Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 7
viö aö prjóna peysu á Halldór litla, dótturson minn, sem átti heima austur á landi og átti tveggja ára afmæli eftir nokkrar vikur. Ég læddist aö dyrunum og opnaöi þær hljóölega. Eitthvaö hlaut ég aö geta gert til hjálpar þessari stúlku. Því þótt aldurinn væri hár og hendurnar hnýttar hafci Halla Fía svo oft sagt að þaö heföi en.;lr,;i mýkri eða betri hendur en hún amma. Eg stóö þarna viö rúmstokkinn, en stúlkan lét sem hún vissi ekki af mér. Ég vissi ekki hvort ég ætti aö vera aö styggja yndið mitt, en eitthvaö varö ég aö gera, svo ég settist og klappaði á kollinn. í fyrstunni lét hún sem ég væri ekki til, kannske var ég ekki til fyrir henni lengur, en svo reis hún upp. „Amma, ég vissi aö þú mundir koma, þú ert alltaf svona, þú ert alltaf eins, og þú skilur mig." Svo byrjuðu tárin að streyma niður fölar kinnarnar og stúlkan skalf og nötraöi. Ég tók hana í fangið, eins og hægt var fyrir mig, gamalmenniö meö fullvaxna stúlk- una. „Amma, þú hleypir engum inn til þín í dag, ég þoli engan, ekki sjálfa mig. Ég vil ekkert, bara týnast." Gráturinn smaug inn að hjartarótum mínum og ég átti engin ráö. „Ég má þó tala við hann pabba þinn hjartað mitt, hann getur alltaf hjálpaö okkur." „Nei, ekki pabba, eng- ann, engann" æpti stúlkan, „skiluröu amma, þú sem veist svo margt og hefur reynt margt, þú skilur; ég lét eyöa fóstri í morgun. Ég lagöist inná spítalann snemma og þetta var ekkert mál. Þetta tók engann tíma. Ég mátti fara heim þegar ég haföi jafnaö mig. Þetta var ekkert mál áöur, en nú er allt ómögulegt, ég þoli þetta ekki. Ég þoli ekki sjálfa mig, ég brjálast". Og gráturinn tók völdin. „Halla Fía, barnið mitt, ég skil þig ekki elsku barn," gat ég stuniö upp. „Skiluröu mig ekki? Amma, víst, þú skilur mig, ég vil ekki dragnast meö krakka og vera föst heima alla daga meö bleyjur og akandi barnavagni hvert sem ég fer. Við Diddi ætlum aö eignast börn seinna, þaö eru svo margar stelpur, sem láta gera svona aðgerö á sér og finnst þaö allt í lagi, en ég skil mig ekki. Auövitaö er þetta líka allt í lagi meö mig, en ég bara er svo ómóguleg núna, ég sé eftir öllu og ég sé ekkert nema hrylling. Ef ég loka augunum heyri ég barnsgrát alls staöar. Og ef ég festi blund kemur bara draumarugl um sundurskorin smábörn og fleira Ijótt og blóöiö alls staðar fljótandi. Amma, segöu eitthvaö, geröu eitthvaö". Blæöiröu? var þaö einá sem ég gat sagt. „Nei, það er ekkert svoleiðis aö mér, bara sálin, sálin sem kvelur mig. Hvernig get ég breyzt svona á nokkrum klukkustundum. „Ég var sem máttfarin af geðshrær- ingu. Víst haföi ég heyrt talaö um aö þvílíkt og annað eins léti kvenfólk gera við ófædd börn sín, en mér fannst aö ástæður yrðu að vera fyrir aðgeröinni og ég haföi ekki viljaö hugsa um þetta eöa tala, þó einhver nærri mér ræddi málin. Þetta var nokkuö sem var fjarlægt og ég haföi ekki áhuga fyrir. „Þú hefur ekki breyzt Halla Fía", sagöi ég, „þú ert ennþá sama góöa stúlkan, sem þú varst, en þú hefur gert nokkuö án nægilegrar um- hugsunar, nokkuö sem þú fyrirgefur ekki sjálfri þér, því þú hefur lifandi sál, heilbrigöa, lifandi sál og þú varst verö- andi móöir." Ég bjóst ekki viö að hún þyldi neinar prédikanir frá mér að sinni, en hún kraföist þess þó aö ég segöi eitthvað. „Og þetta, aö dragnast meö krakka, hvaöa oröatiltæki er þetta sem þú tileinkar þér. Börn eru yndisleg, þú átt góöan mann, heimili, foreldra, nóg eru efnin og þú átt framtíöina fyrir þér, svo ung sem þú ert. Þú iörast núna, þú hefur í rauninni viljaö eiga þetta barn". „Viljaö, mér fannst alveg sjálfsagt aö fara í fóstureyöingu, Diddi vildi þaö líka, en hann skal ekki sjá mig svona og vita hver aumingi ég er, enginn skal fá aö sjá mig svona. Diddi er ágætur, en ég þoli hann ekki núna. Amma, þú áttir sjálf fimm krakka, hvernig gastu þetta allt og afi dó frá þér og öllum krökkunum og þú varst ein með hópinn þinn og kostaöir svo pabba í skóla og allt var svo gott hjá ykkur, segir pabbi. Vildiröu eiga alla þessa krakka og vera svona fátæk eins og þiö voruö"? Halla Fía horföi grátbólgnum spurnar- augum á mig. Ég sat og hétt í grönnu, hvítu hendurnar hennar, ég gat ekki svarað, bara kreist þessar hendur. Ég lét hugann reika, hvort ég vildi eiga öll þessi börn, þaö var ekki spurt um þaö í þá daga hvaö maöur viidi og allra sízt kvenfólkið. Hverju gat ég svarað? Átti ég í fyrsta skipti á ævinni aö segja sannleik- ann um sjálfa mig, vonir og drauma, ástir og vonbrigöi, örvæntingu, basliö allt, meðan ég var að koma börnunum upp? Var þaö einhver huggun fyrir Höllu Fíu í hennar andlegu erfiðleikum. Nei, ætli ég eigi þetta ekki ein og hverfi meö þaö í gröfina þegar minn tími kemur. Hún mundi varia skilja hvernig lífið gekk fyrir sig á mínum búskaparárum. Og nafna mín heft áfram að tala. „Amma, hvað heföir þú gert, ef þú heföir oröiö ólétt og veriö ógift og strákurinn kannske ekkert viljaö með þig hafa og þig sem langaði til að fara í skóla þegar þú varst ung, þaö hefðu þú þó sagt mér. Hvaö heföiröu gert, ef svona nokkuö hefði komiö fyrir Þig? „Hvað ég heföi gert barnið mitt. í þá daga þekkti ég ekki oröiö fóstureyöing; börn uröu til þá á sama hátt og nú í dag. Oftast voru þau velkomin í heiminn, en stundum óvelkomin, en þau fæddust samt. En hvaö ég hefði gert, ég heföi ekkert gert yndið mitt," svaraði ég seinlega. Halla Fía er skýr stúlka, hún sagöi af bragöi: „Amma, þú hefur áreiö- anlega lent í einhverju, þú veist svona meö stráka, þú varst svo sæt og og dugleg segir fólk." „Elsku barn, ég lent í einhverju, hvernig dettur þér þetta í hug. Það voru aörir tímar þá. „Ég sá aö stúlka/i var aö róast, hún var hætt að snökta og lagðist út af. Ég lagfærði rúmfötin og strauk kollinn hennar meðan hún lygndi augum og smám saman sofnaði hún værum svefni. Ég sat hjá henni allan daginn, skrapp aöeins fram í eldhúsið mitt og fékk mér kaffisopa. Ég hugsaöi margt þennan dag, nógur var tíminn, ég rifjaði upp ævi mína, eins og minniö leyfði. Mér fannst ég hafa sloppiö vel frá lífinu, svo hart og miskunnarlaust sem þaö getur veriö, en þó unaöslegt ef manneskjan hefur vit til aö foröast hætturnar og haetta aldrei að berjast móti erfiðleikun- um. Ég átti Geira minn, mestu hamingju lífs míns, þrátt fyrir allt, ást fööur hans haföi ég átt stuttan tíma. Afkomendum mínum er ég stolt af, hjónaband mitt var •stutt en gæfuríkt þau fáu ár, sem viö lifðum saman. Það er dyggð aö tala ekki of mikiö. Já, ég slapp vel. Nú á ég Höllu Fíu eftir hérna hjá mér og á þaö verk óunniö aö hjálpa henni aö komast í jafnvægi aftur. Því hún á aö veröa frísk, falleg, góð og hamingjusöm, eins og hún var. Telpan hans Geira míns. Ég veit að þegar hún vaknar aftur líöur henni betur, hún þurfti að létta af sér farginu og segja einhverjum frá erfiöleik- unum, sem hún haföi rataö í og hugar- kvölinni. Og ég gat þó veriö glöö yfir aö eiga trúnað hennar ein. Tíminn læknar sárin, þó gæti veriö aö örlítiö ör leyndist í sálinni hennar ævilangt. Hvaö veit maöur um þaó? Spurningar hennar, sem hún haföi varpað aö mér í dag komu upp í huga minn. „Þú hlýtur að hafa lent í einhverju amma, meö strákum, þegar þú varst ung og hvaö hefðirðu þá gert ef þú hefðir oröið ófrísk og veriö ógift?" haföi hún spurt í sakleysi sínu. Viö þessum spurningum fengi hún aldrei rétt svör, þó í rauninni ætti hún rétt á aö vita uppruna sinn, en faöir hennar hafði heldur ekki heyrt hið sanna og til hvers þá aö ýfa upp sár sem voru gróin? Og þarna sem ég sat, gamla, ellimóöa konan, langþreytt, svo að segja viö grafarbakkann og horföi á nöfnu mína, Hallfríði Ásgeirsdóttur 19 ára, sem var falleg, gædd góðum gáfum, vel efnum búin og átti Itfiö framundan, en haföi þrátt fyrir allt rataö í þungar raunir og rekiö sig harkalega á, spuröi ég sjálfa mig: Hallfríði Ásgeirsdóttur, sem er aö enda ævina eftir langan, stormsaman dag. Ég spuröi sjálfa mig, rétt eins og hún nafna mín haföi spurt fyrr um daginn: „Amma, hvað hefðir þú gert, ef þú heföir lent í einhverju svona meö strákum, þú veist?" Já, ég spyr: „Hvað heföir þú gert?" ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.