg og reikandi í göngulagi. Ég ætlaöi að fylgja henni í rúmiö, en hún henti af sér kápunni í stól á ganginum og sparkaði af sér skónum og hvarf inn í litla svefnherbergið mitt, áöur en ég áttaöi mig. „Ég klára mig amma" og svo lokaöi hún hurðinni. „Bara friö, þaö er þaö sem ég vil,“ heyröi ég hana tauta inni fyrir. Ég var felmtri slegin. Eitthvaö slæmt haföi komið fyrir hana. Barniö, 19 ára, víst var hún barn ennþá í mínum huga. Eitthvaö skelfilegt hlaut aö hafa komið fyrir. Ég var hrædd, gekk um gólf og hlustaöi. Bara að stúlkan mín vildi segja mér eitthvað hvaö heföi gerst. Hún Halla Fía var vön aö tala viö ömmu. Hún haföi komiö til mín undanfarin ár og trúaö mér fyrir ýmsum leyndarmálum, ekki öllum merkilegum aö mér fannst og hún var vön aö segja: „ „Amma, þú segir engum, þú ert þannig". Og hún vissi að amma segöi engum neitt, henni var treystandi. Ekki fór ég aö segja frá því, sem mér var trúaö fyrir, þaö haföi ég aldrei látið henda mig. En nú brá svo viö aö Halla Fía gat ekki talaö viö ömmu lengur. Ég var sár og hrædd. Friðlaus gekk ég um fram og til baka, reyndi aö taka til hendinni, sinna einhverju, en mér varö ekkert úr verki. Samt þurfti ég aö Ijúka

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.